Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1994, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1994
17
Deilurum
Hollywood
í undirbúningi hefur verið að
opna skemmtistað í gamla Holly-
wood í Ármúla í Reykjavík undir
nafninu Planet Hollywood. Hins
vegar er útlit fyrir að nýju
rekstraraðilarnir geti ekki notað
það nafn því Ólafur Laufdal hefur
verið með Hollywood naihið
skráð sem sitt vörumerki síðan
1980.
í síðustu viku barst Einkaleyfa-
stofunni síðan erindi frá skipta-
sfjóra þrotahús Ólafs Laufdals
þar sem forræði á vörumerkinu
var framselt á nafn eiginkonu
Ólafs. Eiginkona Ólafs hefur því
einkarétt á nafninu Hollywood
fyrir skemmtistarfsemi.
Bjartari horf ur
írefarækt
Helgi Jónsson, DV, ÓkMiröi:
Nú horflr betur lfjá flestum sem
stunda refarækt, þeirra sem lifðu
af mögru árin. Sveinbjörn Árna-
son, Kálfsá í Ólafsfirði, er einn
þeirra. Hann lagði ekki í rándýra
fjárfestingu og nýtim nú góðs af.
Þegar verst lét fengust 1200
krónur fyrir refaskinn en nú
7000. Þau seljast jafnharðan og
engin skinn liggja á lager. Svein-
björn, sem hóf refarækt 1984, er
nú með 600 hausa. Á Eyjafjarðar-
svæðinu byrjuðu 30 refarækt en
eru núna 6. Á öllu landinu voru
búin flest 270 en eru nú 70.
„Skinn eru víða boðin upp en
mest þó í Kaupmannahöfn. Þegar
ársframieiðslan var í hámarki
voru minkaskinmn 40 milljónir
en refaskinnin 6 milljónir. Þau
eru nú 2 milljónir. Það munar þvi
lítið um framleiðsluna frá ís-
landi. Við höfum ekki náð 1% af
framleiðslunni á minkaskinn-
um,“ segir Sveinbjörn.
Á síðasta uppboði í Kaup-
mannahöfn varð 10% lækkun og
meðalverð á refaskinnum 6550
kr. Aðeins 100 minkalæður eru
nú á Eyjafjarðarsvæðinu en voru
mest 14.000. Þá er þar nú 1000
refalæður en voru flestar 3000.
Fréttir
Minnisvarði um Guðríði Þorbjamardóttur afhjúpaður:
Víðförlasta kona
víkingaaldar
Öm Þórarinsson, DV, Fljótum:
Minnisvarði um Guðríði Þorbjarn-
ardóttur og son hennar, Snorra Þor-
finnsson, fyrsta Evrópubúann sem
fæddist í Ámeríku, var afhjúpaður
9. júlí við Glaumbæ í Skagafirði. For-
seti íslands, frú Vigdís Finnbogadótt-
ir, afhjúpaði minnisvarðann að viö-
stöddu fjölmenni; meöal annars kom
flöldi Vestur-íslendinga gagngert til
Glaumbæjar af þessu tilefni.
Það mun hafa verið Jón Eiríksson,
oft nefndur Drangeyjarjarl, sem
fyrstur vakti máls á þvi að verðugt
væri að vekja athygli á að fyrsti Evr-
ópubúinn, sem fæddur var í Amer-
íku, hvfli í kirkjugarðinum í
Glaumbæ.
Eftir nokkrar umræður í héraði
hafði héraðsnefnd Skagfirðinga for-
göngu um að hrinda málinu í fram-
kvæmd og hvíldi undirbúningur þess
mest á Vigfúsi Vigfússyni, þáverandi
ferðmálafulltrúa Skagaflarðar. Leit-
að var eftir flárhagslegum stuðningi
víða að og voru undirtektair jákvæð-
ar, ekki síst hjá fólki af íslenskum
ættum vestanhafs.
