Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1994, Page 6
6
FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994
Neytendur
Sláturtíðin um það bil að hefjast:
Verðlækkun á slátri
frá því í fyrra
- hægt að kaupa saumaðar vambir eða tilbúna keppi
„í fyrra kostuðu fimm ófrosin slát-
ur 2.546 kr. en kosta nú 2.445 kr. (489
kr. stk.). Það er því 4% verðlækkun
hjá okkur frá því í fyrra. Svo er líka
umtalsverð verðlækkun á innmat í
lausu,“ sagði Árni Ingvarsson, inn-
kaupastjóri kjötvöru hjá Hagkaupi, í
samtali við DV. Slátrið var víða kom-
ið í verslanir fyrir helgi en kemur í
aðrar verslanir í dag.
Ástæðu verðlækkunarinnar sagði
Árni vera þá að nú yrðu sláturleyfis-
hafar að afsetja allan þann innmat
sem þeir taka inn á haustin og þeir
aðlaga því verðin markaðinum til að
selja sem mest ferskt. Það væri þeim
í hag að losna við geymslu- og pökk-
unarkostnaðinn sem fylgir því að
selja slátrið á næsta ári.
Börn hætt að borða blóðmör
Sem dæmi um verðlækkanir hjá
Hagkaupi má nefna að hjörtu voru
seld á 512 kr. kg í fyrra en kosta nú
364 kr. (29% lækkun), lifur kostaði
226 kr. kg en kostar nú 207 kr. (8%
lækkun) og nýru kostuðu 204 kr. en
fara í 169 kr. kg (17% lækkun).
„Það er mjög mikil sala í lausum
innmat. Börn eru t.d. mörg hver
hætt að borða blóömör og því er tölu-
vert um að fólk kaupi 5 slátur og
noti ekki blóðiö en taki aukalifur í
staðinn til að búa til lifrarpylsu,"
sagði Árni. Einu slátri fylgir 1 vömb,
1 keppur, 1 lifur, 1 hjarta, 2 nýru,
mör, einn haus og blóð. Algengt er
að hægt sé að ná fimm sláturkeppum
út úr einni vömb, eða alls sex kepp-
um úr slátrinu, svo þar má reikna
með þremur máltíðum fyrir meðal-
íjölskyldu. Svo er að sjálfsögðu hægt
að nota hjartað, nýrun og hausinn í
aðrar máltíðir.
„Við ætlum líka að vera með þrjú
slátur tilbúin í kassa. í honum yrðu
15 tilbúnir keppir (fylltir og saumað-
ir), þrír hausar, þrjár lifrar, þrjú
hjörtu og sex nýru. Þá er búið að
laga slátrið og það eina sem fólk ger-
ir er að taka keppina úr kassanum
og henda í pottinn. Svo getur það
notað innmatinn í eitthvað annað,“
sagði Árni en slíkur kassi kostar
3.499 kr. í Hagkaupi.
Fjarðarkaup ódýrast
í verðkönnun DV í sex verslunum
á höfuðborgarsvæöinu bauð Fjarðar-
kaup lægsta verðið á fimm slátrum,
2.263 kr. Þar var einnig lægsta kíló-
verð á lifur og nýrum í lausu. Reynd-
ar bauð 10-11 sama verð og Fjarðar-
kaup á lifur en Nóatún var með
lægsta verðið á hjörtum í lausu. Kjöt
og fiskur var með hæsta verðið í öll-
um tilvikum en mestur var verð-
munurinn á nýrum (52%) og minnst-
ur á fimm slátrum í kassa (27%).
Taka ber fram að Garðakaup er
með tvenns konar verð á slátri. Það
sem gefið er upp í grafinu hér á síð-
unni gildir frá mánudegi til miðviku-
dags en frá fimmtudegi til laugardags
er kassi með fimm slátrum hundrað
krónum dýrari, kostar 2.590 kr. Er
þetta gert til að auka slátursölu á
virkum dögum en hún er yfirleitt
mest rétt fyrir og um helgar. Fjarðar-
kaup býður upp á fimm slátur með
saumuðum vömbum fyrir 2.753 kr. á
meðan birgðir endast.
