Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1994, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1994
Stuttarfréttir Útlönd r>v
Serba langar til Sarajevo Serbar hóta aö setjast á ný um Ovæntar niðurstöður í nýrri könnun á kynlífi Bandaríkjamanna:
Sarajevo eftir aö limlest lík 20
liðsmanna þeirra fundust viö
borgina.
Vill heimsækja Clinton
Rússneski
þjóðernis-
sinninn Zhír-
ínovskí hefur
sótt um heim-
ild til Banda-
ríkjaferðar.
Ilann langar að
hitta BUI
Clinton forseta. Vestra er veriö
að kanna málið en ólíklegt er tal-
ið að honum verði að ósk sinni.
Fátítt að ógiftir f ái
sanna f ullnægingu
- hræðsla við eyðni veldur anknum áhuga á bláum myndum og klámritum
Heim með fyrstu f erð
Báöar deilir Bandaríkjaþings
hafa samþykkt að kalla herliðið
á Haítí heim við fyrsta tækifæri.
Sakaruppgjöf samþykkt
Þing Haíti hefur samþykkt aö
gefa herforingjunum, sem ráðið
hafa landinu, upp sakir.
Skotiðáhungraða
Skotiö var á hungraöa Haítíbúa
í gær þegar þeir reyndu að nálg-
ast mat í vörugeymslu.
Kínverjar sprengja
Kínverjar segjast hafa sprengt
öfluga sprengju í vesturhluta
landsins i nótt. Þeir vilja ekki
segja að það hafi verið kjarna-
sprengja,
Clintonboðarsókn
Bill Clinton
Bandaríkjafor-
seti hefur sagt
Japönum að
landar sínir
hafi ekki í
hyggju að sitja
mcð hendur í
skauti þótt
vopnahlé hafi tekist i langvinnu
viðskiptastríði ríkjanna. Forset-
inn sagöi að búast mætti við
markaðssókn Kana.
ESB í andlitslyftingu
Ráðamenn i ESB hafa ákveðið
aö bæta ímynd sambandsins í
Asíu í von um aukin viðskipti.
Hörmungaríaustri
Bamahjálp SÞ segir að glæpir,
vannæring og sjúkdómar ógni
meira en allt annað framfórum i
Austur-Evrópu.
Lofaröllufögru
Cardoso, nýr forseti Brasilíu,
lofar félagslegum umbótum og
fegurra mannlifi.
Hætta ferjuútgerð
Svíarnir, sem áttu ferjuna Eist-
land að hálfu, hcifa ákveðið að
hætta allri ferjuúrgerð og ætla
að hafa allt sitt á þurru hér eftir.
Mengað í tiiraunaskyni
Olíu hefur verið dælt í Norð-
ursjó til að athuga hvort flekkur-
inn sjáist úr geimskutlunni
Endeavor, sem nú er hálfbiluö á
braut um jörðu.
Demirel vill rannsókn
Sulyman
Demirel, for-
seti Tyrklands,
hefur fyrir-
skipað rann-
sókn á bruna í
nokkrum þorp-
um Kúrda.
Grunur leikur
á að ríkislögreglan hafi kveikt í.
Útgerðirírannsókn
Norskir smábátaeigendur hafa
beöið um rannsókn á bókhaldi
útgeröarfyrirtækja vegna gruns
um kVÓtaSVÍndl. Rcuter og NTB
Þrír af hverjum íjórum Banda-
ríkjamönnum í hjónabandi fá full-
nægingu í samfórum með maka sín-
um. Hinir gera sér sæluna upp. Af
ógiftu fólki fær aðeins rúmlega helm-
ingur ósvikna fullnægingu við sam-
farir og er það mun lægra hlutfall
en kynlífsfræðingar ímynduðu sér
áður. Fjórði hver karl heldur fram-
hjá en aðeins 15% kvennanna en
langflestir láta sér nægja einn bólfé-
laga eða engan.
Þetta eru helstu niðurstöður úr
víðtækri könnun á kynlífi Banda-
ríkjamanna. Þar voru nærgöngular
spurningar lagðar fyrir 3432 ein-
staklinga og var svörun góð. Tæplega
þrjú prósent aðspurðra sögðust vera
kynhverfir eða mun færri en talið
hefur verið til þessa.
Niðurstaðan þykir benda til að
Bandaríkjamenn sýni mikla aðgát í
kynlífmu og að það sé ástæða þess
að spár um eyðnifaraldur hafa ekki
ræst. Raunar kom það á óvart hvað
Bandaríkjamenn eru litið fyrir að
„gera það“. Áhugi á kynlífsmyndum
og klámritum fer hins vegar vaxandi
og er í öfugu hlutfalli við reynslu
fólks af kynlífi.
