Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1994, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1994 15 Gott viðskiptasiðferði er samkeppnistæki „Lengi hefur verið kvartað undan því að forystumenn í atvinnulífi veigr- uðu sér við umræðum um viðskiptasiðferði...segir Vilhjálmur m.a. í greininni. - Heilsast á viðskiptaþingi. Viðskiptasiðferði hefur upp á síðkastíð nokkuð verið tíl umræðu meðal manna í atvinnulífinu og á opinberum vettvangi. Hugtakið er afar víðfemt og siðferðismál koma með einum eða öðrum hætti að öll- um sviðum viðskipta. Lengi hefur verið kvartað undan því að forystu- menn í atvinnulífi veigruðu sér við umræðum um viðskiptasiðferði og htið sem ekkert væri fjallað um máhð í skólum sem mennta fólk til starfa í viðskiptalífinu. Smám sam- an hefur þó skhningur á málinu vaxið og menn farið að gefa því gaum bæði í viðskiptalífinu og í skólakerfinu. Gjaldþrot reyna á viðskipta- siðferði Hér á landi kemur umræðan um nauðsyn góðs viðskiptasiðferðis fram í ýmsum málum. Efnahags- erfiðleikar undanfarinna ára hafa reynt mjög á þolrifin í fyrirtækjum sem hafa tapað útístandandi kröf- um. Spumingar hafa vaknað um siðferði þeirra aðila sem hafa rekiö fyrirtæki sín áfram þrátt fyrir erf- iða stöðu og safnað skuldum hjá viðskiptaaðilum og lánardrottnum. Kröfur hafa komið fram um herta löggjöf og ýmiss konar refsingar fyrir þá sem verða gjaldþrota. Vandinn er hins vegar sá að menn geta orðið heiðarlega gjaldþrota og gjaldþrot eitt og sér segir ekki til um siðferðisbrest viðkomandi. Út- KjaUarinn Vilhjálmur Egilsson alþm. og framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands lánatöpin og erfiðleikamir hafa aftur á mótí leitt til þess að vark- ámi í viðskiptum hefur aukist. Yf- irtökur banka og lánasjóöa á at- vinnufyrirtækjum í erfiðleikum þeirra hafa vakið upp spumingar um viðskiptasiðferði þegar þessi fyrirtæki hafa farið að keppa á markaðnum jafnvel við viðskipta- vini hinna sömu fjármálastofnana. Það er nauðsynlegt að fjármála- stofnanir getí varið hagsmuni sína, m.a. með yfirtöku fyrirtækja, en hins vegar er ekki th nein hefö fyr- ir því hvernig að stjórnun og rekstri þessara fyrirtækja er staðið af hálfu fiármálastofnananna. Það er því fagnaðarefni að viðskipta- ráðuneytíð hefur beitt sér fyrir sér- stakri vinnu við að semja siðaregl- ur á þessu sviði eftír ábendingu Verslunarráðsins. íslensk vandamál léttvæg Flest vandamál íslensks atvinnu- lífs sýnast þó léttvæg þegar litíð er tíl reynslu margra annarra þjóða. Á ráðstefnu Alþjóða verslunar- ráðsins í París fyrir skömmu var th dæmis sérstaklega fjahað um viðskiptasiðferði. Þar kom m.a. fram að mörg fyrirtæki sem starfa á fjölþjóðlegum grundvehi eiga erf- itt uppdráttar vegna landlægrar spilhngar og mútuþægni embættis- manna í ýmsum vanþróuðum ríkj- um. Sums staðar viröast mútur vera óopinber hlutí af launakjörum embættismanna og þetta kemur iha við fyrirtæki sem beinhnis er bannað samkvæmt lögum síns heimalands að taka þátt í shku. Þá var fjallað um vandamál sem tengj- ast baráttu einstakra ríkisstjóma th að ná stórum viðskiptasamning- um, umhverfismálum og mengun, stöðu stjórnenda sem þurfa að draga saman seglin og segja upp fólki en þá vilja hagsmunir starfs- fólksins og hluthafa rekast á, a.m.k. til skamms tíma. Höldum vöku okkar Þegar á hehdina er htíð má halda því fram að viðskiptasiðferði sé al- mennt gott á íslandi miöað við það sem gengur og gerist úti í hinum stóra heimi. En við verðum hins vegar að halda vöku okkar og leita sífellt leiða til þess að gera betur. Því þegar öllu er á botninn hvolft er gott almennt viðskiptasiðferði samkeppnistæki atvinnulífsins og ein af nauðsynlegum forsendum velmegunar og framfara. Vilhjálmur Egilsson „Vandinn er hins vegar sá að menn geta orðið heiðarlega gjaldþrota og gjaldþrot eitt og sér segir ekki til um siðferðisbrest viðkomandi.