Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1994, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1994, Qupperneq 12
wm 12 Spumingin Er gott að búa á íslandi? Hugrún Helgadóttir: Alveg æöislegt. Guðný Tryggvadóttir: Já, mjög gott. Sara Leifsdóttir: Ég bý ekkert á ís- landi. Garðar Þorvaldsson: Það er æðislega gott. Hendrik Hermannsson: Alveg ein- stakt. Carolina Nielsen: Það er gott aö vera héma. FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1994 Lesendur Útihátíðir, áfengi og kynlíf unglinga Er verslunarmannahelgin oröin að martröð margra foreldra? Daníel Þorsteinsson skrifar: Ávallt þegar líður að verslunar- mannahelgi rekur taumlaus gróða- hyggja menn út úr skítugum skúma- skotum eigin hugsana til þess að halda stjómiausar útihátíðir. - Frí- helgi verslunarmanna er þannig orð- in að martröð margra foreldra sem þessa helgi missa allt taumhald á börnum sínum. Villt líferni, sem ávallt hefur verið fylgifiskur útihá- tíðanna, lokkar þá unglinga, sem eru vart komnir af bamsaldri, til sín. Forráðamenn útihátíðanna bera þar mikla siðferðislega ábyrgð sem þeir þó telja sig eflaust ekki eiga að bera. - Gróðafíknin rekur þá áfram og allt er leyfilegt svo lokka megi unglingana á „svæðið". En hvers konar helgi er verslunarmannahelg- in hjá þeim unglingum sem hafa áfengi um hönd? Margir foreldrar veigra sér við að hugsa þá hugsun til enda. En bíðum nú við! - Hvað er svo slæmt við útihátíðimar að foreldrar þurfi að skammast sín fyrir það sem þar gerist? Jú, flestar hátíðirnar, þar sem áfengi er haft um hönd, eru ein- ar allsherjar kynlífs- og drykkjuhá- tíðir. Líkast til hefur verslunar- mannahelgin í ár ekki verið nein undantekning. Um þessa helgi hefur því mörg stúlkan líklega orðið fyrir slæmri reynslu, svo og pilturinn. Margur spyr sig eflaust hvort þetta sé eitthvert tiltökumál á tímum frjálslyndis (fjöllyndis) í kynferðis- málum. Ég tel svo vera því að ég veit að margur unglingurinn fer særður bæöi á sál og líkama frá þess- um „hátíðum". Það getur vart talist eðlilegt að fara eitthvað á útihátíð, hitta þar einhveija persónu, eiga við hana skyndikynni (mök) og sjá hana svo aldrei meir. Með tilkomu alnæmis hefur fjöl- lyndið svo einnig leitt margan mann- inn til dauða. Það er því nöturlegt að hér skuli vera átakshópur alnæm- issmitaðra á vegum landlæknisemb- ættisins sem ekki berst gegn lausung unglinga heldur samþykkir ástandið með svokölluðum ,jákvæðum áróðri", þ.e. réttlætir lauslæti ungl- inga bara ef þeir nota smokkinn. Einnig er þaö ámæhsvert að Stíga- mótskonur skuli á forsendum nauðg- ana á útihátíðum boða unglingunum val til kynlífs, strákarnir þurfi bara að vita hvenær „nei“ þýði „nei“ hjá stelpunum. - Að öðru leyti sé kyn- lífsflippið hið besta mál bara ef smokkurinn fylgir jáinu. Stígamótskonur, samtök alnæm- issmitaðra og landlæknisembættið hafa þannig í blóra við vilja margra foreldra hvatt unghnga til kynlífs með smokkagjöfum á útihátíðum. StóðUfsuppUfun íslenskra ung- menna á útihátíðum hefur þannig fengið opinberan réttlætisstimpfl. Já, svona er ísland í dag! Húsbréf með ríkisábyrgð Tryggvi Bjarnason skrifar: Eg skírskota til greinar í DV undir heitinu Húsbréf með ríkisábyrgð. Ég er innilega sammála því að ríkis- ábyrgð verði afnumin vegna þess að það eru þau bréf sem sprengt hafa verðlagskerfið í landinu. Dæmi um það má taka frá árinu 1987 þegar húsbréfin voru sett á markaðinn. í mars 1987 kostaði 3-4 herbergja íbúö, tilbúin undir tréverk, u.þ.b. 1.830 þúsund. Af því fékkst það sem þá var kallað veðdeUdarlán, 740 þúsund. Sama íbúð, sem þá var óseld í sept. sama ár, kostaði 2.360 þúsund. Þetta er 78% hækkun á 6 mánuðum. - Þetta heföi aldrei orðið ef húsbréf væru afgreidd í viðskiptabanka hvers og eins. Enn eitt dæmi frá árinu 1993. - Það er um 4 herb. íbúð í eldri blokk, guU- faUeg og vel hönnuð. Ásett verð er 6.500 þúsund. Þar af 2.300 þúsund í húsbréfum. Sams konar íbúö, sama staðsetning innan blokkar (en í ann- arri blokk), var verðlögð á 8.300 - 8.500 þúsund, þar af 5.200 þúsund í húsbréfum. Lítið var lagt í þá íbúð og ef miðað er við fyrra íbúðarverð ætti sú síðarnefnda aö kosta 5.800 - 6.100 þúsund. Hvað gerir þennan mikla mismun tU hækkunar? - Kannski nýbreytnin sé vegna EES? Ónýtir vegir eru líka mannleg mistök Bilveltan á þjóðvegi eitt, á Vatnsskarði við Bólstaöarhlíðarbrekkuna. Guðm. Gunnarsson skrifar: Vegagerð