Minnisvarðinn er afsteypa af verki
Guðríður Þorbjarnardóttir hefur verið ein víðfðrlasta kona heims á önd-
verðri 11. öld samkvæmt Eiríks sögu rauða og Grænlendingasögu. Hún
fæddist á islandi, giftist tvisvar á Grænlandi. Fór með Þorfinni karlsefni,
síðari manni sínum, til Vínlands og ól þar Snorra. Fluttist aftur til íslands,
gekk til Rómar og andaðist einsetukona í Giaumbæ. Ferðalög hennar ná
yfir drjúgan hluta af þekktum heimi íslendinga á þessum tíma eins og sjá
má á kortinu.
■ '
DV-mynd Örn
Ásmundar Sveinssonar „Fyrsta
hvíta móðirin í Ameríku" frá 1939
og sýnir konu um borð í skipi með
barn á öxlinni. Afsteypan hvílir á
steini skammt frá gamla bænum í
Glaumbæ og á steininum er plata
með eftirfarandi áletrun:
„Guðríður Þorbjarnardóttir land-
könnuður á öndverðri 11. öld og ein
víðfórlasta kona þeirra tíma með
soninn Snorra Þorfmnsson, fyrsta
Evrópumanninn fæddan í Ameríku.
Hann bjó í Glaumbæ og reisti kirkju
þar.“
Danskir dagar í
Stykkishólmi
Kristján Sigurðsson, DV, Stykkishólmi:
Fjölskylduhátíð í Stykkishólmi,
sem hlaut nafnið Danskir dagar, fór
fram helgina 8.-10. júlí og tókst ljóm-
andi vel. Dagskráratriði voru mörg,
- myndlistar- og ljósmyndasýningar,
söngur, dansleikir, ratleikur og
hestasýningar, svo fátt eitt sé nefnt.
Veðrið lék við þátttakendur.
En hvers vegna Danskir dagar á
50 ára afmæli lýðveldisins? - Ólafur
H. Sverrisson bæjarstjóri tók fram í
setingarræðu að samskipti íslend-
inga og Dana hefðu verið mikil, ekki
síst fyrrum í Stykkishólmi þar sem
danskir menn og konur voru mjög
áberandi í bæjarlífmu. Sagt að Hólm-
arar töluðu dönsku á sunnudögum.
Að sögn Þórunnar Ingu Einarsdótt-
ur, framkvæmdastjóra hátíðarinnar,
tókst hún mjög vel.
'
DV-mynd Kristján
Þjóðdansaflokkurinn Fiðrildin á Egilsstöðum sýnir þjóðdansa.
DV-mynd Sigrún Björgvinsdóttir
Egilsstaðir:
Útileikhúsið sýnir í skóginum
Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum:
Útileikhúsið „Hér fyrir austan“ var
með sína fyrstu sýningu miðvd. 29.
júní í Selskógi við Egilsstaði. Þar
hefur verið útbúin glæsileg aðstaða
í skógarijóðri.
Sýning leikhússins samanstóð af
tveim þáttum sem gerðir eru upp úr
austfirskum þjóðsögum. Kveönar
voru rímur og þjóðdansaflokkurinn
Fiðrildin á Egilsstöðum sýndi þjóð-
dansa. Einnig voru leikhúsgestir
teknir í dansinn.
Leikþættina skrifuðu Ingimar
Sveinsson á Djúpavogi um sögu úr
Berufirði og systurnar Sigríður og
Kristín Eyjólfsdætur á Borgarfirði
og flallar hann um álfasögur þaðan.
Mikfl álfabyggð er á Borgarfirði að
sögn heimamanna og hefur hún ver-
ið kortlögð. Hrönn Jónsdóttir á
Djúpavogi orti rímur af Magnúsi ríka
á Bragðavöllum en kvæðamaður var
Ingólfur Njálsson á Egilsstöðum.
Leikstjóri er Sigrún Benediktsdóttir,
skógarbóndi í Fljótsdal.
Sýningar útileikhússins verða á
miðvikudögum fram í miðjan ágúst.
Veður var eins og það getur best orð-
ið, logn og sólskin og 16 stiga hiti.
Leikhúsgestir létu ánægiu sína ós-
part í ljós og var mikil stemning í
skógarleikhúsinu en sýningin endaði
með þvi að Fiðrildin drifu alla í dans
á grænni tlötinni í rjóðrinu.