Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1994, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1994 Fréttir Stuttarfréttir Miklar deilur um byggingu torfbæjar í gamalli tóft á Hrafnseyri: Þettaerekkií samræmi við lög - segir fráfarandi formaður fomleifanefndar. - Höfum öll leyfi, segir formaður Hrafnseyramefndar „Viö erum búnir að fá leyfi allra aöila sem viö teljum okkur þurfa aö fá leyfi frá. Viö höfum borið þetta undir skipulagsráö og fengiö sam- þykki og undir yiökomandi aðila í Stjórnarráöinu. Ég veit hins vegar að fornleifanefnd hefur verið að malda í móinn. Viö buðum þeim að koma og rannsaka jaröveginn og ætluðum aö bíða með framkvæmdir á meðan en þeir svöruðu því til að þeir hefðu engin áform uppi um það,“ sagði Þórhallur Ásgeirsson, formaður Hrafnseyrarnefndar, að- spurður um hvort réttlætanlegt væri að hefja framkvæmdir við endur- byggingu torfbæjarins á Hrafnseyri við Arnarfjörð þar sem Jón Sigurðs- son fæddist árið 1811 en þessar fram- kvæmdir eru gegn vilja fomleifa- nefndar. Nefndin lagðist eindregið w ísafjöröur • 'í Þingeyri i . Hrafnseyrl «■ gegn framkvæmdunum í bréfi sem hún sendi Hrafnseyrarnefnd 1 vor. Frá þessu var skýrt í DV í gær. Ástæðan fyrir andstöðu nefndar- innar við framkvæmdirnar er sú að hún telur þær spilla fornminjunum á staðnum en endurbyggja á torfbæ- inn í tóftum gamla bæjarins. Ráð- lagði fornleifanefnd að bærinn yrði endurbyggður á svæði í nágrenninu þar sem ekki eru fornleifar. Bæjar- stæðið er talið vera frá Sturlungaöld en þá bjó Hrafn Sveinbjarnarson læknir á staðnum og er eyrin kennd við hann. Bæjarstæöið nýtur friðunar aldurs síns vegna en samkvæmt lögum má ekki raska fomleifum sem em 100 ára og eldri nema leyfi fornleifa- nefndar komi til. „Nefndin hefur ekki leyft þessa byggingu. í lögunum er það alveg skýrt að ekki má raska eða hylja fomleifar nema með leyfi fomleifa- nefndar," segir Sveinbjörn Rafnsson prófessor, fyrrverandi formaður fomleifanefndar, en nefndin lét af störfum 1. júlí sl. og hefur mennta- málaráðherra ekki enn skipað nýja nefnd. Sveinbjörn segir að ósk hafi borist frá Hrafnseyrarnefnd um að reisa torfbæ í gömlu tóftunum. Þetta hafi fomleifanefnd ekki talið rétt og bent á að reisa mætti torfbæinn annars staðar. Þá myndi hann ekki hylja fomleifar. ÞórhaUur Ásgeirsson segir að bær- inn verði reistur þannig að hægt verði að stunda rannsóknir eftir að hann er tilbúinn, ekkert muni verða grafið í jarðveginn og því veröi hægt að stunda rannsóknir síðar verði áhugi fyrir hendi. Eyrarbakki: Fjárlög undirbúSn Ríkisstjómin stefnir að því að hallinn á fjárlögum næsta árs verði innan við 10 milljarðar króna. Þetta var ákveðið á ríkis- stjómarfundi í gærmorgun. JóntilBrusseS Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra heldur í dag til Brussel til viðræðna við forvstu- menn Evrópusambandsins. Debetkort i ÁTVR í dag verður gengið frá samn- ingí ATVR og VISA-Island um notkun debetkorta í áfengisversl- unum landsins. Mbl. greinir frá. Bankagjöldum mötmælt Neytendasamtökin hafa mót- raælt nýTri gjaldskrá banka og sparisjóða vegna notkunar ávís- ana og debetkorta. Leigandugarekki Húsaleigutekjur af leiguíbúð- um Reykjavíkurborgar duga ekki einu sinni fyrír viðhaldi ibúð- anna. Tíminn skýrir frá þessu. Minniþorskveiði Tæplega 103 þúsund tonnum af þorski var landað úr íslenskum skipum fyrstu 6 mánuði ársins. Þaö er um 10 þúsund tonnum minna en á sama tíma í fyrra. Tíminn greindi frá. Hundur beit blað bera til blóðs - hundinum fargað að ósk lögreglu „Hundurinn kom hlaupandi fyrir hornið og stökk umsvifalaust á mig. Ég stóð kyrr og gerði ekkert þegar hann beit mig í mjöðmina í gegnum úlpuna og blússuna," segir Helga Sörensen, blaðberi á Eyrarbakka, sem varð fyrir því að hundur réðst að henni og beit hana