Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1994, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1994, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1994 Spumingin Ertu tíður gestur á kaffi húsum? Ingibjörg Þórmundsdóttir: Nei. Inga Dögg Ólafsdóttir: Já, svona frekar. Sigríður Magnúsdóttir: Já, svona yfir sumartímann. Eva Tómasdóttir: Já, svona frekar og þá á Hvíta kofanum og Kaffi París. Ragnar Sævarsson: Nei, hef farið einu sinni eða tvisvar. Arnór Ingi Harðarson: Nei, ég get ekki sagt það. Lesendur Haustkosningar enn á döfinni: Líkurnar auk- ast verulega Davíð Oddsson forsætisráðherra. - Hann fer einn með þingrofsvaldið. Jón Ólafsson skrifar: Margir héldu að stjórnmálaílokk- arnir væru dauðir úr öllum æðum eftir borgar- og sveitarstjórnarkosn- ingarnar. Aðrir flokkar en Sjálfstæð- isflokkurinn myndu bara bræða sig saman og bjóða fram á landsvísu líkt og gerðist í Reykjavík. Það mun hins vegar ekki ganga eftir. Og nú eru haustkosningar ræddar í fjölmiðlun- um. í DV las ég a.m.k. fjórar greinar eftir þingmenn í jafnmörgum flokk- um. Enginn þeirra þvertekur fyrir haustkosningar. Björn Bjarnason, alþm. og formað- ur utanríkismálanefndar Alþingis, reið á vaðið og sagðist telja vaxandi þunga í umræðunni um haustkosn- ingar byggjast á sterkri stöðu ríkis- stjórnarinnar og þá ekki síst forsæt- isráðherra. Því væri hins vegar ósvarað hvort sú sterka staða myndi styrkjast enn frekar við úrlausn verkefna fram á næsta ár. Sagði hann þingrofsvald óskorað í höndum forsætisráðherra, samkvæmt samn- ingi sem gerður var við myndun núverandi ríkisstjómar. Þingmenn Framsóknarflokksins, Kvennalistans og Alþýðubandalags- ins tjáðu sig einnig um haustkosn- ingar. - Páll Pétursson taldi vafasamt að forsætisráðherra legði í að rjúfa þing og taka þá áhættu sem fylgir því að tefla flokki sínum út úr Stjórn- arráðinu. Greinileg þreyta væri hins vegar farin að gera vart við sig í stjórnarsamstarfinu. Kristín Ástgeirsdóttir, sem skrifaði af hálfu Kvennalistans um haust- kosningar, sagði ýmislegt benda til aö þær væru komnar á dagskrá. Erf- ið fjárlög eða kjarasamningar væru þó ekki sannfærandi rök til stjórnar- slita. Að öllu samanlögðu taldi hún þó þjóðinni fyrir bestu að boða til kosninga strax í haust og ekki stæði á Kvennalistanum. í máli Svavars Gestssonar kom fram greinilegur áhugi á að láta kjósa í haust, það væri það eina sem væri rökrétt. Auk erfíðrar fjárlagagerðar, stórfellds vanda í ríkisfjármálum og komandi kjarasamninga yrði næsta þing næsta verksmátt því þar yrði vart annað rætt til áramóta en fjár- lögin og svo komandi kosningabar- átta eftir áramótin. Auðvitað ræddu þingmennimir margt annaö, svo sem hugsanlegt sameiginlegt framboð, en ekki fannst mér þeir ýkja hrifnir af því að flokk- ar þeirra hlypu til og settu upp sama hattinn í landsmálunum. Grundvall- aratriði flokkanna eru ofarlega í huga margra og óttinn við að missa frumkvæði að sköpun þjóðfélagsað- stæðna á eigin vegum er mikill. Sagan frá haustinu 1970, í tíð Við- reisnarstjórnarinnar, skyldi þó ekki endurtaka sig? Þá átti að vera