Dagur - 17.08.1996, Side 7
Laugardagur 17. ágúst 1996 - DAGUR - 7
Það var ákveðið metnaðar-
mál hjá mér að fara í tón-
smíðar fyrir kvikmyndir og
sjónvarp því það orð fer af
því aðalfagi að vera það erf-
iðasta. Þar þarf að inna af
hendi mestu vinnuna og þar
af leiðandi hlýtur það að
einhveiju leyti að vera besta
menntunin.
slíkri fór ég að spila með SSSól til
að vinna mér inn einhverja pen-
inga fyrir dýrum skólagjöldum úti
í Bandaríkjunum. Sálin byrjaði
aftur síðasta sumar og við spiluð-
um fram á haust og á nokkrum
böllum í sumar.“
Aðspurður um það hvemig sé
að vera liðsmaður í einni þekktuslu
hljómsveit landsins segir Atli að
auðvitað sé það ótrúlega gaman.
„Okkur hefur gengið rosalega vel
og ég hugsa að það sem skipti öllu
máli sé að við höfum haft mjög
hæfa menn í sveitinni, lagahöfund,
söngvara og hljófæraleikara. Það
sem skiptir ekki síst máli og helst
hefur komið sveitinni áfram er hins
vegar ótrúlegur dugnaður og stað-
festa liðsmanna hennar ásamt mik-
illi vinnu sem við höfum innt af
hendi. Þetta hefur verið gaman en
erfitt og ég hef lært mjög mikið af
þessari spilamennsku.“
Oft kemur það fyrir að heim-
sóknir Atla til landsins eru nýttar
til hins ýtrasta og nokkurra daga frí
verða að mikilli vinnu með hljóm-
sveitinni. „Það er ágæt tilbreyting
að koma heim annað slagið og
spila á nokkrum villtum böllum.
Það er gjörólíkt því lífi sem ég lifi
í Bandaríkjunum þar sem námið
tekur allan minn tíma og spila-
mennskan fer fram heima í stofu
þegar ég er einn með sjálfum mér.“
Nám í kvikmyndatónlist
sameinar mörg áhugamál
Undanfarin 3 ár hefur Atli stund-
að nám við Berklee College of
Music í Boston í Bandarfkjunum
og segir Atli að það hafi verið
gamall draumur hjá sér að komast
til útlanda í nám. „Eftir að ég lauk
náminu í FIH var ég mjög tvístíg-
andi hvað ég ætti að gera í fram-
haldinu. Draumurinn hafði alltaf
verið að komast í áframhaldandi
nám en spurningin var hvar. Ég
ákvað að lokum að fara til Banda-
ríkjanna og Berklee varð fyrir val-
inu því þar er boðið uppá svo
margar mismunandi greinar og
aðalfög og m.a. nám í tónsmíðum
fyrir kvikmyndir og sjónvarp sem
ég að lokum fór í. Það var mikill
kostur fyrir mig að fara í skóla
með alla þessa fjölbreytni því ég
var svo óviss hvað mig nákvæm-
lega langaði til að læra í tónlist-
inni þegar ég fór út.“
Atli segir að upphaflega hafi
aldrei staðið til að hann færi í það
nám sem hann síðar valdi sér.
„Þegar kom að því að velja aðal-
fag varð það að lokum ákveðið
metnaðarmál hjá mér að fara í
tónsmíðar fyrir kvikmyndir og
sjónvarp því það fer orð af því að-
alfagi að vera það erfiðasta. Þar
þarf að inna af hendi mestu vinn-
una og þar af leiðandi hlýtur það
að einhverju leyti að vera besta
menntunin. Þar sem ég er að eyða
gífurlegum tíma og fjármunum í
þetta nám þá fannst mér um að
gera að læra sem allra mest á
þessum 3 árum. Nám í kvik-
myndatónlist er mjög fjölbreytt og
sameinar mörg áhugamál hjá mér
sem eru m.a. að semja tónlist, út-
setja hana og vinna tónlist á tölv-
ur. Eftir að hafa farið í gegnum
þetta allt þá sé ég að námið mun
nýtast mér vel á mörgum sviðum
þótt ég komi ekki til með að vinna
við kvikmyndatónlist eingöngu."
