Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1994, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 33 (ristófer Sigurgeirsson voru að vonum kátir sem varamenn og Kristófer lagði upp sigur- DV-mynd GS orstadæmin, 1-0: undur gaði inum ) í fyrsta landsleiknum Fairouz varði frá Helga úr þröngu færi og Haraldur skaut rétt fram hjá auk þess sem skot (fyrirgjöf?) frá honum af kantin- um fór í stöngina og út af. í seinni hálfleik átti Guðni Bergsson ágætan skalla sem vamarmaður komst fyrir og Helgi Sig- urðsson var felldur en ekkert dæmt. Hann reis upp, fékk boltann og skaut en Fairouz varði naumlega. Á lokasekúndunum var svo Þormóður Egilsson rétt búinn að bæta við marki þegar hann skallaði hárfínt fram hjá. Sigurður Jónsson og Guðni Bergsson voru bestu menn íslenska liðsins, Sigurð- ur réð ferðinni á miðjunni og Guðni var öryggur í vöminni. Sigursteinn Gíslason var frískur í fyrri hálíleik og byggði þá upp margar sóknir. Þó var vömin ekki nógu sannfærandi miðað við litla mót- spymu og menn gerðu sig seka um mistök sem Brohn og Dahlin myndu refsa þó að Furstamir gerðu það ekki. Það sást vel að Kristján Jónsson er ekki í leikæfmgu og spurning hvort hann sé tilbúinn í Svía- leikinn. „Við komumst nokkuð oft á bak við þá á köntunum en þá vantaöi að fyrirgjafirn- ar væru nógu góðar og svo var of mikið af einfóldum sendingum að klikka hjá okkur. Nýliðarnir spjöruöu sig báðir mjög vel og ánægjulegt að sjá til þeirra. Mér fannst vörnin ekki vinna nógu mikið af skallaboltum en þetta segir kannski ekki mikið fyrir Svíaleikinn, það verður allt annar leikur," sagöi Ásgeir Elíasson, landshðsþjálfari íslands. ___________________________íþróttir Herbert valdi aðfaratilÍR - úr hópi íimm úrvalsdeildarliða í körfuknattleik John Rhodes, þjálfari ÍR, heldur hér á Herbert Arnarssyni og virðist ánægð- ur með nýja liðsmanninn. Herbert leikur á ný með ÍR eftir átta ára veru í Bandarikjunum. DV-mynd GS ÍR-ingar fengu í gærkvöldi gífurleg- an liðsauka í þeirri baráttu sem framundan er í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Herbert Arnarsson, einn allra besti körfuknattleiksmað- ur landsins, ákvað þá að ganga á ný til hðs við sitt gamla félag eftir átta ára dvöl í Bandaríkjunum. „Það voru margar ástæður fyrir því að ég valdi ÍR. Fjölskyldan átti þar hlut aö máh og einnig sú stað- reynd að margir gamlir félagar hafa ákveðið að leika á ný með liðinu. ÍR-blóðið hefur ekki stöövast í mín- um æðum þrátt fyrir langa dvöl í Bandaríkjunum og það verður mjög gaman að takast á við verkefni keppnistímabilsins með ÍR,“ sagði Herbert í samtali við DV í gærkvöldi. Hann fór til Bandaríkjanna árið 1986, lék í þrjú ár með menntaskóla- hði og varð bandarískur meistari með hðinu á sínu fyrsta ári ytra. Síð- an lék Herbert í fimm ár með há- skólaliði Kentucky Wesleyan og var fyrirliöi hðsins síðustu þrjú árin. Á síðasta keppnistímabili var Herbert þriðji stigahæsti leikmaður hðsins með 12 stig að meðaltah í leik en sá stigahæsti skoraði aö meðaltali 16 stig í leik. Er óhætt að