sam- ráð um þingrofsvaldið. Sjálfstæðis- menn vildu þá rjúfa þingið en al- þýðuflokksmenn komu í veg fyrir það. Nú eru þessir sömu flokkar við völd. En nú fer forsætisráðherra einn með þingrofsvaldiö. - Langt er til næsta vors og óráðinn stjórnmála- vetur framundan. Líklega er nú lag til kosninga - til hagsbóta fyrir alla. Hér er of hár ef tirlaunaaldur Kristinn skrifar: Ég hef lesið talsvert og kynnt mér stöðu mála í velferðarríkjum Evr- ópu, og ekki síst á Norðurlöndunum. Ég er furðu lostinn yfir þeirri út- komu að í velferðarríkinu íslandi skuli eftirlaunaaldur vera með því hæsta sem gerist í Evrópu. Það er í raun afar niðurlægjandi fyrir okkar annars ágæta velferðarríki. Víða komast menn á full eftirlaun 60 ára og svo við 65 ára aldursmark- ið. En ísland sker sig úr. - 70 ára! Ég held að verkalýðsforustan ætti að setja það á oddinn að ísland væri samstiga öðrum þjóðum í þessum efnum. Mér finnst að 65 ára aldurs- markið væri réttlætanlegt og sann- gjamt fyrir þjóðfélagið. Ég mæli þó ekki með því að menn væru neyddir til að hætta vinnu 65 ára, heldur ættu þeir kost á því ef þeir vildu. . Ástæða er til að ASÍ og BSRB kanni þessi mál eins og þau hafa þróast, t.d. hjá ísal. Líka má benda á að það ná ekki allir 67 ára aldri og fá því ekki að njóta lífeyris sem þeir eiga rétt á. Með breyttu fyrirkomulagi myndi atvinnutækifærum einnig fjölga mikið. Þetta hlýtur að vera stórmál fyrir alla launþega landsins og flokkast undir kjaramál. Handknattleikshöll - hvilík sóun: 240 milljónir króna, plús...! Bjarni Sigurðsson skrifar: Ég er alveg handviss um eitt, og það er að þegar lýkur sýningum og fréttum af heimsmeistaramótinu í knattspyrnu, sem er búið að tröllríða íslenska skylduáskriftarsjónvarp- inu, þá kemur önnur bylgja, og hún ekki betri. Nefnilega sífelldar fréttir og endurteknar um heimsmeistara- mótið í handbolta sem halda á hér á landi. - Ég er líka viss um að þær fréttir endast allt til næsta árs. Það verða miklar hörmungar fyrir mig og aöra sem greiðum skylduáskrift Hringiðísíma 63 27 00 millikl. 14 og 16 -eða skrifið Nafn og slmanr. verður aó fylgja bréfum Handboltahöll fyrir 245 milljónir - bara byggingin, ekki innvolsið, segir bréfritari m.a. af sjónvarpi; en ekki til að láta valta yfir sig sjónvarpsefni þrýstihópa. Og hvaö sagði ég ekki! í gærkvöldi var byijað að tala um handboltann aftur, með því að opna fréttir um hina fyrirhuguðu handboltahöll. Þar var rætt við mann sem upplýsti að „höllin“ myndi kosta um 245 milljón- ir króna. Og er þá bara verið að tala um bygginguna sjálfa, ekki innvols- ið. Það er svo annar handleggur. Og allt verður þetta rifið af manni með skörpum klóm hins opinbera, ef þaö asnast til að játa jarminu um hallar- bygginguna. Eg segi fyrir mig og marga aðra sem eru orðnir næsta orðlausir yfir þrælsóttanum sem einkennir ríkis- valdið gagnvart íþróttahreyfmgunni: Handknattleikshöll - hvílik sóun á almannafé. Eru ríkisvaldið og þeir sem þar stjórna orðnir elliærir eða eru menn þar á bæ einfaldlega svona vitlausir? Eru engir aðrir í þjóðfélag- inu sem geta tekið í taumana? Eigum