Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1994, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1994 Fréttir DV Veiðar á ufsa, ýsu og karfa ekki í samræmi við úthlutun: Vantar tugþúsundir tonna upp í kvótann ^Ýsuveiðin hefur vissulega valdið okkur vonbrigðum. Það eru tveir sterkir árgangar af ýsu samkvæmt okkar mati frá 1989 og 1990. Við verð- um varir við mikið af ýsu í togara- rallinu en hún skilar sér ekki inn í veiðina í sama mæli. Því hefur verið kennt um að hluta að lokanir hafa verið tíðar á þessum slóðum. Maður er alltaf að reikna með aö þessir stofnar vaxi upp fyrir þau mörk - yfír 20 þúsund tonn af ýsukvótanum nást ekki þannig að dragi úr lokunum," segir Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunar. Þrátt fyrir að veiði á þorski horfi til vandræða og framúrakstur upp á tugi þúsunda tonna blasi við þá virð- ist svo sem veiöar á öðrum tegundum vefjist fyrir sjómönnum sé litið til veiðiráðgjafar Hafrannsóknastofn- unar. Ekki hefur tekist að ná ýsu- kvótanum sl. 4 ár, síðasta íiskveiðiár vantaði 19 þúsund tonn í veiðina svo næðist upp í kvótann, árið á undan vantaði 4 þúsund tonn. Á yfirstand- andi fiskveiðiári stefnir í að heildar- veiði á ýsu verði 51 þúsund tonn eða 2/3 kvótans sem er 75 þúsund tonn. Þar vantar 24 þúsund tonn á að kvót- inn náist. Sömu sögu er aö segja varðandi ufsakvótann. Útht er fyrir að ekki takist að veiða nema 2/3 af þeim kvóta eða 66 þúsund tonn af þeim 99 þúsundum tonna sem ráðgjöf Hafró hljóðar upp á. Það vantar 33 þúsund tonn upp á að dæmið gangi upp. í karfanum er svipað uppi á ten- ingnum. Þar stefnir í að 8 þúsund tonna kvóti falli niður ónýttur. í grá- lúðunni stefnir í að um tvö þúsund tonna kvóti verði óveiddur. Þessar niðurstöður eru grundvall- aðar á aflatölum Fiskistofu fyrstu 10 mánuði fiskveiðiársins sem lýkur 1. september. Þá er gengið út frá því að afli verði svipaður síðustu tvo mánuðina og hann var á síðasta fisk- veiðiári. Samkvæmt þeim niðurstöð- um vantar um 55 þúsund tonn upp á að takist að veiða upp í kvóta á ýsu, ufsa, karfa og grálúðu. Þetta er að gerast á sama tíma og sókn þyngist í þessar tegundir vegna samdráttar í þorskkvóta. Yfirlýsing Alþýöuflokks vegna Jónu Óskar: Dæmigerð karl- remba íhalds og komma ,J>að er fáheyrt á síðari árum að hlaöa svo sinum mönnum í æðstu fólki sé vikið frá störfum af pólit- embætti bæjarins að það væri ískum ástæðum eins og raun var nauðsynlegt að hreinsa út,“ segir í þegar forstöðumanni Húsnæðis- tilkynningunni. nefndar Hafnarfjarðar var sagt Jafnframt er því lýst yfir að það upp. í uppsagnarbréfinu eru engar sé „lítilmannlegt og lúalegt" aö ástæður tilgreindar fyrir uppsögn- Magnús Gunnarsson, Sjálfstæðis- inni eins og almennar siöavenjur flokki, og Lúövík Geírsson, Al- segja til um.