Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1994, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1994, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1994 Fólk í fréttum Guðmundur Karlsson Guðmundur Karlsson, íþróttafræð- ingur og kaupmaður, Brattholti 1, Hafnarfirði, bætti íslandsmet sitt í sleggjukasti á meistaramóti íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór í Laugardalnum um helgina. Starfsferill Guðmundur fæddist í Reykjavík 5.1.1964 en ólst upp í Hafnarfirði að undanskildum tveimur árum, 1966-68, er hann átti heima í Stykk- ishólmi. Hann lauk stúdentsprófi frá Flensborg, stundaði nám við íþróttaháskólann í Köln og lauk þaðan prófum sem íþróttafræðingur 1989. Guömundur var landsliðsþjálfari í frjálsum íþróttum 1988-90, fram- kvæmdastjóri Frjálsíþróttasam- bands íslands 1990, ritstjóri tíma- ritsins Þroskahjálpar 1990-92 en stofnaði þá ásamt tveimur systkin- um sínum verslunina Fjölsport sem hann starfrækir enn. Guðmundur gekk ungur í FH, æfði og keppti í knattspyrnu og hand- bolta á unglingsárunum með félag- inu og hóf að æfa þar frjálsar íþrótt- ir er hann var þrettán ára. Þá spil- aði hann handbolta með Longerich og ASV Köln i Þýskalandi á námsár- unum. Guðmundur setti íslandsmet pilta og sveina í spjótkasti, kúlu- varpi og kringlukasti og varð ís- landsmeistari í hundrað metra hlaupipilta. Fjölskylda Eiginkona Guðmundar er Björg Gilsdóttir, f. 29.6.1963, húsmóðir. Hún er dóttir Gils Stefánssonar, for- stöðumanns um fasteignir á vegum heilbrigðisráðuneytisins, ogRagn- hildar Rósu Héðinsdóttur, starfs- mannshjáFH. Börn Guðmundar og Bjargar eru Ragnhildur Rósa, f. 20.7.1984, Arn- heiður, f. 27.9.1989; Heiðdís Rún, f. 11.8.1992. Hálfbróðir Guðmundar, samfeðra, er Magnús Einarsson, f. 1941, bóka- safnsfræðingur í Ottawa í Kanada. Alsystkini Guðmundar eru Sigríð- ur, f. 24.8.1945, skólaritari við Iðn- skólann í Hafnarfirði; Þorvaldur, f. 22.12.1947, starfsmaður hjá Ný- herja, búsettur í Hafnarfirði; Karit- as, f. 19.7.1951, húsmóðir í Hafnar- firði; Júlíus, f. 11.12.1954, verkfræð- inguríHafnarfirði. Foreldrar Guðmundar: Einar Karl Magnússon, f. 7.11.1921, d. 25.12. 1972, skipstjóri í Hafnarfirði, og Ólína Sigríður Júlíusdóttir, f. 13.7. 1924, húsmóðir. Ætt Einar Karl var sonur Magnúsar, að Brunnastöðum á Vatnsleysu- strönd, Einarssonar, b. á Bjarna- stööum á Álftanesi, Magnússonar, hreppstjóra þar, Oddssonar, b. í Gestshúsum, Ámasonar. Móðir Magnúsar var Rósa Karitas Gísla- dóttir, sjómanns í Brekkubúð, Ámasonar og Margrétar Eyjólfs- dóttur frá Brekkufiöt, Eyjólfssonar. Móðir Einars Karls var Guðbjörg, systir Þorbjargar, ömmu læknanna Kjartans Birgis, Ingvars Ernis og Kristjönu Sigrúnar Kjartcmsbarna. Guðbjörg var dóttir Guðmundar, b. í Marteinstungu, Þórðarsonar, bróður Ólafs í Sumarliðabæ, fóður Jóns, alþm. og bankastjóra, og Boga yfirkennara við MR. Móðir Guð- bjargar var Ragnheiður Vilhjálms- dóttir frá Kirkjuvogi, bróður Guð- mundar, alþm. í Landakoti á Vatns- leysuströnd, Brandssonar, skipa- smiðs og skálds í Kirkjuvogi, Guð- mundssonar, b. á Víkingslæk, Brandssonar, b. á Felli, Bjarnason- ar, ættföður Víkingslækjarættar- innar, Halldórssonar. Ólína Sigríður er dóttir Júlíusar, skipstjóraí Dýrafirði, Guðmunds- sonar, b. í Brekku í Dýrafirði, Jens- Guðmundur Karlsson. sonar, b. þar, Guðmundssonar, b. þar, Gíslasonar af Vigurætt. Móðir Júlíusar var Jónína Jónsdóttir, b. í Kotsnúpi, Ólafssonar, og Þórdísar Egilsdóttur. Móðir Ólínu Sigríðar var Sigríður Jónsdóttir, b. á Granda í Dýrafirði, Guðmundssonar og Ólínu Sigríðar Bjarnardóttur, systur Hjartar, lang- afa Ólafs Ragnars Grímssonar, alþm og formanns Alþýðubandalagsins. Afmæli Þorgeir Guð- jón Jónsson Þorgeir Guðjón Jónsson, fyrrv. sjó- maöur, Austurvegi 52, Seyðisfirði, erfertugurídag. Starfsferill Þorgeir fæddist á Sólbakka á Seyð- isfirði og ólst þar upp. Hann lauk þar bamaskólanámi en fór á sjóinn fimmtán ára og stundaði síöan sjó- mennsku allan sinn starfsferil. Þorgeir var fyrst á Seyðisfjarðar- bátum og togumm til 1980, stundaði síðan sjómennsku í Vestmannaeyj- um í fimm ár, fyrst á bátum 1982 og 1983, síðan á Klakki VE1984, á Vestmannaey VE- 541985-87, var síðan í Reykjavík í eitt ár en fór aft- ur til Seyðisfjarðar þar sem hann stundaði sjómennsku til 1990. Fjölskylda Systkini Þorgeirs Guðjóns em Margrét Jónsdóttir, f. 25.6.1952, bú- sett í Reykjavík, en maður hennar er Árni Kristinn og eiga þau sitt bamið hvort; Páll S. Jónsson, f. 7.8. 