Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1994, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1994, Page 17
FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1994 25 Iþróttir nna gegn FH i gær ásamt varamönnum liðsins. DV-mynd GS afasóttsex ar FH-inga baráttunni á heimavelli gegn Val, 0-1 sigra en FH-ingarnir. Undir lokin mun- aöi þó minnstu að FH jafnaði en Lárus, markvörður Vals, bjargaði í tvígang mjög vel. Fyrst varði hann glæsilega þrumuskot frá Ólafi Kristjánssyni og síðan skot frá Atla Einarssyni af stuttu færi. „Þetta var nánast endurtekning frá fyrri leiknum við Val. Eftir góða byijun var eins og blaðran spryngi í leik okk- ar. Við vorum algjörlega andlausir og það er hlutur sem maður átti ekki von á miðað við stöðu okkar í toppbaráttu deildarinnar," sagði Ólafur Kristjáns- son, fyrirliði FH, mjög vonskvikinn eft- ir leikinn. Einhver doði virtist ríkja í liði FH- inga í þessuni leik og spurning hvort leikmenn hðsins hafi ekki verið með hugann við Evrópuleikinn í næstu viku. Boltinn rúhaöi ágætlega á milli manna en allan brodd skorti í leik Uðs- ins ásamt því að baráttan var ekki fyrir hendi. Vaismenn virðast vera að rétta úr kútnum eftir slakt gengi lengst af móts. í þessum leik höfðu þeir baráttuna og viljann umfram FH-ingana ásamt því að aftasta varnarlína þeirra lék mjög vel og yfirvegað. Akranes....12 8 3 1 22-5 27 FH.........12 6 3 3 11-7 21 Keflavík...12 4 7 1 22-14 19 KR.........12 4 4 4 17-10 16 Valur......12 4 4 4 17-20 16 Fram.......11 3 5 3 17-18 14 ÍBV........12 3 5 4 14-16 14 UBK........12 3 2 7 11-26 11 Þór........11 2 4 5 17-21 10 Stjarnan...12 1 5 6 10-22 8 Markahæstir: Bjami Sveinbjörnsson, Þór....9 Mihajlo Bibercic, ÍA;.........9 ÖU Þór Magnússon, ÍBK........8 Sumarliði Amason, ÍBV........7 Ragnar Margeirsson, ÍBK......7 Helgi Sigurösson, Fram.......6 Leifur G. Hafsteinsson, Stjörn.... 6 Tómas Ingi Tómasson, KR........ 5 Davíð Garðarsson, Val..........4 Eiður S. Guðjohnsen, Val.....4 Ríkharður Daöason, Fram......4 Heimir Porca, KR..............4 • 12. umferð 1. deildar lýkur með leik Fram og Þórs á Laugardals- velli á sunnudagskvöld kl. 20. Sprækir „Lundar“ eftir þjóðhátíð - og sigruðu Breiðablik 1-0 Ómar Garðarsson, DV, Eyjum: Frá fyrstu mínútu í leik ÍBV og Breiðabliks í Eyjum í gærkvöldi var ljóst að bæði liðin ætluðu að selja sig dýrt. Leikur Uðanna einkenndist af mikilli baráttu liðanna alveg fram á síðustu mínútu en heilladísirnar voru á bandi Eyjamanna sem skor- uðu eina mark leiksins strax á 5. mínútu. Markið kom eftir stórglæsilegan samleik Zorans Ljubicics og Stein- gríms Jóhannssonar. Zoran lék upp miðjan völUnn og gaf út á hægri kantinn á Steingrím sem gaf síðan á Zoran sem kominn var inn í teig og þurfti þá ekki annað en að pota bolt- anum í netið. Fleiri urðu mörkin ekki en bæði Uðin sóttu ákaft og náðu heimamenn að skapa sér nokkur hættuleg færi. Þótt Breiðabliksmenn næðu að skapa nokkum usla í vörn Eyjamanna runnu langflestar