Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1994, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1994, Blaðsíða 32
p F R ÉXTAS KOTIÐ 25 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 3.000 krónur. ____ Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994. íþróttasjóður lagður niður? Slyssem koma verður í vegfyrir - segirlngiBjömAlbertsson „Þaö eru uppi hugmyndir í fjár- lagagerðinni um að leggja niður íþróttasjóð ríkisins. Þar er um að ræða lið í sparnaði hjá ríkinu. í fyrra var veitt 14,5 milljónum króna í þennan sjóð. Því fé er fyrst og fremst varið til að aðstoða lítil íþróttafélög á landsbyggðinni. Að leggja sjóðinn niður væri slys sem verður að koma í veg fyrir með öllum ráðum,“ sagði Ingi Björn Albertsson, alþingismað- ur og formaður íþróttanefndar ríkis- ins, í morgun. Ingi Björn sagðist ekki trúa því fyrr en hann tæki á að sjóðurinn yrði lagður niður. Litlu félögin úti á landi heföu fengið ijárveitingu úr sjóðnum til tækjakaupa eða viðhalds á íþrótta- mannvirkjum. Ingi Bjöm sagði að þótt upphæðirnar hefðu ef til vill ekki verið háar hefði htlu félögin munað um þær. „í mínum huga má þetta og fær ekki að gerast og því segi ég að þetta sé bara hugmynd. Ef menn sjá að alvara er að baki hugmyndinni verð- ur íþróttahreyfmgin að rísa upp og mótmæla," sagöi Ingi Björn. Sjómanni bjargað Brynjólfi Viðari Júhussyni, sjó- manni frá Akranesi, var bjargað um borð í varðskipið Ægi eftir að trillan Lára sökk við Þormóðssker í gær- kvöldi. Viðar óskaði eftir aðstoð um sexleytið í gærkvöldi og fóru varð- skip, þyrla, hjálparsveit og bátar þeg- ar í átt að skerinu. Sjómaðurinn fannst skömmu síðar heill á húfi um borð í björgunarbáti. Viðar var eini skipverjinn um borð í Láru og var hann að flytja trilluna frá Flateyri til Akraness. Hverfisteins- málið til Hkis- saksóknara „Okkar rannsókn á málinu er lok- ið. Við tókum í gær skýrslur af máls- aðilum og í framhaldi af því var ákveðið að senda máhð til ríkissak- sóknara sem ákveður framhaldið," segir Júlíus Magnússon, fuhtrúi sýslumannsins á Eskifirði. Eins og DV skýrði frá í gær standa nú harðar deilur um hverfistein í Mjóafirði sem Jósafat Hinriksson vill fá suður á safn sitt. Heimamenn eru ekki sáttir við það og földu steininn. LOKI Er Kristján ekki bara svona góður? Kurr vegna greiðslna til Kristjáns Jóhannssonar söngvara: Fær 800 þús- iiitcB á sýningu - tuttuguföld laun annarra innfluttra söngvara „Kristján Jóhannsson er mjög greiðslnasemKristján Jóhannsson „Menn eiga erfitt með að tala um klár maöur en það sama verður mun eiga að fá fyrir að syngja í svona lagað þar sem öh þessi um- ekki sagt um þá sem kaupa hann Valdi örlaganna sem frumsýnt ræða er túlkuð sem hrein og klár hingað. Hann setur upp ákveðna verður í Þjóðleikhúsinu í septemb- öfund. En þetta snýst ekki um öf- upphæð og menn segja bara já og er. Haft hefur verið eftir Stefáni und. Heldur snýst þetta um að amen. Í fyrstu var rætt um að Baldurssyni þjóðleikhússtjóra að memnngarsjóðir stórfyrirtækj- Kristján fengi 10 milljónir fyrir 8 Kristján fengi 800 þúsund krónur anna, sem kosta söng Kristjáns, sýningar en nú er talan reyndar fyrir hverja sýningu en hann síðan verða þurrausnir og ekkert verður korain niður í 800 þúsund á sýn- ekki viljað staðfesta þá tölu. TU eftir fyrir ótal hstfélög sem eru að ingu, Þetta er rúmlega 50 fóld sú samanburðar má nefna að þeir ís- revna að halda lífi," sagði viðmæl- upphæð sem verið er að greiða fyr- lensku söngvarar, sem getið hafa andi DV. ir aðalhlutverk í íslensku óperunni sér gott