“ þýðubandalagi, vildu skella aliri Þetta segir m.a. f tilkynningu frá skuld á Jónu Osk af „dæmigeröri bæjarfulltrúum Alþýðuflokks, karirembu nú sem fyrr“. minnihluta bæjarstjórnar Hafnar- Alþýðuflokksmenn segja jafn- fjarðar, vegna uppsagnar Jónu framt að meirihlutinn hafi ekki Óskar Guðjónsdóttur. tekið mark á úttekt hlutlausrar „Eitt af því sem hinn nýi meiri- endurskoðunarskrifstofuámálefn- hluti ihalds og komma í Hafnarfiröi um Húsnæðisnefndar - ekki verði hefur haldiö fram ljóst og leynt er annaö séð en að um beinar pólitísk- að kratarnir hafi verið búnir að ar ofsóknir sé að ræða. Jóna Ósk Guðjónsdóttir, fráfarandl forstöðumaður Húsnæðisnefiidar Hafiiarfiarðar: Mitt böl er að hafa gert vandann sýnilegan - bókhald haföi ekki veriö endurskoðaö í 6 ár þegar við tókum viö Jóna Ósk Guðjónsdóttir, fráfar- andi forstöðumaður Húsnæðisnefnd- ar Hafnarfjarðar, segir aö bókhald nefndarinnar hafi ekki verið endur- skoðað í sex ár áöur en hún tók við starfi sínu. Jóna Ósk, sem er í Al- þýðuilokknum og var ráöin af fyrr- um meirihluta þess flokks í bæjar- stjóm, segist ætla að kanna sinn rétt varðandi uppsögnina: „Formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar, sem reyndar er vara- formaður Húsnæöisnefndar, gerði bókun á fundinum þar sem hann áskildi sér allan rétt á að taka þetta mál upp sem formaður félagsins. Ég mun að að sjálfsögðu skoða mín rétt- indamál líka út frá þeim reglum og lögum sem gilda. Ég á eftir að skoða þetta," sagði Jóna Osk í samtali við DV. - Hvað hafðir þú á tilfinnngunni þegar þú heyröir tilkynnt um upp- sögn þína? „Ég get ekki sagt að þetta hafi komið mér algjörlega á óvart. Reyndar taldi ég að þetta myndi ekki gerast akkúrat núna. Ég átti frekar von á þessu þegar ákveðnum stjórn- sýslubreytingum yrði komið í fram- kvæmd.“ - Áttirðu von á póhtískri uppsögn? „Þetta var hður í þeirra pólitík að boða þessar stjórnsýslubreytingar." - Hefur þú trú á að eitthvað gerist þannig að þú verðir áfram hjá Hús- næðisnefnd? „Ég hef ekki nokkra trú á því og sé ekki að menn breyti þessari ákvörðun." - Hverju svarar þú því að ástæðan fyrir uppsögn þinni sé óreiða í fjár- málastjórn nefndarinnar? „Það kom ekki fram í úttekt sem var gerð í vetur. Það hefur verið ákveðinn vandi hér til staöar í nokk- urn tíma. Hins vegar lá ahtaf ljóst fyrir að þetta ár myndi skera úr um hve stór vandinn yrði og hvernig yrði tekið á honum. Við tókum nán- ast við óskrifuðu blaði. Hér hafði ekki verið endurskoðað bókhald í sex ár þegar við tókum við hérna. Þaö tekur tíma aö vinna shkt upp og fá hreinar línur í það hve vandinn er stór. Það má orða það svo að minn vandi liggi í því að ég hef gert vanda- mál Húsnæðisstjórnar sýnileg." - Hver er orsök hins mikla vanda hjá Húsnæðisnefndinni? „Það eru margir samverkandi þættir sem spila þarna inn í. Ég sé engan thgang í aö kenna neinum ein- um um það.“ í dag mælir Dagfari Fjölnota íþróttahús Á miklu hefur gengið að undanf- ömu við að byggja fjölnota íþrótta- hús í Reykjavík. Maður hefur geng- iö undir manns hönd th að reisa þetta hús og eru ahir af vhja gerðir að það megi takast. Borgarstjórnin, íþróttahreyfingin, ríkisstjórnin og guð má vita hver. Allir eru spennt- ir fyrir húsi sem rúmað getur heimsmeistarakeppnina í hand- knattleik en eins og kunnugt er hefur verið ákveðið að sú keppni fari fram hér á landi næsta vor án þess að húsnæði sé fyrir hendi. Af þeim sökum hafa íslenskir baráttumenn og hugsjónamenn hafist handa um að finna þessari keppni stað og það mun helst vera í óbyggðu húsi í Laugardalnum í Reykjavík. Þetta óbyggða hús er sem sagt á ahra vörum og ekkert því th fyrirstööu að húsið verði reist svo framarlega sem einhvers staðar finnast