Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1994, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1994, Blaðsíða 36
F R E X Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrif t - Dreifing: Sími 632700 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1994. Jóhanna Sigurðardóttir: Með AA-lista w I DV hefur heimildir fyrir því innan úr innsta kjarna stuðningsmanna- hóps Jóhönnu Sigurðardóttur að lík- legt sé aö Jóhanna muni stefna að því að bjóða fram AA-lista, sérlista alþýðuílokksfólks í Reykjavík, í komandi alþingiskosningum. Raun- ar munu stuðningsmenn hennar leggja nokkuð að henni að gera það. Einnig kemur til greina að hún kljúfi sig alveg úr Alþýðuflokknum og standi að framboði í nokkrum öðrum kjördæmum, auk Reykjavík. Ólíklegt þykir að það geti orðið í öllum kjör- dæmum. Fyrirhuguð liðskönnunar- ferð Jóhönnu um landið er talin liður í athugun um hvar raunhæft sé að stefna að framboði. Jóhanna vildi a ekkert segja um þetta mál í samtali viðDVí gær. - sjá einnig á bls. 2 Færeyingar: Á loðnuveiðum í heimiidarleysi „Það er orðið ansi þröngt um okkur á miöunum og það sjá allir að það er minna til skiptanna fyrir okkur i^- þegar útlendingarir eru íjölmennir hér og allir að veiða á litlu svæði. Hér hafa t.d. verið Færeyingar á loðnuveiðum í heimildarleysi, það vita allir nema Landhelgisgæslan," sagði Erlingur Pálsson, stýrimaður á loðnuskipinu Víkingi AK, í morgun, en skipið var þá á miöunum um 130 mílur noröur af Melrakkasléttu. Erlingur sagöi aö ástandið á mið- unum væri þannig að allt of mörg skip væru þar á litlu svæði. „Norð- menn mega vera hér með 30 skip að veiðum í einu. Það er best að vera ekki með neinar fullyrðingar en þeir eru örugglega með þann fjölda hér. Og svo eru það Færeyingamir. Það vita alhr að hér er ekkert eftirlit enda er varla til olía á þessi varðskip okk- " ar,“ sagöi Erling. Hann segir að Norðmenn eigi að gefa upp eftir hvern sólarhring hvað þeir hafi veitt. Þaö sé hins vegar ekk- ert eftirht með veiðum þeirra. „Það er síðan enginn að fylgjast með því í Noregi hversu miklu þeir landa þar,“ sagði Erlingur. Átvöföidum hámarkshraða 18 ára ökumaður var handtekinn eftir að hafa ekið á 140 km hraða á veginum á milh Ytri- og Innri-Njarð- víkur um klukkan hálffimm í nótt. Á - ^ þessum stað, Njarðarbraut, er leyfi- legur hámarkshraði 60 km. LOKI Er ekki hætt við að menn misskilji þetta AA-framboð? ímorgun: kalla a mig i nott , segir flugstjóri TF-SIF „Ég er orðin syfjuð og þreytt og ætla að leggja mig núna. Ég var ekki orðin neitt köld þegar þyrlan kom ogleið ágætlega. En ég vihtist ekki út af þokunni eins og menn héldu. Þegar ég var búin að ganga upp á fjall í gærkvöldi, sem ég veit ekki alveg hvað heitir, gat ég ekki fundiö þann stíg sem ég ætlaði nið- ur,“ sagði Lydia, dönsk kona á fimmtugsaldri, í samtaU við DV í morgun en hennar var leitaö í Þórsmörk i nótt og snemma í morg- un eftir að hún vhltist þar seint í gærkvöldi. „Ég heyrði í einhverjum um klukkan eitt í nótt. Það var kailað á mig. Hvort það var karlmaður eða kona veit ég ekki eða hvort það voru fleiri en einn. Þetta var það fjarlægt. Síðan gekk ég fram og til baka eöa hélt kyrru fyrir og síðan kom þokan og fór. Ég var ágætlega haldin þegar þyrlan kom,“ sagði Lydia, „Við fundum konuna þar sem hún var komin inn á slóða á leiö- inni inn að Rjúpnafelh skammt frá Tröllakirkju. Við lentum hjá henni og ræddum við hana. Hún var óslösuð og sagði okkur að hún hefði villst í gærkvöldi. Konan vissi ekki hvar hún var og hafði því ráfað um í alla nótt. Hún var síðan farin að átta sig þegar birti til í morgun. Björgunarsveítarmenn voru komnir á leið upp þennan sama slóða þannig að konan vildi ekki koma meö okkur," sagði Bogi Agn- arsson, flugstjóri á TF-SIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, í samtali við DV í morgun. Björgunarsveitarmenn komu til móts við konuna á áttunda tíman- um i morgun - um þaö bh sem þyrlan hélt á brott til Reykjavíkur. Lydia kom með björgunarsveitar- mönnum í skála i Húsadal laust fyrir klukkan níu í morgun. Vitað var um ferðir Lydiu 1 gærkvöldi en þegar hún liafði ekki skilað sér á tilsettum tíma var farið að kanna máhð. Björgunarsveitir, Landhelg- isgæsla og lögregla hófu leit snemma í morgun. Þessi varnarliðsbíll var skemmdur að því er talið er um svipað leyti sömu nótt og maöurinn, sem skemmdi ann- an varnarliðsbíl, jeppa, var handtekinn. DV-mynd S Stundarað varn- arliðsfólk Vitni sáu mann skemma rúður í jeppabifreið í eigu varnarliðsmanns með hornaboltakylfu í síðustu viku. Handtóku þau hann og komu honum i hendur lögreglunni. Annar bíll í eigu varnarliðsmanns var einnig skemmdur um svipað leyti sömu nótt. Óljóst er hver þar var að verki en grunur beinist að umræddum manni. Maðurinn hefur orðið uppvís að því að gera starfsmönnum varn- arliðsins lífið leitt. Aðfaranótt 2. júlí sást hvar maður- inn var að bijóta rúður í bil sem stóð á móts við SPRON við Skólavöröu- stíg. Fólk sem sá til mannsins lét vita og héldu tveir nærstaddir karlmenn á eftir skemmdarvarginum. Eftir stutta stund náðu mennirnir honum og yfirbuguðu. Skemmdarvargurinn kvaðst hafa meiðst á hné og hugðist kæra mennina fyrir líkamsárás. Við yfirheyrslu hjá lögreglunni vildi maðurinn síðan ekkert kannast við að rúðubrotin. Samkvæmt heimhdum DV hefur umræddur maður oft komið við sögu vegna ýmiss ónæðis sem hann hefur valdið fólki frá varnarliðinu. Veöriöámorgun: Hlýjastá Norðaustur- landi Suðaustlæg átt, gola eða kaldi. Norðaustan th á landinu verður að mestu þurrt og víða léttskýjað en annars verða skúrir. Hiti verð- ur á bilinu 10 th 18 stig, hlýjast norðaustanlands. Veðrið í dag er á bls. 44 Ertu búinn að panta? ^16^ dagar til þjóðhátíðar FLUGLEIDIR Innanlandssími 690200 L9TTÍ alltaf á Miövikudögxim

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.