Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1994, Blaðsíða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1994
Stuttar fréttir
Jórdanir, : PLO og israelar und-
irrituöu samkomulag í Ósló í gœr
um frekari viðræður um skipt-
ingu vatnsforöa svæðisins.
Togarasleppt
Prakkar hafa sleppt spænskum
togara sem braut fiskveiðireglur
ESB.
Alain Juppó,
utanríkisráð-
herra Frakk-
lands, sagöi að
nýja stjórnin í
Rúanda viidi
draga allt aö 40
þúsund manns
fyrir rótt vegna
fjöldamorða af hálfu hútúmanna.
Ofmörgtehús
í ensku þorpi deila menn um
nýtt tehús og segja sumir að nóg
sé af þeim nú þegar.
Ekkertsvindl
Kjörstjórn í Mósambík segir að
ekkert svindl hafi verið við
skráningu kjósenda.
Niðurskurður
Fjármálaráðherra Hollands
hefur iagt til víðtækan niður-
skurð á ríkisútgjöidum.
Ferðamenn rændir
Sextán ferðamenn voru rændir
í Gvatemala og einni konu úr
hópnum var nauðgað.
Ofsækir Madonnu
Poppsöng-
konan Ma-
donrm hefur
fengið úrskurð
dómara um að
maöur nokkur
sem stöðugt er
að ónáða hana
og segist vera
eiginmaður hennar haldi sig frá
henni.
Stuðningsbeiðni
Bandaríkiamenn hafa beðið
Sameinuðu þjóðimar um sam-
þykki fyrir 6.000 manna innrás-
arliði í Haíti.
FteiriHk
Björgunarmenn haldaáfram að
tína hkin úr rústum húss gyðinga
í Buenos Aires og tala látinna er
komin upp í 96.
Lýðræði
Nýr leiðtogi í Gambíu, herfor-
inginn Yayeh Jameh lofar því að
binda enda á spillingu í landinu.
Samvinna
Flugfélögin Lufthansa í Þýska-
landi og United Airhnes í Banda-
ríkjunum hafa tekið upp sam-
starf á flugieiöum sinum.
Skaðabótakrafa
Eigendur norska hvalveiðibáts-
ins Senet hafa farið í skaðabóta-
mál við Greenpeace vegna
skemmda á veiöarfærum.
Yfirheyrslur
BiXI Clinton
Bandarikjafor-
séti lýsti yfir
stuðningi sín-
um víð Roger
Altinan aðstoð-
arfjármálaráð-
herra í yfir-
heyrslum
vegna Whitewater-málsins.
Gögnbirt
Segulbönd sem innilialda sam-
ræöur Kennedys forseta og ráð-
gjafa hans i Kúbudeiiunni verða
opinberuð á morgun.
Samstarf
Rafsanjani íranforseti og Dem-
irel Tyrkjaiörseti ræða nánara
samstarfþjóðanna. Reuter
Útlönd
Undirritun samkomulags ísraelsmanna og Jórdana:
Endanlegir friðar-
samningar í augsýn
„Á þessum degi hefur okkur tekist
að taka sögulegt skref í átt til friðar
og okkur hefur tekist að koma á frið-
samlegum samskiptum milli Jórdan-
íu og Israel eftir 46 ára stríðsástand
milli landanna," sagði Hussein Jórd-
aníukóngur við undirritun samnings
þjóðanna um friðsamleg samskipti í
Washington í gær.
Yitchak Rabin var aðeins varkárari
í yfirlýsingu sinni. „Annarri martröð
stríðsátaka gæti verið aflýst með
þessu samkomulagi þjóðanna," sagði
Rabin. Arafat, sem staddur er á
heimastjómarsvæöi Palestínu-
manna á Gaza fagnaði samkomulagi
landanna. „Þetta samkomulag er
áframhald á friðarþróun í málefnum
Mið-Austurlanda og við vonumst eft-
ir því aö samkomulagið hafi jákvæð
áhrif á friðarviðræður ísraelsmanna
Hussein Jórdaníukóngur og Yitchak Rabin, forsætisráðherra Israels, takast
í hendur við góðar undirtektir Bills Clintons Bandaríkjaforseta í Washington
í gær. Símamynd Reuter
við Sýrlendinga og Líbani.
Ekki virðist ríkja fullkomin eining
meðal Palestínumanna um sam-
komulag Jórdana og ísraelsmanna.
