Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1995, Qupperneq 14
14
MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 1995
Otgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON
Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SÍMI (91)563 2700
FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk.
Fordæmisgildi eða ekki?
Sjálfsagt er að óska sjúkraliðum til hamingju með
nýjan kjarasamning. Ekki fer á milli mála að þær unnu
þar góðan vamarsigur eftir langt og erfitt verkfall. Raun-
ar lá fyrir að samningar mundu ekki takast fyrr en eftir
margar vikur og þá ekki fyrr en í samfloti með öðrum
launþegum ef ekki hefði um samist að morgni gamlárs-
dags. Það heföi orði sjúkraiiðum dýrkeypt og þess vegna
voru samningar gerðir á „hárréttu augnabliki“ eins og
Kristín Guðmundsdóttir hefur réttilega orðað það. Samn-
ingamir eru þar að auki vel viðunandi fyrir sjúkraliða
miðað við aðstæður.
Enda sést það strax á viðbrögðum vinnuveitenda og
viðsemjenda að þeir óttast afleiðingar þessarar samn-
ingagerðar á þann hátt að þeir verði öðmm fordæmi.
Þannig hafa ráðherrar lagt áherslu á að hér sé á ferðinni
lokapunktur á samningalotu sem hófst fyrir tveim árum.
Samningarnir við sjúkrahða eru sem sagt til viðmiðunar
gagnvart gerðum samningum við aðrar hjúkrunarstéttir
síðustu tvö árin og hafa ekki fordæmisgildi fyrir þá kjara-
samninga sem nú eru í uppsiglingu. Ráðherrarnir leggja
sig í líma við að koma þessari skoðun á framfæri.
Þetta er mikil óskhyggja enda erfitt að sjá hvemig
menn geti horft fram hjá þessari samningagerð á ná-
kvæmlega þeirri stundu þegar allir kjarasamningar í
landinu em lausir og menn em í stellingumáð setja fram
sínar kröfur. Þá mætti ætla að sjúkrahðasamningurinn
hafi sín áhrif.
Það er og mat formanns Vinnuveitendasambandsins,
Magnúsar Gunnarssonar, Magnús segir að 7% launa-
hækkun yfir aha línuna jafngildi 6% hækkun lánskjara-
vísitölu, 14 mihjarða króna útgjaldaauka fyrir launa-
greiðendur og vextir hækki í 18% strax í vor.
Það sem hefur með öðrum orðum gerst er að um leið
og sjúkrahðar hrósa góðum sigri hrannast óveðurs- og
óvissuský á himni efnahagsmála landsmanna. Ekki bæt-
ir það heldur úr skák að kosningar fara fram í apríl og
kjaradeilur og kröfugerð munu svo sannarlega setja
mark sitt á þá kosningabaráttu. Þjóðin hefur slæma
reynslu af slíkri blöndu.
í áramótagreinum sínum fara flestir stjómmálafor-
ingjamir almennum orðum um kjara- og efnahagsmál
að þessu leyti. Stjórnarandstæðingar ætla sér greinhega
að færa ókyrrðina og réttláta reiði launafólks sér í nyt,
með tah um kjarajöfnun og leiðréttingu á misskiptingu.
Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins,
er sá eini sem setur fram ákveðna hugmynd um stefnuna
í kjaramálunum þegar hann leggur til að samið verði
um krónutöluhækkun á lægstu laun,“ sem deyr út eftir
því sem ofar dregur 1 launastiganum."
Forsætisráðherra hættir sér ekki út í neina thlögugerð
en leggur áherslu á stöðugleikann og varar við að „menn
sleppi fram af sér beislinu“ í aðdraganda kosninga. Það
skal engum takast að kæfa langþráðan efnahagsbata í
fæðingunni, segir hann. Forsætisráðherra hvetur th að
„kjarasamningar verðir leiddir th lykta á þeim forsend-
um að þeir skih launþegum góðum hag, þegar htið er th
nokkurra ára“ og telur að verkfóh sem efnt verði th
muni standa í marga mánuði.
Af framansögðu má ljóst vera að mikh átök eru fram
undan og gengi þjóðarinnar á nýbyrjuðu ári mun að
verulegu leyti ráðast af úrshtum kjaramála sem nú verða
í brennideph. Samningar sjúkrahða munu óneitanlega
skipta þar miklu máh, hvort heldur th góðs eða hls, eftir
því hvort þeir hafa fordæmisghdi eða ekki.
Ehert B. Schram
Þjóðhagsspá fyrir 1995
— spá Þjóðhagsstofnunar
í desember 1994 —
• ■ ■
Raungengi
krónunnar
æ*
ÍT
sr IaC
CV -0,3
NiScaM
Síðasta þjóðhagsspá. - „ ... góð teikn í búskap íslensku þjóðarinnar."
Stöðnunar-
skeið á enda
I síðustu skýrslu, sem Þjóðhags-
stofnun sendi frá sér fyrir áramót,
er bent á góð teikn í búskap ís-
lensku þjóðarinnar. Þar segir síð-
an: „Þessar breytingar benda til
kaflaskila í efnahagslífinu. Stöðn-
unarskeiðið sem hófst á árinu 1988
virðist á enda.“ Árið 1994 hefur
réttilega verið nefnt „ár uppsveifl-
unnar“. Mikilvægasta sameigin-
lega verkefni þjóðarinnar á árinu
1995 er að nýta þessa uppsveiflu -
án nýrrar kollsteypu.