fullyrða að enginn íslenskur körfuknattleiks- maður hefur gert betri hluti erlendis - ef Pétur Guömundsson er undan- skilinn. „Ég hef ekki séð mikið af íslenskum körfuknattleik síðustu átta árin en veit þó að framfarirnar hafa verið gífurlega miklar. Það yerður gaman að leika á ný í búningi ÍR og verkefn- in eru mjög spennandi. Takmarkið hjá mér og öðrum í liðinu í dag er að ÍR nái fyrri stöðu í íslenskum körfuknattleik," sagði Herbert í gær- kvöldi. Herbert er 24 ára gamall og 1,94 metrar á hæð. Hann á um 20 lands- leiki að baki og er hvalreki á fjörur ÍR-inga sem ekki hafa fengið viðlíka liðsstyrk í fjölda ára. Hin úrvalsdehdarfélögin voru sér greinhega vel meðvituð um mikh- vægi þess að fá Herbert í sínar raðir. Fimm önnur félög en ÍR bitust um kappann en ÍR hafði sigur. Þjálfari ÍR er John Rhodes sem leikið hefur með Haukum síðustu árin. Af leik- mönnum sem gengið hafa til hðs við ÍR má nefna Björn Steffensen, sem kom Skagamönnum á spjöld sögunn- ar á sínum tíma með því að koma þeim í úrvalsdeild í fyrra í fyrsta skipti, og Jón Örn Guðmundsson, fyrirhða Hauka í fyrra. Af framan- sögðu má ljóst vera að ÍR-liðið verður sterkt á komandi tímabih í körfunni. Barnesvarvalinn John Barnes, leikmaðurinn snjalli hjá Liverpool, var í gær vahnn í 18 manna landsliðshóp Englendinga i knattspyrnu sem mætir Bandaríkjamönnum í vin- áttuleik á Wembley í næstu viku. Barnes raissti sæti sitt í landslið- inu þegar Graham Taylor var \dð völd en Teiny Venables telur sig hafa not fyrir kappann. Robert Lee, miöjumaður hjá Newcastle, er eini nýliðinn í hðinu og at- hygli vekur að i því er ekkert pláss fyrir hina marksæknu Chris Sufton og Andy Cole. Robbie Fowler, táningurinn sókndjarfi hjá Uverpool, hefur hins vegar verið tekinn inn í æf- ingahópinn hjá Venables. Enskatandsliðið Enski hópurhm er þannig skip- aður: David Seaman og Titn Flowers eru markverðir. Rob Jo- nes, Tony Adams, Gary Pallister, Steve Bould, Graeme Le Saux og Stuart Pearce eru varnarmenn. Miðjumenn Darren Anderton, Robert Lee, David Platt, Matthew Le Tissier og Paul Ince og sóknar- menn eru Les Ferdinand, lan Wright, Alan Shearer, Teddy Sheringham og John Bames. ValenciatilSpánar Adolfo Valencia, miðherji kól- umbíska landsliðsins í knatt- spyrnu sem leikið hefur með Bay- em Múnchen í Þýskalandi, er á leið til spænska 1. deildar liösins Atletico Madrid. Þjálfari Atletico Madrid er Francisco Maturana sem stjórnaði Kólumbíumönnum á HM í sumar. Frakka, valdi í gær liö sitt sem mætir Slóvökum í Evrópukeppn- inni í næstu viku. Það bar helst til tíðinda að varnarmaðurinn sterki, Basile Boli, sem leikur með Rangers var ekki valinn í hðið og kom það mjög á óvart því Boli hefur rnn árabil leikiö stórt lúutverk í varnarleik franska landsliðsins. Stefán þjálfar Fjölni Stefán Arnarson hefur verið ráöinn þjálfari 2. deildarliðs Fjölnis í handknattleik og mun hann jafnframt leika með liðinu í vetur. Stefán, sem ver mark FH i knattspyrnunni, lék smávegis með KR í fyrra en var áður lengi með Gróttu. Njarðvík vann