1955, búettur í Danmörku og á hann þrjá syni; Jónas P. Jónsson, f. 7.8. Þorgeir Guðjón Jónsson. 1955, stýrimaður á Seyðisfirði, og á hann þrjú böm; Kristján Jónsson, f. 12.8.1963, rafvirki á Seyðisfirði, og á hann tvo syni; Unnur Jónsdótt- ir, f. 12.11.1966, búsett í Reykjavík. Foreldrar Þorgeirs em Jón Krist- inn Pálsson, f. 21.10.1930, útgerðar- maður á Seyðisfirði, og Helga Þor- geirsdóttir, f. 19.4.1935, húsmóðir. Þorgeir Guðjón verður að heiman áafmælisdaginn. DV ÞorbjörgM. Jónsdóttir, Hrafnistu viö Kleppsvegí Reykjavík. Þorbjörgtekur ámótigestumí samkomusal C-4 á Hrafnistu í Reykjavík milh kl. 18.00 og 20.00. íkvöld. Sigrún Jónsdóttir, Keldulandi 7, Reykjavik, 85ára SigríðurJónsdóttir, Litlahvammi 5, Húsavík. 80ára Teitur Guðjónsson, Borgarbraut 65, Borgamesi. JónaG.Waage, Fögrusíðu 9 C, Akureyri. 75 ára Daðey Einarsdóttir, Gmndarstíg3, Bolungarvík. Sólveig S. Ólafsdóttir, Aðalgötu 5, Keflavík. Friðrik Glúmsson, Vallakoti, Reykdælahreppi. Guðrún Ólafsdóttir, Kirkjuvegi 11, Keflavík. 70ára Magnús Friðriksson, Fálkagötu 4, Reykjavík. Ragnhild Johanne Röed, Stífluseli 9, Reykjavík. 60 ára Leifur Vilhelmsson, Hofgörðum 7, Seltjarnamesi. Birgir Vilhelmsson, Lokastíg 18, Reykjavík. Sigurjóna Sigurjónsdóttir, Syðra-Langholti 4, Flúðum. Sigurður Gunnarsson, Þingvallastræti 26, Akureyri. Guðrún Sigurbj örg Stefúnsdóttir, Urðarbraut 22, Blönduósi. Fríða Kristin Gísladóttir, Kvistalandi 24, Reykjavík. 50 ára Rikharður Þórarinsson, írabakka 18, Reykjavik. Áshildur Em- iisdóttirfé- lagsráðgjafi, Holtagerði36, Kópavogi. Eiginmaður hennarerÞor- steinn J. Jóns- son, fyrrv. rannsóknarlögreglu- maður. Þau hjónin verða að heiman á af- mælisdaginn. Rafn H. Ingólfsson, Ægisgötu 24, Ólafsfirði. Jón Hákonarson, Torfufelli 29, Reykjavik. Arnór Benediktsson, Hvanná II, Jökuldalshreppi. Gylfi Garðarsson, Hafnarstræti 86 A, Akureyri. Hrafnhildur Kjartansdóttir, Barónsstíg27, Reylgavík. Guðmundur Friðgeirsson, Stórholti 71, Húsavík. 40ára Höskuldur Sveinsson, Drápuhlíö 31, Reykjavik. Erla Þórkatla Bjamadóttir, Smáratúni 46, Keflavik. Rósa María Tryggvadóttir, Grænuhlíð, Eyjafjarðarsveit. Berghildur G. Björgvinsdóttir, Gunnarsstöðum III, Svalbarðs- hreppi. Þóra Hansdóttir, Hjallastræti26, Bolungarvík. Eiríkur Pétursson, Logafold 36, Reykjavík. SólveigB. Steingrímsdóttir, Hraunbæ 102 B, Reykjavik. Eiín Sigríður Jósefsdóttir, Bólstaðarhlíð56, Reykjavík. Auglýsendur, athugið! ///////////////////////////i DV kemur ekki út laugardaginn 30. júlí og mánudaginn 1. ágúst. Stærri auglýsingar í föstudags- og þriðjudagsblöð þurfa að berast fyrir kl. 16 fimmtudaginn 28. júlí. ATH.! Síðasta blað fyrir verslunarmannahelgi kemur út föstudaginn 29. júlí. auglýsingadeild - Þverholti 11 - sími 632700 Sviðsljós Richard Gere: Dýrt spaug Leikarinn Richard Gere varð fyrir hálf vandræðalegri reynslu um dag- inn þegar hann laug í gríni að konu sinni, Cindi Crawford, að hann ætl- aði að fara að æfa póló. Fyrirsætan ætlaði nú að koma eig- inmanni sínum á óvart og keypti handa honum allt sem maður þarfn- ast til að stunda póló og kostaði það tæpa hálfa milljón. Nú sitja hjónin uppi með allan þennan útbúnað en eru þessa stund- ina að leita aö einhveijum góðgerð- arsamtökum sem gætu hugsanlega haft not fyrir hann. Richard Gere hugsar sig tvisvar um áður en hann lýgur að konu sinni næst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.