Og Atli bætir við: „Það er líka
annað í þessu, og það er að í sjálfu
sér hefur maður alla ævina til að
æfa sig á hljóðfæri. Ég ákvað eftir
ráðleggingar kennara að reyna að
nýta þau tækifæri sem Berklee
hefur uppá að bjóða og einblína
ekki eingöngu á ákveðið hljóð-
færi. Þess vegna fór ég í kvik-
myndatónlistina því ég vissi ekki
hvenær ég fengi tækifæri til þess
að fara út í slíkt nám aftur.“
Græði á því að fara í skóla sem
hefur á sér gott orðspor
Berklee College of Music er
þekktur tónlistarskóli og sérstak-
íega á sviði alls konar dægurtón-
listar. Þaðan hafa komið margir
frægir popp- og jasstónlistarmenn
en einnig er góð og vel metin tón-
snn'ðadeild við skólann. Atli segir
skólann hafa sterkt orð á sér hvort
sem er í Bandaríkjunum eða á al-
þjóðlega vísu og að því leytinu sé
gott að hafa stundað nám þar.
„Maður græðir alltaf á því að fara
í skóla sem hafa á sér gott orð-
spor. Námið á að taka 4 ár til BM
náms, Bachelor of Music, en þar
sem ég hafði góða tónlistarmennt-
un að baki ásamt stúdentsprófi þá
gat ég prófað mig úr ákveðnum
áföngum þar sem ég taldi mig
kunna námsefnið. Þess vegna tók
ég námið á 3 árum því mér gekk
vel í stöðuprófunum."
Samhliða aðalfaginu í skólan-
um þurfti Atli að velja sér eitt að-
alhljóðfæri. „Ég valdi píanóið
frekar en trompetinn því ég taldi
að það myndi nýtast mér betur.
Ahuginn á píanóinu er líka að
verða meiri hjá mér og trompetinn
hefur svolítið setið á hakanum upp
á síðkastið.“
Hlaut heiðursorðu skólans fyrir
að setja mark sitt á tónlistarlífíð
Þann 6. júní síðastliðinn var haldin
árleg útskriftarhátíð við Berklee
skólann. Það var ekki ómerkari
maður en gítarsnillingurinn Pat
Metheny sem afhenti Atla prófskír-
teinið og brautskráði hann sem
kvikmyndatónskáld. En að auki
var Atla við þetta tækifæri veitt
heiðurs- og afmælisorða skólans.
Aðspurður um viðurkenninguna
segir Atli að hún sé mikill heiður
fyrir sig. „Síðasta skólaár var
fimmtíu ára afmælisár skólans og
eitt af því sem gert var í tilefni af-
mælisins var að útbúa sérstaka af-
mælisorðu sem aðallega var veitt
veitt kennumm og gömlum nem-
endum sem þóttu hafa sett mark
sitt á skólalíf Berklee. Meðal þeirra
sem hlutu orðuna voru tónlistar-
menn eins og Dizzy Gillespie, Her-
bie Hancock og Howard Shaw.
Orðan var veitt nokkmm sinnum á
skólaárinu og á útskriftarhátíðinni
fékk ég þessa afmælisorðu fyrir að
vinna keppni sem haldin var í skól-
anum um inngöngumars á útskrift-
arhátíðinni."
Tónsmíðakeppnin sem Atli sigr-
aði var opin öllum nemendum skól-
ans og settar vom nokkrar vinnu-
reglur. Meðal annars þurfti marsinn
að vera í ákveðnu göngumarsa-
tempói og vera ákveðin lengd en
annað var í höndum nemendanna.
„Ég ákvað að reyna að endurspegla
þá miklu breidd sem er í tónlistar-
lífi skólans. 1 marsinum kemur fyr-
ir kafli með jassívafi, stefið er í
anda einhverskonar kvikmyndatón-
listar og verkið er samið fyrir
lúðrasveit og slagverk. Ég vildi
hafa verkið hátíðlegt, alls ekki of
þungt, því það vom 3000 manns á
útskriftarhátíðinni og mér fannst ég
þurfa að semja marsinn með allt
þetta fólk í huga.“
Stundum hugsa ég með mér
að ég geti ekki bent á hvað
gefí tónlistinni svona mikið
gildi en samt get ég alls ekki
verið án hennar.