sóknir þeirra út í sandinn. Hættulegasta færi Blika kom á 45. mínútu fyrri hálfleiks er Friðrik Friðriksson náði að blaka boltanum yfir þverslá. Leikurinn var ekki mikið fyrir aug- að og einkenndist af stöðu liðanna í deildinni. BUkar em nú með 11 stig í botnbaráttunni en sýndu að þeir em ekki búnir að segja sitt síðasta orð í deUdinni. Margir Eyjamenn óttast fyrsta leik ÍBV eftir þjóðhátíð en Snorri Rúts- son, þjálfari Uðsins, sagði að sá ótti hefði verið ástæðulaus: „Það var ætlunin að taka þetta temmilega á þjóðhátíðinni og það stóðst eins og fram kom í leiknum. Þetta var dæmi- gerður sex stiga leikur þar sem bæði liðin þurftu nauðsynlega á stigunum þremur að hcdda,“ sagði Snorri Rúts- son. „Þeir áttu ekki neitt skilið í þessum leik“ - sjöunda jafntefli Keflvíkinga gegn KR, 2-2 Ægir Már Karason, DV Suðumesjum: „Þetta var ágætisleikur hjá okkur þangað til rúmar 5 mínútur voru eftir en þá misstum við þetta'niður í jafn- tefli. Þeir áttu ekki neitt skiUð í þess- um leik þar sem þeir spiluðu mjög illa. Þetta var alveg rosalega sárt og grát- legt,“ sagði Tómas Ingi Tómasson, leimmaður KR, eftir jafnteflisleik við Keflavík, 2-2, í 1. deildinni í knatt- spymu í Keflavík í gærkvöldi. KR-ingar voru betri aðilinn í leikn- um en Keflvíkingar voru ekki til stór- afreka með spilamennsku sinni þegar komið var inn í vítateig KR en flestir voru á því að KR-ingar væru með unninn leik en þegar rúmar 5 mínútur voru eftir gerðu Keflvíkingar tvö mörk á 3 mínútum og náðu að jafna leikinn og hefðu getað stoUð sigrinum á lokamínútunum en þá var liðið í stórsókn. Möguleikar KR-inga á íslandsmeist- aratitlinum eru nánast úr sögunni þvi að liðið er 11 stigum á eftir ÍA en með sigri hefði sá möguleiki verið fyrir hendi. Aftur á móti eiga Keflvíkingar fræðUega möguleika en verða þó að gera betur en þeir gerðu í þessum leik. Keflvíkingar gerðu sitt 7 jafntefli og Uðið hefur einungis tapaö einum leik en jafteflin hjá liöinu telja lítið. Strax á upphafsmínútunum í síðari hálfleik átti Porca gott færi. Hann reyndi að vippa yflr Ólaf en sá síðari var fljótur aö átta sig. Porca skoraði annað mark KR-inga þegar síðari hálf- leikur var tæplega hálfnaöur. Síðan á lokamínútunum skoruðu Keflvíking- ar tvö mörk, fyrst Ragnar Margeirs- son og síðan Marko Tanasic eftir aukaspymu en Kristján markvörður KR var búinn að standa sig mjög vel í marki þegar hann átti að hirða bolt- ann auðveldlega en missti boltann úr höndunum á sér og í markiö. Áður en Marko skoraði jöfnunarmarkiö voru Keflvíkingar búnir að sækja stíft og átti Marko hörkuskot frá markteigs- horni sem Kristján varði frábærlega. „Ég er sáttur við jafntefli úr því sem komið var. Mér fannst við spila ágæt- lega mestallan leikinn. Þetta sýnir enn eina ferðina að það býr mikill karakt- er í Uðinu," sagði Gunnar Oddsson, fyrirliöi Keflvíkinga. Skagamenn hrukku í gang - léku illa í fyrri hálfleik en blómstruöu í þeim síöari gegn Stjömunni og unnu, 1-4 jón Kristján Sigurðsscm