Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1994, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÚNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblaö 180 kr. m/vsk. Ólympíuöld Um þessar mundir er haldið upp á hundrað ára af- mæh ólympíuhreyfmgarinnar. Hátíðahöldin fara fram í París í Frakklandi en Alþjóðaólympíunefndin var stofnuð árið 1894 í Sorbonneháskólanum fyrir forgöngu Frakkans Pierre de Coubertin. Hugsjón Frakkaris var að leiða þjóðir heims til frið- samlegrar sambúðar í anda gagnkvæmrar virðingar og mannlegrar reisnar. Það skyldi gert í nafni íþróttanna. Ólympíuleikamir eru haldnir á íjögurra ára fresti og eru mesta íþróttahátíð hvers tíma. Leikamir hafa fyrir löngu áunnið sér sess í vitund mannkynsins sem hátíð friðar- ins, æskunnar og íþróttaafrekanna. Enginn vafi er á því að ólympíuleikamir hafa átt sinn þátt í því að ólíkar þjóð- ir hafa kynnst og lært að hinum megin landamæranna býr fólk með sömu hugsanir og sömu þrár. Tortryggni hefur breyst í vináttu. Iþróttafólkið hefur tekið höndum saman í leik og gleði og brúað það bil sem ella hefði myndast á milh þjóða og kynþátta. Ólympíuleikamir hafa þannig staðið undir því ætlunarverki frumheijanna að stuðla að betri heimi. Ólympíuhugsjónin hefur lifað og logað. Auðvitað hefur það ekki alltaf verið dans á rósum og á tímum kalda stríðsins voru ólympíuleikamir notaðir sem vettvangur fyrir harðvítug átök austurs og vesturs. Þar vildu menn sanna yfirburði og ágæti eigin þjóðskipu- lags með afrekum íþróttamannanna. Palestínumenn not- uðu leikana til hryðjuverka, hörundsdökkir Bandaríkja- menn steyttu hnefa, íþróttamenn hafa verið staðnir að lyfjanotkun og peningagreiðslur og ósæmilegur auglýs- ingaáróður hefur sett blett á þessa miklu íþróttahátíð. Með tilkomu sjónvarps og fjarskiptasambands hefur keppni á ólympíuleikum verið í beinni útsendingu víðs vegar um heim og almenningur hefur komist í snertingu við spennu og æsandi augnablik. Með þessum sjónvarps- útsendingum hefur alþjóðaólympíuhreyfmgunni vaxið fiskur um hrygg í tiárhagslegum skilningi. Tekjur af sjón- varpi og auglýsingum skipta mihjörðum. Þessar tekjur hafa gert Alþjóðaólympíunefndinni kleift að færa út kvíamar í fleiri leikum og mótum, stjórn alþjóðlegra íþróttasamskipta, tilskipunum, fjárveitingum til ein- stakra landa og jafnvel til póhtískra áhrifa. Hlutverk Alþjóðaólympíunefndarinnar hefur breyst úr því að halda ólympíuleika á fjögurra ára fresti í um- fangsmikla starfsemi og umsvif árið um kring. Sú þróun hefur auðvitað áhrif á stjóm íþróttamála í hverju landi, enda hlýtur það að vera metnaður hverrar þjóðar að lýðræðislega kjörin íþróttaforysta hafi forræði yfir þeirri íþróttastarfsemi sem háð er undir merkjum ólympíuhreyfingarinnar. Þetta er því meira áríðandi 1 ljósi þeirrar staðreyndar að auknum umsvifum Alþjóðaólympíunefndarinnar fylgja völd og áhrif í hendur þess fámenna hóps sem stýr- ir henni. Forseti Alþjóðanefndarinnar safnar um sig hirð auðsveipra viðhlæjenda og þar ráða geðþótti og duttlung- ar forsetans mestu ef ekki öhu. Hann ferðast um heiminn með konunglegri viðhöfn og margar sögur em sagðar af ríkidæmi, bmðh og vafasömum afskiptum Alþjóða- ólympíunefridarinnar sem em í htlu samræmi við sjálfa ólympíuhugsjónina. Hvað um það. Aldarafmæh ólympíuhreyfmgarinnar er merkileg tímamót. Fyrir tilstuðlan ólympíuleika hefur sú kenning sannast að íþróttir hafa annan og meiri til- gang en þann einan að komast efst á verðlaunapah. Þær hafa stuðlað að friðsamlegri og betri heimi. Ehert B. Schram Skoðanir annarra Við þurfum að sækja á um réttindi til markaðsaðgangs. Mikilvægast i þessu sambandi eru síldin og kindakjötið. EES-samninginn þarf að aðlaga Nú er lag fyrir bændur „í stað þess að veifa gulu smitsjúkdómaflaggi og hóta að bijóta alþjóðasamninga ættu landbúnaðar- ráðherra og aörir ráöamenn landsins aö mæta nýjum veruleik af raunsæi og markaðshyggju.... Nú er lag fyrir íslenska bændur og innlenda söluaðila að haga framleiöslunni þannig að hún standist ekki aðeins gæðasamanburð við erlent innflutt kjöt, heldur einn- ig verðsamanburð." Úr forystugrein Alþbl. 30. ágúst. Samkeppni eða samráð? „Með gjaldtöku sinni fyrir ávísana- og debet- kortafærslur eru bankarnir því að grafa sína eigin gröf.... Hvar má finna samkeppni á milli bankanna um þjónustu við almenning? Hefur Samkeppnis- stofnun sagt sitt síðasta orð um nákvæmlega sömu gjaldtöku allra banka fyrir að færa ávisanir og greiðslur með debetkortum? Ef bankarnir mega hafa samráð af þessu tagi, af hverju mega olíufélögin þaö ekki, svo dæmi sé tekiö? Spyr sá sem ekki veit.