Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1994, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1994, Side 15
FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1994 15 Aðgerðir gegn ofbetdi Aukið ofbeldi í þjóöfélaginu er staöreynd, um það vitna fjölmiðlar á degi hverjum. Það verður að grípa til aðgerða áður en ástandið verður óviðráðanlegt. Sú þróun sem átt hefur sér stað hlýtur að vekja upp spumingar um hvar vandinn liggi og hvemig taka beri á honum. Forvarnarstarf skóla, fræðsluyf- irvalda og félagasamtaka hefur hingað til að mestu beinst að áfeng- is- og vímuefnaneyslu barna og unglinga. Það er orðið tímabært að beita forvörnum á víðtækari hátt þannig að þær taki til flestra þeirra þátta sem ungmenni þurfa að glíma við í þjóðfélaginu. Mikill meirihluti íslenskra ungmenna er fyrirmynd- arfólk. En það virðist þó vera sem einhver hluti ungu kynslóðarinnar fái ekki næga leiðsögn og uppeldi til þess að læra að bera virðingu fyrir grundvallarverðmætum, rétt- indum og eignum samborgara sinna. Samstarf ábyrgra aðila Forvarnarstarf gegn ofbeldi er orðið löngu tímabært. Ef vel á að tákast til þarf að leita samstarfs við þá aöila sem áhrif geta haft og stöðu sinnar vegna ætti að vera skylt að taka á máhnu. Er hér ekki aðeins átt við lögreglu og félagsmálayfir- völd heldur einnig skóla og fræðsluyfirvöld, þjóðkirkju, trúfé- lög, meðferðarstofnanir, foreldra- félög og íþrótta- og æskulýðsfélög. Margir þessara aðila starfa þegar að einhvers konar forvörnum en með því að sameina krafta þeirra væri vafalítið hægt að ná mun betri árangri og á víðtækari sviðum. Ábyrgð heimilanna er mikil í þessum efnum en því miður virðist sem þáttur þeirra á sviði fræðslu og uppeldis hafi farið minnkandi. Bætt löggæsla -hert viðurlög Samfara auknu forvarnarstarfi og fræðslu gegn ofbeldi þarf að endurskoða ýmsa þá þætti löggæsl- unnar og löggjafarinnar sem að þessum málefnum snúa. Hvaö lög- gæslu varðar má t.d. leggja meiri Kjallarmn Viktor B. Kjartansson varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins í Reykjanesi áherslu á starfsemi hverfastöðva þar sem nálægð lögreglu og heimila er meiri en ella. Þetta fyrirkomulag hefur þegar sannað sig. Taka þarf sérstaklega á málefn- um ungra afbrotamanna því þrátt fyrir að ýmislegt hafi verið fært til betri vegar í dóms- og réttarfars- málum hér á landi undanfarin ár hefur ekki verið tekið nægilega á málefnum þessa hóps. Endurskoða þarf löggjöfina þannig að ungir af- brotamenn taki út refsingu sem hæfir þeim og er líkleg til betrunar. En vandinn verður ekki leystur með aukinni löggæslu og hertum refsingum eingöngu, forvarna er þörf. Hagkvæmni forvarna Forvarnir eru hagkvæmar því hagfræði þeirra byggist á því að þeir fjármunir sem renna til for- varna í dag geta á morgun sparað útgjöld til löggæslu, réttarkerfis, félagslegrar þjónustu eða heil- brigðiskerfis. Þrátt fyrir að unnið sé að ýmiss konar forvarnarstarfi hér á landi skortir samhæfingu þeirra aðila sem að málinu koma og einnig skortir skilning stjórn- valda á mikilvægi þess starfs. Vegna smæðar íslenska þjóðfé- lagsins ætti að vera hægt að reka hér öflugt forvarnarstarf. Yfirvöld verða að ríða á vaðið með auknum skilningi á mikilvægi forvama og heimilin í landinu veröa að axla þá ábyrgð sem þeim ber því for- varnir hefjast heima. Aðeins þann- ig verður tekist á við vandamálið og vörn snúið í sókn. Viktor B. Kjartansson ....heimilin í landinu verða að axla þá ábyrgð sem þeim ber því forvarnir hefjast heima." „Taka þarf sérstaklega á málefnum ungra afbrotamanna því þrátt fyrir að ýmislegt hafi verið fært til betri vegar í dóms- og réttarfarsmálum hér á landi undanfarin ár hefur ekki verið tekið nægilega á málefnum þessa hóps.