Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1994, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 5 > > > > > > > > > Í i i i i Fréttir Gengið í skrokk á íslenskum flugstjóra hjá Cargolux 1 Alaska: Tvíbrotnaði í árás fyrirmyndarunglinga - höfðu engan áhuga á að ræna peningum eða öðrum verðmætum Spar isjódirnir brjóta samkeppnislög Neytendasamtökin hafa sent bréf til Samkeppnisstofnunar þar sem óskað er eftir rannsókn á hvort sparisjóðum sé heimil út- gáfa sameiginlegrar gjaldskrár. Telja samtökin að sparisjóöirnir haii brotið gegn samkeppnislög- um með því að hafa ólögmæt samráð sín á milli í þeim efnum. Bréfið kemur i kjölfar fundar Neytendasamtakanna og for- svarsmanna bankanna um þjón- ustugjöld en á fundinum óskuðu samtökin m.a, eftir sundurliðuð- um kostnaði færslugjalda. Sigurður Halldórsson, ílugstjóri hjá á hann án nokkurrar sýnilegrar Cargolux í Lúxemborg, meiddist á ástæðu í miðborg Fairbanks í Alaska höfðiogtvíbrotnaðiáfætiþegarhóp- á fimmtudagskvöld. Sigurður var ur snyrtilega klæddra unglinga réðst strax íluttur á sjúkrahús þar sem Sóknarprestur Seltjamameskirkju í embætti a ný: Siðanefnd Prestafélags- ins fjallar um málið - bíðum átekta, segir formaður sóknamefndar „Eg ætla að reyna að kalla nefnd- ina saman nú í vikunni en veit í raun ekki hvort það gengur fyrir mánaða- mótin. Ég vil ekkert um það segja hver niðurstaða okkar verður eða hvort við afgreiðum það yfirleitt. Það er í raun fátt sem við getum gert en líklega höfum við fjóra valkosti. Um er að ræða að málið verði fellt niður, því ljúki með áminningu, því verði vísað til stjórnar Prestafélagsins eða Prestafélagsins og biskups," segir Úlfar Guðmundsson, formaður siða- nefndar Prestafélags íslands. Nefnd- in fjallar um mál séra Solveigar Láru Guðmundsdóttur, sóknarprests á Seltjarnarnesi, sem tekur til starfa að nýju á morgun. Úlfar segir máhð hafa borst nefndinni frá einstaklingi á Seltjarnarnesi. Þetta sé fyrsta mál nefndarinnar og hún hafi fyrst komið saman 19. ágúst sl. Bíðum átekta „Máhð er enn í biðstöðu en ég er enn að gæla við að einhverjar breyt- ingar geti átt sér stað og bíð því átekta fram að mánaðamótum með að taka ákvörðun um hvað gert verð- ur í framhaldinu,“ sagði Haukur Björnsson, formaður sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju. Hann ásamt þremur öðrum sóknarnefndarmönn- um og kirkjuverði mótmælti því á sínum tíma þegar biskup setti séra Solveigu inn í starf að nýju eftir leyfi sem henni var gert að taka fyrr í sumar. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, segir ekkert hafa breyst í stöðunni. Solveig Lára muni hefja störf að nýju nú um mánaðamótin. Ólafur segist ekkert hafa heyrt frá sóknamefnd kirkjunnar um málið. Snorri Jónsson og Páll Hjartarson hafa hatt nóg að gera í frystihúsinu á Hólmavík í sumar. DV-mynd Guðfinnur Hólmavlk: Mikil vinna í frystihúsinu Guöfinnur Finnbogason, DV, Hólmavík: „Það hefur verið mikh vinna hér í frystihúsinu í sumar og oft verið unnið á tvískiptum vöktum til þess að hafa undan og stundum hefur þurft að vinna um helgar,“ segir Kristinn B. Skúlason, verkstjóri í frystihúsi K.S.H. á Hólmavík. Átta bátar frá Hólmavík og Drangsnesi hafa stundað veiðar á úthafsrækju í sumar og oftast aflað mjög vel og gæftir hafa veriö með eindæmum góðar. Þá hefur Hafdísin frá Höfn í Hornafirði veriö að veiða rækju- kvóta Hólmadrangs og landað á Hólmavík vikulega. „Horfurnar em þannig að mikil vinna verður hér næstu vikurnar ef sama veðurblíðan helst og afli verður svipaður," segir Kristinn. gert var að meiðslum hans og hann settur í bráöabirgðaspelkur. Sigurð- ur var í stuttu stoppi í Fairbanks á leið sinni frá Rússlandi til Lúxem- borgar en hann er nú kominn undir eftirlit lækna í Lúxemborg. Sigurður var á leið á hótel sitt í Fairbanks um ellefuleytið á fimmtu- dagskvöldið þegar hann hugðist stytta sér leið gegnum lítinn lysti- garð í miðbænum. Skyndilega þustu að honum tólf hvítir unglingar undir forystu blökkumanns, hrintu honum og létu höggin dynja á höfði hans og fótleggjum góða stund áður en nær- staddur Bandaríkjamaður kom hon- um til hjálpar.' Tókst þeim í samein- ingu að flýja inn á hótel í nágrenninu þar sem þeir biðu aðstoðar lögreglu og sjúkrabíls. Ekki er vitað hvort einhver hafi verið handtekinn vegna árásarinnar en Sigurður fékk leyfi til aö fara frá Alaska á sunnudag með því skilyrði að hann færi á sjúkrahús í Lúxem- borg. Sigurður er nú kominn í gifs á fæti og verður hann frá vinnu í fjór- ar vikur. Ekki er mikið vitað um árásar- mennina. Þeir virtust ekki hafa neinn áhuga á þeim verðmætum sem Sigurður var með á sér og rændu engum peningum. Þeir voru ekki drukknir en samkvæmt heimildum DV er talið að þeir hafi verið undir áhrifum eiturlyfja. Sigurður Halldórsson vildi ekki tjá sig um málið þegar DV hafði sam- band við hann í gær þar sem málið væri í höndum stjórnenda Cargolux. Hann sagði þó að Fairbanks væri róleg borg og glæpir fátíðir og því hefði hann átt sér einskis ills von þegar árásin var gerð. JVC Hönnuður AX60 GR- VIDEOMYNDAVÉL ÁRSINS VHS VHS Helstu eiginleikar: 0 0 0 0 0 0 0 0 0 Innbyggt Ijós, sjálfvirkt/handvirkt. Sjálfvirk kyrrstaða. Klippitölva með 8 minnum. Vinnur með öllum betri myndbandstækjum. Þráðlaus fjarstýring. Textagerð með nokkrum textum í minni. 12 x tveggja hraða aðdráttur (zoom). 2 luxa Ijósnæmi. Tvöfalt hleðslutæki með afhleðslu. . V Ótrúlega lítil og létt, aðeins 730 gr. Fylgihlutir: Rafhlaða, snælduhylki, axlaról, afritunarkapall, hleðslutæki, þráðlaus fjarstýring. Tæknilega fullkomin! Fullkomlega einföld! Útsölustaðir: Faco hf. Reykjavík og KEA Akureyri. FACO Tækniverslun Laugavegi 89, sími: 91-613008

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.