Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1994, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1994, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1994 Neytendur Eiríkur Sigurðsson, eigandi 10-11 verslananna: Samkeppni aldrei meiri en færri um hana - leggur áherslu á afgreiðslutíma, hagstættvöruverð og hreinlæti Áskriftargetraun DV: Kom þægilega áóvart Enn á ný er dregið í áskriftarget- raun DV og í þetta sinn er það Hauk- ur Björnsson sem hlýtur 30 þúsund króna úttekt hjá 10-11. „Þetta kemur þægilega á óvart. Við erum nú eiginlega bara oröin tvö í heimili hjónin því ungarnir eru flognir úr hreiðrinu. Ég er ekki alveg klár á því hvar konan hefur verslað en líst vel á þessa úttekt hjá þeim í 10-11,“ segir Haukur Bjömsson, áskrifandi að DV til fjölda ára. Haldið verður áfram að draga út vinningshafa úr hópi skuldlausra áskrifenda DV. Eirikur Sigurðsson hóf kaupmennsku sina í fjölskyldufyrirtækinu Viði en á nú og rekur 10-11 verslanirnar. Þær verða bráðum fimm talsins og hefur viðskiptavinahópurinn aldrei verið stærri. DV-mynd GVA játti Eirikur því. „Jú, samkeppnin hefur aukist gífurlega og þetta hefur færst yfir á færri hendur, sem ég tel mjög hættulegt. Kosturinn við 10-11 er að við vinnum með innlendum birgjum í landinu og erum að versla við mjög marga aðila. Þeir aðilar sem viö keppum við eru hins vegar að reyna að gera allt sjálfir sem þýðir um leið að það fer á færri hendur, bæði framleiðsla, innflutningur og sala. Ef einn aðih verður þaö stór að hann bæði einokar framleiðslu, inn- flutning og smásölu þýðir það að hann stjórnar markaðinum. Viö sjáum t.d. þróunina nú þegar Hagkaup er að eignast gosdrykkja- verksmiðju. Ég tel þetta mjög hættu- lega þróun fyrir svona lítið land. Hagkaup er vissulega stór og verðug- ur keppinautur og það er gaman að takast á við það, en á sama tíma erf- itt. Það þarf að vera ákveðið jafn- vægi á markaðinum og það þarf að vera dreifðari samkeppni. Það væri t.d. gott ef nýir aðilar kæmu inn eða fleiri aðilar yrðu sterkari," sagði Ei- ríkur. Vari skráir reiðhjól í tilefni umfiöhunar DV um reið- hjólaþjófnað vilja forráöamenn Öryggisþjónustunnar Vara ítreka að þar sé boðið upp á ókeypis skráningu á reiöhjólum þannig að ef reiðhjól týnist eða því er stohð er auðvelt að koma því til skráðs eiganda þegar og ef það finnst. Skráningin fer fram á höfuð- stöðvum Vara hf. að Þóroddsstöð- um við Skógarhlíö, hjá Vara-örygg- isvörum í Skipholti 7 og hjá slökkvitækjaþjónustu Vara að Smiöjuvegi 72a. ts33 |;V.7AtV Haukur Björnsson með ávísun aö 30 þúsund króna úttekt hjá 10-11. „Okkar keppikefli er bara að selja vörur. Við framleiðum ekki og flytj- um ekkert inn sjálf sem þýðir að við vinnum bara með innlendum birgj- um. Ég legg rosalega mikið upp úr einfaldleika. Viö notum ekki þetta vöruvíxlakerfi sem almennt tíðkast í þessum bransa heldur greiðum vör- urnar mjög fljótt sem þýðir að hring- rásin er hröð. Við keyrum á 2500 vörutegundum sem eru bara þær vörur sem fólkið vantar. Það er ekki mikið af umframfreistingum og því ekki verið að selja viðskiptavinunum neinn óþarfa," sagði Eirikur Sigurðs- son, eigandi 10-11 verslananna, í samtali við DV en verslunarkeðjan opnar fimmtu verslun sína í Hafnar- firði þann 10. nóvember næstkom- andi og fiölgun viðskiptavina hefur aldrei verið meiri en á þessu ári, eða 25%. Fyrsta verslunin í Engihjalla Eiríkur, sem rak verslunina Víði í gamla daga, opnaði fyrstu verslun sína í Engihjalla þann 10.11. fyrir þremur árum. Nú eru þær fiórar og starfsmennirnir 40 talsins. Hver verslun er frekar lítil og mjög tölvu- vædd. „Við byggjum upp á kerfi sem er ekki ólíkt Bónus-hugsuninni en á aht öðru sviði miðað við afgreiðslu- tima, vöruval og ferskleika. Alveg frá byrjun var hugsunin sú að byggja 10-11 upp sem keðjuverslun. Það hefur vissa kosti í for með sér varð- andi innkaupakerfið, þ.e. þú nærð betri