Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1994, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1994, Side 28
36 Friðrik Sophusson. Fjárlögin „Það er misskilningur ef menn halda að ástæðan fyrir haust- kosningum sé sú að menn komi ekki saman fjárlögum. Það kemst enginn undan því að taka á rík- isfjármálunum," segir Friðrik Sophusson í Morgunblaðinu. Framhaldsskólinn er ekki fyrir alla „Eins og staðan er í dag eru það alger öfugmæli að segja fram- haldsskólann vera fyrir alla því ég tel að hann komi alls ekki til móts við þarfir allra nemenda. Bóknámshefðin er of sterk hér á landi og miklu meiri áherslu þarf Ummæli að leggja á verk- og starfsmennt- un,“ segir Sigríður Anna Þórðar- dóttir, formaður menntastefnu- nefndar, í DV. Ævintýri á útihátíðum „íslendingar hafa alltaf átt erfitt með hátíðarhöld. Séu þau skyn- samlega mótuð kvartar fólk yfir því hvað þau eru leiðinleg. Sé ekki allt skipulag upp á hið besta linnir ekki skömmum á forstöðu- menn. íslendingar vilja ævintýri á útihátíðum. Þeir vilja fá Mjall- hvít og dvergana sjö þótt ein- hverjir þeirra vilji ekkert með Mjallhvíti gera annað en að nauðga henni í svefni," skrifar Indriði G. Þorsteinsson í Press- una. Uppbygging fjölbreytukerfa Arnar Gestsson sérfræðingur, Kerfisverkfræðistofu Verkfræöi- stofnunar HÍ, heldur opinn tyrir- lestur í dag kl. 15.001 stofu 158 í Fundir húsi Verkíræðideildar og raun- visindadeildar við Hjaröarhaga 2-6. Nefnist fyrirlesturinn Upp- bygging fjölbrey tukerfa - afgagn- verkandi stýring fyrir FeSi-ofn og er hann hluti af meistaraprófi Amars frá Verkfræðideild. Almenn skyndihjálp Reykjavikurdeild RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst mánudag- inn 8. ógúst. Kennt verður frá 20-23. Kennsludagar eru fjórir. 8., 9., 15. og 16 ágúst. Námskeiöið telst vera 16 kennslustundir og er haldið í Fákafeni 11 á 2. hæð. Þátttaka er heímil öllum 15 ára og oldri. Þeir sem hafa áhuga á að komast á námskeiðið geta skráð sig í síma 688188. Að nám- skeiðinu loknu fá nemendur skir- teini sem hægt er að fá metið í ýmsum skólum. Sagtvar: Harm fékk mann til hreingem- íngu hússins. Gætum timgunnar Rétt væri: hann fékk mann til hremerningar hússins. Betra væri þó: Hann fékk tnann til að gera húsið hreint. OO Þokubakkar og súld á stöku stað í dag verður hæg vestlæg eða breyti- leg átt. Vestan til á landinu verður Veðrlð í dag skýjað með köflum til landsins að deginum en annars þokubakkar og súld á stöku stað. Um landið austan- vert verður víða léttskýjað, einkum yfir daginn, en annars skýjað og sums staðar þokubakkar og súld. Fremur hlýtt verður í veðri, einkum inn til landsins. Á höfuðborgarsvæð- inu verður hæg vestlæg átt, hætt við lítils háttar súld að næturlagi en skýjað með köflum yfir daginn. Hiti verður á bilinu 9-15 stig. Sólarlag í Reykjavík: 22.19 Sólarupprás á morgun: 4.49 Síðdegisflóð í Reykjavík 17.26 Árdegisflóð á morgun: 5.46 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyrí þokumóða n Akumes skýjað 9 Bolungarvík þoka 8 Bergsstaðir skýjað 11 Egilsstaðir alskýjað ,10 KeflavíkurflugvöUur þoka 11 Kirkjubæjarklaustur rigning 11 Raufarhöfn skýjað 11 Reykjavík þokaí grennd 11 Stórhöfði súld 11 Bergen alskýjað 19 Helsinki heiðskírt 20 Ósló skýjað 19 Stokkhólmur skýjað 24 Þórshöfn alskýjað 9 Barcelona þokumóða 23 Berlín léttskýjað 22 Chicago léttskýjað 20 Feneyjar þokumóða 24 Frankfurt léttskýjað 22 Glasgow skýjað 15 Hamborg léttskýjað 24 London skýjað 18 LosAngeles léttskýjað 19 Lúxemborg léttskýjað 23 „Það má segja að ég hafi byrjað fyrir alvöru i íþróttum sextán ára gamall og þá í sundi. Eftir ólympíu- leika fatlaðra í Barcelona 1992 lýk ég sundferlinum og fer yfir í sprett- hlaupin sem ég haföi byrjað að æfa með sundinu 1990,“ segir Geir Sverrisson frjálsíþróttamaöur sem Madurdagsins náöí þeim frábæra árangri á heims- meistaramóti fatlaðra íþrótta- manna í Berlín að verða þrefaldur heimsmeistari. Sigraði hann í öll- um þeim greinum sem hann keppti í, 100,200 og 400 metra hlaupi. Geir, sem hefur verið fatlaður frá fæð- ingu, er einnig í landsliði íslands í frjálsum íþróttum. „Ég ákvað strax að einbeita mér að spretthlaupum og það þróaöist þannig að 400 metra hlaupið átti best við mig oger það sú grein sem hefur komið mér i landsliðið. Geir sagði að það væri töluvert öðruvísi að æfa sund og frjálsar. „Annars fer þetta bara eftir því hvort er skemmtilegra og í augnablikinu finnst mér meira gaman að hlaupa en að synda. Maður er einagraðri í lauginni heldur en á hlaupabraut- inni.