Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1994, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 Stuttar fréttir Utlönd IRA-liðivestur Bandarísk stjórnvöld hleyptu einum af stofnendum írska lýö- veldishersins inn i landið. Nýtttímaskeið Viöskiptaráöherra Bandaríkj- anna segir aö nýtt tímaskeið í samskiptunum viö Kína sé hafiö. Izetbegovicefins Alija Izet- begovic, forseti Bosníu, hefur lýst i'fir etá- semdum sínum um áform um að aílétta vopnasölu- banni SÞ, fall- ist Serbar ekki á alþjóðlega friö- aráætlun. Seinirásér Rússar segja Vesturlönd of sein að umbuna Júgóslaviu fyrir aö snúa baki við Bosníu-Serbum. Innrás á næstunni Bandaríkin og þjóöir í Karíba- hafi segja aö stutt sé í innrás á Haítí. Prestur syrgður Trúarleiötogar á Haíti syrgðu prest og stuðningsmann útlægs forseta sem var drepinn. Fleiri leyfi Bandaríkin gefa til kynna aö þau muni veita 20 þúsund Kúb- verjum ínnflytjendaleyfi á ári. Hátíð í Berlín Borís Jeltsín Rússlandsfor- seti og Helmut KohJ Þýska- landskanslari verða viðstadd- ir athöfn í Berl- ín í dag þegar síöustu rússn- esku hermennirnir fara frá Þýskalandi. Krefjastskaðabóta Ættingjar ísraelsku íþrótta- mannanna sem voru myrtir á ÓL í Munchen 1972 krefjast fébóta. Andófsmaðurtekinn Kínversk yfirvöld færðu einn helsta andófsmann landsins til yfirheyrslu í morgun. Vara við Kættu Bandaríkjamenn sem sækja mannfiöldaráðstefnu SÞ í Kairó hafa verið varaðir viö hættu á hryðjuverkum. Klúður í geimnum Sovéskri flutningageimílaug mistókst i annað sinn að leggjast að Mir-geimstööinni í gær. Carlos kvartar Hryðjuverkamaöurinn Carlos kvartar undan röngum frétta- flutningi af sér í bréfi sem var smyglað úr fangelsinu. Nærtveggja mánaða stjómarkreppu lauk í Færeyjum 1 gærkveldi: Sátt um málef ni en ekki ráðherrastóla - Edmund Johannsen, formaður Sambandsflokksins, verður næsti lögmaður Johann Mortensen, DV, Færeyjum: Fjórir færeysku stjórnmálaflokk- anna komu sér í gær saman um málefnasamning fyrir nýja land- stjórn. Fastlega er búist við að stjórn taki við völdum á lögþingsfundi á fóstudaginn þótt enn hafi ekki verið gengið frá skiptingu ráðherrastóla milli flokkanna. Samkomulag varð um að Sam- bandsflokkurinn leiddi nýju stjórn- ina og verður formaðurinn Edmund Johannsen væntanlega næsti lög- maður. Marita Petersen, leiðtogi - '' 1 - T 2 C Nýir stjórnarherrar setjast senn að völdum í Þinganesi. jafnaöarmanna, víkur þá úr sæti sínu. Hún hefur leitt starfsstjórn síð- ustu vikurnar. Auk Sambandsflokksins standa Fólkaflokkur, Kristilegi fólkaflokk- urinn og Miðflokkurinn að hinni nýju landstjórn. Þessir flokkar hafa átt í löngum og ströngum viðræðum í allt sumar. Stjórnin hefur 18 þing- sæti að baki sér en 32 þingmenn eru á færeyska lögþinginu. Samkomulag er um að fara svokall- aða niðurfærsluleið. Stefnt er að lækkun alls kostnaðar um 12%. At- vinnurekendur fá skattaívilnanir til að lækka útgjöld sín og gjöld fyrir alla opinbera þjónustu verða lækkuð um 12%. Þetta leiðir til minnkandi tekna landsjóðsins en ætlunin er að mæta því með sparnaði. Þá gera menn sér vonir um að tekjur aukist að nýju eftir því sem atvinnulíf eflist. Hag- fræðingar segja þó að slíkar vonir séu óraunhæfar. Stjórnarflokkarnir ætla að einka- væða fiskvinnslu á eyjunum. Und- anfarið hefur rekstur frystihúsanna verið á vegum hins opinbera. Nú á að koma málum í fyrra horf. Um eitt þúsund hús brunnu til grunna i nótt í einu úthverfa Bangkok i Taílandi. Yfirvöld telja að i það minnsta þrjú þúsund manns hafi misst heimili sín. Ekkert réðst við eldinn en þarna eru hús almennt léleg til íbúðar en góður eldsmatur. Símamynd