Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1994, Side 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1994
Spumingin
Ætlar þú að spila
í Bingó-lottói?
Rósa Gunnarsdóttir: Já, ég ætla að
athuga það.
Hannes Kristinsson: Já, ætli maður
prófi það ekki.
Arnar Guðjónsson: Nei, þaö held ég
ekki.
Elísabet Kristjánsdóttir: Nei, ég held
ekki.
Anna Pálsdóttir: Nei, það er svo dýrt.
Kjartan Vilhjálmsson: Nei, ég ætla
ekki að gera það.
Lesendur
Mútugreiðslur til knattspymudómara:
Ósmekklegar
aðdróttanir
Dómarar starfa af heilindum og þiggja ekki mútugreiðslur, segir m.a. í
bréfinu.
H. Jóh. skrifar:
Ég er búinn að bíða eftir því að ein-
hver svari grein Óláfs Halldórssonar,
sem á ósmekklegan hátt gefur í skyn
að mútugreiðslur séu í gangi innan
íslenskrar knattspyrnu. Það er
stundum sagt að þögnin sé besta
svarið við vanhugsuðum óhróðurs-
austri manna en einnig að þögn sé
sama og samþykki. Það að enginn
úr dómarastéttinni skuli vera búinn
að svara greininni sýnir best um-
burðarlyndi og þolinmæði þeirra.
Það var ekki ætlun mín að taka upp
hanskann fyrir einn eða neinn í þess-
um mútumálsskrifum Ólafs en hon-
um hefur eitthvað gengið til með
svona róttækum skrifum. Þetta eru
lágkúrulegustu skrif sem ég hef lesið
um langan tíma. Það er heilagur rétt-
ur hvers manns að verða reiður og
tjá sig um tilfmningar sínar en ekki
ausa aðra menn skít og óhróöri, hvað
þá að bera þeim á brýn óheiðarleika
sem þennan.
Ólafur ætti að taka þjálfara Breiða-
bliks sér til fyrirmyndar en hver
ætti að vera sárari en hann yfir gengi
liðsins. Hvað sagði hann eftir leik-
inn? Hann kallaði dómarann einfald-
lega heigul. Þarna er langt bil á milli
en þjálfarinn segir þetta í hita augna-
bliksins en Ólafur ritar þessa ó-
smekklegu grein, greinilega eftir yf-
irvegun og nokkra umhugsun. Ég
legg ekki að jöfnu orð sem falla á
heitasta augnabliki kappleikja og
þau sem sett eru fram eftir langa
íhugun, líkt og Ólafur gerir. Það jaðr-
ar við að þessar aðdróttanir hans séu
meiðyrði, ekki bara í garð dómara
heldur og í garð þess félagsliös sem
þarna er gefið í skyn að hlut eigi að
máli.
Ekki veit ég hvort Ólafur er mennt-
aður dómari en hann ætti að geta
skilið undir hvaða pressu þessir
menn starfa. Inni á vellinum jagast
leikmenn í þeim allan leiktímann og
á áhorfendapöllunum er baulað á þá
ef þeim verður á að flauta og dæma
auka- eða vítaspyrnu. í þessum um-
rædda leik voru önnur atriði sem
orkuðu tvímælis hjá dómaranum og
hallaði þar stundum á Framara. Ekki
datt mér þó i hug að dómarinn væri
á launum hjá Breiðabliki. Þetta er
sem betur fer svo fjarri okkur að slík
skrif sem fram komu í grein Ólafs
ættu að dæmast ómerk. Jafnvel væri
ástæða til afsökunarbeiðni af hans
hálfu til viðkomandi dómara.
Nei, Ólafur, ég tel islenskt íþrótta-
fólk það heilbrigt að það vinnur eða
tapar leikjum með sæmd en ekki
mútugreiðslum. Þetta sama gildir
um dómarana, þeir starfa af heilind-
um. Því hvaða hvatir eru það aðrar
en áhugi á starfinu að dæma kvöld
eftir kvöld og láta mörg hundruð
manns kasta skít í sig.