innkaupum og þ.a.l. betra út- söluverði. í dag er fyrirtækið rekið með mjög htilli yfirbyggingu og mik- ið lagt upp úr góðu og ábyrgu starfs- fólki,“ sagði Eiríkur. Ódýrari en Hagkaup Hann sagði lága verðstefnu, hrein- læti og langan afgreiðslutíma verða að fylgjast að. „Ég hef sagt aö verð- stefna 10-11 sé að vera ekki dýrari en stærsti aðilinn á matvörumarkað- inum, þ.e. Hagkaup, og mér finnst við hafa staðið okkur vel í því. Síöan veröur maður bara að gera enn bet- ur. Þetta byggist m.a. á því að fylgj- ast grannt með verðlagi á markaðin- um og standa sig í samkeppninni, vera á varðbergi bæði fyrir okkur sjálfa og neytandann." Hættuleg þróun Aðspurður hvort ekki hefði orðið mikh breyting á rekstrinum sl. 10 ár -----7—■----------------- Islenskir tómatar H Hæsta □ Næst □ Lægsta lægsta Garöa- kauP ftif Bónus 65l Verslanir í könnuninni Hagkaup(139) Bónus(65) Fjaröarkaup (98) Garöakaup (198) Nóatún (98) 10-11 (68) Kjöt og fiskur (84) -- BS3J 10-11 DV Borginbjóði úttrjá- plöntukaup Samkeppnisráð hefur mælst til þess aö Reykjavíkurborg efni til útboða í samræmi viö almennar útboðsreglur sem borgin starfar eftir við kaup á vörum og þjón- ustu þegar hún eða stofnanir hennar kaupa trjáplöntur. Þetta kemur fram í fréttabréfi Sam- keppnisstofnunar og er gert með hliðsjón af samkeppnisaðstæðum á markaönum og samskiptum borgarinnar og Skógræktarfélags Reykjavíkur. Einnig mæhst Samkeppnisráð til þess að fiárhagur þeirrar starf- semi Skógræktarfélagsins og Skógræktar ríkisins sem er í samkeppni við einkareknar gróðrarstöðvar veröi aðskihnn frá annarri starfsemi þeirra svo að ekki sé hægt að niðurgreiða þá starfsemi sem er í samkeppni við aöra starfsemi. Beinþynning ungra stúlkna Óttast er að þær unglingsstúlk- ur sem nú sitja löngum stundum fyrir framan myndbandstækin og sötra kók, í stað þess að vera úti að leika sér og boröa mjóikurmat sér til uppbyggingar, séu bein- þynningarsjúklingar framtíðar- innar. Þetta kemur fram í frétta- bréfi Mjólkursamsölunnar þar sem vitnað er í Ingvar Teitsson, sérfr æðing í gigtarsjúkdómum og lyflækningum við Fjórðungs- sjúkrahúsiö á Akureyri, en hann stjórnar rannsókn sem stendur yfir th að meta beinþéttni og nið- urbrotshraða beina hjá 100 norö- lenskum konum um tiðahvörf. í fréttabréfinu segir aö vanda- máhð sé þeim mun erfiðara eftir því sem bein kvenna séu við- kvæmari á breytingarskeiöinu en styrkleiki þeirra fer eftir kalk- neyslu og áreynslu á beinin. Að sögn Ingvars tengist bein- þynning þvi að konur missa kvenhormóniö östrogen. Þaö ger- ist eftir að konur hætta aö hafa á klæðum, yfirleitt um fimmtugt. Flestar konur tapa töluverðum hluta af beinstyrk sinum á þeim tíraa en þaö fer eftir styrkleika beinsins við upphaf breytingar- „skeiðsins og Qeiri þáttum hvað beinþynningin verður alvarlegt vandamál. Erlendis er tahð að u.þ.b. fióröa hver kona fái á efri árum slæma beinþynningu sem leitt getur til beinbrota. Verslaniropn- aðarvið Holtagarða Senn líður að formlegri opnun í gamla Miklagarði en þar ætla Bónus, Rúmfatalagerinn, IKEA og ÁTVR að hafa aðsetur um ókomna framtíð. Fyrirhugaö er að opna verslanimar með pomp ogpraktþann 18. ágústnæstkom- andi en eins og flestir vita hefur ÁTVR þegar veriö starfrækt þar um tima. Að sögn Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar hjá Bónusi verður Bón- usverslunin í Holtagörðum meö svolítið nýju sniöi því fyrir utan matvöruna verður einnig boðiö upp á fatnað og búsáhöld. „Viö fórum hægt af staö hvað fatnað- inn snertir og bjóðum í fyrstu einungis upp á hluti eins og sokka og nærfatnað en munum hugsan- lega færa út kvíamar í framtíð- inni.“ IKEA, sem stendur 1 flutning- um þessa dagana, hefur stærstan hluta hússins til afnota, eöa um 11 þúsund fermetra, á meðan Bónus hefur um eitt þúsund fer- metra, Rúmfatalagerinn 8-900 og ÁTVR um 700 fermetra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.