peningar th að byggja það fyrir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var sögð vera helsti fjandmaður íþróttalífs á íslandi þegar hún háði kosningabaráttu sína. Eitthvað hefur þó nýi borgarstjórinn fundið hjá sér hvöt th að rétta íþrótta- mönnum dúsu eða þá hún er ekki eins mikhl fjandmaður íþróttanna og andstæðingar hennar töldu hana vera. AJla vega hefur það ver- ið eitt fyrsta verk Ingibjargar og kannske hennar eina verk fram að þessu (fyrir utan að veiða laxinn) aö bjóðast th að leggja fram 270 mhljónir króna til byggingar fjöl- nota íþróttahúss fyrir HM, gegn því skilyrði að einhverjir aðrir og þá helst ríkisstjórnin láti jafnháa upp- hæð af hendi rakna. Ríkisstjórninni er greinhega ekki eins annt um íþróttafólkið og borg- arstjóranum og lofaði þvi einu, eft- ir því sem sagt er, að fresta inn- heimtu á viröisaukaskatti um nokkur ár. Að öðru leyti ku standa yfir ítar- leg leit á ónýttum peningum sem góðvhjaðir og áhugasamir íþrót- taunnendur vhja leggja í púkkið. íþróttaforystan hefur biðlaö th þjóðarinnar og stendur staurblönk fyrir framan sjónvarpsvélamar og segist vhja byggja hús sem hún hefur ekki efni á að byggja! Ef þetta er frá tahð sem snýr að fjármögnun mannvirkisins er ekki annað að skhja en byggingin sé á góðri leið og handboltinn verði spil- aður í nýrri höll sem enn á eftir að byggja en allir eru sammála um að þurfi að byggja. Reykjavíkurborg ætlar sem sagt að borga ef aðrir borga og aðrir vhja borga ef þeir eiga pening og íþróttahreyfingin væri líka thbúin að borga ef hún ætti pening. íþróttahreyfingin hefur raunar fengið frest á virðisaukanum en til að geta fengið þann frest þarf hún að leggja fram fé th byggingarinnar th að framkvæmdimar verði virð- isaukaskattskyldar til að íþrótta- samtökin geti frestað að borga þaö sem aðrir hafa lagt út fyrir. Reykja- víkurborg vhl leggja fram þetta fé að hálfu, sem dugar því miður ekki fyrir öllum þeim virðisaukaskatti sem ríkisstjórnin vhl fresta inn- heimtu á og þess vegna getur íþróttahreyfingin ekki tekið að sér að borga ekki virðisaukaskattinn vegna þess aö framlag borgarinnar dugar ekki í hann ahan. A meðan þessu fer fram stendur fyrir dyrum mikh og merkheg handboltakeppni sem fram fer í óbyggðu húsi í Laugardalnum og bíða menn spenntir eftir þeirri keppni. Keppnin hefur reyndar fallið nokkuð í skuggann fyrir hús- inu sjálfu meðan það er ekki byggt. En spumingin er hvort nokkuð eigi að byggja þetta hús vegna þess að keppnin fer fram engu að síður, að sögn forráöamanna handknatt- leiksins, og ekki verður það verra ef hún verður háö í óbyggðu húsi sem er auðvitað miklu betra heldur en að láta keppnina ekki fara fram. Þjóðin fylgist spennt með úrsht- um þessa máls því auðvitað býöur þjóðarsómi aö handknattleik- skeppnin fari fram hér á landi, hvort sem hús verður byggt eða ekki og það mál mun hafa algjöran forgang á næsta ári, hvað sem öh- um efnahag, kosningum eöa Evr- ópubandalagi líður. Þjóðin samein- ast hvort sem er um handbolta en ekki um stjórnmál eða efnahags- mál. Og ef ekkert hús verður byggt fyrir handboltann geta ahir komist að í óbyggðu húsi og öskrað sig hása í krafti þjóðarstoltsins. Skítt veri með húsið. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.