Keflavík Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjunu Njarðvík vann Keflavík, 85-83, í hörkuleik í Reykjanesmótinu i körfuknattleik í gærkvöldi. Klinsmann skoraði tvö - Tottenham vann og Forest er komiö í efsta sætið Þrír leikir fóru fram í gærkvöldi í ensku úrvalsdeildinni í knattspymu og unnust útisigrar í þeim öhum. Ipswich tók á móti Júrgen Khns- mann og félögum í Tottenham og sigraði Tottenham, 1-3. Klinsmann var í miklu stuði í leiknum og skor- aði tvö markanna, á 14. og 38. mín- útu. Rúmeninn Ihe Dumitrescu skor- aði þriðja markið á 28. mínútu, hans fyrsta mark fyrir Tottenham. Chris Kiwomya minnkaði muninn fyrir Ipswich á 85. mínútu. Leeds sigraði Crystal Palace, 1-2. David WMte kom Leeds yfir en Dean Gordon jafnaöi. Noel Whelan skoraði svo sigurmarkið fyrir Leeds á 63. mínútu. Ekkert gengur enn hjá Everton. Liðið tapaði í gærkvöldi gegn Nott- ingham Forest á heimavelh sínum, 1-2, og Forest er í efsta sæti úrvals- deildarinnar. Forest komst yfir á sjálfsmarki og Colin Cooper bætti öðru marki við. Paul Rideout minnk- aði mumnn fyrir Everton. Úrsht í 1. deild: Bolton-Millwall................1-0 Burnley-Bristol City...........1-1 Charlton-Sheff. Utd............1-1 Notts County-Oldham............1-3 Port Vale-Barnsley.............2-1 Reading-Stoke..................4-0 Southend-Portsmouth............1-2 Sunderland-Grimsby.............2-2 Tranmere-Luton................4-2 Watford-Wolves................2-1 • í 3. deild gerði Doncaster, hö Guð- mundar Torfasonar, markalaust jafntefh gegn Fulham á heimavelh. • Hibernian vann Dunfermhne 2-0 í 3. umferö skoska deildarbikars- ins og Partick tapaði heima fyrir Aberdeen, 0-5. • Cannes vann Auxerre, 3-1, í frönsku 1. deildinm í gærkvöldi og Lazio sigraði Modena, 5-0, í 2. umferð ítölsku bikarkeppmnnar. ÍSLAND - SVÍÞJÓÐ ísland - Sameinuðu furstadæmin (0-3) 1-0 1-0 Guðmundur Benediktsson (82.). Kristófer Sigurgeirsson sendi boltann fyrir frá hægri, af miklu harðfylgi, boltinn fór af vamarmanni og út, þar sem Guðmundur þrumaði viðstöðulaust í markið. Lið íslands: Birkir Kristinsson (Kristján Finnbogason 75.) - Daði Dervic, Guðni Bergsson (Þormóöur Egilsson 71.), Kristján Jónsson, Sigursteinn Gíslason - Sigurður Jónsson, Rúnar Kristinsson (Gunnar Oddsson 64.), Ólaf- ur Þórðarson - Hilmar Bjömsson (Kristófer Sigurgeirsson 75.), Helgi Sigurðs- son, Haraldur Ingólfsson (Guðmundur Benediktsson 66.). Lið Furstadæmanna: Fairouz - S.Ali, Al-Dhaheri, Al-Haddad, Ismail - Mohamed (Khamis 72.), Marzoug (Ahmed 46.), Al-Balooshi (Kahoor 80.), H.Ah (Abdulla 46.) - Saeed (Saad 63.), Al-Talyani. ísland: 13 markskot, 7 hom, 11 aukaspymur. Furstadæmin: 8 markskot, 5 hom, 15 aukaspymur. Gul spjöld: S. Ali, H. Ali, Abdulla, Saeed, Al-Haddad, Fairouz, Rúnar og Ólafur. Rautt spjald: Abdulla (73.) Dómari: Bragi Bergmann, of smámunasamur og leyfði ekki leiknum að ganga nógu vel. Áhorfendur: 519 greiddu aðgangseyri. Skilyrði: Regnúði og létt gola, völlurinn því háll en annars ágætur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.