“ Sölvi Eysteinsson kennari í Mbl. 30. ágúst. Á brattann á ný „Það hefur því miður verið sóaö dýrmætum tíma í atvinnumálum. ... Atvinnumálavandinn verður ekki leystur nema stjómvöld setji lausn þeirra mála í forgang og ráðist að honum með nýjum aöferðum. Ef sjóðir og stofnanir gegna ekki hlutverki sínu, þá veröur að breyta reglum þeirra til þess að gera þær skilvirkari. Til dæmis kæmi til greina að sameina fjárfestingarlánasjóði og afnema skilrúm milli at- vinnugreina. Það hallar undan brekkunni 1 atvinnu- málum nú, og það verður að sækja á brattann á ný.“ Úr forystugrein Tímans 30. ágúst. Eftir næstu áramót verður nauð- synlegt að aölaga samninginn um Evrópska efnahagssvæði að nýjum veruleika þegar félagar okkar EFTA-megin á svæðinu ganga yfir í Evrópusambandiö. Við munum þurfa aö búa viö EES-samninginn áfram og á því verður ekki breyting nema við göngum í ESB. Sú spurning hefur vaknað hvort EES-samningurinn verði fram- kvæmanlegur, ef sú staða kemur upp að ísland verði aðeins eitt EFTA-megin á Evrópska efnahags- svæðinu, og hvort hægt sé að búa viö hann. Þeirri spurningu verðum við íslendingar tvímælalaust að svara játandi. Hagsmunir okkar felast að sjálfsögðu í því að halda öllum þeim réttindum sem við höf- um áunnið okkur með EES-samn- ingnum og helst að ná auknum réttindum innan Evrópusam- bandsins þegar að því kemur að semja um aðlögun samningsins að breyttum forsendum. Réttindin verða að haldast Við þurfum t.d. að sækja á um að öll þau réttindi til markaðsaö- gangs, sem við höfum í EFTA-ríkj- unum umfram ESB, yfirfærist yfír á allt Evrópska efnahagssvæðið þegar félagar okkar í EFTA ganga í sambandið. Mikilvægast í þessu sambandi eru síldin og kindakjötið. Við þurfum líka að tryggja í aðlög- unarsamningnum við ESB að þau réttindi sem varin eru með starf- semi eftirlitsstofnunar EFTA og EFTA-dómstólnum haldist. Þessar stofnanir mega því ekki hverfa heldur verður að sníða umfang þeirra eftir hinum nýju forsendum. EES-samningurinn eykur réttindi almennra borgara og fyrirtækja frá almennum frí- verslunarsamningum vegna þess að meö honum er settur upp óháð- ur eftirlitsaðili með samningnum KjaUariim Vilhjálmur Egilsson alþm., framkvæmdastjóri Verslunarráös íslands þangað sem hægt er aö skjóta kvörtunarmálum. í almennum fríverslunarsamn- ingum var einungis stuðst við svo- kallað pólitískt eftirht sem felst í því að það er hlutverk stjómvalda viðkomandi ríkja að leysa úr ágreiningsmálum. í hinum al- mennu fríverslunarmálum eru stjórnvöld einstakra ríkja því jafn- an dómarar í eigin málum þegar einstaklingar og fyrirtæki telja að stjórnvöld í aðildarríkjum samn- ingsins brjóti gegn honum í ein- hveiju atriði. I EES-samningnum hafa einstaklingamir og fyrirtækin rétt gagnvart stjómvöldum og Eft- irlitsstofnunin og EFTA-dómstóll- inn tryggja þessi réttindi. Við þurfum líka að tryggja í að- lögun EES-samningsins að hin tak- mörkuðu áhrif, sem við höfum nú á mótun nýrra EES-reglna, glatist ekki. Þetta þýðir að við þurfum að fá með einhverjum hætti viður- kenndan aðgang að starfi þeirra nefnda innan Evrópusambandsins sem fjalla um nýjar EES-reglur. Ekki blanda EES saman við aðild að ESB Óháð því hvað menn vilja varð- andi aðildarumsókn að Evrópu- sambandinu verður að ganga í að- lögun EES-samningsins að nýjum forsendum. Það má ekki blanda þessu saman. En aöild að Evrópu- sambandinu er eftir sem áður eitt allra stærsta hagsmunamál þjóðar- innar og að því verður aö vinna. Fullveldishugtakið er að breytast og á næstu öld mun fullveldi þjóð- arinnar snúast um rétt hennar til þess að taka þátt í fjölþjóðlegri ákvarðanatöku um mál sem hafa úrslitaáhrif á hag hennar. Því verð- ur að hefja sem fyrst undirbúning að aðildarumsókn að Evrópusam- bandinu sem felst í skilgreiningu á samningsmarkmiðum okkar og vinnu við að afla sjónarmiðum okkar fylgis innan sambandsins. Vilhjálmur Egilsson „Fullveldishugtakið er að breytast og á næstu öld mun fullveldi þjóðarinnar snúast um rétt hennar til þess að taka þátt í fjölþjóðlegri ákvarðanatöku um mál sem hafa úrslitaáhrif á hag henn- nv, 66

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.