Dagur - 24.08.1996, Qupperneq 5
Laugardagur 24. ágúst 1996 - DAGUR - 5
,yið skrííum ekki
í skugga Moggans“
- segir Stefán Jón Hafstein ritstjóri Dags-Tímans
„Ýmislegt í nýja blaðinu verður les-
endum Dags og Tímans kunnuglegt.
Ákveðnir húsgangar halda sér og viss
gildi sem í hávegum hafa verið höfð.
Það, sem helst hefur valdið áhyggjum
hér nýrðra, er að fréttir af Norðurlandi
víki fyrir sunnlenskum áhrifum. Þetta
þarfnast útskýringa. Þó við bætum inn
efni víðar af landinu þarf það ekki að
þýða að Norðlendingar verði afskiptir.
Því fólki þjónar blaðið áfram - og eins
og saga Ákureyrar og Þingeyjarsýslna
sýnir hafa menn þar oft tekið menn-
ingarlega forystu. Varðandi lesendur
Tímans, sem komið hefur út á lands-
vísu, er málið einfaldara. Það blað
hefur til þessa verið í sambandi við
Framsóknarflokkinn, sem lýkur nú.“
Það er Stefán Jón Hafstein, ritstjóri
Dags-Tímans, sem hefur orðið. Fyrsta
tölublaðið kernur út á fimmtudag í
næstu viku, þann 29. ágúst. Síðustu
tvær vikur hefur Stefán verið frum-
mælandi á borgarafundum um landið,
þar sem hið nýja blað hefur verið
kynnt. - Stefán bætir við að hann hafi
ekki komist til rakara lengi, og telur
sig vera heppinn að eiga ferðaþolin
jakkaföt til að geta verið sæmilega til
fara.
Frómt frá sagt
„Enda þótt Dagur-Tíminn sé enn ekki
kominn út fannst okkur nauðsyn að
efna til þessara funda, sem hafa kost-
að dýrmætan tíma og peninga. Með
þessu höfum við náð jarðsambandi
við fólkið í landinu áður en blaðið fer
í pressuna. Við viljum heyra rödd
þjóðarinnar og hvaða væntingar það
hefur gagnvart því sem við ætlum að
gera. Frómt frá sagt hafa þessir fundir
verið mun gagnlegri en ég bjóst við.
Á fögrum sumarkvöldum er auðvitað
ekki fjölmenni á fundi. Það hafa þetta
20 til 50 manns mætt - og það er
meira en nóg fyrir líflega kvöld-
stund.“
Stefán Jón Hafstein segir að í mörg
hom sé að líta þegar tvö dagblöð eru
sameinuð, ekki síst þegar ritstjómir
þess verða á tveimur stöðum; það er í
Reykjavík og á Akureyri. Því til við-
bótar verða blaðamenn í hlutstarfi
víða um land. Heimilisfesti nýja
blaðsins verður þó á Akureyri, þar
sem það verður prentað sem og í Isa-
foldarprentsmiðju í Reykjavík. Suður
verður blaðið sent á ljósleiðara að
kvöldi hvers dags; þegar blaðið hefur
verið brotið um nyrðra. Síðla kvölds
verður blaðinu svo dreift frá báðum
prentstöðum svo það megi berast
landsmönnum snemma morguns.
Landsbyggðarfjölmiðillinn
„Dagur-Tíminn verður fyrsti fjölmið-
illinn á landsvísu sem ekki er með
höfuðstöðvar í Reykjavík. Akureyri
kemst nú inn á kotið sem heimabær
fjölmiðils fyrir alla landsmenn. Það er
jafnframt skemmtileg tilviljun að
Dagur-Tíminn komi fyrst út á höfuð-
dag, 29. ágúst, sem er afmælisdagur
Akureyrarbæjar. Að þessu leyti vona
ég að Akureyringar finni til sín, enda
mega þeir það - svo mikið leggja þeir
í púkkið.
En svo er um fleiri staði. Okkar
menn, víða um land, verða í beinu
sambandi við ritstjóm í Dagsprenti.
Okkur mun berast efni reglulega úr
austri, vestri og suðri - og alla leið frá
Vestmannaeyjum. Lesendur munu
strax sjá og fmna að blaðið er ekki
skrifað frá einum sjónarhóli. Þess
vegna erum við svo djörf að kalla
okkur landsbyggðarfjölmiðil. Við vini
mína innan Elliðaáa vil ég segja að
við verðum ekki síður blað þeirra, því
í Reykjavík verður öflug ritstjómar-
deild að störfum við fréttaöflun og
þjóðmálaskrif. Dagur-Tíminn verður
fullburða blað á landsvísu, með skír-
skotun frá innstu dölum til ystu nesja -
og ekki síður til breiðgatna Breiðholts
og stíga Þingholta," segir Stefán Jón
Hafstein.