til blóðs þar sem hún var að bera út DV um sl. helgi. Helga segir að hundurinn, sem er blendingur, hafi áður gert sig líkleg- an til að veitast að henni með urri og gelti en ekki fyrr gert alvöru úr því að bíta hana. Hún segist hafa far- ið til læknis þar sem hún fékk sprautu við stífkrampa, auk þess að gert var að sárinu. Hún segir þetta ekki í fyrsta sinn sem fjölskylda hennar verði fyrir árásum hunda. „Sonur minn var bitinn af öðrum hundi þegar hann var að bera út blöðin. Hundaeigendur halda fram þeirri firru hér að hundamir leggist bara á póstmenn og blaðbera. Vanda- málið er að mínu viti að hundar ganga hér lausir í alltof miklum mæli,“ sagði Helga. Hjá lögreglunni á Selfossi fengust þær upplýsingar að þeir hefðu óskað eftir því við eigandann að hann aflíf- aði hundinn og hann hafi orðiö við því í gær. Samkvæmt lögreglusamþykkt Ár- nessýslu eru hundar sem ráðast að fólki eða elta skepnur réttdræpir þar sem til þeirra næst. Helga Sörensen, blaðberi DV Eyrar- bakka, sem varð fyrir þvi að hundur stökk á hana og beit til blóðs. Minni myndin er af sárinu sem hún hlaut á vinstri mjöðm. DV-mynd ReynirTraustason Rauður litur á Pósthúsið? Góð hugmynd - segirborgarminjavörður „Ef arkitektinn hefur í huga að húsið verði málað í upprunalegum lit er það bara mjög gott mál en það þarf að vera réttur, upprunalegur ht- ur. Þetta er friðað hús þannig aö það þarf hvort eð er að vera í samráði við okkur og húsafriðunamefnd. Þessi hugmynd er í samræmi við okkar stefnu," segir Margrét Hall- grímsdóttir borgarminjavörður. Sú hugmynd hefur komið fram hjá Jóni Ólafi Ólafssyni, arkitekt hjá Batteríinu, að mála gamla pósthúsið í miðbæ Reykjavíkur í upprunaleg- um rauöum eöa rauðbrúnum lit í framhaldi af endurbótum á húsinu. Póst og símamálastjóri hefur ekki tekið undir hugmyndina, en forseti borgarstjómar Reykjavíkur segir hana frábæra. Þess skal getið að gamla pósthúsið var friðað árið 1991. Jóhanna á leið 1 tveggja vikna hðskönnunarferð um landið: Framboð ákveð- ið eftir ferðina - hefur rætt við Ólaf Ragnar um samstarf „Ég ætla um landið, heyra 1 fólki og fara inn á vinnustaði. Það er ekki um skipulagða fundi að ræða nema sérstaklega sé óskað eftir því. Ég ætla fyrst og fremst að hitta fólk á vinnustööum og alþýöu- flokksfólk þar sem ég næ til þess. Ég hef í hyggju að sjá hvernig land- ið hggur í póhtíkinni og heyra hvað fólkið vill,“ segir Jóhanna Sigurð- ardóttir alþingismaður en hún hyggst leggja af stað í hringferð um landið í vikulok. Hún mun byrja á Suðurlandi og fara austur um og verða um tvær vikur í ferðinni. Jóhanna segist skipuleggja ferðina að mestu leyti ein en að nokkru leyti í samráöi við stuðningsmenn á landsbyggðinni. Jóhanna segist ekki vera að fiska sérstaklega eftir undirtektum vegna hugsanlegs sérframboðs. Hún ætlar hins vegar ekki að taka ákvörðun um framboðsmál sín fyrr en eftir ferðina. Hún segir ekkert fastsett með framboðsmál sín eða á hvaða vettvangi það verði. „Ég get engu svaraö til um þau mál.“ Aðspurð um tílboð Ólafs Ragnars Grímssonar, formanns Alþýðu- bandalagsins, um samstarf vinstri hluta Alþýðuflokksins og Alþýðu- bandalagsins sagðist hún ekki vita hvað hann væri að hugsa nákvæm- lega en neitaði ekki að hann hefði rætt við sig. Engar formlegar við- ræður hefðu átt sér staö. „Samfylkingarhugmyndir jafn- aöarmanna eru auðvitað eittihvaö sem er uppi á borðum en greinhegt er þó að menn taka misjafnlega í þær í flokkunum. Ég hef ekki lokað á eitt né neitt í þeim efnum. Ég tel hins vegar nauðsynlegt að heyra í fólki fyrst, ekki síst alþýðuflokks- fólki, th þess að átta mig á stöð- unni. Ég ætla að skoða hvar ég get unnið jafnaðarstefnunni mestan framgang. Það eru ýmsir mögu- leikar th í stöðunni," segir Jó- hanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.