Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1994, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1994 Fréttir Óperusýningin Vald örlaganna 1 hættu vegna verkfallsboðunar FÍH: Kristján Jóhannsson kem- ur verkf allinu ekkert við - fuHyrðir Kjartan Óskarsson 1 samninganefnd FIH „Kristján Jóhannsson kemur þessu verkfalli ekkert við og leiðin- legt hvemig búiö er að draga hann inn í umræðuna. Hefði verið samið viö okkur í fyrrahaust væri þetta mál ekki á borðinu núna. Viö höfum verið að biðja um viðræður um þenn- an samning okkar sem við sögðum upp fyrir tveim árum, en ekki fengiö. í maí sl. sendum við laimaskrifstof- unni bréf og ítrekuðum óskir okkar um samningaviðræður. Við fengum fund um miðjan ágúst og þar lögðum við fram okkar kröfur og óskir um nýjan kjarasamning. Því var einfald- lega hafnað. Þá var ekkert eftir fyrir okkur annað en boða til verkfalls," sagði Kjartan Óskarsson sem á sæti í samninganefnd Félags íslenskra hljómlistarmanna, FÍH. Félagið hefur boðað verkfall frá og með 5. september meðal þeirra fé- lagsmanna sinna sem vinna í Þjóð- leikhúsinu. Þar með er óperusýning- in Vald örlaganna, þar sem Kristján Jóhannesson syngur annað aðalhlut- verkið, í stórhættu. - Mönnum finnst sem þið veljið nákvæmlega tímann fyrir þessa stór- sýningu til að þrýsta á með ykkar kröfur og setjið þar með óperusýn- inguna og Kristján Jóhannsson í gísl- ingu? „Það erum ekki við sem veljum tímann til að semja. Við vildum hafa samið fyrir löngu. Sögusagnir um að við notum þessa sýningu til aö koma okkar málum í gegn eru beinlíns rangar. Það er alger nauðlausn hjá okkur að fara í verkfall. Þaö eru fleiri sýningar en Vald örlaganna að fara af stað, þar á meðal West Side Story og síðan verkefni í Óperunni," sagði Kjartan. Samninganefnd ríkisins semur við FÍH fyrir hönd Þjóðleikhússins og er stuðst við þá samninga í íslensku óperunni. Samninganefndir ríkisins og FÍH áttu aö hittast hjá Sáttasemj- ara í morgun. Samningamálin verða síðan til umræðu á félagsfundi FÍH í kvöld. Einkenniskiæddir og óeinkennisklæddir iögreglumenn stóöu í ströngu í Nauthólsvík i gær þegar vatni var dælt upp úr gömlum brunnum sem þar eru utan girðingar. Samkvæmt heimildum DV var lögreglan aö kanna hvort lík gæti leynst í brunnunum en það hefur ekki fengist staðfest. Lögreglan segir að ekkert hafi fundist í brunnunum. Grunur um að eitthvað gæti leynst þar vaknaði í fyrradag þegar þrir strákar drógu lokið af öðrum brunninum og gáfu lögreglunni þá skýringu aö þeir hefðu verið að leika sér. Strákunum var sleppt eftir að þeir höfðu verið skammaðir hæfilega. DV-mynd Sveinn Hundar æktarbúiö: Fresturinn samþykktur - fluttuinneinsogþjófaraönóttu Þjóðleikhússtjóri: Allt starf í húsinu lamast „Ef til verkfalls FÍH kemur lamast ailt starf í húsinu. Það er þegar búið að leggja í þessa sýningu meginhluta þess kostnaðar sem fer í hana. Það er búið að æfa síðan í vor og búið að gera leikmynd og búninga. Þeir einu sem eru að koma inn í æfingam- ar núna eru hljóðfæraleikaramir. En það er ekki aðeins Vald örlaganna sem verður fyrir áhrifum heldur stöðvast önnur starfsemi þar sem tónlist í einhverri mynd er í svo til öllum sýningum okkar. Þetta er því ipjög slæm tímasetning fyrir verk- fall,“ sagði Stefán Baldursson þjóð- leikhússtjóri við DV. Stefán sagði Þjóðleikhúsið ekki hafa samningsrétt við FÍH og málið því ekki í þess höndum. „Félagar í FÍH hafa verið dregnir mjög lengi á samningaviðræðum sem reyndar hafa staðið yfir undanfarið. Þeir eru ekki á háum launum frekar en annað leikhúsfólk. Þeir hafa forsendur fyrir sínum launakröfum og því vona ég að þeir fái lausn sinna mála.