Sameiginlegt verkefni
Ástæða er tii að undirstrika þá
staðreynd að hér er um sameigin-
legt verkefni þjóðarinnar allrar að
ræða. í fyrsta lagi erum við að
semja hvert við annað um kaup og
kjör. í öðru lagi verður gengið til
kosninga innan fárra vikna, þar
sem ákveðið verður hverjir fara
með stjóm landsins næstu fjögur
ár. Festa í stjórnarháttum á því
kjörtímabili sem nú er að líöa ræð-
ur miklu um stöðugleikann. Fjöl-
flokka vinstristjóm að loknum
komandi kosningum er ekki annaö
en ávísun á pólitíska upplausn og
yfirboð.
Fullyrðing Þjóðhagsstofnunar
um að tæplega sex ára stöðnunar-
skeið sé á enda er góð einkunn fyr-
ir þá, sem leggja verk sín nú undir
dóm kjósenda. Aðeins með þvi að
fylkja sér um Sjálfstæöisflokkinn
geta kjósendur iátið atkvæði sitt
vega þungt í þágu þeirrar stefnu,
sem ráðið hefur mestu á póhtískum
vettvangi um að snúa vöm þjóðar-
búsins í sókn.
Kaflaskil í utanríkismálum
Þess var beðið með nokkurri eft-
irvæntingu hér, hvaða afstöðu
Norðmenn tækju tii aðildar að Evr-
ópusambandinu (ESB). Þegar
KjaUarinn
Björn Bjarnason
alþingismaður
meirihlutinn hafði hafnað aðild átt-
um við samleið með Norðmönnum
við að treysta evrópska efnahags-
svæöið (EES) áfram í sessi. Þetta
hefur tekist á skömmum tíma og í
fullu samræmi við þá stefnu sem
Alþingi mótaöi þegar vorið 1993.
Hinn 28. desember síðastliðinn
samþykktu alþingismenn sam-
hljóða nauðsynlegar breytingar á
EES-stofnunum. Þótt þrjú EFTA-
ríki hafi kvatt EES nú um áramótin
ríkir enginn vafi um framtíð þess-
ara stofnana. Þessi samstaða á Al-
þingi um EES er í hróplegri and-
stöðu við hinar langvinnu deilur
sem stóðu um máhð fyrri hluta
kjörtímabilsins.
Einnig að þessu leyti hafa orðið
kaflaskil á árinu 1994. Víötæk sam-
staöa hefur ekki aðeins tekist um
EES á Alþingi, heldur einnig um
þátttökuna í Alþjóöaviðskipta-
stofnuninni, arftaka GATT, sem
tók th starfa um áramótin með
stofnaðild íslands.
Ný sóknarfæri
Samstaðan um virka þátttöku fs-
lands á vettvangi EES og Alþjóða-
viöskiptastofnunarinnar á að auð-
velda okkur að ýta stöðnuninni enn
lengra frá okkur en tókst á árinu
1994. Hinar stóru viöskiptaheildir
auðvelda litlum þátttakendum að
láta aö sér kveða. Hindrunum, sem
aðeins alþjóðlegir auðhringir gátu
kómist yfir, hefur verið rutt úr vegi.
Því aðeins tekst okkur að nýta hin
nýju sóknarfæri til fulls, að mennt-
un þjóðarinnar sé góð. Hver ein-
stakur íslendingur geti tileinkað sér
þekkingu í samræmi við vilja og
hæfileika. Á tímum upplýsinga- og
þekkingarbyltingarinnar er brýnna
en nokkru sinni að búa við öflugt
og vandað mennta- og skólakerfi.
Björn Bjarnason
„Festa í stjórnarháttum á því kjörtíma-
bili sem nú er að líða ræður miklu um
stöðugleikann. Fjölflokka vinstristjórn
að loknum komandi kosningum er ekki
annað en ávísun á pólitíska upplausn
og yfirboð.“
Skoðardr annarra
GATT og neytendur
„Ef rétt er á haldið mun GATT-samkomulagið
stuðla að því að lækka vöruverð og auka vöruúrval
hér á landi. Shkt er í þágu neytenda og nú, er víða
kreppir að fjölskyldum vegna lágra launa og mikils
framfærslukostnaðar, er mikilvægt að þau áhrif
GATT komi fram sem fyrst. Þess vegna ber aö leggja
áherslu á að afgreiða lagabreytingar vegna GATT á
því þingi, sem nú situr.“
Úr forystugrein Mbl. 30. des.
Ákall Alþýðuflokksins
„Sterkur Alþýðuflokkur er höfuðnauðsyn fyrir ís-
lensk stjórnmál og samfélag. Hver á að berjast fyrir
umbótum í landbúnaðarmálum? Hver á að berjast
fyrir umbótum í kvótakerfinu og sameign þjóðarinn-
ar á auðhndinni? Hver á að berjast fyrir opnun efna-
hagslífsins og evrópsku samstarfi? Hver á að halda
á lofti rétti neytenda í landinu?... Viljum við fara
leið framsóknarmanna ahra flokka inn í tuttugustu
og fyrstu öldina, eða viljum við fara leið nútímalegr-
ar jafnaðarstefnu?... Á komandi kosningaári mun
Alþýöuflokkurinn halda þessum spurningum og fjöl-
mörgum öðrum að landsmönnum."
Úr forystugrein Alþbl. 30. des.
Eini félagshyggjuflokkurinn
„Ég leyfi mér að halda því fram að Framsóknar-
flokkurinn á íslandi sé eini félagshyggjuflokkurinn
á íslandi, sem aldrei hefur bruðgist stefnu sinni og
köllun og hefur ahtaf haft félagslegt framtak, jöfnuð,
lýðræði og umburðarlyndi í öndvegi í starfi sínu.
Félagslega sinnað fólk á íslandi ætti því ekki að vera
í erfiöleikum með að gera upp hug sinn í því umróti
stjórnmálanna sem nú gengur yfir.“
Halldór Ásgrímsson, form. Framsóknarflokksins