Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1994, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1994, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1994 9 Utlönd 10 óbreyttir borgarar létust 1 hefhdarárás Israela á Líbanon: Árásirnar geta spillt fyrir friðarviðrædum - ísraelar báðust afsökunar á mannfalli óbreyttra borgara flugskeyti okkar villtist af leiö í ann- ars-árangursríkri hefndarárás okkar á hryðjuverkamenn Hizbollah hreyf- ingarinnar. Það er alls ekki ætlan okkar að hefndaraðgerðir komi nið- ur á almennum borgurum og við biðjumst afsökunar á afleiðingun- um,“ segir í yfirlýsingu frá ísraelska hernum. Herinn lætur fara fram rannsókn á því hvað fór úrskeiðis í árásinni. Afsökunarbeiðni ísraela kom nokk- uð á óvart því þeir biðjast mjög sjald- an afsökunar á hefndaraðgerðum sínum gegn hryðjuverkamönnum. Reuter Tíu óbreyttir borgarar létust í loftárás ísraelsmanna í Suður-Líban- on í gær. ísraelsmenn báðust afsök- unar á því að hafa orðið óbreyttum borgurum að bana í árásinni en búist er viö hefndaraðgerðum vegna árás- anna. ísraelar höfðu áður hótað hefndaraðgerðum vegna árása Hiz- bollahskæruliða og sprengjuárása á ísraela í Buenos Aires og London á síðustu vikum. Talið er að þessi árás ísraelsmanna geti spillt fyrir friðarviðræðum ísra- ela við nágranna sína. Warren Chri- stopher, utanríksráðherra Banda- ríkjanna, er að hefja för um Mið- Austurlönd í þeirri viðleitni að koma á friðarviðræðum milh ísraels- manna og Sýrlendinga. Flugskeyti frá ísraelskri herflugvél eyðilagði tveggja hæða hús og versl- un í þorpinu Deir az-Zahrani í Líban- on og kostaði 4 börn og 6 fullorðna lffið. Áður höfðu herþotur skotið þremur flugskeytum að búðum skæruliða Hizbollahreyfingarinnar 40 km frá höfuðborginni Beirút. Árás ísraela, sú 28. á þessu ári, var sú fyrsta síðan ísraelar hótuðu hefndar- aðgerðum vegna árása Hizbollah skæruhða á ísraelskar hersveitir í suðurhluta landsins í síðustu viku. ísraelar viðurkenndu að árásin á íbúðarhúsið hefði verið mistök. „Eitt slasaðist í árás ísraelsmanna. Tíu óbreyttir borgarar létust i hetndará- rás ísraela á skæruliða Hizbollah I Líbanon. Símamynd Reuter Sjöáradrengur framdi sjálfsmorð Sjö ára gamall drengur fannst i gær látinn með mittisól um háls- inn nærri heimili sínu í Árósum i Danmörku. Lögreglan teiur líklegast að drengurinn hafi svipt sig lffi því óhn var hnýtt um trjágrein og hékk líkið þar í. Ekki er þó tahð útilokaö að drengurinn hafi verið að leik. Likið fannst aöeins um 500 metrum frá heimili drengsins. Drengsins hafði verið leitað undanfarna daga. Ekki er vitað hvað varð til þess að hann framdi sjálfsmorð en máhð hefur valúð óhug í Danmörku enda fátítt aö svo ung börn svipti sig lffi. Sjúkraflug meðfugl Þota var í gær send með særðan kólibrífugl frá Alaska th Kali- forníu. Fuglinn var vængbrotinn og fjaðralaus en var í þvílíku uppáhaldi hjá eiganda sínum að verjandi þótti aö senda hann um langan veg á virt fuglasjúkrahús. Ritzau og Reuter Svölunar leitað í gosbrunni Parísarbúar hafa líkt og annað fólk á meginlandi Evrópu verið að stikna i sumarhitunum undanfarnar vikur. I Paris náði hitinn 35 stigum í gær og leituðu hundruð borgarbúa svölunar i gosbrunnum borgarinnar. Ekki sér enn fyrir endann á hitabylgjunni. Símamynd Reuter Á kvöldin stenst enginn freistinguna Þá hringja flestir í emn+einn 99 18 30 39,90 mín. Kvöldveröartilboö vikuna 5/8 - 11/8 * Bakaður slétthali á sítrusengifersósu * Grísahryggsneið með karrísósu * ísdúett á ensku kremi Kr. 1.950 ^ Borðapantanir í síma 88 99 67 ^ Fallequ brúðarkorsdettin komin aftur í stærðum 34-40, A-B-C oq D skálar, litir hvítt oq húðtitur. Hinir frábæru, vinsælu, fylltu undra brjósta- haldarar komnir aftur. Litir: hvítt, svart oq I ferskju í stærðum 32-38 AogBskálum. Ath. Þær sem koma og versla með úr- j klippuna fá hlátt eóa hvítt sokkahand frítf Verð 5.800 kr. Sími 12211

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.