Dagur - 24.08.1996, Side 13

Dagur - 24.08.1996, Side 13
Laugardagur 24. ágúst 1996 - DAGUR - 13 POPP P o p p K o MA6NÚS CEIR CUÐMUNDSSON r n ■ Rick Allen, trommari risarokksveitarinnar Def Leppard frá Sheffield á Englandi, var fyrir skömmu fundinn sekur um árás á eiginkonu sína, Stacy, fyrir rúmu ári. Hann fékk þann nokkuð sérstæða dóm, að koma fram í auglýsingu á eigin kostnað þar sem hann varar áhorfendur við að fara að for- dæmi hans, vinna í 30 daga í samfélagsþjónustu, sem gæti orð- ið honum býsna erfið þar sem hann er einhentur, og í þriðja lagi ber Allen að sækja fundi hjá AA-samtökunum í eitt ár til að vinna bug á áfengissýki sinni. ■ Eftir fráfall hljómborðsleikara og í kjölfarið brottvikningu á trommaranum Chamberlin, virtist framtíðin ekki björt hjá .rokksveitinni gríðarvinsælu Smashing Pumkins. En með undraskjótum hætti er sveitin búin að rétta sig við og komin með nýja liðskipan. Dennis Flemion, gamall vinur Pumpkins til langs tíma, verður nýr hljómborðsleikari og Matt walker, sem er í bandarísku sveitinni Filter, kemur í stað Chamberlins. Sá Kim Thayil á yfir höfði sér dóm fyrir árás og eignaskemmdir. síðarnefndi verður þó varla nema tímabundið, eða þar til Pump- kins lýkur tónleikaferðalagi sínu um Ameríku. ■ Eftir að borgarastríðinu í Beirút í Líbanon lauk fyrir um þremur árum hefur þessi merka borg aftur verið að öðlast hversdagslegri sess. Eitt merki um það er að popptónlistarmenn og rokkarar streyma þangað nú til tónleikahalds. Dæmi um það er hin geysivinsæla East 17, sem þar verður aðalnúmer á Dans 7 reifhátíð innan skamms. ■ Kim Thayil, gítarleikari Seattlerokksveitarinnar Soundgar- den, sem fyrir skömmu var ákærður fyrir að hafa slegið til 18 ára kvenaðdáanda og ásamt tleirum hafði eitthvað verið að hreyta í hann ónotum, hefur með hjálp góðra lögspekinga fengið dómsmeðferðinni frestað eitthvað fram á haustið. Thayil, sem einnig á að hafa skemmt myndavél fyrir einum vini stúlkunnar, nær því að ijúka öllum tónleikaskyldum með Soundgarden, en nú er t.d. nýlokið ferð sveitarinnar í Lollapaloozatónleikaröðinni. Sniglaveisla Undanfarin tíu ár eða svo hefur Sniglabandið með breytilegum mannskap verið einn af helstu gleðigjöfunum í íslensku popp- lífi. Það hefur auðvitað gengið upp og niður hjá þeim eins og flestum öðrum hljómsveitum, en þeir hafa náð að sigla milli skers og báru allan þennan tíma, sem teljast verður frekar langur hvað varðar líftíma íslenskra hljóm- sveita. í sumar hefur flest leikið Sniglunum í lyndi og mega þeir þakka það hinum miklu vinsæld- um lagsins, Eyjólfur hressist, sem í þeirra nýja búningi er ótvírætt einn helsti smellur sumarsins. Nú er svo komin út með Sniglabandinu ný plata þar sem „Eyjólf sjálfan" er að finna auk annarra góðra gesta á borð við Brodda Broddason frétta- mann o.fl. Þeir sem fylgst hafa með Sniglabandinu og tekið ást- fóstri við piltana, t.d. í gegnum útvarpsþættina sem voru með þeim á Rás tvö, fá á plötunni ýmislegt fyrir sinn snúð og má segja að platan sé sannkölluð Sniglabandsgleði eins og. hún gerist best. Til viðbótar um tónleika Blur Til viðbótar því sem sagt var frá hér á síðunni fyrir viku um tón- leika Blur í Reykjavík 8. septem- ber nk. er rétt að greina frá að miðasala hér á Akureyri er í Bókval - Hljómdeild og kosta miðarnir 2.600 eða 2.300 eftir því hvar í Laugardalshöllinni menn vilja vera, í stúku eða niðri á gólfi. Eins og fram kom fyrir viku eru allar líkur á að SSSól hiti upp fyrir Blur, en auk Helga Björns og félaga er nú einnig líklegt að fyrirbæri sem kallar sig