Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1994, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994
Útlönd
DV
Hvolpar í stjörnuhlutverki
Þeir eru ekki háir í loftinu þessir sex vikna gömlu jagúarhvolpar sem þessa dagana njóta mestra vinsælda allra dýra
i dýragarðinum í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu. Móðir þeirra heitir Fortuna og er tíu ára og var fjölskyldan til sýnis
i aðeins annað sinn i búrinu sinu i gær. Símamynd Reuter
Sjakalinnnærð-
istáTúborgog
dönskum vínar-
Hryðjuverka-
maðurinn Car-
los nærðist
andlega og lík-
amlega á græn-
um Túborg og
dönskum vín-
arbrauðum.
Viö leit í íbúð
hans í Kartúm I Súdan komu í
ljós stæður af bjórdósum en aö-
eins ein bók, reifari, en bjórsins
hafði verið neytt ótæpilega.
Þá hafa nágrannar Sjakalans
borið vitni um aö af fastri fæöu
hafi kappinn kosið dönsk vínar-
brauð öðru fremur. Hann synti
þrisvar í viku en hreyfði sig lítið
að öðru leyti. Carlos var gripinn
af frönskum leyniþjónustumönn-
um á skuröarborði lækna sem
voru að reyna að ná af honum
fitukeppum.
Dreifðislóg
á20 kílómetra
vegarkafla
Danskur vörubílstjóri fékk
skammir en enga sekt lijá lögregl-
unni í Esbjerg fyrir að dreifa slóg
á um 20 kílametra langan vegark-
afla við borgina.
Bílstjórinn veitti því ekki at-
hygli að farmurinn, um 30 tonn
af fiskúrgangi, lak aftur af bílpall-
inum. Lögreglan varð að gefa út
viövörun um hálku á veginum
þrátt fyrir sól og yfir tuttugu stiga
hita. Vel gekk að skola brautina.
Maðurdrottn-
ingarsnýrsér
aðbrugginu
Hinrik prins,
eiginmaður
Margrétar
Danadrottn-
ingar, hefur nú
látiö gamlan
draum rætast.
Hann hefur
snúið sér að
bruggi og ætlar að selja ffarn-
leiðsluna, sannkölluð eðalvín.
Þau hjón eiga búgarð í Suður-
Prakklandi. Þar er jörö hagstæö
til ræktunar vínviðar en fram til
þessa hafa vínber kóngafólksins
verið send í nálægt brugghús til
gerjunar.
Nú ætlar prinsinn aö hefia
framleiðslu á eigín fiöskur undir
eigin merki. Áætluð afköst á ári
munu vera um 100 þúsund lítrar
af rauðvíni.
Kapphlaup um æðstu metorð í Atlantshafsbandalaginu:
Mæla með Uffe
í NATO-stólinn
Norðmenn draga taum Torvalds Stoltenberg af miWum ákafa
Boö hafa komið um það frá æðstu
stööum í Þýskalandi að Þjóðverjar
geti vel hugsað sér að Uffe EÚe-
mann-Jensen, fyrrum utanríkisráð-
herra Dana, taki að sér fram-
kvæmdastjórn í Atlantshafsbanda!
laginu nú þegar Manfred Wörner er
allur.
Náinn samverkamaður Klaus Kin-
kel, utanríkisráðherra Þýskalands,
hefur lýst trausti á Uffe í viðtali við
þýskt blað. Almennt er talið að meira
búi að baki og aö þýsk stjórnvöld og
þá sérstaklega utanríkisráðherrann
vilji Uffe öðrum fremur.
Mál hafa hins vegar þróast svo að
Uffe á ef til vill ekki heimangengt því
kosningar
standa fyrir
dyrum í Dan-
mörku og að
þeim loknum
gæti gamall
draumur Uffe
um forsæti í
dönsku ríkis-
stjórninniræst.
í Þýskalandi
er því haldið fram að Uffe gæti gefið
NATO frjálslegra yfirbragð en veriö
hefur undanfarið. Hann þykir alþýð-
legri en fyrri framkvæmdastjórar
hjá bandalaginu. Þá er bent á mikla
þekkingu hans á alþjóðamálum og
Uffe Ellemann.
góð tengsl við ráðamenn í Austur-
Evrópu. Sjálfur hefur Uffe ekkert
viljað segja um málið enda upptekinn
við að undirbúa kosningabaráttu
Venstre í Danmörku.
Norðmenn eru ekkert hrifnir af
þessum tíðindum. Þeir róa nú að því
öllum árum að koma Torvald Stolt-
enberg, fyrrum utanríkisráðherra og
nú sáttasemjara, í NATO-stólinn.
Norska ríkisstjómin ætlar þó ekki
að bjóða Stoltenberg sérstaklega
fram sem sinn fulltrúa. Þó er viður-
kennt í norska utanríkisráðuneytinu
að stjórninni þætti vænt um ef
bandamennirnir vildu eftirláta
þeirramannistólinn. Ritzau og ntb
Frá Grunnskólum
Reykjavíkur
Grunnskólar Reykjavíkur hefja starf í byrjun september.
Kennarafundir verða i skólunum kl. 9.00 árdegis fimmtu-
daginn 1. september.