Hneykslið hjá Sjómannasambandinu
Sjómaður skrifar:
Ég átti bágt með að lesa fréttina
um kaup Sjómannasambands ís-
lands á glæsilegum sumarbústað fyr-
ir meira en átta milljónir króna. Og
þetta hús, sem væri reyndar nær lagi
að kalla höll, er aðeins til afnota fyr-
ir toppana í félaginu.
Við sjómenn erum ýmsu vanir og
oft hef ég séð furðulegar fréttir þegar
ég hef komið í land en þessi um-
rædda frétt í DV fyrir helgi sló nú
samt öll met. Hvað í ósköpunum
halda þessir menn eiginlega að þeir
séu? Það að halda því fram að yfir-
mennirnir geti ekki notað sömu hús
og undirmennirnir er algjör fjar-
stæöa. Sjómenn hafa ekki legið á
skoðunum sínum þegar bruðliö í
þjóöfélaginu er annars vegar og hér
verður heldur ekki dregið neitt und-
an þótt í hlut eigi Sjómannasam-
bandið.
Einstaklingar, fyrirtæki og félög
verða að sníða sér stakk eftir vexti
og það sama gildir um Sjómanna-
samband íslands. Útlitið og aðstæður
í fiskveiðimálunum eru ekki það góð-
ar að menn geti leyft sér svona fram-
komu. Ég dreg ekkert í efa að topp-
arnir þurfi að geta slakað á í huggu-
legu umhverfi frá amstri hversdags-
leikans en að þeir séu ekki undir
sama hatti og aðrir er fráleitt.
Mestir og bestir
ast. Hann hefur bara sinn launa-
taxta, segir m.a. í bréfinu.
Hringið í síma
milli kl. 14 og 16
-eóa skrifið
Nafn og s í manr. verður að fyígja bréfu m
Baldur Guðmundsson skrifar:
íslendingar hafa löngum viljað
vera mestir og bestir á öllum sviöum.
Gjarnan er gripið til þeirrar „stað-
reyndrar'* að með tilliti til íbúafjölda
sé engin önnur þjóð sem standi okk-
ur á sporði í einu eða neinu.
Við segjumst geta haldið heims-
meistaramót í handbolta og það að
byggja höll, sem taki nokkur þúsund
manns í sæti, sé bara formsatriði.
Þegar við vinnum ekki sigur í
söngvakeppni evrópskra sjónvarps-
stöðva er það vegna vafasamra
bragða sem hinar þjóðimar beita
eins og fulltrúi okkar í síðustu
keppni benti „réttilega" á.
Þaö er sama hvert er litið, alls stað-
ar eru íslendingar í fremstu röð. í
landinu sjálfu er líka allt fullkomið.
Vegakerfið á að vera pottþétt og jarð-
göng skal byggja fyrir milljarða þótt
aðeins sé um fáeina íbúa að ræöa.
Skólar eiga að vera á hveija strái og
helst félagsmiðstöðvar líka.
Á listasviðinu duga ekki minni
mannalæti. Þar á allt að vera flott
og fínt. Þjóðleikhúsið, sem berst við
láta enda ná saman eins og fjölmarg-
ar aðrar stofnanir, setur upp óperu
og kallar heim óperusöngvara sem
getið hefur sér gott orð erlendis. Þar
er hann vanur að fá einhver hundmð
þúsunda fyrir hverja sýningu og auð-
vitað getur Þjóðleikhúsiö ekki borg-
að minna en heimsfrægu óperuhúsin
úti í heimi.
Gildir þá einu þótt hér sé sáralítill
áhugi á þessari tónlist og vitað mál
að sýning sem þessi getur aldrei
borgað sig upp. Það er ekkert viö
Kristján að sakast í þessum efnum.
Hann hefur bara sinn launataxta en
það er við hina að sakast sem borga
brúsann. Fjárútlát þeirra eru lýsandi
dæmi um þann flottræfilshugsunar-
hátt sem hér ríkir.