ríkisins hefur alltaf verið dáUtið undarlegt fyrirbæri. Ég man aldrei eftir því að sú stofnun hafi nokkru sinni borið viö að taka á sig mistök eða segja verk sín öðru vísi en til fyrirmyndar, sama um hvaða vegarkafla rætt er. - Núna var tU umræðu kaflaskrattinn við Bólstað- arhlíð þar sem rútubflUnn valt sl. laugardagsmorgun. Nú ætla ég á engan hátt að fara að deUa um það við Vegagerð ríkisins hvort bflveltan slæma var að kenna vegarkantinum, sem ég tel þó að lát- ið hafi undan, eða hvort hér sé um mannleg mistök að ræða hjá öku- manni rútunnar. Hvort tveggja hefur oftar en ekki valdið slysi. Hitt vU ég segja að hafi vegarkanturinn látið uridan er þar líka um mannleg mis- tök að ræða. - Eöa á ekki kantur þjóðvegar að vera jafn styrkur og vegurinn sjálfur? Ég hefði haldið það. Jafnvel styrkari. Á einum stað í frétt um máUð segir einn verkstjóri Vegargerðar rUdsins, orðrétt: „Ég held að þarna hafi bara orðiö mannleg mistök. Hann (þ.e. bflstjórinn; innskot mitt) hefur ekki varað sig á því hvað hann var kom- inn utarlega sem sést á fórunum þeg- ar hann er kominn 4 tommur ofan í kantinn áöur en hann veltur." Ef rétt er hjá talsmanni Vegagerðar rík- isins að rútan hafl verið komin 4 tommur ofan í vegkantinn þá er sá kantur ekki traustur. Sem sé, mann- leg mistök í vegagerð Og að setja fram sem rök: „Auk þess sem þetta er þjóðvegur eitt og þarna fara á annað þúsund bílar á dag...“ - Það gefur veginum engan sérstakan gæðastimpfl þótt vegurinn sé þjóðvegur eitt. Á þann veg aUan er ekki enn konúð bundiö sUtlag. Á meðan er afgangurinn ekki annað en óvegur með öUum sínum mannlegu mistökum sem þar er að fmna. Ágúst Guðmundsson hringdi: I DV-grein 2. ágúst sl. fullyrti Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, alþm. Kvennalistans, að hver Vestíirðingur hefði árum saman )agt tífalt meiri gjaldeyristekjur til þjóðarbúsins en hver Reykvík- ingur. Mér dettur ekki í hug að þessi fullyrðing þíngmannsins standist. Þaö eru fleiri en Vest- firðingar sem með lífsbaráttu sinni aíla þjóöarbúinu mikUla tekna. - Ég er undrandi ef ein- hver þingmanna Reykvíkinga svarar ekki þessari fuUyrðingu Jónu Valgerðar, fuUyrðingu sem ég vil meina að sé fleipur eitt AfstaöantilESB: vexásmegin Sigurður Jóhannesson skrifar. Það er einkar eftirtektarvert hvernig afstaða margra þing- manna hefur breyst í afstöðunni tfl ESB. Eftir að Davíö Oddsson forsætisráðherra hefur tekiö skýra afstöðu gegn umsókn að ESB að sinni bregður svo viö að mörgum þingmönnum vex ás- megin vegna afstöðu forsætisráð- herra og lýsa nú yfir hver eftir annan að þeir séu alfarið á móti aðild aö ESB. Þetta á ekki síst við þingmenn sjálfstæðismanna og suma kratana )Um (reyndar að- eins þá sem er sama þótt þeir stuði formann sinn úr því sem komíð er). bíla-eða engan örn hringdi: Lagasetningar hjá okkur ís- lendingum eru stundum ansi gloppóttar. Hvernig datt mönn- um í hug að skylda ökumenn lít- iUa fólksbila til að nota öryggis- belti á meöan heflu rúturnar þurfa ekki á þeirn að halda? Eða þá leigubílstjóramir sem eru undanþegnir notkun öryggis- belta - og að sögn vegna hættu á að farþegi í aftursæti nái hálstaki á bflstjóranum í akstri!!! Svona lagasetningar ganga ekki neins staðar tU lengdar. Ekki einu sinni á íslandi. Annaðhvort verður ör- yggisbeltanotkun lögleidd í aUa bfla eða engan. Atli hringdi: Haflnn er undirbúningur ; stjómmálaflokkanna fyrir haust- kosningar. Og um leið líta menn gjarnan til prófkjöranna vinsælu. Einhver kökkur virðist samt kominn í háls þeirra sem inntir eru eftir þeim. Ekki mun vænk- ast hagur Alþýðuflokksins við aö sleppa prófkjöri. Tímaskortur er ekki nein afsökun lengur. Ávinn- ingur Sjálfstæöisflokksins hefur ávaUt verið fólginn aö hluta tU í prófkjöri svo ekki lætur maður sér detta í hug að prófkjör verði sniðgengin þar á bæ. Skólavörðustíg Jóhann Jóhannsson hringdi: Rétt fyrir kl. 18 sl. fimmtudag var ég á leiö niður Skólavöröustíg á reiðhjóli. Við gatnamót Klapp- arstigs ók ljósblá bifreiö (af Honda-gerð aö ég tel) utan í mig þannig að ég féll á gangstéttina. Hjón voru í bifreiðinni og stans- aöi ökumaöur. Hann spurði hvort ég hefði slasast Ég kvaö nei við og hélt áfram, sem og bifreiöín. Síðarkom í ljós aö ég hafði meiðst talsvert. Ég þyrfti því að ná tali afökumanni bílsins og bið hann hafa samband við mig í síma 11396. : -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.