Nemendur komi í skólana mánudaginn 6. september sem
hér segir: 10. bekkur (nem.f. 1979) kl. 9.00
9. bekkur (nem. f. 1980) kl. 10.00
8. bekkur (nem.f. 1981) kl. 11.00
7. bekkur (nem.f. 1982) kl. 13.00
6. bekkur (nem.f. 1983) kl. 13.30
5. bekkur (nem. f. 1984) kl. 14.00
4. bekkur (nem.f. 1985) kl. 14.30
3. bekkur (nem. f. 1986) kl. 15.00
2. bekkur (nem. f. 1987) kl. 15.30
Nemendur 1. bekkjar (börn fædd 1988) hefja skólastarf
skv. stundaskrá fimmtudaginn 8. september en verða áður
boðaðir til viðtals með foreldrum, hver í sinn skóla.
Dan Quayle, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna:
Hef alla burði til
að verða forseti
Dan Quayle,
fyrrum vara-
forseti Banda-
ríkjanna, segist
hafa alla burði
til að verða for-
seti en hann
muni ekki taka
ákvörðun um
framboð árið 1996 fyrr en eftir þing-
kosningamar í nóvember.
„Margir hafa hvatt mig til að bjóöa
mig fram árið 1996 en ég hef einfald-
lega ekki gert upp hug minn,“ sagði
Quayle við fréttamenn í gær.
Hann sagði að frambjóðandi til for-
setaembættisins þyrfti að búa yfir
þremur hæfileikum: í fyrsta lagi
þyrfti hann að vera hæfur í starfið,
í öðru lagi þyrfti hann að hafa fram-
tíðarsýn fyrir landið og loks þyrfti
hann aö hafa kjark til að fara fram.
Quayle sagði að fyrstu tvö atriðin
ættu við hann. „Ég veit ekki hveijar
líkurnar yrðu ef ég byði mig fram
en ef ég geri það ætla ég mér að ná
settu marki,“ sagði Quayle.
Talsmenn varaforsetans fyrrver-
andi bám til baka fréttir um að hann
hefði þegar ákveöið sig þar sem bók
hans um varaforsetaárin hefði selst
mjög vel. í bók sinni gerir hann m.a.
upp gamla reikninga við fjölmiðla,
sem hann segir að hafi gert stöðugt
grín að sér, og bæði fyrrverandi og
hugsanlegakeppinauta. Reuter
Balladurvill
þriggja þrepa
Evrópu
Edouard
Balladur, for-
sæösráðherra
Frakklands,
hefur hvatt til
þessaðEvrópu
verði skipt upp
í þrjá flokka
þar sem vold-
ugustu ríki Evrópusambandsins
myndi harða kjamann, hin ríki
ESB verði saman í hópi en önnur
lönd álfunnar í þeim þriðja.
Ráðherrann varpaði þessari
hugmynd fram í viðtali við
franska blaðið Le Figaro 1 gær
og sagði hana vera í anda Maa-
stricht-sáttmálans.
Balladur sagöi að bjóða ætti öll-
um ESB-ríkjunum í úrvalsflokk-
inn en ekki væri líklegt að þau
gætu öll gengið í hann á sama
tíma.
Atvinnuleysi
meðalfinnskra
kvennavaxandi
Sífellt fleiri konur í Finnlandi
verða nú fyrir barðinu á atvinnu-
leysinu, samkvæmt upplýsingum
sem fmnska hagstofan hefur sent
frá sér. í júlímánuði voru tuttugu
þúsund fleiri atvinnulausir en á
sama mánuöi i fyrra og vora kon-
ur þar í meirihluta.
Atvinnuleysi meðal kvenna er
nú 17,6 prósent og haföi það auk-
ist um 1,6 prósent frá því í júlí í
fyrra. Atvinnuleysi karla var 18,8
prósent, ámóta og var i júlí í
fyrra.
Þrátt fyrir mikiö atvinnuleysi
heima fyrir hafa ekki margir
Finnar haldið til útlanda í at-
vinnuleit. Aðeins rúmlega þús-
und Finnar hafa leitaö fyrir sér
erlendis frá því samningurinn
um EES gekk í gildi um áramótin.
Kafbátahljóðin
komalíklega
barafrádýrum
Hugsanlegt er talið að minkar,
selir og fiskar hafi gefi frá sér
hljóðin sem sænski fiotinn taldi
koma frá útlendum kafbátum í
landhelginni á síðastliðnum
fimm árum.
Þetta kemur fram hjá Hákan
Neckman, fyrmm yfirmanni í
kafbátaflotanum, í viðtali við
Svenska Dagbladet.
Upplýsingaskrifstofa aðal-
stöðva hersins í Stokkhólmi
skýrði frá því fyrr i ágúst að sjó-
herinn hefði lagt stund á dýra-
veiðar við kafbátaleit í skerja-
garðinum í april i vor. Greining
á upptökum úr kafbátsleitinni
leiddi i Ijós að hljóðin komu frá
dýrum á sundi.
Pavarottiætlar
aðgeraóperu
aðgengilega
ítalski óperu
söngvarinn
Luciano Pava
rotti hefur ger
samning vii
hljómplötufyr-
irtæki um ac
gefa út tuttugi
ópemdiska
sem eiga að vera aðgengilegir fyr-
ir hinn almenna mann. Diskarnir
era fyrir Bandarikjamarkað.
„Þessar plötur eru framhald
þess sem ég er að reyna að gera
fyrir óperulistina," sagði Pava-
rotti.
Alls verða rúmlega 400 lög á
diskunum og hefur Pavarotti val-
ið þau öll, m.a. uppáhalds ástar-
söngvar hans og fleira.
Reuter, FNB,TT