Það vom um 30 nemendur sem
tóku þátt í keppninni, fjögur verk
komust í úrslit og vom flutt á tón-
leikum og að loknum þeim flutn-
ingi var það dómnefndar og
áheyrenda úr sal að velja sig-
urmarsinn. „Það vom tvö verk
sem stóðu jöfn í fyrsta sætinu eftir
val dómnefndar, þar á rneðal mitt
verk, svo það voru atkvæðin úr
salnum sem réðu úrslitum. Minn
mars fékk fleiri atkvæði áheyr-
enda svo ég stóð uppi sem sigur-
vegari." Aðspurður um gildi við-
urkenningarinnar segir Atli að hún
sé mikill heiður fyrir sig. „Það að
vinna keppnina og öll þessi góðu
og efnilegu tónskáld var frábært
en tilfinningin að ganga inn hátíð-
arsalinn við eigin inngöngumars
var enn betri.“
Framhaldsnám í tónsmíðum
fyrir kvikmyndir og sjónvarp
„Ég er að ganga frá síðustu lausu
endunum við Berklee núna í ágúst
Ég vil koma góðum þökkum
til gömlu kennaranna minna
í Tónlistarskólanum. Þeir
eiga svo stóran þátt í minni
tónlistarmótun, þetta eru
menn sem ég minnist og
höfðu mikil áhrif á það sem
ég er að gera núna.
en ég hef verið að hugsa urn það
síðastliðið ár hvað ég ætti að gera
í framhaldi af því,“ segir Atli.
Og hann bætir við: „Ég sótti
um nokkra skóla og komst inn í
þann sem ég óskaði mér helst,
sem er North Carolina School of
the Arts í Norður-Carolínufylki í
Bandaríkjunum. Astæða þess að
ég vildi þann skóla er að hann er
sá eini í Bandarikjunum sem býð-
ur uppá mastersgráðu í kvik-
myndatónlist. Við erunt 6 sem
komumst inn í skólann nú í haust
svo ég ákvað að grípa tækifærið
og halda áfram námi. Þetta verða
tvö ár í viðbót og er í raun frarn-
hald af því sem ég hef verið að
læra í Berklee, tónsmíðar, útsetn-
ingar, hljómsveitarstjóm og tölvu-
vinnsla á tónlist,“
Aðstaðan í Carolínuskólanum
er eins og hún gerist best. Við
skólann er starfrækt sinfóníu-
hljómsveit og þar er verið að klára
byggingu kvikmyndavers fyrir
einn milljarð króna þar sem sett
verður upp sérstakt upptökusvið
fyrir kvikmyndatónlist. „Þetta er
eins og maður sér frá Hollywood.
Maður hefur hljómsveitina og
kvikmyndina fyrir framan sig
meðan maður stjómar. Sviðið tek-
ur hundrað manna hljómsveit svo
þetta er ekkert smáræði."
Aðspurður um kostnað við
skólavist sem þessa segir Atli að
hann sé gífurlegur en hann fái
styrk frá skólanum sem að vísu
mætti vera hærri. „Vandamálið
við þennan skóla er sá að hann er
fylkisskóli og því er lítið af styrkj-
um til útlendinga. Skólinn byrjar
auðvitað á því að veita styrki til
fólks úr fylkinu, þar á eftir koma
Viðtal og myndir:
Halla Bára Gestsdóttir
aðrir Bandaríkjamenn og að lok-
um eru það útlendingamir. Styrk-
urinn sem ég fæ hjálpar auðvitað
mikið til en afganginn verð ég að
fá ífá Lánasjóðnum.“
Erfítt að segja til um framtíðina
Atli segir að erfitt sé að velta
framtíðinni mikið fyrir sér, það
verði bara að sjá til hvað verði.