við alltaf að samþykkja hvað sem þrýstihópunum dettur í hug - sama hvort það eru Vestfirðingar með sinn tilbúna „Vestfjarðavanda" eða hsta- og íþróttahóparnir? DV Máliðpósthúsið samtílit Jakob hringdi: Ég er einn þeirra sem mikiö eru á ferli í miðbæ Reykjavíkur vegna viðskipta minna við ýmsar stofnanir. Ég er hlynntur því að pósthúsið verði málað. Rautt er kannski besti liturinn, eftir þvi sem mér sýnist með litaprufuna á skiltinu. En hvort sem sá verð- ur liturinn eða ekki, þá málið pósthúsið samt í lit. Þessi steingrái litur á flestum bygging- um er orðinn yfirgnæfandi og er leiðigjarn með afbrígðum, Litir eru í tísku í dag. Það má alltaf breyta um lit. Spilltirkratar? Áslaug skrifar: Mér þykir Alþýðuflokkurinn vera orðinn ólíkur því sem hann var í upphafi og lengi framan af, þegar forystan fór sér hægt í gleöisölum og var í beinu jarð- sambandi við flokksmennina. Nú sýnist mér hreinlega að forystu- menn í þessum fyrrum flokki al- þýðunnar séu orðnir aUspilltir, sumir hveijir. Forystan er orðin meira í útlöndum en hér heima og stór hluti úr frændgarði for- mannsins er bundinn í Brussel eða ráöuneytum sem tilheyra flokksapparatinu. - Guð hjálpi okkur alþýðufólkinu. Prestsfrúiná glerinu Nonni hringdi: Allir samtaka á Hornafirði. Líka prestar og prestmaddömur. í frétt af „karnivalstemningu" á Höfti birtist mynd af prestsfrúnni sem gekk á glerbrotum - og fór létt með þaö eins og segir i frétt- inni. Þetta þykii- mér benda til þess að í prestastétt landsins og nánustu fylgismönnum þeirra sé mun meira líf en við höfum áður reiknað með. Prestshjón hér á landi eru með lífsglaðasta fólkinu og sanna það dæmin i fréttum nýverið, bæði að sunnan og aö austan. Nú verða Vestfirðingar og Norðlendingar að fara að flagga sínum prestum. Hvemig væri að prófa eldskírn í einhverju formi, t.d. glóðagöngu eða slíku? Meðferðiná Maradona Elías B. Kárason skrifar: Margir undrast meðferðina á Maradona. Á sama tima og O.J. Simpson viröist ætla aö komast upp með tvöfalt morð er besti knattspyrnumaður heims nánast aflífaöur fyrir að taka inn hósta- saft! - Snilligáfa Maradona á ekk- ert skylt við hóstasaft. Þótt hósta- saft væri dælt i Klinsmann, Baggio og Romario stæðust þeir Maradona aldrei snúning. Refs- ing Maradona hefði átt að felast í einu gulu spjaldi fyrir gáleysi. Þá væri skemmtilegasta lið keppninnar á leið i úrslit. - Þess í stað sigraði skrifíínnskan og fótboltinn beið ósigur. Bifreiðaskodun íslandsþakkað Lív Þorsteinsson hringdi: Ég lenti í því að númer bifreiðar minnar var fiarlægt af viðkom- andi aöila, vegna dráttar á skoð- un. Ég hringdi í ofboði í Bifreiöa- skoðun fslands til aö kanna málið og um leið að fá vitneskju um hve skjótt ég gæti bætt úr þessu. Ekk- ert var laust fyrir skoðun fyrr en hinn 25. þ.m., en þó var hliðrað til fyrír mig með velvilja af- geiðslustúlku að nafni Vilhelm- ína og skoöunarmanns (Hall- dórs). Ég færi þeim bestu þakkir fyrir afbragðs þjónustu og vel- vilja i minn garö, þrátt fyrir mis- tök mín sem ég læt ekki henda framvegis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.