Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1994, Blaðsíða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1994
Spumingin
Ferðu oft í sund?
Iris Stefánsdóttir: Já, tvisvar til
þrisvar í viku í Kópavogs- og Árbæj-
arlaugina til skiptis.
Jónas Karlsson: Já, ég æföi einu
sinni dýfingar.
Margrét Eiríksdóttir: Ekki oft, svona
stundum.
Gregers Hansen: Á vetuma fer ég oft
meö bömin mín í laugamar í Dan-
mörku.
Anette Kruhöffer: Nei, ekki svo oft.
Mér fmnst ekki gott aö blotna.
Andrea Guðmundsdóttir: Aldrei,
reyndar má ég það ekki.
Lesendur r>v
Það tekur vanan veiðimann um 15-25 mínútur að þreyta 10-15 punda lax eða minni tíma, segir i bréfinu.
Svar til Magnúsar Skarphéðinssonar:
„Sjötímalaxinn“ og
skattar á veiðileyf i
Karl Lúðviksson skrifar:
Ég vil hér f.h. veiðifélaganna „Öng-
ull í rassi og skot í myrkri" svara
Mgnúsi H. Skarphéðinssyni vegna
greinar hans í DV 20. júlí sl. Magnús
talar þar m.a. um aö leggja eigi virð-
isaukaskatt á veiðileyfi og útiloka
þar með að aðrir en hálaunamenn
geti stundað laxveiðar.
Það er alltaf spurning hvort það sé
heilnæmara fyrir líkama og sál að
vera úti í náttúmnni og veiða eða að
horfa upp til himins og skima eftir
lífi á öðrum hnöttum. Fyrir utan
stjómmálamenn og „aðra“ embætt-
ismenn sem Magnús segir að stundi
þetta píningarsport er einnig fjöldi
annarra landsmanna sem stundar
stangaveiðar. Magnús viröist hafa
P.J. skrifar:
Svo segja skýrslur að atvinnuleysi
sé hér en hvort það er raunverulegt
er annað mál. - Þar sem menn taka
tal saman ber oft á góma að fleiri
menn munu vera í tveimur eða fleiri
„störfum“, heldur en þeir sem at-
vinnulausir eru. Ber einkum á þessu
nú um sinn þegar margir eru í sum-
arfríum, svo sem kennarar og fleiri
opinberir starfsmenn sem eru á fost-
G.R.A. skrifar:
Framleiðsla fiskréttaverksmiðj-
unnar Víöis í Garði, sem er að þreifa
fyrir sér með útflutning ásamt því
aö selja til innlendra mötuneyta,
skyndibitastaða og sjúkrahúsa, svo
og til eldhúss Flugleiða fyrir farþega
félagsins, er í raun mikilsverð til-
raun til að sanna að fullvinnsla sjáv-
arafla hér á landi er það sem koma
skal í íslenskri fiskvinnslu. - Guð-
gleymt þessum hópi.
Varðandi skattlagningu á veiðileyfl
þurfa landeigendur og leigutakar
vatnasvæða að borga skatt af þeim
tekjum sem koma inn vegna sölu
veiöileyfa nema um hiunnindi land-
eigenda sé að ræða. Og miðað við þá
upphæð sem talið er að landinn eyði
í veiðileyfi á hveiju ári hljóta skatt-
tekjur ríkisins af veiðileyfum að vera
umtalsverðar. Virðisaukaskattur á
veiðileyfi myndi einungis hækka
veiðileyfin og fæla fólk frá því að
kaupa þau.
Varðandi það sem Magnús kallar
„píningarsport" má spyrja hvort
dýrið er meir pínt um ævina; kjúkl-
ingur í búri eða fiskur í á? - Magnús
talar mikið um „sjötímalaxinn" og
um launum allan ársins hring, en
njóta óeðlilega langra fría. Þessir
menn reyna að koma sér í vinnu í
fríum sínum þótt áhtamál sé hvort
það sé heiðarlegt þegar fjöldi fólks
er atvinnulaus - í besta falh á lágum
bótum.
