Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1994, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1994, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 45 Grafikiistamenn frá Noröurlönd- um sýna i Norræna húsinu. Átján graf- íkverk Nú stendur yfir í anddyri Nor- ræna hússins sýning á átján graf- íkverkum eftir norræna lista- menn. Öll verkin eru í eigu list- lánadeildar Norræna hússins. Um er að ræða myndir eftir Braga Ásgeirsson, Sigurð Guðmunds- son, Lars Áhlgrén frá Finnlandi, Mogens Andersen, John Olsen og Palle Nielsen frá Danmörku, Arnold Rottem og Victor Sparre Sýningar frá Noregi og Jens Mattiasson frá Svíþjóö. Listlánadeild Norræna hússins er hluti af bókasafni Norræna hússins og eru í deildinni um 500 grafikverk eftir Ustamenn frá öll- um Norðurlöndunum. Frá því deildin tók til starfa hafa veriö keypt grafíkverk á sýningum norrænna hstamanna, en auk þess hafa borist margar gjafir frá norrænum listamönnum og öör- um. Sýningin í Norræna húsinu stendur til 11. september og er opin 9-19, nema á sunnudögum frá kl. 12-19. Mynd þessi sýnir síðustu opin- berlegu aftökuna með fallöxi árið 1939 í fangelsinu í Versölum. Dauðarefsing á sér langa sögu Það er ljóst að dauðarefsing á sér langa sögu og má rekja slíka refsingu allt til nýsteinaldar. Dauðarefsing er víöa við lýði og hefur verið tekin aftur upp þar sem hún var eitt sinn bönnuð, meðal annars í Bandaríkjunum þar sem 38 fylki heimila nú dauðarefsingu. Talið er að flestar dauðarefsingar eigi sér stað í Kína, um það bil fimm hundruð á ári. Fyrsta landið til að afnema dauðarefsingu var Liechtenstein árið 1798. Á íslandi voru síðustu aftökumar 12. janúar 1830. Blessuð veröldin Siðasta opinbera aftakan með fallöxi Síðasti maðurinn sem tekinn var af lífi opinberlega með fallöxi í Frakklandi var morðinginn Eug- ene Weidmann. Var það gert aö viðstöddum fjölda fólks í Versöl- um 17. júní árið 1939. Aftökur með fallöxi héldu áfram í Frakk- landi en þær fóru allar fram inn- an fangelsisveggjana og sá síðasti sem lenti undir fallöxinni var Hamida Djandoubi, 28 ára gamall pyntingaskálkur og moröingi. Fór aftakan fram 10. september 1977. Aftaka með fallöxi var síðan bönnuð 1981. Þjóðvegir greiðfærir Þjóðvegir á landinu eru í góðu standi og greiðfærir öllum bílum. Nú er að mestu lokið framkvæmdum í Langadal og á Öxnadalsheiði en þar Færðávegum er ný klæðning sem gæti orsakað steinkast. Ný klæöning er einnig á leiðinni Skaftafell - Kvísker. Flestar leiðir á hálendinu eru aðeins færar fjallabílum og jeppum og hefur ekki orðið mikil breyting á að undan- fómu. Sprengisandsleiðirnar og leið- ir yfir Kjöl eru í þannig ástandi ásamt nokkrum fleiri leiöum. Einstaka leið- ir era þó opnar öllum venjulegvun bílum. Ástand vega GD Hálka og snjór 0 Vegavinna-aögát H Öxulþungatakmarkanir 'T Œ1 Þungfært 0 Fært fjallabílum______ ICringlukráin Á miðvikudögum er oftast djass- kvöld á Kringlukránni og er kvöld- ið í kvöld engin undantekning. Hin kunna djasssöngkona Edda Borg mun mæta á staðinn ásamt þeira Birni Thoroddsen gitarleikara og Skemmtardr Bjaraa Sveinbjömssyni bassaleik- ara og syngja nokkrar ljúfar ballöð- ur í bland við hressileg djasslög. Edda Borg hefur lengi starfað í tónlistinni, bæði sem söngkona og hljómborðsleikari, en auk þess rek- ur hún eigin tónlistarskóla. Hún er búin að vera iöin við sönginn í sumar, hefur haldið uppi djasstriói og sungið í danshljómsveit. Björa Thoroddsen er meðal bestu gítaleikara okkar og hefur starfað með eigin hljómsveit, auk þess sem hann hefur leikið með Kuran Swing og Gömmunum þegar þær sveitir taka upp þráðinn. Bjarni Sveinbjörnsson er einnig þekktur í djassinum hér á landi og hefur leikið meö Birm að undanfórnu. Edda Borg ásamt Bimi Thoroddsen gítarieikara. Fá fijókom mælast í september Nú fer að sjá fyrir endann á fijó- tímabili sumarsins en jafnan mælast fá frjókom í september Kortið hér til hliöar sýnir frjómagn (frjókom í hverjum rúmmetra á sólarhring) Umhverfi vikuna 22.