Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1994, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1994, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994 13 Vindum ofan af tekjuskattinum Umræöa aö undanfornu undir- strikar hversu ranglátur tekju- skatturinn er í núgildandi kerfl. Meðalmaðurinn greiðir hér á landi hærri ,jaðarskatt“ af tekjum sín- um en víðast gerist í efnahags- og framfarastofnuninni OECD. Samt greiðá menn víða um lönd hærri skatta en hér að öllu samanlögðu, enda höfum við ekki herkostnað. Réttmætt er að rifja upp gömul fyr- irheit núverandi stjórnarflokka um afnám tekjuskatts af almenn- um launatekjum. Rökin fyrir því eru enn í gildi. Hækkun um fimmtung Þegar staðgreiðslukerfið var tek- ið upp 1988 var samanlagt hlutfall tekjuskatts og útsvars 35,2 prósent. Frá þeim tíma hefur tekjuskatts- hlutfallið hækkað um 4,65 pró- sentustig og útsvarshlutfalhð um 2 prósentustig. Staðgreiðsluhlutfall- ið hefur því hækkað um flmmtung frá því að staðgreiðslan var tekin upp. Menn hefði ekki órað fyrir þessari þróun nokkrum árum áð- ur. Afleiðingin hefur ekki einungis verið aukin skattheimta, heldur hafa jaðarskattar, skattar af við- bótartekjum, hækkað geysilega. í úttekt hagfræðings Vinuveitenda- sambandsins frá í fyrra eru jaðar- skattar reiknaðir að teknu tilliti til flestra þátta sem hafa áhrif á ráð- stöfunartekjur manna, það eru tekjur eftir skatta. Reiknað er með tekjutengingu hinna ýmsu þátta, svo sem tekjuskatts, launa- og vaxtabóta, barnabóta og barna- bótaauka, lífeyrissjóðsiðgjalda, stéttarfélagsiðgjalda og afborgana af námslánum. Jaðarskatturinn getur numið allt að 76 prósentum. Þaö þýðir að auki hjón tekjur sínar um þúsund krónur, á ákveðnu tekjubili, aukast ráðstöfunartekjur þeirra aðeins um tæpan fjórðung þeirrar upphæðar þegar búið er að taka tillit til skatta, gjalda og lækk- unar ýmissa bóta. Píndari en Svíar Og á hvaða tekjubili er þessi jað- arskattur hæstur? Það er ekki við hæstu tekjur, heldur er jaðarskatt- KjaUaiinn Haukur Helgason ritstjóri Úrvals um, segir þar. Samkvæmt gögnum frá OECD er ísland hvorki meira né minna en í fimmta sæti þegar horft er á jaðarskatt á meðaltekjur, á eftir Danmörku, Noregi, Finn- landi og Belgíu, en með hærri jað- arskatt en Svíþjóð. „Reyndar má segja að þróunin hér á landi frá árinu 1988 gangi þvert á það sem gerist víðast hvar erlendis, en þar hafa skatthlutfoll verið að lækka,“ Þessar upplýsingar ættu að ýta við landsmönnum. Vinda þarf ofan af tekjukattinum. „Breiðu bökin“ koma sér gjarnan að mestu undan þessum skatti. Best væri að inn- heimta skatta sem mest af neyslu í stað þessa launamannaskatts. Tekjur fólks koma best fram í eyðslunni og þá verða þeir verð- launaðir sem spara, þjóðarheild- inni til hagsbóta. „Það var ekki vitlaust af Sjálfstæðis- flokki og Alþýðuflokki fyrir nokkrum árum að boða afnám tekjuskatts af al- mennum launatekjum. Það hefur verið svikið.“ urinn að jafnaði hæstur á tekjur upp að 180 þúsundum króna á mán- uði. 40 prósent hjóna hafa tekjur undir þessum mörkum. Þetta við- urkennir fjármálaráöuneytið, góðu heilli, í nýlegri skýrslu. Svona hár jaðarskattur hjá einstaklingum fyrirfinnst óvíða í nálægum lönd- segir ráðuneytið. Hið rangláta tekjuskattskerfi hef- ur síðan verið útfært í hátekjukatt með þeim skelfilegu afleiðingum að hátekjuskatturinn leggst þyngst á unga skuldara, barnmargt fólk sem er að koma sér upp húsnæði og vinnur mikiö. sr- Það var ekki vitlaust af Sjálfstæð- isflokki og Alþýðuflokki fyrir nokkrum árum að boða afnám tekjuskatts af almennum launa- tekjum. Það hefur verið svikið. Núverandi tekjuskattskerfi er óviðunandi. Haukur Helgason „Best væri að innheimta skatta sem mest af neyslu í stað þessa launamannaskatts," segir m.a. í grein Hauks. Mistök í f iskeldi Hafró Mistök í fiskeldi Hafrannsókna- stofnunar eru að koma í ljós níunda árið í röð. Ekki eru þeir einir sekir fiskifræðingarnir heldur eiga stjórnmálamenn líka sök á þessum mistökum. Á meðan ekki er tekið á fiskveiðiháttum landsmanna af stjórnvöldum er ekki að vænta annarrar niðurstöðu úr eldinu en hefur verið undanfarin ár. Sömu mistök gefa sömu niðurstöður. Hinn eiginlegi hrygningarstofn þorsks er stór og eldri fiskur en ekki millifiskur sem hefur orðið kynþroska í nauðvörn stofnsins til að viðhalda sjálfum