Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1994, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1994
3
DV
Flugleiðavél í hestaflutningum tekin í 17 tíma gíslingu á flugvelli 1 Vilnius:
Fréttir
Vopnaðir menn vöktuðu vélina
- fengu ekki að fara fyrr en greitt var fyrir bensínið með dollaraseðlum
Flugleiöavél, sem flutti 63 hesta til Litháens fyrr á árinu, fékk heldur kulda-
legar móttökur á flugvellinum í Vilnius í Litháen. Myndin er frá hestaútflutn-
ingi. DV-mynd Ægir Már
„Aðstæður í Vilnius voru afar
frumstæðar og framkoma við okkur
var ömuleg. Jafn skjótt og hestarnir
höfðu verið fluttir frá borði fór allur
mannskapurinn í burtu. Vorum við
skildir eftir á flugvelhnum, sjö
manns, án nokkurrar aðstoðar.
Tveir vopnaðir menn vöktuðu vélina
svo við færum hvergi fyrr en búið
væri að borga með nýjum og renni-
sléttum dollaraseðlum fyrir bensínið
sem við keyptum. Þeir harðneituðu
að taka við greiðslukorti eins og
venja er í shkum tilfellum. Urðum
við að dúsa í vélinni í 17 klukku-
stundir í miklum kulda, 14 stiga
frosti og strekkingi. Vistir voru á
þrotum en við fengum hvorki vatn
né hey handa þeim níu hestum sem
eftir voru í véhnni nema borga stórfé
fyrir, auðvitað í dollurum. Eg er að
byrja ellefta árið mitt í þessu fylgdar-
starfi en hef aldrei lent í öðru eins.
Eftir þessa uppákomu var sú ákvörð-
un tekin að ekki yrði flogið aftur með
hesta til Vilniusar. Ef Litháar kaupa
hesta héðan verður flogið með þá
annaö, líklega til Danmerkur," sagði
Sigurður Jónsson í samtah við DV
en hann lenti, ásamt áhöfn Flugleiða-
vélar, í óskemmtilegri lífsreynslu á
flugvelh við Vilnius í Litháen fyrr á
árinu.
Sigurður var að fylgja 63 íslenskum
hestum sem seldir voru til Litháens.
í vélinni voru einnig 9 hestar sem
áttu að fara áfram til Belgíu. Var
sala hestanna hður í samstarfi ís-
lenskra hrossaræktarbúa og hthá-
ískra aðila um rekstur ræktunar-
stöðvar fyrir íslenska hestinn á bú-
garðinum Krasuona í Litháen. Sig-
urður, sem er reyndur hestamaður,
hefur þann starfa fyrir Flugleiðir að
sjá um hesta sem fluttir eru úr landi,
koma þeim í vélarnar, sjá til þess að
aht sé í lagi á leiðinni og koma þeim
úr vélunum á áfangastað.
Frumstæð aðstaða
Flugleiðavélin lenti á flugvelhnum
við Vilnius um hálfsjöleytið á mið-
vikudegi. Beið hópur manna eftir
hestunum, þar á meðal Jörmundur
Ingi Hansen ahsherjargoði, ráðgjafl
íslensku aðilanna að ræktunarsam-
starfinu í Litháen. Þegar flytja átti
hrossin úr flugvéhnni rakst Siguröur
á fyrstu hindrunina af mörgum.
„Það hafði verið sagt að aðstaða á
flugvelLinum væri góð en annað kom
á daginn. Þeir höíðu ekki annað en
lítinn pahbíl fyrir þrjá hesta. Pallur-
inn lyftist láréttur upp en skjólborðin
voru ekki nema um 30 sentímetra
há og engin hindrun fyrir hestana.
Ég harðneitaði að hestarnir yrðu
teknir niður á þessum pahi nema
gerðar yrðu ráðstafanir. Varö ég að
losa sérstakar grindur úr vélinni og
binda þær á bílpalhnn svo úr varð
eins konar rétt. Eftir að hafa flutt 63
hesta frá borði, þrjá í einu, voru þeir
settir um borð í stóra flutningabíla
og ekið út í myrkrið."
Heimtuðu dollara
fyrir besnínið
En þó hestamir væru famir frá
borði og afskiptum Sigurðar af þeim
formlega lokið var ekki öll sagan
sögð. Flugstjórinn hafði óskað eftir
bensíni á véhna og kom bensínbíll
fljótlega að vélinni og dældi á hana.
í venjulegum millhandaviöskiptum
er greitt fyrir bensín og annað með
greiðslukorti sem er í vélunum.
„Þessir menn vildu ekki sjá neitt
kort, heimtuðu splunkunýja og
rennislétta dohara. Annars færum
við hvergi. Við áttum hins vegar
enga seðla. Bað flugstjórinn um að
bensínið yrði tekið aftur af véhnni.
