Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1995, Qupperneq 2
2
MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 1995
Fréttir
Erilsamt en laust við alvarleg útköll hjá lögreglu á nýársnótt:
Sjötíu leituðu á slysadeild
- flestir vegna áverka eftir slagsmál - einn stunginn með hníf á Hótel íslandi
Töluvert var um útköll hjá lög-
reglu í Reykjavík vegna ölvunar á
nýársnótt. Karlmaður var stunginn
með hníf í handlegginn á Hótel ís-
landi og fluttur á slysadeild undir
morgun en hann reyndist ekki með
alvarlega áverka. Þá kom karlmaður
með að því er virtist alvarlega höf-
uðáverka á miðborgarstöð lögregl-
unnar og var hann fluttur á slysa-
deild. Niðurstaöa lækna á slysadeild
benti hins vegar til þess að áverkar
mannsins væru ekki alvarlegir.
„Nóttin var annasöm en það kom
ekkert meiri háttar upp á. Þetta voru
mikið ölvunaráverkar vegna slags-
mála. Menn komu hingað nefbrotnir
með glóðaraugu og missárir eftir
drykkjuskap og slagsmál. Þetta var
öllu meira en á venjulegu kvöldi,
hingað komu um 70 manns frá mið-
nætti og það var líflegt fram á morg-
un og mjög þéttskipaður bekkurinn
en lítið var um brunaáverka þetta
kvöld. Það er svo búinn að vera
nokkuð jafn og þéttur straumur
hingað í dag. Þetta eru leifamar af
nóttinni en menn koma þegar þeir
vakna upp líta í spegil og líst ekki á
blikuna," sagði Ágúst Kárason, sér-
fræðingur í bæklunarlækningum, í
samtali við DV í gær.
Meðal þeirra sem leituðu aðstoðar
á slysadeild í fyrrinótt og fyrrakvöld
var stúlka sem hiaut staðbundinn
þriðja gráðu bruna eftir að flugeldur
hafði að öllum líkindum komist inn
undir hálsmál klæða hennar. Stúlk-
an var flutt á Landspítaia til meðferð-
ar. Samkvæmt upplýsingum á augn-
deild Landakotsspítala leitaði enginn
þangað í gamlárskvöld.
„Þetta var mjög rólegt fram til
klukkan 1.30 en þá hófust útköllin
og álagið jókst fram eftir morgni.
Mér skilst að það sé að finna 100
bókanir frá klukkan 1.30 til 8.30 en
þá voru komnir 20 í fangageymsl-
ur,“ sagði Jónas Hallsson, aðstoðar-
yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í
Reykjavík.
Jónas segir nóttina hafa verið ró-
lega ef mið er tekið af því að um
nýársnótt var að ræða. Þó voru 30
rúðubrot tilkynnt til lögreglu, flest í
verslunarmiðstöð við Kleifarsel. Þá
var ráðist á brennustjóra í Ártúns-
holti þegar hann reyndi að koma í
veg fyrir að maður reyndi að kveikja
í brennunni fyrir þann tíma sem
ætlunin hafði verið að kveikja í
henni.
Hundaræktarfélag íslands mótmælir hækkandi hundagjöldum:
H vetur eigendur til
að draga greiðslur
„Hundaeigendum er gert að greiða
hundagjald en það kom til þegar veitt
var undanþága frá hundabanni hér
í Reykjavík. Eitt af skilyrðunum þá
var að hundaeigendur stæðu sjálfir
undir kostnaði við hundaeftirlit og
við féllumst á það. Síðan hefur gjald-
ið farið síhækkandi og það sýnir sig
í reikningum borgarinnar aö hagn-
aður er orðinn af þessu eftirliti og
þar með viljum við meina að þetta
sé orðin skattheimta," segir Guðrún
Guðjohnsen, formaður Hundarækt-
arfélags íslands. í smáauglýsingu í
DV í dag hvetur Hundaræktarfélagiö
hundaeigendur til þess að greiða ekki
hundagjald ársins 1995 fyrr en á ein-
daga, sem er 1. mars, og þá með fyrir-
vara um endurkröfu, meðan beðið
er niðurstöðu umboðsmanns Alþing-
is í kærumáli félagsins vegna hunda-
gjaldsins.
Guðrún segir aö Hundaræktarfé-
lagið vilji einnig láta endurskoða
framkvæmd eftirlitsins sem Heil-
brigðiseftirlit Reykjavíkur fram-
kvæmir. Það megi gera það mun
hagkvæmara. Félagið hafi beðið
lengi eftir viðræðum við borgina um
þau mál og nú sé verið að þrýsta á
borgaryfirvöld.
Vænta er niöurstöðu frá umboðs-
manni í janúar að sögn Guðrúnar.
Hundagjald í Reykjavík er nú 9.600
krónur á ári fyrir hundinn.
Stuttar fréttir
Sigurður Hall, Svala Ólafsdóttir, Ólöf Örvarsdóttir og Ásgeir Geirsson voru mætt, ásamt öðru prúðbúnu fólki, til
nýársfagnaðar á veitingastaðnum ömmu Lú í gærkvöldi. Nýársfagnaðir voru haldnir víða í gærkvöldi. - Sjá fleiri
myndir frá skemmtunum og samkvæmum helgarinnar á siðu 32. DV-mynd JAK
Kona bjargaði
karliúrbrenn-
andihúsi
Miklar skemmdir urðu í íbúð-
arhúsi við Kambsveg í Reykjavík
eftir aö eldur kviknaði í sólstofu
sem áfóst er húsinu laust fyrir
klukkan 6 á nýársmorgun. Sól-
stofan er byggð við tvö herbergi
í húsinu en í öðru þeirra svaf
karlmaður. Kona sem einnig bjó
í íbúðinni vaknaði við reykskynj-
ara og náði að vekja karlmanninn
og flúðu þau út úr húsinu. Biöu
þau utandyra eftir aö slökkviliðið
kom á vettvang en konan var flutt
á slysadeild þar sem hún fékk
snert af reykeitrun.