-28. ágúst og eins og sjá má fer frjóum ört fækkandi. Aðeins gras mældist en súra viröist alveg horfin. Mæhngar í ReyKjavík á undanfórn- um árum sýna að grasfrjó eru í loft- inu frá lokum júní og út ágústmán- uö. Mesta magnið er jafnan síðustu viku í júlí og fyrri hluta ágúst. Hér á landi eru einkenni fijónæmis yfirleitt væg nema í júlí og fyrri hluta ágústmánaðar. Frávik eru þó mikil vegna óstöðugrar veðráttu. Þeir sem eiga þess kost geta sloppið við þessi einkenni meö því aö ferðast til ann- arra landa um fijótímann. Frjómælingar í Reykjavík —dagana 22.til 28. ágúst 1994 — 60 50 40 30 20 10 0 . * v .... ^ 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. ■ ■■ ......: ......—ÆCT Fijómælingar í sumar eru kostaðar af SÍBS og umhverfisráðuneytinu. Þessi myndarlegi drengur fædd- ist 24. ágúst á fæðingardeild Bam dagsins Landspítalans kl. 7.14. Hann reynd- ist vera 4385 grömm að þyngd og 54,5 sentímetra langur. Foreldrar hans eru Gréta Sandra Ðavidsson og Guðmundur Björn Jónasson. Kvikmyndir Alain Robbe-Grillet eru draumkenndar og torræðar. Tilraunir meö form Nú stendur yfir í Háskólabíói kvikmyndavika með sýningum á myndum franska rithöfundarins og kvikmyndagerðarmannsins Alain Robbe-Giillet. í kvöld verð- ur sýnd L’Eden et aprés sem er frá árinu 1971. Myndin byggir að verulegu leyti á úrvinnslu úr myndum og þemum úr nútíma- myndlist. Við gerð hennar studd- ist Robbe-Grillet við svokallaða tólftóna tónhst. í myndinni eru tólf fyrirbæri sem koma fyrir aft- ur og aftur en aldrei í sömu röð. Hver áhorfandi getur lesið fleiri Bíóíkvöld en eina sögu út úr atburðunum sem sýndir eru. Alain-Robbe-Grillet er einn merkasti og þekktasti núlifandi rithöfundur Frakka. Hann var málsvari hóps rithöfunda sem komu fram á sjónarsviðið á sjötta áratugnum og kenndu sig við nýsöguna. Snemma fór hann aö beina sjónum sínum að kvik- myndum en hann taldi ekki síður nauðsynlegt á byltingu þar. Nýjar myndir Háskólabíó: Blóraböggulhnn Laugarásbíó: Apaspil Saga-bió: Ég elska hasar Bióhöllin: Sannar lygar Stjörnubíó: Gullæðið Bíóborgin: Úti á þekju Regnboginn: Flóttinn Gengiö Almenn gengisskráning LÍ nr. 207. 31. ágúst 1994 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 68,750 68.950 68.890 Pund 105.540 105,860 105,330 Kan. dollar 49,920 50,120 49,870 Dönsk kr. 11,0370 11,0820 11,1040»- Norsk kr. 9,9350 9.9750 10,0120 Sænsk kr. 8.8810 8,9160 8,9000 Fi. mark 13,4630 13,5170 13,2540 Fra. franki 12.7160 12,7670 12,7710 Belg.franki 2,1158 2; 1242 2,1209 Sviss. franki 51,6200 51,8300 51,4600 Holl. gyllini 38,8100 38,9600 38,8900 Þýskt mark 43,5800 43,7100 43,6300 ft. lira 0,04331 0,04353 0,04352 Aust. sch. 6,1880 6,2190 6,1970 Port. escudo 0,4272 0,4294 0,4269 Spá. peseti 0,5241 0,5267 0,5300 Jap. yen 0,68690 0.68900 0,70160 írsktpund 103,960 104,480 103,960 SDR 99,56000 100,06000 100,26000 ECU 83,0600 83,4000 83.4100 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan z T~ H r 7 8 1 4 lo il u il ir J *, 75™" 17- i 1 10 j J Lárétt: 1 snáða, 6 Viðumefni, 8 glund- roði, 9 mjúk, 10 niðrun, 11 dauða, 13 venda, 15 grip, 17 dý, 19 stöng, 20 frá, 21' kauns. Lóðrétt: 1 tæki, 2 eldstæði, 3 dinguls, 4 plokka, 5 skel, 6 þreks, 7 varð, 11 tré, 12 keröld, 14 trýni, 16 pinni, 18 vegsama. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 rönd, 5 smá, 8 óleik, 9 ær, 10 mýslur, 12 stól, 14 siö, 15 ota, 16 asni, 18 firra, 20 ón, 21 tá, 22 teinn. Lóðrétt: 1 róms, 2 öl, 3 nes, 4 dilla, 5 skussi, 6 mæri, 7 áræðinn, 11 ýtti, 13 óart, 15 oft, 17 nón, 19 Re.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.