Blóðmör og lifrarpylsa
Fyrir þá sem ekki tilheyra fjöl-
skyldum þar sem uppskrift að slátri
gengur í erföir fengum við Áslaugu
Kristjánsdóttur matreiðslukonu til
að láta okkur í té uppáhalds-
uppskriftir sínar að blóðmör og lifr-
arpylsu. Að sögn þeirra sem smakk-
að hafa er þetta einkar bragðgott
slátur.
Blóðmör
11 blóð
/% 1 vatn
30 g salt
Slátur og innmatur í lausu fæst
spenntir eftir hinni hefðbundnu
máltíðina.
1 kg rúgmjöl
1 kg mör
1 hnefi hveiti
1 hnefi haframjöl
Hvar er besta verðið á slátri
Hæsta
Lægsta
5 slátur
27%
Hjörtu
29%
nú í verslunum landsins og bíða margir
státurgerð, svo ekki sé minnst á fyrstu
DV-mynd GVA
Mælið blóðið og sigtið það. Hellið síð-
an vatninu í gegnum sigtiö líka og
saltið blóðið síðan. Bætið helmingn-
um af mörnum út í og hrærið mjölinu
saman við. Hrærið þar til það er
jafnt. Best er að hræra með hend-
inni. Setjið síðan afanginn af mörn-
um saman við.
Vambakeppirnir eru rúmlega hálf-
fylltir, saumað fyrir þá og jafnað vel
út í þeim. Keppirnir eru settir í sjóð-
andi vatn og soðnir í 3 klst. en mun-
ið að pikka þá vel áður með slátumá-
linni svo að þeir springi ekki. Hafið
salt í vatninu og snúið keppunum oft.
Hagkaup 2.445
Garðakaup 2.490
Nóatún 2.399
10-11 2.395
Hagkaup 364
Fjarðarkaup 349
Garðakaup 438
10-11 389
Lifur
28%
Nýru
52%
iTh
Hagkaup 207
Garðakaup 255
Nóatún 199
Hagkaup 169
Garðakaup 198
Nóatún 125
10-11 168
Lifrarpylsa
1 kg lifur
450 g rúgmjöl
150 g haframjöl
150 g hveiti
30 g salt
% 1 mjólk
1 kg mör
Lifrin er þvegin og himnurnar og
allt slím tekið af þeim, skorin í bita
og hökkuð í hakkavél 2-3 sinnum.
Saltinu og mjólkinni hrært vel sam-
an við. Mjölinu og mörnum hrært
saman við þar til hræran er jöfn.
Látið í keppina og soðið á sama máta
og blóðmörinn en ekki jafn lengi.
iMlfe - y.j't' 1
t£
Sértilboð og afsláttur:
Tilboðin gilda til miðviku-
dags. Þar fæst Óðals lambahvít-
laukssteik á 799 kr. kg, Federici
spaghetti, 500 g, á 39 kr„ Hunt’s
spaghettisósa, 2 teg., 730 g, á 129
kr., Hversdagsís, 2 1, 4 teg., á 299
kr., heilhveitisamlokubrauð á 89
kr., Granini safi, 2 teg., á 99 kr.
og Risco 3 korna súkkulaðikex á
149 kr.
iiiiiimimii
Sértilboð og afsláttur:
10—11
Tilboðm gilda til miðviku-
dags. Þar fást nýbakaðir amerísk-
ir kleinuhringir, 2 stk., á 98 kr„
blá og græn vinber á 198 kr. kg,
Goða skinka á 798 kr, kg, Jacob’s
pítubrauð á 98 kr„ kremkex, 500
g, súkkul. og vanillu, á 158 kr„
Batchelor’s pastaréttir, 7 teg., á
98 kr„ Stjömu kartöflukoddar á
98 kr„ stórir hraunbitar á 138
kr., salernispappír, 8 r„ á 149 kr.
oghangikjöt, niðurs. framp., á 498
kr. kg.