“ Aðspurður sagðist Geir ekki hafa átt von á öllum gullpeningunum þremur: „Þetfa gekk vonum fram- ar. Ég bjóst ekki við aö vinna allar greinarnar. Ég átti að vísu besta skráningartímann í 200 og 400 metra hlaupi en það voru merrn sem áttu betri tíma en ég í 100 metrunum. Geir er Keflvíkingur en býr í Reykjavík og er ólofaður. - Er mhm eigin herra - eins og hann orðar það og starfar í sumar í Sundlaug vesturbæjar. Hann er neraandi í tölvunarfræði við Háskóla íslands og byrjar sitt annað ár í háskólan- um i haust. Auk þess að vera í frjálsum íþróttum er Geir áhugamaöur um seglbrettasiglingar og stundar þær þegar tími vinnst til en hver skyldu takmörk hans vera á hlaupabraut- inni. „Ég mun ávallt reyna að gera mitt besta. Ég er búinn að ná þeim takmörkum sem ég setti mér í byrj- un, aö hlaupa 400 metrana undir 50 sekúndum og komast í frjáls- íþróttalandsliö íslands. Takmarkið nú er að gera enn betur og komast til Atlanta 1996“ Greinaskil Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1994 Ungir kylfíngar keppa um meistaratitil í dag hefst í Grafarholti ungl- ingameistaramót íslands í golfi. Keppt er í tveimur flokkum, íjórt- án ára og ýngri og svo upp í átján ára aldur. í Grafarholtinu mætast íþróttir allir bestu unglingar landsins í golfi og verður örugglega hart barist enda margir með sem stóðu sig vel á nýafstöðnu lands- móti á Akureyri. Unghngameist- aramótið stendur yfir í þrjá daga og verður ekki ljóst fyrr en seinni partinn á sunnudag hverjir verða miglingameistarar íslands. Fjórir leikir fara fram í 2. deild í kvöld og hefjast þeir allir kl. 19.00. Selfoss-Víkingur keppa á Selfossi, KA-Þróttur R. á Akur- eyri, HK-Grindavík í Kópavogi og Fylkir-Leiftur í Reykjavík. Skák Enski stórmeistarinn og stærðfræðing- urinn John Nunn er kunnur af áhuga sínum á skákþrautum og tafllokum. Sjálfur hefur hann samið nokkrar þraut- ir. Hér er frumsmíðin. Hvítur leikur og vinnur: 1. c4 d3 Ef 1. - Kb4 2. d3 Kc3 3. c5 og hvítur er fyrri til að vekja upp drottn- ingu. 2. c5 dxc5 3. d6 c4 4. d7 c3 5. dxc3 d2 6. d8=H! Á þessu byggist þrautin. Ef hins vegar 6. d8 = D dl = D+ 7. Dxdl og svartur er patt. Nú er þessa björgunar- leið ekki að fmna og hvítur vinnur létt. Jón L. Árnason Bridge I tvímenningi er baráttan um yfirslagina oft það sem máli skiptir. Suður var sagn- hafi í fjórum spöðum en þegar hann sá blindan, gerði hann sér grein fyrir að ef hjartakóngur lægi fyrir sviningu og trompin lægju vel þá myndi slemma standa í spiiinu. En hann var að spila tvímenning og þá gilti að fá sem flesta slagi til aö fá fleiri stig en þeir sem voru í sama samningi og hann. Útspil vesturs var laufgosinn: * ÁG10 ¥ ÁD1094 ♦ DG + D54 ♦ ¥ ♦ + ♦ K976543 ¥ G5 ♦ K62 + Á Sagnhafi ákvað að setja upp snotra blekk- ingu, setti drottninguna í blindum og drap kóng austurs á ás. Síðan flýtti hann sér að svina strax hjartagosa án þess aö taka trompin til þess að andstæðingamir gætu ekki gefið hvor öðrum upplýsingar með fráköstunum. Hann vonaðist hálf- partinn eftir þvf að austur myndi fá á kónginn til þess að slemman yrði niður. Honum varð að ósk sinni, austur fékk á kónginn en spilaði ekki laufi til baka, heldur hjarta sem vestur trompaði. Þá kom tigull á ás austurs og enn hjarta. Þar sem austur var langur í hjarta var líklegra að vestur væri langur í trompi. Þess vegna rauk suðm- upp með tromp- kóng, spilaði lágiun spaða og svínaði tíunni. Oheppinn? eða var spilamennsk- an tóm vitleysa? ♦ ÁG10 ¥ ÁD1094 ♦ DG + D54 * 82 ¥2 ♦ 109543 + G10962 ♦ D ¥ K8763 ♦ Á87 ♦ K873 ísak örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.