Þá gerðu þeir sér htið fyrir, óku tank-
bílnum í burtu og settu vopnaðan
vörð við véhna. Við áttum ekki ann-
ars kost en dúsa í véhnni í bmna-
gaddi, nánast matarlausir en þó með
vatn th að hita kaffi. Það gekk á elds-
neytið þar sem ekki var hægt að
drepa á vélinni. Það var engin tækni-
leg aðstaða á flugvehinum th að gefa
vestrænni flugvélategund rafmagn
(ground power) th að ræsa hreyfl-
ana.“
Sigurður segir að frekar hla hafi
farið um mannskapinn í vélinni,
enda kalt. Vopnaðir verðir hafi ekk-
ert viljað fyrir þá gera.
„Við báðum um vatn handa hest-
unum en þeir heimtuðu 30 dollara
fyrir fótuna. Þegar við báðum um
hey kom í ljós að það mundi taka
þrjár klukkustundir að ná í það og
heimtuð fyrirframgreiðsla. Okkur
datt ekki í hug að senda menn út í
buskann með peninga sem við sæjum
kannski aldrei aftur.“
Talaó við Jón Baldvin
og Landsbergis
Flugstjórinn fékk einu sinni að fara
inn í byggingu á flugvelhnum til að
hringja og fékk þá þær upplýsingar
aö peningar mundu koma með SAS-
vél frá Kaupmannahöfn. Þá var búið
að gera mikið veður út af þessu
ástandi. Haft var samband við Jón
Baldvin Hannibalsson þar sem hann
var staddur í Brussel og Landsberg-
is, fyrrverandi forseta Lithaéns. Eftir
þessa uppákomu segir Sigurður að
Jón Baldvin hafi heimtað skýrslu um
ferðina.
Sigurður segir Jörmund Inga hafa
talað um að aðstoða þá í Vilnius en
hann hafi horfið með hinum og ekk-
ert heyrst í honum aftur.
„Miðað við fógur fyrirheit varðandi
viðskiptasamband Islands og Lithá-
ens og þar sem íslendingar voru
fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði
Litháens hélt maður að við mundum
mæta velvhja. En reyndin varð allt
önnur," sagði Sigurður.
r-
m mmm
NOTAÐIR BILAR
Verðlækkun á nokkrum notuðum bílum um helgina
Renault Clio RT 1400 cc ’93, 5 g„ 5
d„ hvítur, ek. 13 þús. km.
Verð 920.000
Renault 19 TXE 1700 ’91, 5 g„ 4 d„
hvítur, ek. 68 þús. km. Verð 820.000
Nissan Primera 2000 cc '92, ss„ 4
d„ vínr„ ek. 23 þús. km.
Verð 1.390.000
VERÐLÆKKUN Suzuki Switt
1300 ’91, 5 g„ 4 d„ hvítur, ek. 59
þús. km. Verð 590.000
MMC Lancer GLSi 1500 ’91, 5 g„ 5
d„ brúnn, ek. 42 þús. km.
Verð 980.000
Greiðslukjör til allt að 36 mánaða án útborgunar.
Opið virka daga kl. 9-6, laugardaga 10-14.
SlMEa* NOTADIR
BIIAR
814060/681200
smxjRi^NusnKAiri’ 12.
VERÐLÆKKUN Subaru E 12,
vsk-bill, ’90, 5 g„ hvítur, ek. 122
þús. km. Verð 270.000
Lada Samara 1500 '90, 5 g„ 3 d„
grár, ek. 45 þús. km. Verð 290.000
VERÐLÆKKUN Daihatsu
Feroza 1600 ’89, 5 g„ 3 d„ ek. 123
þús. km. Verð 670.000
Ford Sierra 1600 ’84, 4 g„ 3 d„ grár,
ek. 135 þús. km. Verð 140.000
Toyota Touring 1600 ’91, 5 g„ 5 d„
rauður, ek. 87 þús. km.
Verð 1.020.000
VERDLÆKKUN Ford Orion 1600
’87, ss„ 4 d„ brúnn, ek. 109 þús.
km. Verð 290.000
VERÐLÆKKUN Lada Sport '90
4 g„ ek. 50 þús. km. Verð 290.000
Volvo 240 GL 2300 ’87, ss„ 4 d„
hvítur, ek. 122 þús. km.
Verð 680.000
Vetrardekk fylgja öllum
notuðum Lada-fólksbílum.
LADA
Hyundai Elantra 1800 ’93, ss„ 4 d„
rauður, ek. 12 þús. km.
Verð 1.300.000
VERDLÆKKUN MMC Lancer
GLX 1500 '87, ss„ 4 d„ grár, ek. 139
þús. km. Verð 290.000