Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1994, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1994, Side 25
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 33 dv__________________Menning Hafið brennur Þessi súrrealíski titill er á ljóðaúrvali lettnesku skáldkonunnar Vizma Belsevica en það birtist nýlega á íslensku. Þetta eru sex tugir ljóða auk stutts eftirmála með helstu upplýsingum um feril skáldsins. Þrátt fyrir titilinn, sem sýnir ósættardegar andstæður, er bókin ekki súrrealísk né á annan hátt módem aö marki. Þar sem lengst er gengið í þá átt eru djarfar persónugervingar umhverfisins, t.d. í „Brunnurinn sem hvarf'. Ó, nei. Aðeins skapandi fatan á gegnþurri möl. Og þá stirðnið þið skyndilega - brunnurinn brýtur sér leið upp úr jörðinni, önugur dregur hann veggi sína upp rif fyrir rif styður sig við lyftistöngina og gengur haltrandi burt úr garðinum. Þvílíkar persónugervingar virðast mér mestmegnis til að sýna ljóðmæl- anda einan og einmana, mikið fer fyrir ástarsorg. En þetta er einfóldun, lítum á dæmi þess hvemig hún sýnir þvílíkar tilfinningar: Bókmenntir Örn Ólafsson Hrædd við augnablikið er sannleikurinn verður ei lengur umflúinn, fel ég augun bak við kastaníublómið sem þú gafst mér eitt sinn, treð ég í eyrun fuglahópnum sem sveif yflr okkur þá, og þek hjartað mildu kvöldunum okkar saman, við tvö alein við fjólublátt hafið, og ég held mér fast í glóðina sem slokknar við sjónarrönd, hrædd við augnablikið, er sannleikurinn verður ei lengur umflúinn. Hér vekja líkingarnar athygli. Einstök atriði sem hún minnist frá sam- verustund með ástmanninum eru kunnugleg rómantík, hann gaf henni blóm, fuglar svifu yfir þeim við sólarlag á mildu kvöldi. En þessu er öllu líkt viö teppi eða sæng, sem hún dregur yfir skilningarvitin! Þannig eru rómantískar minningar tif þess eins að blekkja sjálfa sig, loka augunum. Annað stutt ljóð sýnir mikla samþjöppun. Fyrsta ljóðmyndin, af óhreyf- anlegum veiðifugli, gefur góða hugmynd um óvirka þrá. Regluleg endur- tekning orðsins alda sýnir nánast ölduganginn sem lýst er. Og það er fín- leg skynjun að taka fiðrildisvæng sem dæmi um lífveru sem verður fyrir áföllum og nær sér aftur. Einmitt svo smágert dæmi vekur í senn samúð með varnarlausri veru og skarpa skynjun hverfuls andartaks: Alda og sem mávur á steininum í hafinu þrá til þín. alda aöeins sorg sár eins og votur fiðrildisvængur í sandi við fjöruborð alda salt einmana tár í eilífð hafsins alda hverfur óþekkjanleg eftir að hafa skolað sandinn af fiðrildisvængnum alda. Útkoma þessarar bókar sætir engum stórtíðindum í íslenskum bók- menntum. En þetta er ágætt, vel þess virði að kynna sér fyrir áhugafólk um ljóð. Ekki hefi ég getað borið þýðingarnar saman við þær dönsku og sænsku þýðingar sem þýtt var eftir. Vizma Belsevica: Haliö brennur. Óðr 1994, 79 bls. Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt verður af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Nýlagað molakaffi. Vitni óskast Fyrir stuttu var ekiö á bíl í Mjóddinni fyrir framan Bíóhöllina. Atvikið átti sér staö kl. 23.30 og var sá grunaði á gulbrún- um bíl af gerðinni Chevrolet sem ætti núna aö vera með laskað vinstra fram- bretti. Ökumaður þess bíls stakk af og hefur ekki fundist síöan. Honum er lýst sem ljóshærðum karlmanni, um 185 cm á hæð og um 25 ára gömlum. Þeir sem kannast við lýsinguna, annaðhvort á bílnum eða manninum, eru beðnir að hringja í lögregluna í Reykjavík í s. 699000. Þakkarávarp Bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar móður minnar, Erlendsínu Helgadóttur, sem lést 2. ágúst síðastliðinn. Sérstakar