Greiðlega gekk að slökkva eld-
inn en verulega skemmdir urðu
á húsnæðinu sökum sóts og
reyks. Grunur leikur á að eldur-
inn hafi kviknað út frá skreyt-
ingu.
Slökkvfliðið var kallað út fjór-
um sinnum frá miðnætti til
klukkan 5 á nýársmorgun. Eldur
kviknaði f dósakúlu við Birkimel,
þá kveikti flugeldur í sólskyggni
áfóstu verslunarhúsnæöi við
Skólavörðustíg, flugeldur braut
rúðu í húsakynnum sundlaugar
Kópavogs án þess að valda frek-
ari skemmdum. Loks var
slökkviliöið kallað út aö Sunnu-
braut í Kópavogi en kveikt hafði
verið í rusli viö eitt húsanna í
götunni og náði eldurinn aö læsa
sig í kjaHaraherbergi. Húsráð-
andi vaknaði og tókst að slökkva
eldinn að mestu áður en slökkvil-
ið kom á vettvang. Hann fékk
hins vegar snert af reykeitrun við
verkið og var fluttur á slysadeild.
Klukkan 17 á gamlársdag barst
svo boð til slökkvfiiðsins um eld
í Fellaskóla. Slökkviliðið fór á
vettvang en í ljós kom að vatns-
leiðsla í uppþvottavél í kennslu-
stofu, þar sem kennsla í heimilis-
fræðum fer fram, hafði gefið sig
og vatn tekiö að leka og lekið nið-
ur á næstu hæð fyrir neðan þar
sem bókasafn skólans er. Einung-
is ein til tvær vikur eru liðnar frá
þvi eldvaraakerfi skólans var
beinlínutengt slökkvistöð. og má
telja víst að tekist hafi að afstýra
stórtjóni með því.
Konurvinsælastar
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var
um áramótin kjörin maður ársins
á rás tvö. Tæplega 3.000 manns
tóku þátt í kjörinu og dreiföust
atkvæðin á 100 manns. Jóhanna
Sigurðardóttir hafnaði í öðru
sætinu og Kristín Á. Guðmunds-
dóttir í því þriðja.
Fækkun hjá ÍSAL
Starfsfólki ÍSAL hefur fækkað
um 159 eða 27% á undanfórnum
6 árum. Skv. Fjarðarpóstinum
vinna nú 438 manns hjá ÍSAL.
HagnaóurhjáSÍF
Hagnaður Sölusambands ís-
lenskra fiskframleiðenda fyrstu 9
mánuðí ársins nam 90,5 milljón-
um króna. Mbl. greindi írá þessu.
Takmarkanir afnumdar
Frá áramótum er íslendingum
heimilt að eiga hvers konar við-
skipti með erlendan gjaldeyri án
nokkurra takmarkanna. Sjón-
varpið greindi frá þessu.
Stefnt er að því að vistrými á
Droplaugastöðum veröi orðin aö
hjúkrunarrýmum um næstu ára-
mót. Mbl. greindi frá þessu.
Aukiðverðmæti
Útflutningsverðmæti loðsút-
aðra skinna og húða var 508 millj-
ónir fyrstu 8 mánuði síöasta árs
og jókst um 52% miðað við sama
tíma 1993. Vísbending greindi frá.
Getnaðurákirkjujörð
Ærin Móra frá Bakka í Vatns-
dal eignaðist fyrir helgi tvö
gimbrarlömb. Morgunblaðið seg-
ir ána hafa haftegglos um versl-
unarmannahelgina en hún gekk
með tveimur hrútum í landi Und-
irfellskirkju í sumar.
Áflog á Raufarhöfn
Til handalögmála kom á dans-
leik á Raufarhöfn á gamlárs-
kvöld. Fjöldi manns blandaðist
inn í átökin en um síðjr tókst lög-
reglunni að stilla til friðar án
þessaðtilhandtökukæmi. -kaa
Smábam flutt á sjúkrahús í Keflavík:
Fékk logandi púðurkúlu í andlitið
- maður nefbrotinn þannig að nef lá úti á vanga
Tæplega tveggja ára gamall
drengur var fluttur í sjúkrahús í
Keflavík eftir að hann fékk logandi
púðurkúlu í andlitið úr skotblysi
við brennu í Njarðvík á gamlárs-
kvöld.
Drengurinn slasaðist ekki alvar-
lega en efri vör og vangi hans
bólgnuðu, auk þess sem óbrennt
púður fór í auga hans. Samkvæmt
upplýsingum lögreglu í Keflavík
vildi slysið til með þeim hætti að
maður sem hafði verið að skjóta
úr blysinu lagði það frá sér þegar
hann taldi að það væri búið en ein
kúla reyndist eftir í blysinu.
Töluvert annríki var hjá lögregl-
unni í Keflavík á gamlárskvöld og
nýársnótt. Þannig hafði lögreglan
afskipti af manni um klukkan 6 um
morguninn en ráðist hafði verið á
hann og maðurinn nefbrotinn
þannig að nefið var úti á vanga, þá
var hann talsvert skorinn í andliti.
Maðurinn var fluttur í sjúkrahús í
Keflavík en þaðan fór hann tfl að-
gerðar á Borgarspítala. Ekki hefur
tekist að hafa hendur í hári árásar-
mannanna en ákveðinn aöili er
grunaður.
Nokkur útköll urðu vegna heim-
ilisófriðar en áramóti fóru friðsam-
lega fram hjá lögreglunni í Keflavik
að ööru leyti.