Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1994, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1994, Page 24
32 , FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 4 Meruung________________________ Laugarásbíó - A Bronx Tale: ★★★ lA Barátta um sálina Robert De Niro hefur um áratugaskeiö verið í fremstu röð kvikmyndaleikara í Bandaríkjunum, einn af fáum mönnum sem hægt var að stóla á. Hann hefur um hríð átt fyrirtæki sem framleiðir kvikmyndir en hefur loks látið verða af því að fara sjálfur á bak við myndavélina og stjóma. Það gefst ekki alltaf vel þegar frægir leikarar láta leikstjóradrauma sína rætast en De Niro stenst prófið með miklum sóma í frumraun sinni, Sögu úr Bronx, þroskasögu ungs drengs sem veit ekki alveg hvorum Kvikmyndir Guðlaugur Bergmundsson hann á að líkja meir eftir og treysta, föður sínum eða glæpaforingja hverfisins. Sagan er tvískipt. Hún hefst árið 1960 þegar Cologero (Brancato/Capra) er níu ára gutti sem fylgist fullur aðdáunar með öllu því sem Sonny (Palminteri), aðalb- ófi og töffari hverfisins, aðhefst og reynir að apa eftir látbragði hans í einu og öllu, Lorenzo, strætisvagnabíl- stjóranum föður sínum (De Niro), og móður (Narducci) til sárrar skapraunar. En það er sama hvað htli dreng- urinn gerir, aldrei virðir bófinn hann viðlits, ekki fyrr en Cologero virðir lögmál þagnarinnar og neitar að segja löggunni að hann hafi orðið vitni að því þegar Sonny drap mann úti á miðri götu. Upp frá því vill Sonny allt fyrir drenginn gera, foreldrunum til enn meiri skapraunar en áður. Síðari hluti sögunnar gerist átta ámm síðar, árið 1968, en þá er Cologero orðinn handgenginn Sonny þótt hann taki aldrei þátt í neinum glæpaverkum fyr- ir hann. Reyndar hvetur Sonny drenginn til að vera áfram í skóla en það era fremur félagar hans sem hafa slæm áhrif. Engu að síður er togstreitan milli bófalífsins og lífs hins vinnandi manns, sem faðir hans er fulltrúi fyrir, áfram til staðar hja Cologero og þar kemur að hann verður að gera upp við sig hvorum lífsstílnum hann ætlar að fylgja. Það var lán De Niros að fá frábærlega vel skrifað handrit til að vinna með í þessari fmmraun sinni en handbragð hans er engu síðra. Hann hefur gott vald á sögunni og öllum þeim aragrúa skemmtilegra per- Chazz Palminteri í hlutverki Sonnys, aðalbófans í Bronx. sóna sem þar koma fram, Jóa hval, Kaffikökunni, Tony toppi og öllum hinum bófunum, heldur dampin- um vel þannig að nánast hvergi er dauður punktur. Þá er vert að geta tónlistarinnar, vinsælla slagara frá 1960 annars vegar og 1968 hins vegar, sem setm- mikinn svip á myndina og setur um hana skemmtileg- an ramma. A Bronx Tale. Kvikmyndataka: Reynaldo Villalobos. Handrit: Chazz Palminteri. Leikstjóri: Robert De Niro. Leikendur: Robert De Niro, Chazz Palminteri, Lillo Brancato, Francis Capra, Taral Hicks, Kathrine Narducci, Joe Pesci. FERÐIR /////////////////////////// alltafá laugardögum Ævintýraíerðir í hverri viku til heppinna áskrifenda DVi Island Askriftarsími DV er 63»27*00 Fréttir Jóhann Sigurjónsson á skrifstofu sinni þar sem hann fær daglega upplýs- ingar um ferðir stórhvelis sem er með sendi í bakinu. Von Jóhanns er sú að kortleggja megi óþekktar vetursetustöðvar langreyðar. DV-mynd ÞÖK Gervitimglasendum skotið 1 hvali: Hafa náð merkjum frá einu senditækjanna „Þetta era merki sem við skutum í bök hvalanna. Þau endast í ein- hverja mánuði en trúlega losa þeir sig við þau innan tveggja mánaða, svona á svipaðan hátt og við losum okkur við flís sem grefur undan. Við skutum að nokkrum hvölum og höf- um nú vissu