þakkir til hreppsnefndar Vatnsleysustrandarhrepps og Kvenfélagsins Fjólu. Lifið heil. F.h. vandamanna, Guðrún Lovísa Magnúsdóttir Tilkyiiningar Félag eldri borgara Guðmundur stjómar félagsvistinni í Ris- inu kl. 14 í dag. Göngu-Hrólfar fara í sína venjulegu göngu kl. 10 á laugardagsmorg- un. Ferð aðfjallabaki Oddafélagiö efnir til dagsferðar að Fjalla- baki laugardaginn 27. ágúst nk. Lagt verður af stað frá BSÍ í fjallabíl frá Aust- urleið hf. kl. 9 árdegis og frá Hvolsvelli kl. 11. Frekari upplýsingar veita Elsa G. Vilmundardóttir í s. 91-41424 og Pálmi Eyjólfsson á Hvolsvelli í s. 98-78129. Fréttir Silungsveiðin hefur gengið vel í sumar en það sama er kannski ekki hægt að segja um laxveiöina. Vænar bleikjur hafa glatt unga veiðimenn. DV-mynd Þorsteinn Þegar laxveiðin er slöpp víða: Silungsveiðin gengur mjög vel „Ég er búinn að fylgjast með sjó- bleikjuveiðinni í mörg ár og þetta veiðiár er einstakt. Bleikjan er geysilega væn, 5 til 9 punda eru margar þeirra í veiðiánum þessa dagana. Þá á ég sérstaklega við veiðiárnar fyrir norðan eins og Eyjaijarðará og Fnjóská,“ sagði veiðimaður sem mikið veiðir silung í ám og vötnum landsins. Það er mál manna aö sjóbleikjan komi vel undan vetri þetta sumariö og bleikjur yfir 10 pund hafa sést í veiðiánum. Bleikjan er líka feit og vel haldin. „Þetta hefur gengiö vel fyrir vest- an og ætíi það séu ekki komnar um 500 bleikjur úr Gufudalsá og Skálmardalsá til samans. Stærstu bleikjumar eru 5 pund,“ sagði Pét- ur Pétursson sem.hefur veitt mikið bleikju. Hvað segir hann um þetta sumar: „Bleikjan er mjög góð þetta árið og margar mjög vænar veiðast, þetta eru samt árssveiflur í bleikj- unni eins og laxinum. Rúnar Mar- vinsson kokkur var fyrir skömmu og veiddi 80 fiska. Veiðimaður var fyrir fáum dögum í Gufudalnum og hann fór inn í fossa og veiddi 15 fiska. Þetta voru bleikjúr frá 4 og 5 pundum," sagði Pétur. Stærsti silungurinn í Svínadalnum 12 pund „Laxveiðin hefur verið frekar döpur hjá okkur í Svínadalnum í sumar og era aðeins komnir 12 á land. í fyrra á sama tíma voru komnir yfir 40 laxar," sagði Búi Gíslason í Svínadal, en þar eru Eyrarvatn, Geitabergsvatn og Þór- isstaðavatn. Veiðikeppni félags sumarbústaðaeigenda við Meðalfellsvatn var haldin fyrir skömmu og verðlaunahafar eru, frá vinstri: Kristján R. Kristjáns- son, Sigurður Magnússon, Valgerður Ósk Sigurjónsdóttir, Þór Guð- mundsson, dóttir Þórs Guðmundssonar, sem tók við bikar fyrir hans hönd, og Jóna Lilja Guðjónsdóttir. 50 veiðimenn kepptu og sá sem veiddi flesta fiskana fékk 18. „Þaö er heilmikið af laxi í vötnun- um en hann tekur mjög illa. Sil- ungsveiðin var góð framan af en hefur dottið niöur núna. Stærsti urriðinn er 12 pund. Það hafa margir veitt hjá okkur í sumar, fjöl- skyldur hafa mikið komið hingað," sagði Búi enn fremur. Meðalfellsvatn hefur gefið 20 laxa „Núna eru komnir 20 laxar úr Meðalfellsvatni og stærsti laxinn sem ég hef frétt af er 10 pund,“ sagði Sigurþór Gíslason á Meðalfelh, er viö spurðum um Meðalfellsvatn í Kjós. „Silungsveiöin hefur verið ágæt -- og urriðin er vænni en oft áður, en auðvitað veiðast þeir htlu líka,“ sagði Sigurþór. Það er alltaf eitthvaö skemmtilegt sem gerist í veiðinni og fyrir fáum dögum var veiðimaður að veiða í Meðalfellsvatni. Hann veiddi ágæt- lega og fékk einn lax. Menn voru því spenntir að taka mynd af manninum, en það var alls ekki hægt, maðurinn var í veikindafríi og myndataka ekki æskileg í þeirri stööu. Allt í veiðiferðina Felunet - gervigæsir LAUGAVEGI 178, SÍMAR 16770 - 814455, FAX 813751

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.