Dagur - 17.08.1996, Page 4
4- DAGUR - Laugardagur 17. ágúst 1996
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI,
Sl'MI: 462 4222
SÍMFAX: 462 7639 • SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087
ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1600 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 150
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON,
HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON,
FROSTI EIÐSSON (íþróttir), BLAÐAM. HÚSAVÍK - GUÐRÚN K. JÓHANNSDÓTTIR
SÍMIÁ SKRIFSTOFU 464 1585, FAX 464 2285. HEIMAS. BLM. Á HÚSAVÍK 464 1547
LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÓGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
Að hafa skyndilega
efni á hjólhýsi
íslendingar hafa verið svo óskaplega blankir á undanförnum
árum að þeir hafa ekki getað slegið lán til þess að kaupa nýja
jeppa og hjólhýsi. Framkvæmdum við húsnæði hafa þeir slegið
á frest og svo mætti lengi teija. Þetta hafa verið daprir dagar
fyrir innflutningsfyrirtækin sem mokgræddu hérna um árið
þegar góðærið gerði það að verkum, ásamt óðaverðbólgu, að
landsmenn keyptu alla skapaða hluti út á krít og sögðu sem
svo að þetta reddaðist.
Nú hafa landsfeður af því stórar áhyggjur að landsmenn slái
lán í stórum stíl til þess að kaupa nýja jeppa, tölvur, sjónvarps-
tæki og guð má vita hvað. Á hagfræðimáli kallast þetta þensla
og er að sögn heldur slæm tíðindi inni á Þjóðhagsstofnun og í
Seðlabanka. Þórður Friðjónsson taldi á morgunverðarfundi
Verslunarráðsins í vikunni að illt væri í efni og hann hallaðist
að því að hækka bæri vexti við þessar aðstæður, ella færu menn
allt of óvarlega með peningana sína. Og VSÍ sér að sjálfsögðu
hættumerki á lofti og varar við kauphækkunum.
Nú verður að treysta því að spakir menn í Þjóðhagsstofnun
og VSÍ viti hvað þeir eru að segja og aukinn innflutningur
landsmanna sé hið versta mál. Þetta hlýtur allt saman að vera
satt og rétt. Ef svo er, þá er það hið mesta alvörumál ef íslenskt
hagkerfi er svo vanþróað að það ráði ekki við batnandi efna-
hag, að allt fari fjandans til ef kúrsinn fari eilítið upp á við eftir
margra ára samdrátt og volæði. Kannski kunnum við ekki á
batnandi efnahag í þjóðfélagi þar sem verðbólga er á sama báti
og í samkeppnislöndunum?
Sennilega þarf hagkerfið meiri tíma til að aðlagast efnahags-
stöðu sem hefur þekkst til fjölda ára í nágrannalöndunum. í
Noregi hefur allt frá því að olíuauðurinn kom til skjalanna verið
efnahagslegur uppgangur og sagt er að Norðmenn viti vart
aura sinna tal. Þeir hafa engu að síður fundið leið, þrátt fyrir
alla þá fjármuni sem streyma um hagkerfið vegna olíuauðsins,
til að halda verðbólgu í skefjum og jafnvægi í efnahagslífinu.
Kannski kemur þarna fyrst og fremst til meðfædd sparsemi
Norðmanna, sem íslendingar hafa aldrei verið þekktir fyrir.
Sennilega ætti landinn að skreppa til Noregs á námskeið í
sparnaði.
í UPPÁHALDI
Heftir mest dálæti á kúrekamyndum
Jóhann Magnús Ólafs-
son framkvœmdastjóri
Fiskiðju Raufarhafnar
hf og Jökuls hf á
Raufarhöfn tók við því starfi
1. september 1994 en áður
hafði hann gegnt starfi
framkvœmdastjóra Kaldbaks
hf. á Grenivík. Jóhann er
mikill áhugamaður um
hesta og þykir fátt skemmti-
legra en að ríða út og scekja
hestamannamót. Hann er
giftur Þorbjörgu Stefáns-
dóttur sem er lœrður nudd-
frœðingur og eru þau hjón
bœði fœdd og uppalin á
Raufarhöfn. Hún hefur ver-
ið á sjó á trillu með föður
sínum af og til. Jóhann og
Þorbjörg eiga eina dóttur,
Laufeyju Maríu, sem er eins
og hálfs árs gömul.
Hvaða matur eru í mestu uppáhaldi
hjá þér?
„Kjöt í karrý er voðalegt gott.“
Uppáhaldsdrykkur?
„Ferskt, íslenskt valn, en ég
drekk óhemju mikið af vatni.“
Hvaða heimilisstörfflnnst þér
skemmtilegust? En leiðinlegust?