Þannig verður þetta fólk á tvöfold-
um launum a.m.k. og það jafnvel hjá
ríki og bæjum. En þessi fyrirtæki eru
svo að berjast við að búa til vinnu
mundur heitinn, útgerðarmaður á
Rafnkelsstöðum í Garði, heföi áreið-
anlega verið ánægður með fram-
vindu mála en sonur hans stendur
nú fyrir framkvæmdum þessum.
Framleiðslan undir vörumerkinu
Frostmar fer nú til um 125 fyrirtækja
og útflutningur til Evrópu er í sjón-
máh ef aht kemur heim og saman.
Framleiðsla hér á landi á hálfunnum
tilbúnum fiskréttum er einmitt það
virðist hafa hann að viðmiðun um
alla laxa sem landað er. Honum til
fróðleiks bendi ég á að það tekur
vanan veiðimann um 15-25 mínútur
að þreyta 10-15 punda lax og í flestum
tilvikum minni tima.
Allt þetta tal Magnúsar um „pín-
ingu“ þeirra dýra sem eru veidd eða
skotin á íslandi er orðið frekar þreytt
og er ahs ekki að kvelja vitund nokk-
urs sem gerir sér grein fyrir því að
í okkar þjóðfélagi þurfum við að
fórna öðrum dýrum til þess að kom-
ast af sjálf og nýta fugla og fiskistofna
á og við landið með skynsemi eins
og gert er. - Magnús minn - hugsa
fyrst, skrifa svo!
handa atvinnulausu fólki eða að
greiöa því bætumar. - Þar fyrir utan
kemur svo annað til, sem er þó ekk-
ert aukaatriði í þessum málum, það
er að fjöldi manns er á óeðhlega
háum launum og eftirlaunum sömu-
leiöis skammarlega háum.
En hvað um aht nefnda- og starfs-
hópafarganið? - Er þetta kannski
eitthvað sem kemur Alþýðusam-
bandi íslands ekkert viö?
sem koma skal. Fullbúnir réttir úr
fiski eru þó það sem kanna þarf í
leiöinni vegna hins vaxandi fjölda
viðskiptavina, bæöi einstaklinga og
mötuneyta, sem óska eftir að fá rétt-
ina frosna en tilbúna beint á borðið
- eftir að þeir hafa verið þíddir.
Við íslendingar erum í raun sú þjóð
í Norðurálfu sem hefur bestu mögu-
leika th að framleiða fiskrétti úr
besta fáanlega hráefni sem kemur
úr köldum og hreinum sjónum. Þetta
er mikhvægt í markaðssetningunni
og á að sýna á umbúöunum. Og það
eru óteljandi réttir sem framleiða
má, allt frá saltfiskréttum th forrétta
og máltíða úr laxi og shungi. - Og
hvers vegna ætti sífellt að þurfa að
flytja fiskinn út sem hráefni eða
kælda geymsluvöru? Jú, ástæðan th
þessa hefur verið þekkingarskortur
og jafnframt tækjaskortur til að
koma vinnslunni í gang. Þessi þekk-
ing er fyrir hendi í flestum löndum
en fé hefur skort th að kaupa hana.
- Með fríverslunarsamningi við önn-
ur lönd, en þó einkanlega Bandarík-
in, myndast ótal möguleikar á að
semja um hvort tveggja.
