Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1994, Page 11
FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1994
11
Enn iægra verð
- enn meira úrval!
Starfsfólk Bakkasels ásamt 17 börnum sem nú hafa þar vist en alls hafa 22 börn pláss á Bakkaseli.
DV-mynd Garðar Guðjónsson
Akranes:
Elsta dagheimilið 30 ára
Leikskólinn Bakkasel á Akranesi
er orðin þrítugur og var mikið um
dýrðir af því tilefni. Forveri leik-
skólans, Dagheimilið Vorboðinn,
var fyrsta dagheimilið, sem rekið
var allt áriö á Akranesi, hóf starf-
semi við Akurgerði í ágúst 1964.
Að sögn Guðrúnar Bragadóttur
leikskólastjóra eru 22 börn á leik-
skólanum nú en þau voru einatt
mun íleiri á árum áður. Að dag-
heimilinu stóðu kvenfélagið, iðnað-
armannafélagið, verkaiýðsfélagið,
barnaverndarfélagið og slysa-
varnafélagið. Þessir aðilar hófu
rekstur dagheimihsins Vorboðans
í núverandi húsnæði Bakkasels við
Akurgerði í ágúst 1964.
Aðalgeir Jónasson og Bjarni Ingi Björnsson gerðu sér það til gamans eitt síðdegi að busla i briminu niðri
á Langasandi á Akranesi. Ekki var annað að sjá en þeir skemmtu sér konunglega. Sjórinn var að visu iskaid-
ur en þeir voru i blautbúningum og létu kuldann sig engu skipta. DV-mynd Garðar Guðjónsson, Akranesi
Kassarúm
með springdýnu
140x200
Verð áður:
26.880
IUUlJjf.
Menning
Sviðsljós
Vindar hefja sig til f lugs
í sumar birtist úrval ljóða sænsks samtímaskálds,
rúmir sex tugir ljóða frá hálfrar aldar skeiði 17 bóka,
nýjustu ljóðin frá þvi í fyrra. Njörður Njarðvík hefur
valið ljóðin, þýtt þau og gefið út, en forlag hans Urta
hefur sérhæft sig í þýðingum norrænna ljóða, og m.a.
gefið út svo merk skáld sem Edith Södergran, Rolf
Jacobsen og Henrik Nordbrandt.
Boðskapur
Því miður virðist mér þetta nýja ljóðasafn næsta
sviplítið og ég kenni því um að hér ber mest á því að
settar eru fram sértækar, almennar hugmyndir. Til
þess eru svo notuð dæmi af því lagi sem alvanalegast
er í ljóðum; fuglar, strönd stöðuvatns, sól og önnur
himintungl, svo sem í eftirfarandi ljóði sem er bara
myndskreyting á frægum orðum Jesú um fugla him-
insins og liljur vaUarins sem lifa áhyggjulaus á augna-
bliki hveiju. Naglasúpan er alkunn úr ævintýrinu um
að bjargast sem best við það sem maður hefur og vart
er hægt að hugsa sér útjaskaðri líkingu um lífið en
„leiðina frá fæðingardeildinni í kirkjugarðinn".
(bls. 41):
Tístandi runni
Gráspörinn syrgir ekki hestaskítinn.
Hann eyðir ekki tíma í framtíðarrannsóknir,
Hann ýfir íjaðrirnar, ólmast, þvaðrar,
ræðir vanda líðandi stundar,
hoppar grein af grein.
Á frostavetri
heldur hann naglasúpunni heitri.
Ég hef alveg ákveðinn tístandi runna í huga
á leiöinni frá fæðingardeildinni í kirkjugarðinn.
Þar iðar allt af spörvum.
Ef þú þarft að reima að þér skóna,
skaltu gera það hérna!
Vel veit ég að fólk sem lítið er fyrir ljóð ætlast ein-
mitt til þess að þau séu þrungin svona hversdagsspeki
Bókmenntir
Örn Ólafsson
og á einföldu og auðskildu máli. Við því er ekkert að
segja nema: Njótið heil, hér er af nógu að taka þótt
ekki sé alltaf eins sláandi og í þessu dæmi.
Þýðingin
Tug frumtexta fann ég til samanburðar við þýðing-
ar. Af þeim samanburði virtist mér að oft þýði Njörð-
ur nákvæmlega, skv. orðanna hljóðan. Og stundum
skilar hann stíl ljóðs líka vel, t.d. í „Bæn fyrir efn-
inu“. En hitt er þó of oft, að þýðingin verði á hátíö-
legra máh en frumtextinn og þessar lágfleygu hugsan-
ir máttu síst við því að færast yfir á stíl hátíðaræðu.
Þegar ský dró frá í einu ljóöi verður úr því hvorki
meira né minna en að „Himnamir opnuðust" og torg
um nótt verður „næturtorg". Verra er þó þegar þýð-
andi yrkir inn í Ijóöið nánari skýringar, sem eru alveg
óþarfar.
Werner Aspengren:
Vindar hefja sig til flugs
Njörður Njarðvik islenskaði.
Urta, Rvík 1994, 72 bls.
iGestarúm
mm
Plasthillur
á hjólum
Tágahúsgögn
2 sæta sófi,
2 stólar
og bprð
Verð áður:
23.900
iimib
Holtagörðum ■BSkeifunni 13 Reykjan/íkurvegi 72 Norðurtanga
Reykjavík Reykjavik Hafnarfirði Akureyri