„Mér fmnst skást að vaska upp
en af þeim heimilisstörfum sem
ég sinni finnst mér leiðinlegast
að ryksuga.“
Stundarþú einhverja markvissa
hreyfingu eða líkamsrœkt?
„Ég er í hestamennsku og svo
stunda ég svolítið badminton,
bæði með frúnni og nokkrum fé-
lögum."
Ert þú í einhverjum klúbb eða fé-
lagasamtökum?
„Ég er í félaginu „Neshestar"
sem er félagsskapur hestamanna
á Raufarhöfn og það dugar mér
ágætlega.“
Hvaða blöð og/eða tímarit kaupir
þú?
„Engin, en ég sé Moggann, DV
og Fishing News í vinnunni."
Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér?
„Það er eiginlega aldrei nein bók
á náttborðinu hjá mér.“
/ hvaða stjörnumerki ertu?
„V oginni.“
Hvaða tónlistarmaður er í mestu
uppáhaldi hjá þér?
„Ég hef mjög gaman af því að
hlusta á hljómsveitina Smokie."
Hver er þinn uppáhalds íþróttamað-
ur?
„Sigurbjöm Bárðarson hesta-
íþróttamaður."
Hvað horfirþú mest á ísjónvarpi?
„Fréttir og svo á bíómyndir. Ég
hef sérstakt dálæti á kúreka-
myndum og það hefur fylgt mér
frá því ég var krakki.“
Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu
mest álit?
„Davíð Oddssyni.“
Hver er að þínu mati fegursti staður
á íslandi?
„Ég geri ekki upp á milli margra
staða á Norðurlandi.“
Hvernig varðir þú þínu sumarfrn?
„Ég fór til Reykjavíkur."
Hvar vildir þú helst búa ef þú þyrftir
að flytja búferlum nú?
„Til Reykjavíkur eða til útlanda,
ótiltekið.“
Hvernig vilt þú helst verja frístund-
um þínum?
„Með fjölskyldunni eða á hest-
baki, og stundum get ég samein-
að hvort tveggja."
Hvað œtlar þú að gera um helgina?
„Ég fer á hestamannamót að
Svalbarði í Þistilfirði og síðan á
hestamannaball að Svalbarði á
eftir. Við förum saman héðan frá
Raufarhöfn ríðandi á föstudegin-
um og komum heim á sunnudeg-
inum.“ GG
MEP MORCUNKAFFINU____ ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON
Af launakjörum og hagfræði
Ég fékk inn á borð til mín í vik-
unni merkilegt rit sem ber heitið
„Tekjur 600 einstaklinga" -
tekjukönnun Frjálsrar verslunar.
Já, þetta er hið merkilegasta
plagg og hefur að geyma afar
fróðlegar upplýsingar um launa-
kjör ýmissa mektarmanna í þjóð-
félaginu.
Ég komst strax að raun um
það, sem reyndar ég vissi fyrir,
að ég er langt frá því að teljast til
fyrimianna þjóðfélagsins hvað
launakjör snertir. Ég heyri senni-
lega til þessa hóps í þjóðfélaginu
sem sífellt öskrar á betri laun, en
fær þau ekki vegna þess að al-
mennir launamenn eru sagðir
setja þjóðfélagið á hausinn ef
þeir lyfta litlaputta og fara fram
á nokkrar viðbótarkrónur í
launaumslagið.
Hin árlega, en sívinsæla plata
Vinnuveitendasambandsins og
Verslunarráðsins, um að þjóðfé-
lagið þoli ekki hærri laun, er far-
in að heyrast á útvarpsstöðvunum
og hún mun klifra duglega upp
vinsældalistann á næstu mánuð-
um og ef að líkum lætur vermir
hún toppsætið fyrstu mánuði
næsta árs, þegar kjarasamningar í
landinu verða lausir. Þórarinn
Vaff, boðberi rispuðu plötunnar,
sem nú heitir reyndar geisladisk-
ur, bar það á borð fyrir hinn al-
menna Jón Jónssón að það væri
óðs manns æði að hækka launin í
landinu um meira en 3 prósent
eða svo. Annars færi allt til and-
skotans. Þenslan færi enn frekar
úr böndunum og verðbólgan
myndi aftur fara af stað af fullum
þunga. Þórarinn stundi og varð
allt í einu föðurlegur á svipinn.
Ég hef oft velt því fyrir mér
hvemig Þórami hjá VSÍ líður
þegar hann spilar þessa fölsku
plötu. Kannski er hann svo lag-
laus að hann skynjar ekki hversu
illa söngur hans hljómar í eyrum
almennings, í það minnsta þeirra
sem hafa lageyra.