“ Meðog ámóti Erlentfjármagn í sjávarút- veginn Vantarerlenda fjárfestíngu „Ástæöa þess að cfa- semdir eru uppi um ágæti þess að fá erlent íjár- magn í ís- lenskan sjáv- arútveg er hræðsla við aö missa auð- lindina úr landi. Þetta eru auðvitaö skiljan- legar áhyggjur. Þetta getur hugs- anlega átt við um veiðarnar en ekki um þætti eins og vinnsluna og markaðsfyrirtækin. Það sem þarf að varast er að við siijum ekki eftir héma heima og sjáum aldrei fiskinn. Þess vegna finnst mér að við verðum að fara var- lega í að opna sjálfa auðlindina, þaö er aö segja veiðarnar, en hins vegar eigum við að vera óhrædd viö erlenda fiárfestingu í vinnsl- unni. Það sem vantar inn í íslenskt efnahagslif er fyrst og fremst fiár- festing með erlendu áhættufé. Það er stór misskilningur að út- lendingar bíði spenntír eftír þvl að fá að fiárfesta hér á íslandi. Sú er bara ahs ekki raunin. Viö þurfum hins vegar að fá menn th að fiárfesta í ferðaþjónustu, vinnslu á sjávarafuröum og mörgum fleiri greinum. Ef það næst mun það auka tækifæri hér á íslandi tíl mikiha muna. Það er vísastí vegurinn til velmegunar. Allar þjóðir, sem hafa verið opnar fyrir erlendu áhættufé, hafa feng- ið aukin tækifæri og bætt lífs- kjör.“ Auðlindin for- senda sjálf- Guðlaugur Þór Þðrðarson, formað- ur SUS. Ef lum umræðu um styttingu vinnutíma Langur vinnudagur hefur lengi verið þjóðarböl á íslandi. Þrátt fyr- ir að atyinnuleysi hafi stungið sér niður á íslandi hefur það líth áhrif á vinnutímann. Kvennalistinn lagði fram tihögu á Alþingi síðast- Uðinn vetur þar sem lagt var th að unnið yrði að styttingu vinnutíma án kjaraskerðingar í því skyni að skapa fleiri störf. Þessi thlaga var samþykkt í breyttri mynd þannig að kanna á þær leiðir sem ná- grannaþjóðimar hafa farið að þessu marki, kosti þeirra og gaha. I kjölfarið er væntanlega hægt að nýta þeirra reynslu th þess að stytta vinnutíma hérlendis. Ástæða langs vinnutíma Ástæður langs vinnudags íslend- inga eru án efa fyrst og fremst lág dagvinnulaun samkvæmt taxta. Flestir vinna eins mikið og þeir geta th að ná endum saman. Væri vinnudagur styttur án kjaraskerð- ingar væri það umstalsverð kjara- bót. Reynsla manna af yfirvinnu- banni því sem varð undanfari sól- stöðusamninganna 1977 benda th að afköst minnki ekki í samræmi við styttan vinnutíma. Þannig munu atvinnurekendur fá að hluta til baka aukakostnað við launa- greiðslur. Ljóst er því að þótt störf- um fiölgaði yrði það ekki til jafns við þann vinnutíma sem sparaðist. Velferð fjölskyldunnar í húfi Þegar fram 1 sækir er stytting vinnutíma ahra hagur. Samveru- KjaUaiim Anna Ólafsdóttir Björnsson þingkona Kvennalistans stundum fiölskyldunnar mundi væntanlega fiölga og álag á forelda og böm minnka. Fjöldi slysa á bömum er m.a. raldnn th langs vinnudags foreldra sem útheimtír á stundum að böm verða að spjara sig ein. Einnig má búast við að fé- lagsleg vandamál yrðu minni