Sveiþér,borg-
aðu nrteira
Skattgreiðandi skrifar:
Mig langar að leggja orð í belg
varðandi hátekjuskattinn. Það er
þannig að þeir sem hafa þokka-
legar tekjur og svíkja ekki undan
skatti bera meginþungann af því
að halda þessu þjóðfélagi uppi
með því að dæla fé í formi skatta
til þeirra athafna sem yfirvöldum
þóknast og hinir ýmsu þrýstíhóp-
ar hafa stofnað til. Ekki dettur
fólki í hug að þakka þessum mátt-
arstólpum fyrh framlög þeirra.
Nei, heldur segja menn: „Svei
þér, borgaðu meira!“ og meina
hátekjuskattinn. Það er þá orðið
ljóst að heiðarleikiim borgar sig
ekki og er lítils metinn.
Þá er bara að vona að hinir
heiðarlegu átti sig ekki á þessu
og fari ekki að reyna að þoka sér
undan þessum álögum með skatt-
svikum því að þá hækka skattar
hjá þeim sem minna hafa milli
handanna en geta ekki bjargað
sér á þennan hátt. Ríkið tekur
nefnilega alltaf sitt. Þetta er
kannski það sem fólk vill. Eða
hvað?
Peningum
kastaðáglæ
Viðskiptavinur hringdi:
Hafa íslandsbanki, Landsbanki
íslands, Búnaðarbanki Islands,
Samband islenskra sparisjóða,
Seðlabanki íslands, Sjóvá-
Almennar, Olíufélagið hf. - Essó
og Eimskip ekkert betra við pen-
ingana sína að gera heldur en að
kasta þeim í glæ.
Öll þessi fyrirtæki taka þátt í
að styrkja einhverja ómerkilega
óperusýningu í Þjóðleikhúsinu.
Aðalsöngvarixm fær hundruð
þúsunda fyrir hvert kvöld og á
meðan geta menn leyft sér að ríf-
ast yfir því hvort fáeinir hljóð-
færaleikarar eigi að fá nokkur
hundruð króna launahækkun.
Já, þetta þjóðfélag er orðið ansi
skrítið þegar fyrirtækin henda
peningunum í tóma vitleysu.
Ensku knatt-
spyrnunastrax
Páll og Hannes hringdu:
Af hverju í ósköpunum er Sjón-
varpið ekki byijaö að sýna beint
frá leikjum í ensku knattspyrn-
unni. Úrvalsdeildin hófst í síðasta
mánuði en ekkert bólar á sjón-
varpsútsendingunum hér heima.
Við vitum að Islandsmótinu er
ekki lokið hér heima en þar er
engin spenna og því óþarfi að bíða
eftir að mótið klárist.
Flestar HM-stjörnunar leika á
Englandi í vetur og það eru marg-
ir orðnir spenntir aö beija goðin
augum. Er virkilega ekki hægt
að byija á þessum útsendingum
strax?
Góðir
sænskir þættir
Sólveig Magnúsdóttir skrifar:
Ég vil vekja athygli á frábærum
sænskum sakamálaþáttum sem
sýndir hafa verið í ríkissjónvarp-
inu undanfarin þriðjudagskvöld.
Þarna eru á ferð ótrúlega vel
gerðir þættir sem afsanna þá út-
breiddu kenningu að frá Svíþjóð
komi ekkert nema hundleiðinleg-
ir vandamálaþættir. Það eru fleiri
en Bretar sem framleiða gott
sjónvarpsefhi.
Frelsarinn
Jóhanna
Guðjón hi'ingdi:
Enn og aftur sýna skoðana-
kannanir að Jóhanna Sigurðar-
dóttir er vinsælasti stjórnmála-
maður landsins. Hún er sá frels-
andi engill sem þjóðin þarf. Ef
Jóhanna býður fram vinnur hún
yfirburðasigur.