Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1994, Blaðsíða 28
44 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 OO Áfram hlýtt fyrir norðan Halldór Blöndal. Engan inn- flutning á kjöti „Allir stjórnmálaílokkar eru sammála um það að við eigum að standa fast á því að leyfa ekki innflutning á hráu kjöti og slátur- afurðum vegna þess hversu ein- angraðir íslenskir bústofnar eru,“ segir Halldór Blöndal í DV. Við hvað ætla iðnnemar að starfa í framtíðinni? „Við viljum að farið sé að reglum og verk séu boðin út. Menn eiga að standa heiðarlega að útboðum og leyfa öllum að keppa á jafn- réttisgrundvelli... Ég veit ekki Uminæli við hvað þessir iðnnemar ætla að starfa í framtíðinni ef þeir eiga ekki kost á því að bjóða í þau verk sem falla. til,“ segir Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Langri eyðimerkurgöngu lokið „Það eru fáir sem þekkja betur en KR-ingar að vera í langri eyði- merkurgöngu. Fólk gerir alltaf kröfur til KR og hæðst hefur ver- ið að okkur, en við höfum haldið ótrauðir áfram að settu marki. Á sunnudaginn var ísinn brotinn og hann var þykkur," segir Krist- inn Jónsson, formaður KR, í Morgunblaðinu. Fækkum þingmönnum „Fækkun þingmanna er ekki minna framfaramál en jöfnun atkvæðisréttar milli lands- manna. Með því að fækka þeim úr 63 í 41 spöruðust beinlínis 250 milljónir króna á ári...,“ skrifar Herbert Guðmundsson í kjallara- grein í DV. Enginn vill gefa leyfi „Lögreglustjóri gefur ekki leyfi nema nágranninn samþykki, þó ekkert um það standi í lögum. Heilbrigðiseftirlitið hengir sig á byggingarfulltrúann og bygging- arfulltrúinn hengir sig á það sama og lögreglustjóri," segir Agnes Þorláksdóttir, eigandi og aðalstarfsmaður hundaræktar- bús á Funahöíða 10 í DV. Það er munur á Laugar- dalsvelli og Rose Bowl „íslendingar eiga góðan heima- völl og það verða mikil viðbrigði að leika á Laugardalsvelli eftir að hafa leikið á Rose Bowl leik- vanginum í Bandaríkjunum," segir Tommy Svensson, lands- liösþjálfari Svía. Fréttamaður spurði þingmann- inn um álit sitt á málinu. Gætum tungunnar Rétt væri: Fréttamaður spurði þingmanninn um álit hansá mál- inu (ekki álit fréttamannsins). Fremur hæg suðlæg átt verður á landinu í dag. Skýjað suðvestan- og sunnanlands og sums staðar dálítil Veöriö í dag súld en um landið norðan- og austan- vert má reikna með björtu veðri. í nótt fer að blása af suðaustri frá lægð sem nálgast úr suðvestri og suðvest- an til á landinu fer að rigna undir morgun. Áfram verður hlýtt í veðri, einkum norðan- og austanlands. Á höfuðborgarsvæðinu er sunnan- og suðaustan gola, skýjað að mestu og öðru hverju dálítil súld. Hiti 8-12 stig. Sólarlag i Reykjavík: 20.48 Sólarupprás á morgun: 6.09 Síðdegisflóð í Reykjavík: 14.14 Árdegisflóð á morgun: 02.55 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyrí hálfskýjað 9 Akurnes skýjað 7 Bergsstaðir skýjað 9 Keílavíkurflugvöllur úrkomaí grennd 8 Kirkjubæjarklaustur