RikiðogSIS-Húsið
Gunnlaugur skrifar:
Er það eitthvað fréttnæmt þótt
einhveijar hæðir í SÍS-húsinu við
Kirkjusand séu óseldar? Jú, þaö
telur eitt dagblaöanna (þó ekki
DV), birtir mynd af húsinu og
leyfir framkvæmdastjóra Sam-
vinnulífeyrissjóðsins að auglýsa
húsið óbeint. Kemur fram að
honum finnst að ríkið eigi að
kaupa þama hlut, td. fyrir
Tryggingastofnunina. Þetta á rík-
ið auðvítað ekki að hlusta á. Rík-
ið á ekkert með að bjarga Sam-
bandinu frekai- en orðið er. - Úr
því Samvinnusjóðurinn þarf ekki
að örvænta, samkvæmt fréttinni,
þarf ríkið ekki að vera að velta
SÍS-húsinu fyrir sér á nokkurn
liátt.
Ktúðurí
lyfjarannsókn
Pétur Sig. hringdi:
Svakalegt klúður er þetta orðið
í rannsókninni vegna gæðingsins
Gýmis sem var aflifaður að af-
stöðnu landsmóti hestamanna.
Orðrómur gekk um að hestinum
hefði verið gefið örvandi lyf fyrir
keppni. Þegar hann svo slasast
er honum gefiö deyfilyf og síðan
aflifaöur. Th hvers þurfti að gefa
deyfilyf ef aflifa átti hestinn? Og
svo átti aö rannsaka hvort hest-
urirrn liefði verið á örvandi lyfj-
um!! Klúður, klúður, klúður -
eins og alltaf í svona málum hér.
LjósleiðarakapaUlnn:
Upphlaup
útafengu
Kristján Sigurðsson hringdi:
Það vantaði ekki upphlaupiö
hjá nokkrum útgerðarmönnum
og talsmanni þeirra vegna legu
ljósleiðarakapalsins margnefnda
sunnan Vestmannaeyja. Auðvit-
að sprungu mótmælendur á
limminu, þaðtóku fáir undir með
þeim. Átti kannski að hætta við
lagninguna? Dettur einhverjum í
hug að blálöngumið séu verð-
mætari en lega kapalsins? Auð-
vitaö verður kapallinn aldrei
færður þótt svo sé látið í veðri
vaka nú th að sefa grátkór nokk-
urra útgeröarmanna. - Það væri
nú líka vitið!
Sóðaleg umgengni
iðnaðarmanna
Rannveig hringdi:
Ég vil taka undir lesendabréf
sem birtist í DV í dag (fóstud. 2.
júlí) þar sem fjallaö er um fúsk í
gluggaviðgerðum. Ég hef líka
orðið fyrir því að þegar skipt var
um glugga var ekki tekiö mið af
karminum sjálfum sem var reynt
að tjasla í en stingur ahtaf í stúf
við nýsmíðina. - En annað og
ekki betra fylgir viögerðum, það
er slæm umgengni og frágangur
flestra iðnaðarmanna að loknu
dagsverki, hefilspænir og kítti út
um allt. Auðvitað eiga þeir að sjá
um þá hlið mála, það er a.m.k.
viðtekin vengja hjá erlendum fag-
mönnum.
Hverfisgata lengi
óökufær
Ronni hringdi:
Ég veit ekki hvort nokkur hefur
kvartað vegna óviðundandi
ástands á Hverfisgötunni sem
akstursleiö. Ég geri það hér með.
Gatan er búin að vera óökufær
lengi, í 10 daga hið minnsta.
Þarna er verið aö fræsa upp eins
og víðar í borginni, skarpar brún-
ir eyðileggja dekkin og hlfært er
að aka eftir upphleyptum gárun-
um. Hvemig stendur á þvi að
ekki er malbikað strax að viðgerö
lokinni? Þetta ætti að haldast i
hendur. - Að svo miklu leyti auð-
vitaö sem þessar viögeröir allar
eru þá nauðsynlegar en ekki at-
vinnubótavinna!
Vaxandi ettirspurn er ettir tilbúnum réttum. Fiskréttir eru þáttur íslendinga.
Atvinnuleysi og Alþýðusambandid
Framtíö fiskvinnslu á Islandi:
Felsf í framleiðslu tilbúinna rétta