sér. Rannsóknir hafa sýnt að stóri fiskurinn gefur betri nýliðun en sá fiskur sem er minni. Náttúran hef- ur ætlað honum að viðhalda stofn- inum og því gert hans afkvæmi hæfari til að komast af. Friða þarf hinn eiginlega hrygningarfisk Að veiða þennan fisk með öllum tiltækum ráðum á hrygningartím- anum eru mistök sem hafa staðið yfir lengi. Ákvörðun um að friða KjaJIaiinn Brynjólfur Brynjólfsson matreiðslumaður á Akureyri stórþorskinn er það eina sem getur breytt nýhðun þorsks í íslenskri fiskveiðilögsögu. Þegar fiskurinn fer að ganga upp álana ,í átt að landgrunninu þá leggjast togararnir í veiðar á hon- um. Þeir fylgja göngunum eftir og ausa þessum þýðingarmikla stofni upp alveg án afskipta stjórnvalda. Nær landi bíða netagirðingar sem eru ætlaðar sérstaklega til þess að veiða þennan fisk og inni á grunn- inu í fjörðum við landið eru svo dragnótabátar sem ausa þessum fiski upp hömlulaust. Rangur ásetningur Hafró Andvaraleysi fiskifræðinga og stjórnmálamanna um hvaða fiskur er veiddur er óskiljanlegt. Alltaf hefur verið talað um að skilja ákveðna tölu fiska eftir til að hrygna en það hafa bara ekki verið réttir fiskar. Fróðlegt verður að sjá hvort sömu mistökum verður hald- ið áfram á næsta hrygningartíma þorsksins. Mikil pólitísk fyrirhöfn gæti ver- ið fólgin i slíkum afskiptum af fisk- veiðiháttum landsmanna en ekki verður undan henni vikist. Stofn- inn verður að byggja upp og það verður ekki gert öðruvísi. Um þessa pólitísku gerð ættu ekki að þurfa að vera neinir flokkadrættir. Stjórnmálamenn verða að hlutast til um ásetning Hafrannsókna- stofnunar í fiskeldinu. Brynjólfur Brynjólfsson „Alltaf hefur verið talað um að skilja ákveðna tölu fiska eftir til að hrygna en það hafa bara ekki verið réttir fisk- ov, 66 Meðog ámóti Bygging hofs í Grindavík Kristnirtaki ekki þátt í at- höf num ása- trúarmanna „Ég er eng- inn valdaðili í þessu mál en það er hins vegar trú og málfrelsi hér á landi. Mér finnst gæta tvísklimungs meðþettahof. Ég tel ekki óeölilegt að menn geri grein fyrir því hvers konar bygging þetta er og hvaða starfsemi muni fara fram í henni. Tryggvi Hansen og Árni Björn Björnsson segja að hér sé um aö ræða félagsskap um fornar minj- ar. í 3. grein svonefndra laga fé- lags þeirra, Vor siður, segir að i hofinu skuli fara fram veisluhöld og hstílegar samverustundir. í 5. grein eru heiðursfélagar, goð og gyðjur i hlutverki ráðgjafa sem jafnframt leiða helgar veisluat- hafnir. Ég set spurningarmerki við þetta. Vor siður er greimlega á snærum manna sem stunda helgar athafnir. Mér er legið á hálsi fyrir aö halda uppi árásum á ásatrúarmenn. En hér er siglt undir fölsku flaggi. Ég tel ásatrú- armenn ekki standa þarna að baki. Þeir byggja sitt hof án þess að fela sig á bak við einhvern ferðamannastað. Kjarni þessa máls er að það er siðfræðiiega rangt aö sigla undir fólsku flaggi. Það er ástæðan fyrir mínum af- skiptum. Kristnir menn jafnt og aðrír, hverrar trúar sem þeir eru, eiga að vera heiðarlegir og taka ekki þátt í trúarathöfnum sem stangast á við eigin trú.“ Grindavíkur- bærtekurekki heiðna trú „Það er kominn tími til að gcra af- drep fyrir ferðamenn í Grindayík- urbæ. Ég skil ekki þennan ótta hjá fólki að hofið sé eitthvert trú- arstríð. Það verður gaman að sjá hvort kirkj- an muni gera eitthvað til að laða að ferðamenn - þeir koma alla- vega ekki við þar. Undanfarm 4-5 ár hefur verið stefht að því að laða að ferðamenn. Svo kemur einstaklingur til bæjarins sem gerir hluti nánast úr engu á foma vísu. Hofið yrði stór bót fyrir ferðaþjónustu í Grindavik. Ég skammast mín allavega ekki fyrir forfeöur mína og á hvað þeir trúðu. Kollegar mímr í Bláa lón- inu eru farnir að auglýsa hofið og hafa sent út blað þar sem það er kynnt sem nýr áningarstaður í Grindavík. Sem betur fer hafa þeir víðari sjóndeildarhring, þó svo að eitthvert ásatrúarfélag hefji einnig starfsemi þarna. Ég efast um að Grindavíkurbær taki heiðna trú þó svo að Tryggvi Hansen sé í bænum. Það má vel: vera að hann óski einhvern tíma eftir að félagið Vor siður verði trúfélag en það er samhljóöa álit okkar beggja að það sé og verði þjóömenningarfélag sem virðir menningu og trú annarra." Ámi Björn Björns- son, veitingamaður oglélagiVorsslðar. valdsdóttir, sóknar- prestur í Grindavik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.