Jet Black, hiti upp. Mun þar vera á ferðinni, eins og nafnið ber glögglega með sér, eitthvert nýtt afbrigði af Jet Black Joe. Að lokum má svo þess geta að nýja platan með Blur, sem að hluta til hefur verið unn- in hérlendis, kemur ekki út fyrr en í upphafi næsta árs. „Sá brjálaði" ffékk ekki að koma fram Eins og þeir sá sem fylgdust með setningar- og lokahátíð Ólympíu- leikanna nýafstöðnu, komu tón- O/.zy karlinn Oshonrne inissti al' giillinu, eða ölln lieldur gullna (a-ki- fiei'inu á að koina fruiu á lokaliátíð Ól\ inpíiileikaiina í Atlanta. listarmenn af ýmsum stærðum og gerðum þar mikið við sögu. Má þar nefna stjörnur á borð við Celine Dion, Gloriu Estefan, Stevie Wonder, Little Richard, B.B. King, sálarmeistarann Ai Green og fleiri. Það vakti hins vegar athygli að einn kappi sem búið var að tilkynna að ætti að koma fram á lokaathöfninni lét ekki sjá sig, mörgum rokkaðdá- andanum til mikillar mæðu. Er þar átt við sjálfan „brjálæðing- inn“ og rosaskelfinn Ozzy Osbo- urne, sem þó á seinni árum hef- ur rækilega snúið við blaðinu hvað varðar vafasamt líferni og framkomu, en er samt vinsæll sem aldrei fyrr. Það var ekki vegna þess að eitthvað amaði að honum sjálfum, að hann kom ekki fram, heldur var hann neyddur til að hætta við í kjölfar sprengingarinnar í Ólympíu- garðinum nokkrum dögum áður. Óttuðust skipuleggjendur að gamli rokkboltinn drægi að all- skyns öfgasinna sem gætu efnt til óspekta og valdið enn meiri vandæðum en orðið væri. Féllst Ozzy á að hætta við, en ljóst er að bæði hann og rokkaðdáendur hans urðu af einstöku tækifæri til að bæta ímynd sína. É9. ég, ég Erkitónlist er nafnið á hh'óm- sveit/útgáfu, sem Kjartan Ólafs- son tónskáld með meiru og Pét- ur Jónasson gítarleikari á marg- háttaðan máta standa að meðal annarra. Hefur Erkitónlist víst verið við lýði um allnokkurt skeið, gefið út plötur, staðið fyrir tónlistarhátíðum og tekið þátt í að þróa tölvuhugbúnað til sköp- unar á nútímatónlist. Nefnist það CALMUS. Þeir Kjartan og Pétur hafa í seinni tíð verið þekktari fyrir klassíska tónlist, sá fyrrnefndi fyrir verk sín, en sá síðarnefndi fyrir leik sinn með ýmsum öðrum tónlistar- mönnum, m.a. með Guðrúnu S. Birgisdóttur og Martial Nardeau, en þau gáfu út saman á síðasta ári geislaplötuna Serenade. í popplegu tilliti eru þeir tveir hins vegar líkast til þekkastir fyrir að hafa verið saman í Pjétri og Úlfunum, en fyrr í sumar endurlífguðu Sixties þeirra vin- sælasta lag, Stjána saxafón. Smartbandið er líka minnisstætt og þá sérstaklega fyrir lagið hans Kjartans, Lalíf, sem var ef manni skjátlast ekki, eitt alvin- sælasta lag landsins um langt skeið fyrir um áratug eða svo. Þeir Kjartan og Pétur hafa nú sem Erkitónlist sf., gefið út nýja plötu sem þeir kalla Ég, ég, ég og inniheldur hún 11 lög. Er þetta hin sérstæðasta plata þar sem þeir félagarnir blanda sam- an klassík og poppi í ýmsum myndum. Leiðrétting Nokkuð svo kúnstug mistök áttu sér stað hér á síðunni fyrir viku í umíjöllun um endalok Pogues, sem rétt er að leiðrétta snarlega. Það er að vísu rétt í greininni að Johnny Marr, fyrrum gítarleikari Smiths, sé nú meðlimur í Electr- onic, en kappinn hefur hins veg- ar aldrei komið við sögu Clash, né verið í Pogues. Hér var að sjálfsögðu átt við Joe Strummer. Þeir Kjartan Ólafsson og Pétur Jónasson taka upp samstarf enn eina ferðina á plötunni, Ég, ég, ég, sem nú er nýkomin út. Fyrir nær 20 árum voru þeir saman í hljómsveitinni Pjétri og Úlfunum og gáfu þá út a.m.k. tvær plötur.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.