“ Rauðhólarnir Svæðið austur af Reykjavík er orðið vinsælt til gönguferða og úti- vistar, eins og t.d. Heiðmörk. Þarna voru víða berir melar og moldar- börð en friöun og skógrækt hefur breytt þessu í gróðurreit og gert staðinn vinsælan. Fuglar sækja mikið í þetta land eins og Skógræktarfélagið hefur réttilega bent á nýlega í blöðum. Þar var því sleppt að branduglur sjást núorðið oft í Heiðmörk enda lifa hagamýs góðu lífi í öllum gróðrinum. Á þeim lifir uglan en hún þarf sinn mat eins og aðrir. „Vernduð“ malarnáma Það sætti mikilli gagnrýni á sín- um tíma þegar Rauðhólamir voru gerðir að námu og ekið í flugvöllinn í Reykjavík eða rauðamöhn var notuö í götur bæjarins. Það gafst illa og fauk þetta efni inn í garða og hús, enda rauðamöl létt sem vik- ur. Til að mæta gagnrýni út af eyði- leggingu Rauðhólanna voru þeir „friðaðir“. Líklega er þetta eina KjáHaiinn Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður „malarnáma" landsins sem er vernduð. Taka þarf til hendinni með skipu- lag Rauðhólanna og næsta ná- grennis. Fegra má hólana, laga og endurbæta veginn upp í Heiömörk o.s.frv. Þarna eru næg verkefni. Elliðavatn Svæðið í kringum Elliðavatn þarf líka að skoða í víðu samhengi til lengri framtíöar. Má ekki búa þarna til nýja borgartjörn enda er byggðin á leið í þessa átt og komin nálægt vatninu efst í Breiðholti? í þessu sambandi kemur til greina að setja varphólma í Elliða- af grágæsinni í næsta nágrenni við flugvöllinn. Fleira má bæta Margt má gera til að fegra næsta nágrenni Reykjavíkur, svo sem skógræktin í Heiðmörk 'er gott dæmi um. En fleira má gera. Laga þarf Rauðhólana svo sem kostur er. Vegurinn í Heiðmörk má vera betri. Og að endingu má flytja hluta af grágæsunum á Elliðavatn með „Til að mæta gagnrýni út af eyðilegg- ingu Rauðhólanna voru þeir „friðað- ir“. Líklega er þetta eina „malarnáma“ landsins sem er vernduð.“ vatn. Einnig má finna þarna blett því að setja upp varphólma. við vatnið og sá í hann komi. Þá Þannigmálengihaldaáframmeð myndi grágæsin fara að hluta af að fegra og bæta. Tjöminni í Reykjavík og flytja sig Lúðvík Gizurarson á EUiðavatn. Heldur mikið er nú Þátttaka íslands á ársfundi Alþjóðabankans Mikið gildi „Ég sótti ársfund Al- þjóðabankans og Alþjóöa- gjaldeyris- sjóðsins sem scðlabanka- stjóri og ráð- herraásínum tíma.Égtelað aðild Islands fyrrverandi að bankanum ,i*rmé,«ráðherra. og sjóðnum hafi tvímælalaust haft mikið gildi fyrir land og þjóð. Viö fengum gríðarlega mikið af hagstæðum lánum frá bankanum í sambandi við vatnsvirkjanir okkar og fleiri stórvirki. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er okkur einnig mjög mikilvægur í sambandi við alþjóðleg gjaldeyr- isviðskipti, ekki síst eftir að frelsi var aukið í þeim efimm. Menn hitta ákaflega marga þarna. Á fundinn koma um 10 þúsund manns. Norðurlanda- þjóöimir hafa haft með sér sér- stakt samstarf á þessum vett- vangi og tala einni röddu. Löndin skiptast á að senda ráðherra til að tala fyrir hönd Norðurland- anna. Samstarfið hefur verið ákaflega gagnlegt fyrir ísland. Menn hittast á aukafundum og ræða ýmis mál sem era í deigl- unni. Síöan eiga menn kost á að hitta ýmsa aðra, einkum banka- mennirnir. Þeir hitta aðra seðla- bankastjóra sem er mjög gagn- legt. Svo er alltaf spurning hvaö á að senda marga fulltrúa. Menn þurfa að gæta hófs í slíku. Yfir- leitt fara ekki aðrir en þeir sem era í störfum sem tengjast bank- anum og sjóðnum." Algjörflott- ræfilsháttur „í fjármála- ráðherratíð minni sótti ég einn svona ársfund. Þá sannfærðist ég um að þaö . væri álgjör ílottræfils- háttur hjá is- __________ lendingum aö son.fyrrverandi senda fjol- 'iírmálarééherra. menna sveit á svona fund. í raun og veru er hægt að líkja þessum ársfundum við stóra bílasýningu þar sem þúsundir manna koma saman og aðeins er tekið eftir fulltrúum irá hinum öflugu efna- hagsríkjum. Þess vegna er alveg nóg fyrir ísland að vera með tvo fulltrúa. Það er ekki nema einn sem þarf að taka til máls fyrir íslands hönd og tveir menn geta alveg sinnt þeim verkum sem þama þarf að sinna. Allt annað er bara „húmbúkk“ og veisluhöld. Þegar viö erum að skera niður fjárveitingar til margvíslegra nauðsynjamála og bankakerflð er að hvetja atvinnufyrirtæki til aö sýna aöhald og hagræðingu er það ótrúlegur flottræfilsháttur fyrir fámenna þjóð að fara með 30 manna sveit á þennan fund í fullkomnu nauðsynjaleysi. Ég hef setið marga fundi á al- þjóðavettvangi á undanförnum 15 árum. Fundur Alþjóöabank- ans og Alþjóðayjaldeyrissjóðsins eru með þeim ómerkilegri. Þar eru aldrei neinar ákvarðanir teknar. Þetta er „show“ þar sem einstaklingarnir týnast í mann- hafinu. ísland þarf hins vegar að eiga sína formlegu fufltrúa þar. Það getur verið ernn seðlabanka- stjóri og einn ráðherra. AUt ann- að er óþarft.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.