ítalski fatahönnuðurinn Gianfranco Ferri býr sig undir heitt sumar að liðnum
þessum vetri. Hann vill hafa kiæðin þunn og þægileg eins og sjá mátti á
tískusýningu hans í gær. Símamynd Reuter
Dan Quayle, fyrrum varaforseti ur en á sínum tíma varð honum á
Bandaríkjanna og skotspónn ótal að stafa orðið vitlaust á opinberum
grínista, sló á létta strengi í sjón- vettvangi, landsmönnum til
varpsþætti í gærkvöldi og sagði óblandinnar skemmtunar.
stjórnandanum, háöfuglinum Jay Quayle sagöi Leno að hann hefði
Leno, að hann gæti orðið fyrirtaks áritað 30.000 eintök af sjálfsævi-
meðframbjóðandi lyrir forseta- sögusinnienlíkalOOkartöflur.
kosningarnar 1996. Reutcr
Þá grínaðist Quayle með kartöfi-
Bandaríkjamenn eru afhuga kynlífi.
Hræðsla við eyðni hefur náð að
grafa um sig í hjörtum Bandaríkja-
manna og það er helsta ástæðan fyr-
ir að fáir leita ævintýra utan hjóna-
bandsins. Af sömu ástæðu vill ógift
fólk njóta öryggs einlífis enda bendir
könnunin til áð þetta fólk hafi margt
ekki ástæðu til að leita ástarævin-
týra.
„Við verðum að viðurkenna að það
kemur á óvart hvaö fólk stundar
kynlíf lítið. Svo virðist sem áhuginn
fari minnkandi ef miðað er við fyrri
kannanir," segir í niðurstöðum kyn-
lífskönnunarinnar. Reuter
Nýjar rannsóknir:
Áfengi bjargar líf i
tugþúsunda á ári
Hófdrykkja lengir lífið.
Þetta er niðurstaða einhverrar
lengstu rannsóknar sem gerð hefur
verið á áhrifum áfengis á heilsu
manna. Bresku læknarnir sem
gerðu hana segja að einn til tveir
sjússar á dag geri mönnum ekki
nema gott eitt og þeir sem þannig
drekki lifi að meðaltali lengur en
hinir sem ekki smakka það.
Menn skyldu þó varast að skvetta
of mikið í sig því um leið og glösin
eru orðin þijú eða fjögur fer aftur
að draga úr lífslíkunum.
Rannsókn þessi birtist í breska
læknablaðinu sem kemur út í dag
og staðfestir hún niðurstöður
margra fyrri rannsókna um holl-
ustu hófdrykkjunnar. Það telst hóf-
drykkja þegar karlmenn drekka 21
sjúss sem er 230 millílítrar á viku
en konur fjórtán sjússa af sömu
stærð.
í bandarískri rannsókn, sem
kynnt var í síðasta mánuði, kemur
fram að ef hver einasti maður í
Bandaríkjunum hætti allri áfengis-
drykkju mundi dauðsföllum af
völdum hjartasjúkdóma fjölga um
áttatíu og eitt þúsund á ári.
Hófleg áfengisneysla er talin
auka mýndun efna sem koma í veg
fyrir blóðtappa.
Tóbak er hins vegar hið mesta
eitur, samkvæmt niðurstöðum 40
ára langrar rannsóknar í Bretlandi
þar sem segir að tóbaksreykingar
valdi hundrað sinnum fleiri dauðs-
föllum en þær komi í veg fyrir.
Reuter
Þýskur bankaræningi:
Kálaði sér með
handsprengju
- sautján gíslar hans sluppu ómeiddir
Ræningi sem tók sautján gísla í
banka í þýska bænum Herzogenrath
við hollensku landamærin í gær
sprengdi sjálfan sig í loft upp með
handsprengju í morgun, að þvi er
þýska útvarpið sagði. Lögreglan
staðfesti að ræninginn væri dauður
en vildi ekki segja hvernig dauða
hans bar að höndum. Hann hafði
áður sleppt öllum gíslum sínum.
Joachim Schúlcke, talsmaður lög-
reglunnar í Aachen sem tók að sér
málið, sagði: „Það lítur út fyrir að'
lögreglan hafi ekki gripið í taumana
en eftir er að fá það staðfest.“
Hann sagði að neyðarlæknar og
slökkvihðsmenn hefðu verið inni í
bankanum en vildi ekki skýra nánar
frá málsatvikum.
Blaðamenn heyrðu hins vegar sex
byssuskot eftir aö síðustu gíslunum
hafði verið sleppt.
Maðurinn var vopnaöur byssum
og handsprengjum þegar hann réðst
inn í bankann um þaö bil sem átti
að loka honum síðdegis í gær. Hann
krafðist um áttatíu milljóna króna
og bifreiðar til aö komast undan.
Tíu bankastarfsmenn og viðskipta-
vinir voru ýmist leystir úr haldi eða
þeim tókst að flýja þegar í upphafi.
Þrjár konur voru síðan leystar úr
haldi snemma í morgun og loks fjór-
ir karlmenn. Gíslarnir sögðu að
bankaræninginn virtist vera Þjóð-
verji, á að giska hálffimmtugur.
Skömmu eftir að síðustu gíslarnir
fengu að fara kvað við sprenging inni
í bankanum og blaðamenn heyrðu
SexbySSUSkot. Reuter