En aftur að úttekt Frjálsrar
verslunar. Ég stoppa fyrst við
stjómendur fyrirtækja og tek eft-
ir að Hörður Sigurgestsson í
Eimskip er ókrýndur launakóng-
ur með ríflega 1,3 milljónir
króna í mánaðartekjur. Hann ætti
að komast þokkalega af! Síðan
kemur annar, sem oft er kenndur
við Kolkrabbann, nefnilega
Kristinn Bjömsson í Skeljungi
með 1,1 miljón á mánuði. Síðan
koma á þessum lista Frjálsrar
verslunar Christian Roth, for-
stjóri ISAL, Geir Magnússon,
forstjóri ESSO, og Eyjólfur
Sveinsson, framkvæmdastjóri
Frjálsrar fjölmiðlunar, allir með
ríflega eina milljón króna. Sem
betur fer eigum við norðanmenn
góða fulltrúa á þessum forstjóra-
lista; Þorstein Má í Samherja,
Magnús Gauta í KEA, Þórarin í
Sjóvá-Almennum, Sigurð Aðal-
steins. hjá Flugfélagi Norður-
lands, Jóhann Pétur Andersen í
Krossanesverksmiðjunni, Aðal-
stein Helga. í Strýtu og Bigga
bakara í Kristjánsbakaríi.
Halldór okkar Blöndal er ekki
einu sinni hálfdrættingur á við
flokksbróður sinn, Pétur H. Blön-
dal. Pétur er með 1,2 millónir í
mánaðartekjur en Halldór aðeins
351 þúsund. Líklega er skýringin
sú að Pétur á drjúgt miklar eignir
og það fleytir honum svo hátt.
Agúst Einarsson í Þjóðvaka, sem
hefur baimað sér þessi líka lif-
andis ósköp fyrir hönd alþýðunn-
ar í landinu, ætti að eiga fyrir
salti í grautinn með sínar 680
þúsund á mánuði. Þingfararkaup-
ið færir honum ekki þessi laun,
svo líklega má rekja þau til út-
gerðareigna Ágústs. Vilhjálmur
Egilsson er með rétt um 600 þús-
und krónur á mánuði, enda bæði
þingmaður og framkvæmdastjóri
Verslunarráðsins. Þeir sem ekki
eiga ítök í útgerð eða Verslunar-
ráði og verða að gera sér að góðu
að lifa á þingfararkaupinu stríp-
uðu eru með um 190 þúsund
krónur. Þetta gildir t.d. um Svan-
fríði á Dalvík, Steingrím Joð og
Jóhönnu Sig.
Næst í sveitarstjómarmanna-
geirann. Þar trónir Kristján Þór
Júlíusson, bæjarstjóri á ísafirði, á
toppnum með um 550 þúsund, ef
ég man rétt sömu laun og könn-
un okkar á Degi leiddi í ljós að
Jakob bæjarstjóri vor á Akureyri
hefði í mánaðarlaun. 1 öðru sæti í
Frjálsri verslun er Árni Sigfús-
son, fyrrverandi borgarstjóri,
með 530 þúsund, en hins vegar
er sjálfur borgarstjórinn í
Reykjavík, Ingibjörg Sólrún,
með aðeins 370 þúsund.
Títtnefndur Þórarinn Vaff í
VSÍ, sem sér fram á að ekki
verði hægt að hækka laun lands-
manna að neinu marki í upphafi
næsta árs, hefur samkvæmt
Frjálsri verslun um 600 þúsund á
mánuði, en Benedikt Davíðsson,
fyrrverandi ASÍ-forseti, hefur
ekki nema 320 þúsund. Það eru
því greinilega til meiri peningar
öðru megin samningaborðsins.
Þá fyrst fara að sjást dágóðar
upphæðir þegar við færum okkur
í tannlækna- og lyfsalageirann.
Gísli nokkur Vilhjálmsson, tann-
réttir, hefur 1,7 milljón króna á
mánaðalaun og sömu laun hefur
ívar Daníelsson, fyrrv. apótekari
í Reykjavík.
Þegar svona launatölur sjást,
er eðlilegt að spurt sé; hvernig
má það vera að hálaunamenn
komi fram með rispuðu plötuna
sína ár eftir ár og segi sem svo
að verkafólkið með hundraðþús-
und kallinn geti í mesta lagi
fengið sosum eins og þrjú pró-
sent í launahækkun?
Spyr sá sem ekki veit. Ég hef
sennilega aldrei verið nægilega
hagfræðiþenkjandi.