Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1994, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994
11
py_________________________________________________Fréttir
Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóri 1 Grindavík, um hofið:
Ekki bæjar-
stjórnar að f ást
við trúargæslu
„Þaö er ekki bæjarstjórnar að fást
við trúargæslu. Menn verða að geta
treyst því að hún annist sín verkefni
með viðgeigandi hætti. Þarna var
byijað á að auglýsa námskeið í
hleðslu sem bæjarstjórnin sam-
þykkti. Með áframhald hefur afstaða
hins vegar ekki verið tekin,“ sagði
Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóri
í Grindavík, aðspurður um gagnrýni
sóknarprests og leyfisveitingu vegna
hofsins sem Tryggvi Hansen ásatrú-
armaður er að reisa á lóð sinni í
bænum í félagi við Árna Björn
Bjömsson veitingamann.
Eins og fram kom í DV í fyrradag
hafa frekari framkvæmdir verið
stöðvaðar að því leyti að leyíi hggur
ekki fyrir. Tryggvi og Árni Björn
hyggjast engu að síður halda fram-
kvæmdum áfram.
Bæjarstjóri sagði að næsta skref
yrði væntanlega að byggingaraðilar
legðu fram teikningar af „fyrirhug-
uðu húsi“. Jón Gunnar sagði á hinn
bóginn að ólíklegt væri að samþykki
fengist fyrir samkomuhúsi á lóðinni
- Tryggvi og Árni Björn hafa rætt
um veitingarekstur í einhverri mynd
í hofmu sem einnig yrði aðdráttarafl
fyrir ferðamenn - kynningu á ís-
lenskum þjóðháttum frá þjóðveldis-
öld. Jón Gunnar sagði að yrði um
samkomuhús að ræða væri ljóst að
skipulagslög yrðu brotin ef það yrði
staðsett í íbúðahverfi án samþykkis
nágranna og svo framvegis. Varð-
andi hofið sem aðdráttarafl fyrir
ferðamenn sé um „millistig" að ræða
- bæjarstjórn verði að taka afstöðu
til þess sérstaklega.
WMidalmi
Eftir
Fyrsta sending seldist upp á 3 dögum af
hinum vinsœla Wonderhra.
Vorum að taka upp aöra sendingu.
Pantanir óskast sóttar.
Einnig 3 aðrar gerðir af meira fylltum
brjóstahöldurum frá Lilyette.
Full búð af glœsilegum undirfatnaði
Sendum i postkröfu
Laugavegi 74 • Sími 12211
Busarnir i Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi fengu kaldar en snyrtilegar kveðjur þegar skólinn hóf starfsemi
I haust. Umkringdir eldri nemendum voru busarnir leiddir hver af öðrum inn í ískalda vatnsbunu við mikla kátínu
viðstaddra. DV-mynd Garðar Guðjónsson Akranesi
Hækkun bensíngjalds til að flármagna vegagerð:
Hugmynd forsætisrád-
herra en ekki okkar
segir Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambandsins
„Það hefur ekkert verið rætt í okk-
ar hópi hvort við fóllumst á að bens-
íngjald verði hækkað til að fjár-
magna vegaframkvæmdir sem líf-
eyrissjóðirnir myndu hugsanlega
lána til. Þetta er alfarið hugmynd
Davíðs Oddssonar forsætisráðherra
sem hann kynnti okkur á fundi. Ég
vil nú sem minnst ræða mína skoðun
á þessari hugsanlegu bensíngjalds-
hækkun. Það getur farið eftir svo
mörgu hvemig þetta verður. Maður
þarf að sjá hve mikill skattur þetta
yrði því hann vigtar inn í vísitöluna.
Eins þarf að meta hvað hann gefur
út í atvinnulífið. Þess vegna er ég
ekki tilbúinn til aö tjá mig um þetta
á þessu stigi málsins," sagði Benedikt
Davíðsson, forseti ASÍ, um hug-
myndir forsætisráðherra að fjár-
mögnun og greiðslu lána af vega-
framkvæmdum sem hefjast eiga á
næsta ári. Þarna er um að ræða
framhald af yflrlýsingu forsætisráð-
herra sem tengist síðasta kjarasamn-
ingi að sögn Benedikts.
A fundinum með forystumönnum
verkalýðshreyfingarinnar kynnti
forsætisráðherra þá hugmynd að líf-
eyrissjóðirnir lánuðu fé til vegafram-
kvæmda á næstu árum. Endur-
greiðsla lánanna yrði fjármögnuð
með því að hækka bensíngjald tíma-
bundið sem nemur 7 milljörðum
króna.
„Þetta er sá möguleikinn sem helst
er talinn koma til greina í fjármögn-
un. Finna þarf markaðar tekjur til
að greiða til baka lán sem lífeyris-
sjóðirnir myndu veita til vegafram-
kvæmda á næstu tveimur til þremur
árum, aðallega á höfuðborgarsvæð-
inu. Menn hafa stoppað við bensín-
gjald þegar rætt er um hvaðan heppi-
legast sé að þessar afmörkuðu tekjur
kæmu. Eins hafa menn það í huga
að reyna að stilla þeirri skattheimtu
saman við aukinn kaupmátt og batn-
andi hag í framtíðinni. Bensíngjaldið
hækkar hvorki á morgun né eftir
ár,“ sagði Eyjólfur Sveinsson, að-
stoðarmaður forsætisráðherra, við
DV. Hann sagði að þessi bensín-
gjaldshækkun, ef af yrði, myndi
verða á bilinu 2 til 3 krónur á lítra.
Þægílegasti hægindastóll allra
tíma Sæst aðeins í Húsgagnahöllinni.
Amerísku hægindastólarnir frá
Lazy-boy eru alltaf jafn vinsælir
vegna þess hve gott er að sitja
og liggja í þeim.
Lazy-boy stólarnir eru til í
mörgum gerðum og áklæðum
og svo fást þeir einnig í leðri.
BÍLDSHÖFÐA 20 -112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-871199
Lazy-boy stóllinn fæst
með eða án ruggu og
með einu handtaki er
hægt að taka skemilinn
út og stilla stólinn í þá
stöðu sem manni líður
best í.
\
Komdu og prófaðu þennan frábæra stól
sem milljónir manna um allan heim elska
og fáðu upplýsingar um verð og hvers vegna
Lazy-boy stólarnir eru öðrum stólum fremri.