Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1995, Side 10
10
MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 1995
Fréttir
ísaflörður:
Leigði út myndbönd með
klámfengnum atriðum
Siguijón J. Sigurðsson, DV, ísafirði:
Kveðinn var upp dómur 27. des-
ember í Héraðsdómi Vestfjarða í
máli ákæruvaldsins gegn eiganda
myndbandaleigu á ísafirði. Honum
var gefið að sök að hafa um nokkurt
skeið fyrir 1. apríl 1993 leigt út 106
myndbönd með klámfengnum atrið-
um að meginmyndefni, þar sem lögð
var áhersla á að sýna með lostafull-
um hætti kynfæri karla og kvenna
og fólk í margs konar kynmökum.
Ákærða var gert að sæta varðhaldi
í 15 daga, en fresta skal fullnustu
refsingar og hún niður falla að liðn-
um 2 árum frá dómsuppkvaðningu
haldi ákærði almennt skilorð.
Ákærða var gert að greiða 105 þús.
króna sekt til ríkissjóðs innan 4
vikna frá uppkvaðningu dómsins, en
sæta ella varðhaldi í 30 daga. Þá voru
gerð upptæk 106 klámmyndbönd sem
lögregla lagði hald á við rannsókn
málsins auk þess sem ákærða var
gert að greiöa allan sakarkostnað.
„Með afdráttarlausri játningu
ákærða fyrir dómi, sem er í samræmi
við önnur gögn málsins, telst fram-
angreind háttsemi hans sönnuð og
þykir hún rétt færð til refsiákvæða
í ákæruskjali. Við ákvörðun refsing-
ar ber annars vegar að líta til þess,
að ákærði er nú öðru sinni sakfelldur
fyrir útbreiöslu á klámfengnu mynd-
efni í ágóðaskyni, en í maí 1991
gekkst hann undir dómsátt og 50
þús. króna sektargreiðslu fyrir út-
leigu á tæplega 300 klámmyndbönd-
um. Á hinn bóginn þykir mega hafa
hhðsjón af því hve langt er um liöið
frá því brot ákæröa komst upp en
rannsókn málsins lauk hinn 19. júh
1993 og voru rannsóknargögn þá
send til ríkissaksóknara. Verður ekki
séð af þeim málsgögnum að ákærði
eigi nokkra sök á þeim drætti sem
síðan hefur orðið á afgreiðslu máls-
ins, aUt fram til þess er ákæra var
gefin út á hendur honum,“ segir m.a.
í dómi héraðsdóms Vestfjaröa.
Dóminn kvað upp Jónas Jóhanns-
son héraðsdómari.
KENNSLA HEFST
STUTTISTRÆTO
ÍALLARÁTl
8. janúar 1995
Skírteini afhent í Bolholti 6:
laugardaginn 7. janúar kl. 12-19
T
/Efingasaiur opinn sjö daga vikunnar
Dansráð Islands
Tryggir rétta lciðsögn
Gleðilegt dansár 1995
Dans er holl og góð hreyfing fyrir alla fjölskylduna
JONS PETURS os KORII
B0LH0LTI6 REYKJAVIK
E
MSN
Smuguaflinn 1994:
Verðmæti
2,4 milljarðar
Alls veiddu íslensk skip 35 þúsund
tonn af botnfiski í Smugunni og á
Svalbarðasvæðinu á árinu. Uppi-
staða þess afla er þorskur samkvæmt
bráðabirgðatölum Fiskifélags ís-
lands. Áætlað verðmæti þess afla er
tæplega 2,4 mfiljarðar króna.
íslensk skip veiddu á biUnu 2-3000
tonn af rækju á Flæmska hattinum
aðverðmæti450miUjónir. -rt
Guðrún Helgadóttir.
Finnbogi Björnsson, lengsttil hægri, og fulltrúar félaga sem fengu gjafir.
DV-mynd ÆgirMár
Hitaveita Suðumesja:
Gjaf ir og milljónaaf sláttur vegna af mælis
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
„Það þótti við hæfi á þessu 20 ára
afmæU hitaveitunnar að gefa gjafir.
Það sem íbúar Suðumesja gleðjast
sennilega mest yfir er 20% lækkun
gjaldskrár í desember. Við væntum
að það komi fram á orkureikningum
sem verða sendir út um áramótin,"
sagði Finnbogi Bjömsson, stjómar-
formaður Hitaveitu Suðurnesja.
Hitaveita Suðurnesja átti 20 ára
afmæh 31. desember; var stofnuð
með lögum sem voru samþykkt á
Alþingi 18. desember 1974 og staðfest
af forseta íslands 31. des.
Fyrirtækið afhenti 28. des. pen-
ingagjafir til Þroskahjálpar á Suður-
nesjum kr. 500.000. Til björgunar-
sveitanna sex á Suðumesjum sem
fengu 200 þús. hver deild nema sveit-
in Suöurnes sem fékk 400 þús. Fyrr
í ár var Sjúkrahúsi Suðumesja færð
eymasmásjá að andvirði ein miUj.
króna. Þá var ákveðið að gefa 20%
afslátt af allri aimennri vatnssölu um
hemla í desember. Það þýðir að tekj-
ur af vatnssölu veröa 4,8 millj. kr.
lægri og heildarlækkun til notenda
5,5 millj. vegna virðisaukaskattsins.
DANSSPOR I R
Samkvæmisdansar: sígildir og suður-amerískir
Gömludansarnir - Tjútt Barnadansar - Stjörnumerki DÍ
Allir hópar velkomnir: Börn (yngst 4 ára), unglingar, fullorðnir.
Byrjendur, framhald.hóptímar, einkatímar.
Seljum hina frábæru Supadance dansskó
Leikritið Óvitar eftir Guðrúnu
Helgadóttur var frumsýnt í leikhús-
inu Nör-Tröndelag Teaterværksted,
skammt frá Þrándheimi, miðviku-
daginn 28. desember. Leikstjóri sýn-
ingarinar er Armulf Haga, einn
þekktasti leikstjóri Norðmanna.
Leikritið Óvitar var frumsýnt í Þjóð-
leikhúsinu 1979 viö miklar vinsældir
en um 27.500 manns sáu sýninguna.
Verkið var tekið upp aftur tæpum
áratug síðar og sáu þá ríflega 20 þús-
und manns sýninguna.
Þá hefur verið gengið frá samning-
um við Nordiska Strakosch Teater-
forlaget í Kaupmannahöfn um al-
heimsdreifingu á Óvitum, fyrir utan
Þýskaland og ísland. Foriagið er eitt
hið stærsta á þessu sviði á Norður-
löndum og sérhæfir sig í að koma
norrænum leikritum á framfæri er-
lendis.
Vaka-Heigafell hefur tekið við rétti
á útgáfu á verkum Guðrúnar Helga-
dóttur hér á landi en hún var hjá
Iðunni. Á það bæði við um nýjar
bækur sem eldri verk. Forlagið mun
í vor hefja endurútgáfur á eldri verk-
um Guðrúnar og ríður þá á vaðiö
með fyrstu bók hennar, Jóni Oddi
og Jóni Bjarna, sem uppseld hefur
verið lengi.
Guðrún Helga-
dóttir farin yf ir
tilVöku-
Helgafells
- Óvitar frumsýnt í Noregi
INNRITUNI 36645 og 685045
ALLA PAGA kl. 12 - 19 frá 3. janúar