Reuter Norski varnar- málaráðherrann ábatavegi Jörgen Kosmo, varnarmálaráð- herra Noregs, er á batavegi eftir uppskurð á ríkissjúkrahúsinu í Ósló í gær. Læknar segja að að- gerðin hafi heppnast vel og að Kosmo muni ná sér að fullu. Bólga hafði myndast í öðru lunga Kosmos og sáu læknar ekki annað ráð en að skera hann upp. Hluti lungans var numinn brott en læknar segja að ekki hafi ver- ið um krabbamein að ræða. Kosmo er mikill reykingamað- ur og því óttuðust margir að sjúk- leiki hans væri alvarlegur. Þrátt fyrir góðar batahorfur verður Kosmo frá vinnu til loka sept- ember í það minnsta. Kosmo kom mjög við sögu í átökunum við íslenska togara á vemdarsvæðinu viö Svalbarða. Hann er yfirmaður norsku strandgæslunnar og gaf skip- herranum á varðskipinu Senju fyrirskipun um að skjóta á togar- ann Hágang II í byrjun ágúst. Alltgekk uppí Lillehammer Norska ólympíunefndin hefur komist að þeirri niðurstöðu að leikarnir í Lillehammer í vetur hafi tekist fullkomlega. f 260 síðna skýrslu um málið er ekki nefnt eitt einasta atriði sem betur hefði mátt fara. Norðmönnum þykir nóg um sjálfsánægju nefnd- arinnar enda verða þeir að greiða allt að 10 milljarða halla. ntb Bhuttofærleyfi Benazir Bhutto, íörsæt- isráðherra Pakistans, fær leyfi ísraelskra stjórnvalda til að heimsækja heimastjórnar- svæði Palest- ínumanna á Gaza og lýkur þar með deilu um málið. Geíslavirkni Ungverska lögreglan lagði hald á tvö kíló af geislavirku efni sem talið er vera sovéskt úran. BoyGeorgeslapp Breskur dómstóll hefur hafnað kröfu konu um að popparinn Boy George hafi barnað hana. Reuter Liðsmenn AMska þjóðarráðsins sestir að kjötkötlunum 1 Suður-Afríku: Mandela á þrítugf öldum launum De Klerk þótti ekki ofhaldinn af ríflega fjórum milljónum króna í laun meðan hann var forseti Suð- ur-Afríku. Arftakinn Nelson Mandela hefur bætt úr þessu og íær þrefold laun á við gamla forsetann. Það eru ríflega 12 milljónir króna á ári. Þetta þykir gott miöað við það sem Mandela haiöi áður og gott miðað viö það sem venjulegur launamaður fær í launaumslagið. Þeir blökkumenn sem eru svo heppnir að hafa vinnu fá þritugasta partinn af því sem forseti þeirra fær. Þetta á þó aöeins við um annan hvem blökku- mannílandinu, hinn er at- vinnulaus. Afríska þjóð- arráðiðhefurl7 ráðherraínýrri stjórn. Þessir menn fá á mán- uöi um þrefóld Nelson Mandel árslaun verkamanna. Að au fylgja hús og bílar. Þá hafa mer veitt því athygli að laun starf manna Afríska þjóðarráðsins, se nú er stærsti stjórnmálaflokki Suður-Afríku, hafa hækkað í mun ffá því sem áöur var. Þeir sem gagnrýna nýju stjómina segja að blökkumenn í yfirstétt hafi sest að kjötköltunum og maki nú krókinn meðan allur almenn- ingur lifi við nákvæmlega sömu kjör og áður. Mandela hafði þó fyr- ir slagorð í kosningabaráttunni á siðasta ári að nú yrði „feitu köttun- um velt úr bælum sínum". Desmond Tutu, erkibiskup og gamall bandamaður Mandelas, hefur lýst ástandinu svo að blökku- Þingmenn Afríska þjóðarráðsins hafa brugöist við þessari gagnrýni með því að lofa endurskoðun á launum ráðherra og þingmanna. Fulltrúar þeirra benda þó á að erf- itt sé að breyta gömlu launakerfi. Aðstoðarmaður Mandelas forseta hefur td. sagt að launin séu ákveð- in af nefnd sem fyrri stjórn skipaði. Desmond Tutu er einn þeirra sem bendir á að þróunin í Suður-Afríku sé farin að minna óþægilega mikið á dýragarðssögu Georges Orwelle. mennísljómhafiaðeinsvelt„feitu Bylting blökkumanna í Suður- köttunum" úr bælunum til að Afríku er farina að éta börina sín leggjast þar sjálfir. eins og aörar byltingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.