„Það sem hefur gerst á síðustu
tveimur ámm er talsvert annað en
ég bjóst við og ég er allt annars
staðar en ég gat ímyndað mér að
ég yrði. Það er því voðalega erfitt
að segja eitthvað til um hvað
verður eftir þessi tvö ár sem em
framundan í náminu núna. Ég
gæti hins vegar hugsað mér að
reyna fyrir mér um starf í Banda-
ríkjunum að þessu loknu og fmnst
ég ætti að gera það þar sem ég
verð þama úti svo ég nagi mig
ekki í handabökin síðar fyrir að
hafa ekki reynt það.“
Atli segir of snemmt að segja
til um það hvort hann muni búa á
íslandi í framtíðinni. „Eins og er
líður mér mjög vel í Bandaríkjun-
um. Ég held að það sé hollt fyrir
alla að fara burt í einhvem tíma
því maður lærir að meta landið sitt
svo miklu betur. Hins vegar sé ég
það alveg fyrir mér í framtíðinni
að koma til Akureyrar og vera hér
í einhvem tíma. Ég hef lengi verið
að hugsa um það en eins og staðan
er í dag þá sé ég mig ekki búa
hérna í nánustu framtíð.
Gömlu kennararnir eiga stóran
þátt í tónlistarmótuninni
Atli þakkar gömlu tónlistarkenn-
urunum sínum úr Tónlistarskólan-
um á Akureyri hversu góðan
gmnn hann fékk í tónlistinni. „Ég
vil koma fram góðum þökkum til
þeirra allra. Ég hitti þá sjaldan, en
þeir eiga svo stóran þátt í minni
tónlistarmótun. Þetta em menn
eins og Roar Kvam, Atli Guð-
laugsson og Edward Fredriksen.
Ég er þakklátur þeim öllum því
þetta eru menn sem ég minnist og
höfðu mikil áhrif á það sem ég er
að gera núna. Hjá þeim öðlaðist
ég mikla reynslu því ég byrjaði
svo ungur að spila í hljómsveitum
Tónlistarskólans eins og big-band-
inu, sinfóníuhljómsveitinni og
blásarasveitinni. Þegar ég hugsa
um þetta þá finnst mér maður vera
éins konar samnefnari fyrir allt
sem maður hefur reynt í gegnurn
tíðina og þessi ár í skólanum em
stór hluti af því.“
Atli bætir við: „Eins vil ég
þakka Menningarsjóði KEA og
Menningarmálanefnd Akureyrar-
bæjar því þessir aðilar hafa styrkt
mig í mínu námi. Ég vona svo
sannarlega að ég geti gert eitthvað
fyrir bæinn í staðinn síðar meir.“
Get ekki bent á það sem gefur
tónlistinni gildi
„Ég hef stundum hætt í tónlistinni
því ég hef fengið nóg en komið
aftur því hún gefur mér svo mikið.
Það er ótrúlega margt sem er
heillandi við þessa listgrein en hjá
mér er það þannig að ég hef ein-
hverja sköpunargáfu sem ég fæ út-
rás fyrir í gegnum tónlistina. Það
var ekki svoleiðis, en það er
stærsti hlutinn af þessari ánægju
af tónlistinni í dag, og ég er farinn
að rækta þessa hlið af krafti. Tón-
listin er orðin svo stór hluti af
mínu lífi því ég hef lifað og hrærst
með henni frá 5 ára aldri og hún
er eitthvað sem mér fmnst ég
verða að gera. Stundum hugsa ég
með mér að ég geti ekki bent á
hvað gefi tónlistinni svona niikió
gildi en samt get ég alls ekki verið
án hennar. Ég veit það hins vegar
að ég er á réttri hillu í lífinu og
það er ég ánægðastur með.“
Ég hlaut heiöurs- og afmæl-
isoröu skólans fyrir sigur í
keppni um inngöngumars á
útskriftarhátíöinni. Það að
vinna öll þessi góðu og efni-
legu tónskáld var frábært en
tilfínningin að ganga inn
hátíðarsalinn við eigin
inngöngumars var enn
betri.
Atli tekur við heillaóskum frá varaframkvæindastjóra Berklee, Gary Bur-
ton, cftir að hafa verið sæmdur afmælisorðu skóians.