Milli morgunrisa
og síðdegisjöfurs
„Einhversstaðar sagði ég að svo liti ég
ekki á málið að ég væri í samkeppni
við nokkurn annan á fjölmiðlamark-
aðnum. Eigendur blaðsins reka það í
viðskiptasamkeppni við aðra, en rit-
stjórinn stýrir sínu blaði á eigin for-
sendum. Við emm með skýra nálgun
og teljum að blað eins og við hugsum
okkur eigi sinn tilvemrétt milli morg-
unrisans og síðdegisjöfursins," segir
Stefán og bætir því við að hvorki
Morgunblaðið né DV endurspegli all-
an vemleika líðandi stundar. Engu að
síður leggist vel í sig að gefa út minna
blað en Styrmi, Matthías og Jónas.
Þeirra blöð - sem fylgi þekktri línu-
„Dagur-Timinn verður fyrsti fjölmiðillinn á landsvísu sem ekki er með höfuðstöðvar í Reykjavík. Akureyri kemst nú
inn á kortið sem heimabær fjölmiðils fyrir alla landsmenn," segir Stefán Jón Hafstein mcðal annars hér í viðtalinu. I
gærkvöldi var í Vestmannaeyjum síðasti borgarafundurinn vegna útgáfu nýja blaðsins sem kemur út fyrsta sinni
næstkomandi tunmtudag. Ljósm: - DV
séu virðingarverð, en Dagur-Tíminn
geti markað sér sérstöðu.
„Hvort hún verður eftirsóknarverð
fyrir nógu marga svo blaðið beri sig
verður einfaldlega að koma í ljós. Við
sjálf trúum því og skrifum ekki í
skugga Moggans. Þó hann sé stór þá
em sólskinsblettir á milli og þar mun-
um við athafna okkur."
fmningu. Fólk er bjartsýnt og áhuga-
samt. Var það ekki Dylan sem sagði:
„The times they are a changin !“ Tím-
amir eru að breytast. Sá tími er runn-
inn upp að ekkert er ómögulegt. Blað-
ið okkar á að veita þessari tilfinningu
farveg. Takist okkur það munum við
sjá nýjan dag og nýja tíma í íslenskum
fjölmiðlaheimi." - sbs.
Nýjir dagar og nýir tímar
Aðspurður segir Stefán Jón Hafstein
að þegar sér hafi verið boðið að taka
að sér ritstjóm Dags-Tímans hafi
hann sagt við sjálfan sig að þetta væri
síðasta útkall í íslenska blaðaheimin-
um á þessari öld. Engin rök séu þó
fyrir því að þessi tilraun takist, önnur
en þau að bæði Dagur og Tíminn
standa undir sér í dag með núverandi
rekstrarfyrirkomulagi. Séu kraftar
sameinaðir og bætt við hugmyndum,
atgervi og áhuga þá kveðst Stefán Jón
trúa því að kaupendur þessara tveggja
blaða muni þakka fyrir eitt enn stærra
og efnismeira blað.
„Við erum síður en svo með neina
óraunhæfa drauma um stórauknar
auglýsingatekjur eða þúsundir nýrra
áskrifenda. Það sem knýr rnig frekar
áfram er sjötta skilningarvitið. Eg
hefði ekki sagt þetta fyrir tveimur ár-
um, en fmn ég á mér að nú er lag. Mér
til mikillar gleði hafa fundir okkar um
landið staðfest í huga mér þessa til-
Jörð til sölu
Jörðin Ytra-Dalsgerði I Eyjafjarðar-
sveit er til sölu.
Til greina kemur að leigja jörðina með sölu á bústofni
og tækjum.
Upplýsingarí síma 463 1276 eftir kl. 20.00.
Geir Friðgeirsson, barnalæknir,
verður á Heilsugæslustöðinni á Húsavík 5. september.
Loftur Magnússon, augnlæknir,
verður á Heilsugæslustöðinni á Húsavík 16.-20. september.
Upplýsingar og tímapantanir í síma 464 0518.
Heilsugæslustöðin á Húsavík.
Fyrirhugað er að halda
svæðaleiðsögunámskeið
fyrir Norðausturland næstkomandi vetur.
Allar nánari upplýsingar í síma 461 2399 hjá
Stellu Gústafs milli kl. 19 og 21.
Leiðsögumenn á Norðurlandi eystra.