ef samvera fiölskyldunnar yrði meiri en á hlaupum með áhyggjumar í veganestí. Furðuhljótt hefur verið um kröf- una um styttingu vinnutíma hér fram til þess að thlaga Kvennahst- ans var samþykkt. Þó er th skýrsla um máhð frá árinu 1988 í félags- málaráðuneytinu. En nú í júlíbyij- un varð breyting á. Það er gleðiefni að launþegasamtök skuli nú gera skýra kröfu th að vinnutími verði styttur og vinnu skipt réttlátlega milli fólks nú með vaxandi at- vinnuleysi. Sérkenrúlegt er þó að spyrða þessa kröfu saman við fé- lagsmálapakka EES-samningsins og gera aðild að honum að grund- vehi kröfunnar. Stytting vinnutíma óháð EES Eg tel það nauðsynlegt að krafan um styttingu vinnutíma sé gerð óháð aðhd okkar að EES-samn- ingnum. Sú krafa er svo sjálfsögð að launþegasamtök ættu að sjá sóma sinn í aö gera hana án þess að leita th forræðis EES-samning- anna. Það er einnig sérkennhegt að heyra Vinnuveitendasambandið mótmæla forræðishyggju frá Brussel í kjölfar þessarar umræðu. Hvar eru þessar áhyggjur þegar aðrir þættir EES-samningsins eru th umræðu? VSÍ virðist reiðubúið aö leita samræmingar við önnur lönd Evrópu, a.m.k. Norðurlöndin, varðandi frídaga sem VSÍ-menn telja of marga hér á landi. Þeir ættu þá að skoða launataxtana í samanburði við Norðurlöndin og breyta þeim. Krafa i næstu kjarasamning- um? Vonandi fær krafan um styttingu vinnutímans nú aukinn þunga. Eg skora á forsvarsmenn launþega- samtaka að koma þessari kröfu skýrt á framfæri í næstu kjara- samningum. í lífskjarakönnun frá 1990 töldu 36% útivinnandi fólks að vinnudagurinn væri of langur en aðeins 7% að hann væri of stutt- ur. Um 60% atvinnulausra eru sammála því að stytta eigi vinnu- tíma til að deha störfum milli fleira fólks. Ein besta kjarabótín sem unnt væri að fá er stytting vinnu- tíma án kjaraskerðingar. Sátt ættí að geta tekist um að það yrði gert í áföngum ef ahir leggjast á eitt mn að gera þetta að forgangsverkefni. Anna Ólafsdóttir Björnsson „Um 60% atvinnulausra eru sammála því að stytta eigi vinnutíma til að deila störfum milli fleira fólks. Ein besta kjarabótin sem unnt væri að fá er stytt- ing vinnutíma án kjaraskerðingar.“ „Ég held mig fyrst og | fremst við þau sjónar- miö að auö- lindin sé for- senda sjálí- stæðisþjóðar- rakstur henn- Krislinft H ,^ arersvomik- arsson a,þln9IB- hl að hann maður’ stendur undir þjóðinni. Sé htið th lengri tíma þá er aröurinn mikih þrátt fyrir að það séu sveiflur í afkomunni ogþaöer fersæha fyr- ir okkur að ráðstafa þessum aröi sjálfth uppbyggingar þar sem við viljum hafa hana fremur en að erlendir aðilar taki arðinn tíl sín. Það er Jjóst að áhugi Evrópu- sambandsins á íslandi beinist fyrst og fremst að auölindinni og fiskveiðunum. Þeir vhja sjálfir fá aö veiða fiskinn fyrir sín skip fremur en að kaupa af okkur af- urðir. Áhugi okkar hefur hins vegar veriö sá að viö viljum eiga viðskiptí við Evrópusambandið og selja þeim afurðir sem viö vinnum úr þessari auðlind sjálf. Það eru ekki okkar hagsmunir að vera hráefnisframleiðendur. Viö hljótum aö ætla okkur að vinna sem mest úr okkar hráefhi sjálfir. Við hljótum aö stefha að því í framtíðinni að gera það í auknum mæli með samningum við aðrar þjóðir. Við sjáum að afkoma þjóðarinnar í þessi sjö hundruð ár, sem hún var undir öðrum, var ekki beisin. Þaö var af því að landsrentan var flutt úr landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.