alskýjað 8 Rauíarhöfn skýjað 6 Reykjavík súldásíð. klst. 8 Stórhöfði skúr 8 Bergen skýjaö 8 Helsinki skýjað 10 Kaupmannahöfn léttskýjað 13 Berh'n léttskýjað 12 Feneyjar þokumóða 21 Frankfurt léttskýjað 12 Glasgow lágþoku- blettir 8 Hamborg lettskýjað 11 London rigning 14 Nice skýjað 23 Róm hálfskýjað 22 Vin hálfskýjað 16 Washington léttskýjað 19 Winnipeg léttskýjað 8 Þrándheimur úrkoma í grennd 10 Veðrið kl. 6 i morgun „Þessi árangur minn í lang- stökki, að stökkva átta metrana, kom kannski ekki mjög á óvart. Ég hef verið að stökkva þessa lengd og gera hárnákvæmt ógilt, þannig að það var bara spumingin hvenær kæmi að þessu. Aftur á móti veitir þessi árangur mér mikla gleði og Maður dagsius uppreisn æru vegna þess að það var einmitt i langstökkinu sem ég gerði ógilt á Evrópumeistaramót- inu á dögunum og það varð til þess að ég hætti þátttöku," segir Jón Amar Magnússon tugþrautar- kappi sem um síðustu helgi setti glæsilegt xnet i langstökki i bikar- keppni FRÍ og stökk átta metra slétta. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði í fjórum öðrum greinum, 100 m hlaupi, 200 m hlaupi, 400 m hlaupi og 110 m grindahlaupi. „Ég hef aldrei verið í betra formi en einmitt nú, en það má segja að mótið um helgina hafi verið loka- punkturinn á sumrinu. Ég er samt Jón Arnar Magnússon. ákveðinn í að æfa vel í vetur og búa mig undir næsta sumar.“ Þegar Jón var spurður hvenær hann byijaði í frjálsum íþróttum sagðist hann hafa verið ellefu ára þegar hann fór að fikta við hlaup, síðan tóku skólakeppnir við og leiddi hvað af öðru þar til hann var kominn á fullt í íþróttimar. „Ég byrjaði að keppa á opnum frjáls- íþróttamótum fimmtán ára gamall og keppti fyrst í langstökki og þrí- stökki. Það var ásetningur minn í byrjun að verða þrístökkvari og var ég aldrei með tugþrautina í huga til að byrja með, þaö má segja að hún hafi komið af sjálfu sér þeg- ar ég fór að keppa í fleiri greinum." Jón Arnar sagði að yfirleitt væri það langstökkið sem gæfi honum flest stig í tugþrautarkeppni, en eins og flestum tugþrautarmönn- um finnst honum 1500 metra hlaupið erfiðast „Það er ekki að- eins að maður þurfi að vera í góöri hlaupaþjálfun fyrir 1500 metrana heldur er þessi síðasta grein í tug- þrautinni mjög sálræn. Oft ráðast úrslit í tugþrautinni í þessari grein." Jón Arnar, sem starfar sem íþróttakennari á Sauðárkróki, á sér önnur áhugamál en fijálsar íþróttir og þar eru fremst skotveiöar og jeppar. Aðspurður sagöist hann hafa beðið spenntur eftir að gæsa- veiðitíminn byrjaöi og hann væri þegar búinn að fara á veiðar. „Jeppaferðir hafa einnig verið mik- ið áhugamál og er ég búinn að fara á jeppa á alla jökla landsins nema Drangajökul." Sundlaugarvörður zyþok-a- Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. Úrslitahrinan í fjórðu deild Nú er landsleikurinn við Arab- isku furstadæmin að baki og ís- lenskir knattspyrnuunnendur bíða spenntir eftir að