Bónus
Tilboðin gilda til miðviku-
dags. Þar fást K.F. vínarpylsur á
469 kr. kg, K.F. medisterpylsa á
357 kr„ K.F. bacon á 598 kr„ Heinz
tómatsósa, 794 g, á 105 kr„ steikt-
ur laukur, 200 g, á 59 kr„ Crakit
kex, 300 g, á 89 kr„ 4 maisstönglar
(frosnir) á 187 kr„ 12 maisstöngla-
haldarar á 139 kr„ St. Ives sjampó
og næring, 2x516 ml, á 387 kr„
Appalo lakkrískonfekt, 500 g, á
149 kr„ Finax rúgmjöl, 2 kg, á 65
kr„ plastdósasett, 40 stk., á 879
kr. og Johnson Klar gólfbón á 199
kr. Holtagarðar: Polobolir á 297
kr„ rúllukragabolir á 297 kr„
bamanáttföt á 397 kr„ skálasett,
3 stk„ á 227 kr. og kvennærbux-
ur, 3 stk., á 229 kr.
Kjötogfiskur
Tilboðin gilda til fimmtudags.
Þar fæst London lamb á 747 kr.
kg, ný svið á 198 kr. kg, folaldasn-
itsel á 698 kr. kg, Java kaffi, 400
g, á 195 kr„ Kellogg’s kornfleks,
750 g, á 278 kr„ Super þvottaefni,
3 kg, á 289 kr„ Shop Rite maí-
skom, 450 g, á 54 kr„ Golden Val-
iey örbylgjupopp á 89 kr. og Vend-
elbo sultur, 900 g, á 159 kr.
Garðakaup
Tilboðin gilda til laugardags.
Þar fást svínakótelettur á 799 kr.
kg, folaldahakk á 330 kr. kg, fol-
aldasnitsel á 630 kr. kg, ísl. tómat-
ar á 125 kr. kg, hvítkál á 35 kr.
kg, kínakál á 39 kr. kg, rófur á
35 kr. kg, ísl. kartöflur á 48 kr.
kg, Jogginggallar, bláir/gráir:
buxur á 1.445 kr. og peysur á 1.658
kr„ Vel Ultra uppþvottalögur á
149 kr. og Þykkvabæjarflögur, 3
teg„ 250 g, á 258 kr.
Fjaröarkaup
Tilboðin gilda til fóstudags.
Þar fást svínasíður í ! og 'h á
415 kr. kg, 20% afsl. af vöram frá
Kjarnafæði: London Iamb á 799
kr. kg, kjötbúðingur á 389 kr. kg,
paprikubúðingur á 389 kr. kg.
Smákökudósir, 454 g, á 99 kr„
salernispappír, 12 r„ á 180 kr„
eldhúsrúllur, 4 stk„ á 149 kr„
klementínur á 99 kr. kg, Twist
pokar á 169 kr„ hafrakex, 500 g,
á 139 kr„ pastaskrúfur, 500 g, á
59 kr. og Uncle Ben’s fijótsoðin
hrísgijón, 500 g, á 139 kr.
KEA-Nettó
** Tilboðin gilda til sunnudags.
Þar fást gróf samlokubrauö á 99
kr„ Pepperoni búðingur á 427 kr.
kg, Nemli komfleks, 500 g, á 155
kr„ Mahng sveppir, 184 g, á 46
kr„ Happi Quiek, 800 g, á 235 kr„
Eva eldhúsrúllur, 2 stk„ á 89 kr„
kindabjúgu frá 356-463 kr. kg,
Leysi Geisli, 0,51 m/sprautu, á 166
kr. og Leysi Geisli, 0,5 1 án
sprautu, á 110 kr. Kynriing fóstu-
dag og laugardag á Eyfisk hvít-
lauksýsu og Nettó sælu.
Tilboðin gilda til miðviku-
dags. Verðið miðast við stað-
greiðslu. Þar fæst Ariel þvotta-
lögur, 5 1, á 1.290 kr„ Kellogg’s
kornflögur, 750 g, á 245 kr„ 10
kerti á 159 kr„ Noels jarðarberja-
síróp, 790 g, á 258 kr„ Charles
appelsínuþykkni, 3 1, á 299 kr„
Timotei Mineral sjampó, 400 ml,
á 225 kr„ dj úpsteikingarpottur,
500 ml, á 3.590 kr„ 6 glös á 359 kr.
og Snickers, 36 stk„ á 1.199 kr.