fyrir þvi að eitt merkj- anna sendir eðlilega. Við skutum fimm merkjum, eitt misfórst, eitt er í óvissu, tvö líkleg og eitt pottþétt. Að baki þessu er margra ára þróun- arstarf, það er þekkt að fuglar, ís- bimir og selir hafa verið merktir á þennan hátt. Þar er hægt að svæfa dýrin og sauma eða líma merkið við. í þessu tilviki verðum við að skjóta dýrið á færi og hitta nákvæmlega í bakið á því,“ segir Jóhann Sigurjóns- son, sjávarlíffræðingur hjá Hafrann- sóknastofnun, sem stóð fyrir leið- angri til að skjóta merkj'um í hvah. Þegar er ljóst að sending kemur frá einum hval en ekki er vitað um hina fjóra irieð vissu. Hafró hefur áður staðið að merkingum með svipuðum hætti. Munurinn var bara sá að þar var um að ræða radíómerki og fylgja varð dýrinu eftir á meðan á athugun- um stóð. „Við merktum langreyði 1980 og fylgdum henni eftir í 10 daga. Það sem kom á óvart var að hún tók strik- ið þvert yfir Grænlandssund, þar sem hún stoppaði í kuldaskilum til að éta loðnu. Þama komumst við m.a. að því að ferðahraðinn er 7,5 kílómetrar á klukkustund og í sprett- um náði hún allt að 15 kílómetra hraða," segir Jóhann. Jóhann segir verkefnið unnið í samstarfi við bandaríska vísinda- menn við Hafrannsóknastofnunina í Woods Hole. Merkin koma um NOOA gervihnött í þjónustustöð í Frakklandi. Þaðan berst það símleið- is beint inn á tölvu Hafrannsókna- stofnunar. Farið var í leiðangurinn með skipinu Leifi Eiríkssyni í síðustu viku. „Aðalmarkmið okkar með þessum merkingum er að finna út vetursetu- stöðvar hvalsins en þær eru óþekkt- ar. Ég er að vona að merkið haldist í hvalnum næstu tvo mánuði og þannig náist að kortleggja ferðir hans. Þá eram við að sjálfsögðu að kanna almennt hegðunarmynstur hans. Með þessu opnast möguleikar á að kanna þetta nákvæmlega. Þetta er hvalkýr með kálf og það verður spennandi að fylgjast með þessu.“ Hótel Tangi á Vopnafíröi: Stof nlánasjóðurinn í samkeppni við hótelin - segir Svava Víglundsdóttir hótelstýra „Við eram í bullandi samkeppni við bændagistinguna. Við þekkjum jafnvel dæmi þess að um er að ræða vínveitingaleyfi í hlöðum og fjárhús- um. Þessi litlu hótel, sem era að basla við að halda uppi þjónustu allt árið, mega illa við því að vera í samkeppni við Stofnlánasjóð landbúnaðarins," segir Svava Víglundsdóttir, hótel- stýra á Vopnafirði. Svava visar þama til þess að Stofhlánadeild landbúnaðarins láni til bygginga á sveitabýlum sem síðan séu nýtt til að reka gistiheimili og greiðasölu í samkeppni við hótel á landsbyggðinni. Svava rekur ásamt manni sínum, Bjama Magnússyni, Hótel Tanga sem er heils árs hótel á Vopnafirði. Auk þess að reka hótel era hjónin með verslun með blóm og gjafavörur og sjá um rekstur félagsheimilisins á staðnum. Á vorin stundar Bjami grásleppuveiðar auk þess að fara með ferðamenn í sjóstangaveiði. Svava lætur vel af ferðamannatím- anum. „Það hefur verið mikið að gera í veitingunum. Það hefur gengið hæg- ar með gistinguna. Átakiö „ísland, sækjum það heim“ hefur leitt til þess að íslendingar era meira á ferðinni en áður. Veðurblíðan í sumar hefur aftur á móti leitt til þess að fólk hefur Hjónin Svava Víglundsdóttir og Bjarni Magnússon fyrir utan hótel sitt á Vopnafirði. DV-myndGVA gist í tjöldum og ijaldvögnum um- fram það sem venjulegt er. Þetta hef- ur leitt af sér að færri sækja í gjst- ingu,“ sagði Svava. „Það er hægt að reka svona hótel með góðu móti ef ekki hvíla miklar skuldir á rekstrinum. Það er þó aðal- atriði að reksturinn eigi í eðlilegri samkeppni um gestina,“ segir Svava.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.