orð erlendis og koma heim Heimildarmenn DV fullyrða að og meira en mörg óperuhús í Evr- og syngja aðalhlutverk í óperunni, undirrót verkfahs sem Félag is- ópu eru að greiða fyrir frægustu eru að fá 40-50 þúsund krónur fyr- lenskra hljóðfæraleikara hafa boð- söngvara heims," sagði viðmæl- ir sýningu. Samkvæmt heimildum að i Þjóðleikhúsinu í næstu viku andi úr ísienska leiklistarheimin- DV greiða ópemhús í Þýskalandi sé megn óánægja með greiðslurnar um, sem ekki vóldi iáta nafns sins ekki meira en eina milljón króna til Kristjáns Jóhannssonar. Því er getið, í samtali viö DV í morgun. fyrir frægustu söngvarana og í hin svegar vísað á bug af hálfu fé- Nokkur kurr herur verið meðal mörgum tilfehum ahs ekki svo lagsíns. leikhús- og söngfólks vegna þeirra mikið, - sjá bls. 2 Það þarf talsvert af matvælum þegar haldið er í mánaðarúthald á togara. Góð veiði er nú í Smugunni og þvi eins gott að hafa hraðann á. Um 800 islenskir sjómenn er nú að störfum norður á Smuguslóðum þar sem nú tekur að hausta og eins gott að hafa næringarríkan kost með í för. DV-mynd GVA Veöriöámorgun: Hiti 10-18 stig Á morgun verður suðaustlæg átt, stinningskaldi eða ahhvasst vestan til á landinu en heldur hægari austan til. Vestan til verð- ur rigning, súld suðaustanlands en skýjað og sums staöar dálítil rigning norðaustanlands. Hiti verður á bihnu 10-18 stig, hlýjast norðaustanlands. Veðriö í dag er á bls. 44 Leifsstöð: Stolnu seðl- arnir í umferð Breskur ferðamaður reyndi í gær að skipta íslenskum peningum úr sendingu Seðlabankans sem stohð var á Heathrow-flugvelli fyrir skemmstu. Maðurinn var á leið úr landi um þrjúleytið og reyndi að skipta peningunum í bankanum í Leifsstöð. Samkvæmt upplýsingum DV var um óverulega upphæð að ræða eða nokkur þúsund krónur. Talið er að maðurinn hafi fengið peningana í breskum banka. Honum var sleppt eftir yfirheyrslur í gær og er ekki talinn tengjast stuldinum. Mjög lík- legt er talið að allir peningarnir sem stolnir voru séu komnir í umferð. Málið er til rannsóknar hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson: Gefkostá méráfram „Ekki hafa veriö neinar umræður um formannsskipti kringum mig og ég mun gefa kost á mér áfram sem formaður Sambands íslenskra sveit- arfélaga ef eftir því verður leitaö. Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um hvort ég gef kost á mér í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári en það er alveg ljóst í mínum huga að það fer ekki saman að vera alþingis- maður og formaður sambandsins,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson í samtali við DV. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga hefst í dag á Akureyri. og stendur fram á föstudag en þá fer fram stjórnarkjör. Jakob Frímann skipaðursendi- ráðsfulltrúi DV hefur fyrir því öruggar heim- ildir að Jakob Frímann Magnússon hafi verið skipaður sendiráðsfulltrúi í sendiráðinu í London á fóstudaginn var. Þar með mun Jakob hafa fengið diplómatíska stöðu og fuhnægja öh- um skilyrðum tU að verða sendiherra en hann hefur verið verkefnaráðinn menningarfulltrúi. „Ég get ekki tjáð mig um pappíra sem ég hef ekki fengið í hendurnar,“ var það eina sem Jakob sagði við DV í morgun. Róbert Trausti Ámason, ráðuneyt- isstjóri í utanríkisráðuneytinu, sagði hvorki af né á um skipun Jakobs né vUdi tjá sig um „Jakobsmálið“ eins og hann orðaði það í morgun. iirv.T.id-i ■ 1 1 ] Brooík [ (rompton iAFMÓTORAR Poulsett SuAurfandsbraut 10. S. 688490. K 1 N G L#TT# .. aUtafánriðvikudögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.