sænska landsliöið heimsæki okkur i næstu viku. Fótboltinn heldur Útivera samt áfram að rúlla hér heima og nú er komið að síðarí leikjum i úrslitakeppninni í 4. deild. Um helgina voru leiknir fyrri leikim- ir. UMFN tapaðí fyrir KS 2-4 á heimavelli, Ægir vann Víking, Ó., 4-3, Leiknir sigraði Sindra 6-3 á útivelli og má fastlega gera ráð fyrir að Leiknir sé búinn að tryggja sér áframhaldandi keppni og Magni sigraði Hugin 1-0. Leik- imir hefjast allir kL 18.00. Skák Búdapestarbragð og kóngsbragð eru nieðal byrjana sem sést hafa á fjörugu Skákþingi íslands sem nú fer fram í As- garði í Vestmannaeyjum. Þessir forn- frægu „gambitar" hafa þó ekki tekist sem skyldi. Sævar Bjamason, með svart, tók hraustlega á móti kóngsbragði Stefáns Þ. Siguijónssonar í fyrstu umferð: 1. e4 e5 2. f4 d5 3. exd5 c6 4. dxc6? Rxc6 5. d3 Bc5 6. RÍ3 RÍB 7. Rc3 0-0 8. Be2 He8 9. Ra4 Da5 10. c3 e4 11. Re5 Rxe5 12. fxe5 exd3 13. Bxd3 Hxe5+ 14. Kíl Bg4 15. Dc2 Hae8 16. Bf4 og svartur á leik: 8 7 6 5 4 3 2 1 16. He2! 17. Bxe2 Bxe2+ 18. Dxe2 Eöa 18. Kel Bd3+ og ekki þarf að spyrja aö leikslokum. 18. - Hxe2 19. Kxe2 Dxa4 20. Bd2 De4+ og hvítur gafst upp. Bridge I # i 1 iii m m a i & ii ai A&W AA fi ^ fi ABCDEFGH Sveit S. Ármanns Magnússonar hefur staðið sig meö eindæmum vel í bikar- keppni BSÍ. Hún er komin í undanúrslit, sló út sveit Verðbréfamarkaðarins með öryggi í 16 sveita úrslitum og vann naum- an sigur á sveit Landsbréfa í fjórðungsúr- slitum með 105 impum gegn 102. Sveit S. Ármanns Magnússonar er skipuð Matthíasi Þorvaldssyni, Jakobi Kristins- syni, Sveini Rúnari Eiríkssyni, Hrannari Erlingssyni og Ragnari Hermannsysyni. Hér er eitt spil úr leiknum gegn Lands- bréfum þar sem ungu mennirnir fengu úttekt (game) á báðum borðum. Sagnir gengu þannig í lokuðum sal, austur gjaf- ari og allir á hættu: ♦ D6 V ÁKDG86 ♦ G5 + ÁG6 ♦ ÁKG V 1073 ♦ Á72 + 8532 ♦ 4 ¥ 92 ♦ K1098643 + 974 Austur Suður Vestur Norður Hrannar G. Páll Sveinn Þorlákur 1 G Pass 4V Dobl 44 p/h Fjögur hjörtu voru yfirfærslusögn í spaða og austur sýndi hjartalengd með doblinu. Vestur spilaði út hjarta, austur tók tvo hæstu í litnum, lagði niður laufás og spilaði síðan þriðja hjartanu í þeirri von að vestur ætti hærra en tíuna í spaða í blindum. Svo var ekki, en lesendur sjá að spilið er alltaf niður ef austur leggur ekki niður laufásinn. í opnum sal passaði austur í fyrstu hendi (grandopnun lofar 13-15 punktum) og Matthías í suður opn- aði á veikum tveimur í tigli. Jakob, sem sat í norður, sagði 2 hjörtu sem er krafa, Matthías þrjá tígla til að lýsa veikri hendi og Jakob stökk þá í 4 hjörtu. Þeim er hægt aö hnekkja með trompútspili, eða með því að taka stungu í tígli. En útspiliö var spaðaás og síðan skipt yfir í tromp. Jakob hitti í tíguhnn og gaf aöeins einn slag á lauf og fékk 10 slagi. Gróðinn var 15 impar fyrir spihð. ísak Örn Sigurðsson •F IOÓZ V 54 ♦ D .1. vnm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.