“ - Nú er okkur tjáð að nokkur kurr sé meðal hljóðfærðaleikara og ann- arra vegna þeirra launa sem Kristján Jóhannsson fær fyrir að syngja og þeirra eigin launa sem teljist lítil? „Fólk þarf ekki að sjá ofsjónum yfir því að Kristján sé á hærri laun- um en alla jafna eru greidd í Þjóðleik- húsinu. Laun Kristjáns eru ekki tekj- ur frá þeim eða öðrum í húsinu. Við leituðum eftir kostun á þátttöku Kristjáns og hafa nokkur stór fyrir- tæki tekið þátt í að kosta þátttöku hans. Það er einsdæmi hér á landi," sagði Stefán. Borgarrað samþykkti 1 gær frest sem veittur var til þess að flytja starf- semi hundaræktarbúsins Ýrar frá Funahöfða 10. Fimm fyrirtækjaeig- endur kærðu upphaflega eigendur hundaræktarbúsins fyrir heilbrigði- seftirhti, lögreglu og byggingafull- trúa eða daginn eftir að hundamir voru fluttir inn. „Þetta veldur mér nattúrlega sár- um vonbrigðum vegna þess að bygg- ingafulltrúi og borgarráö vita hvaða tjóni þetta veldur mér. Ég sendi byggingafulltrúa afrit af uppsagnar- bréfi eins starfsmanna minna þar sem tekið var fram að hann segði upp störfum tímabundið á meðan hund- amir væm þarna. Eigendur hunda- ræktarinnar fluttu starfsemina inn 1 húsnæðið að nóttu til og reistu girð- ingu. Þetta segir mér að fólkið vissi alveg hvað það var að gera,“ segir Jónas Karlsson hjá fyrirtækinu Prentrúnu sem er við hhðina á hundabúinu. Stuttar fréttir Tugir miiljarða tapaðir Lánastofnanir á islandi hafa afskrífað tæpa 45 milljaröa á sjö árum. Þar af eru 27 milljarðar króna endanlega tapaðir. Mbl. greindi frá þessu. Sjúklingar borgi meira Til lengri tíma litið á hlutur sjúkhnga í heilbrigðiskerfinu eft- ir aö vaxa frá því sem núna er. Timinn hefur þetta eftir aðstoð- armanni heilbrigðisráðherra. Tilboðopnuö Þrjú tilboð bárust í gerð Hval- fjarðarganga. Þau vora á bilinu 2,7 til 3,7 railljaröar og reyndust þvi innan arðsemismarka. Líkur eru nú taldar á þvi að af fram- kvæmdum verði þegar í vetur. Samningaviðræður hefjast brátt. Peningar ekki á lausu Menntamálaráðherra segir að viðbótarfjármagn úr ríkissjóði komi vart til greina til að standa undir kostnaöi viö sumarmisseri Háskóla íslands. Kostnaðurinn er áætlaður 30 til 40 milljónir. Bylgjan skýröi frá þessu. Makalausaðstoð Nær 10. hver einhleypur karl í Reykjavik fékk aðstoð Félags- málastofnunar í fyrra. Um 80% af málum stofhunarinnar snerta makalausa en aðeins 20% fólk í sambúð. Tíminn greindi frá. Húsbréf ganga ekki út Húsbréf seldust ekki í útboði Húsnæðisstofnunar í gær. Öh til- boðin sem bárust voru yfir 5% ávöxtunarkröfu. Þetta er fjóröa útboðið frá því í júní þar sem húsbréf seljast ekki. Framkvæmdastjóri fj ármálaþj ónustu Flugmálastjómar segir í snarheitum upp störfum: RLR kannar meint milljónasvik - Ríkisendurskoðun sett í málið þegar rökstuddur grunur vaknaði í síðustu viku, segir flugmálastjóri Þorgeir Pálsson flugmálastjóri hef- ur óskað eftir opinberri rannsókn á meintum fjársvikum framkvæmda- stjóra fjármálaþjónustu Flugmála- stjórnar, síöustu tvö árin eöa þann tíma sem maðurinn hefur verið í starfi. Grunur leikur á að hann hafi framvísað og fengið greidda reikn- inga fyrir þjónustu sem stofnunin hefur ekki óskað eftir eða fengið. Rannsókn er hafin hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins, RLR, og er búist viö að henni verði lokið eftir eina til tvær vikrn-. „Rökstuddur granur um fjársvik vaknaði um miðja síðustu viku og vora starfsmenn Ríkisendurskoðun- ar þegar settir í að kanna bókhald og fjárreiður stofnunarinnar en það var ekki fyrr en á mánudag sem ósk- að var eftir rannsókn RLR. Ég get ekki skýrt frá því á þessu stigi máls- ins nákvæmlega að hveiju rann- sóknin snýst né hversu háar fjár- hæðir þarna er tahð að um sé aö ræða,“ segir Þorgeir Pálsson flug- málastjóri. „Ekkert er komið í ljós ennþá en rannsóknarlögreglan er að rannsaka meint fjársvik og skjalafölsun fram- kvæmdastjórans upp á einhverjar mihjónir króna - ekki tugi mihj- óna,“ segir Sigurður Þórðarson ríkis- endurskoðandi. Framkvæmdastjórinn var í sumar- leyfi á Spáni þegar máhð kom upp. Samkvæmt heimildum DV var hon- um sent símbréf þar sem honum var gefinn kostur á aö segja upp eða fá uppsögn eha og tók hann strax fyrri kostinn. Framkvæmdastjórinn er ekki kominn heim úr frhnu. Máhð er alfarið í höndum RLR en ekki var hægt að fá neinar upplýs- ingar þar í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.