Háttsettur Palestinumaður lét hafa
eftir sér að hegðun ísraela í þessum
samningaviðræðum væri ógnun við
samkomulag ísraela og Palestínu-
manna. „í samkomulagi okkar var
ákvæði um framtíðarskipulag í Jerú-
salemborg. Þar var talað um að Pal-
estínumenn yrðu hafðir með í ráðum
varðandi framtíð borgarinnar. En í
samkomulagi ísraela og Jórdana er
verið að semja um framtíð Jerúsalem
og um hlutverk Jórdana við gæslu
íslamskra helgidóma í borginni án
okkar þátttöku og það er skýlaust
brot á nýundirrituðum samningi
okkar viðísraela." Reuter
Á norðurhluta Haití láta menn alþjóðadeilur um ráðamenn landsins ekki aftra sér frá því að efna til vúdúhátíðar.
Hér er verið að undirbúa fórnarathöfn þar sem kú verður slátrað. Símamynd Reuter
Ástandið skelíílegt í Rúanda:
Birgðastöðvar gætu bjarg-
að tugþúsundum manna
Warren Christopher, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, varðist allri
gagnrýni varðandi hjálparstarf í Rú-
anda, en Bandaríkjamenn höfðu ver-
ið harðlega gagnrýndir fyrir ómark-
visst og tilgangslaust hjálparstarf.
„Við erum búnir að leggja miklu
meira af mörkum til hjálparstarfs en
nokkur önnur þjóð, sennilega meira
en Evrópa og Japan til samans.
Hvemig er þá hægt að gagnrýna okk-
ur. Við þurfum ekkert að afsaka okk-
ur fyrir öðram þjóðum," sagði Chri-
stopher.
Hann mótmælti því að matvæla-
sendingar hefðu lent á röngum stöð-
um og taldi þær hafa skilað miklum
árangri. Hann sagði jafnframt aö
Bandarikjamenn hefðu mikla
reynslu af þvi að henda matvæla-
sendingum niður úr flugvélum frá
stríðshrjáðum héruöum í Bosníu og
taldi að þær aðferðir hefðu marg-
sannað gUdi sitt.
Franska ríkisstjómin hefrn- bent á
að hjálparstarf myndi gera mest
gagn ef þjóðir heims einbeittu sér að
Ungur piltur frá Rúanda grettir sig vegna óbærilegrar lyktar sem berst frá
stórum haugum af líkum flóttamanna. Símamynd Reuter
því að koma upp birgðastöðvum á og hungri í Goma við landamæri
leið flóttafólks til síns heima. Þær Rúanda í Zaire. Hjálparstarfsmenn
gætu bjargað tugþúsundum manns- hafa ekki undan aö grafa líkin, enda
lífa. Ástandið hjá flóttamönnum er ernánastenginnhentugurjarðvegur
skelfilegt. Áætlað er að 14.000 hafi til greftrunar. Reuter
látið lífið nú þegar úr sjúkdómum
O.J. Simpson. Simamynd Reuter
Hæsti maður
Perú gengur
aðeigasmá-
vaxna konu
Eiginkona hávaxnasta manns-
ins í Perú nær honum ekki nema
upp í mitti. Hann er 223 sentí-
metrar á hæð en hún aðeins 144
sentímetrar. Þau gengu í það heil-
aga um helgina.
Skötuhjúin heita Margarito
Machacuay og Marlene Ramos.
„Ég er komin tvo mánuði á leið
og læknamir segja að bamið sé
vel skapað," sagði Ramos geisl-
andi af hamingju við fréttamenn
sem komu til að fylgjast með at-
höfninni í frumskógarbænum
TÍngoMaria. Reuter
Saksóknari í
máli Simp-
sons má gera
DNA-próf
Dómari í Los Angeles úrskurð-
aði í gær að saksóknari í máh
ruðningskappans O.J. Simpsons
gæti hafið DNA-prófanir á blóð-
sýnum og sagði að tveir sérfræð-
ingar verjandans mættu fylgjast
með.
Áður en til úrskurðar dómar-
ans kom höfðu saksóknari og
verjandi átt í orðaskaki og slegið
um sig með vísindaheitum sem
dórnari sagðist ekki skilja. Höfðu
sumir á orði að háskólapróf í líf-
fræði hefði verið nauðsynlegt til
að ná því sem fram fór.
Simpson lýsti sig hundrað pró-
sent saklausan þegar mál hans
var dómtekið á fóstudag.