skrifax: Eins og Skagamenn léku í fyrri hálfleiknum gegn Stjörnunni leit ekki út fyrir að þeir myndu hafa sig- ur í Garðabænum. En þvílík breyting á einu liði þegar hðið mætti í síðari hálfleik. Leikur hðsins var eins og svart og hvítt og Stjörnumenn voru í hlutverki áhorfandans. Skagamenn sigraðu í leiknum, 1-4. Eins og fyrri hálfleikur spilaðist voru Stjörnumenn klaufar að skora ekki nema eitt mark. Þeir gátu hæg- lega bætt við að minnsta kosti einu marki til viðbótar og það hefði ekki verið ónýtt að fara með tveggja marka forskot í leikhlé. Akurnesingar léku í einu orði sagt hörmulega iha í fyrri hálfleiknum og undir þeim kringumstæðum áttu Stjörnumenn að nýta sér þann veik- leika andstæðingsins. Það gerðu þeir ekki og því fór sem fór. Etir jöfnunar- mark Bibercic hrukku Akurnesingar í gang og sýndu þær hliðar sem þeir eru hvað þekktastir fyrir. Stjömu- menn áttu þá aldrei möguleika og um leið kom bersýnilega í ljós mun- urinn á neðsta og efsta liðinu. Akurnesingar fóru að leika boltan- um, nýttu vel kantana og þá þarf ekki aö spyrja að leikslokum. Skaga- menn léku Stjörnuna sundur og sam- an á köflum og spurningin var aðeins hversu stór sigurinn yrði. Vegna aukins sóknarþunga Skagamanna bökkuðu Stjörnumenn og ógnunin við mark Skagahðsins varð lítí.1 sem engin. Athyghsverðast við þennan leik var aö sjá snjallt lið leika afspymu- hla í einum hálfleik og fara síðan úr hlutlausum í flmmta gír og gjörsam- lega ganga yfir andstæðinginn. Það varð kannski Akurnesingum th happs að vera ekki að leika gegn sterkara hði í fyrri hálfleik því þá heföu úrslitin trúlega ekki orðið þeim í hag. Stjörnuliðið verður að taka sig saman í andhtinu ef ekki á hla fara. Ahan léttleika vantar í hðið og leik- mann vantar th að reka smiðshöggið á sóknaraðgerðirnar. Leifur Geir fær fáa bolta th að moða úr en er baneitr- aður þegar hann fær boltann á tærn- ar inni í teignum. Ekki má gleyma meiðslum sem nokkrir leikmenn hafa átt við að stríða í sumar og hef- ur þetta ástand óneitanlega komið niður á styrk liðsins. Það fær lítinn stuðning frá áhangendum í bænum og er sárt að sjá hvað bæjarbúar styðja illa við liðið þegar mest á reyn- ir. Ragnar Gíslason var bestur í Stjömuhðinu og einnig komst Goran Micic vel frá leiknum. „Við voru á hælunum í fyrri hálf- leik og sköpuðum okkur ekki eitt ein- asta færi. Við vissum aö við gátum mun meira og tókum okkur saman í andhtinu í síðari hálfleik. í okkar huga koma kom ekkert annað th greina en að fara héðan með þrjú stig,“ sagði Haraldur Ingólfsson, hetja Skagamanna, eftir leikinn við DV. Haraldur átti frábæran síðari hálf- leik og eins var Bibercic mjög sterkur í sókninni. Ekki má gleyma þætti Zorans Mhjkovic í vamarleiknum en sá kappi var hvalreki á fjömr Skaga- manna fyrir íslandsmótið í sumar. Sjálf menntaður golf snillingur - sjá íþróttafréttir eiiinig á næstu síðu jnum i gærkvöldi, sækir hér að Valgeiri DV-mynd GS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.