Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1995, Side 15
MANUDAGUR 2. JANUAR 1995
15
Væntingar á áramótum
Okkur er þaö flestum í blóö borið,
sem betur fer, aö horfa björtum
augum til nýs árs. Áriö sem kvaddi
hafði sínar björtu hliðar en líka
dökkar. Okkur sem að stjórnmál-
um störfum langar vafalaust öll til
þess aö skuggarnir verði færri á
nýju ári. Okkur greinir hins vegar
á um ráð og aðferðir.
Jöfnum lifskjörin
Eitt alvarlegasta málið sem viö
er að glíma er aö mínum dómi hve
tekjuskiptingin í þjóðfélaginu er
orðin mikil. Auðæfi hafa á nokkr-
um árum safnast á fáar hendur og
þjóðarauðurinn streymir til fárra á
meðan þeir fátæku verða sífellt fá-
tækari. Þessu verður að breyta.
Það verður að skipta um ríkisstjórn
og stjórnarstefnu. Tækifæri gefst
til þess í kosningum í vor og við
framsóknarmenn treystum okkur
til að leiða nýja ríkisstjórn og gera
betur en sú stjórn sem nú er aö
syngja sitt síöasta vers.
Skuldasöfnun heimilanna verður
að stöðva og jafna lífskjörin í land-
inu. Fyrirtækjunum hefur hvað
eftir annað verið bjargað frá því
að stöðvast á undanfornum árum,
með sértækum aðgeröum og nú er
kominn tími til að rétta smæstu
fyrirtækjunum, heimilunum í
landinu hjálparhönd. Það er ekki
sæmandi að fólk líði skort.
Atvinna fyrir alla
Þjóðfélagið verður ekki rekið
sómasamlega nema atvinnulífiö
gangi. Atvinnuleysi er böl sem ráð-
ast verður gegn af fullri einurð,
þannig að þeir sem vilja og geta
eigi kost á vinnu. Fljótvirkasta leið-
in til að rétta við atvinnustigið í
landinu er að efla þær atvinnu-
greinar sem fyrir eru og síðan að
huga aö nýbreytni og uppbyggingu.
Fólk ífyrirrúmi
Við komum hvert öðru við og
þess vegna veröur að kappkosta
það aö endurreisa það velferðar-
þjóðfélag samhjálpar og samvinnu
sem beðið hefur mikinn hnekki á
síðustu árum. Aldraðir og sjúkir
verða að geta búið við félagslegt
öryggi. Annað er til vansæmdar.
KjaHaiiim
Páll Pétursson
alþingismaður
Við framsóknarmenn göngum til
kosninga undir kjörorðinu „Fólk í
fyrirrúmi".
Stöndum vörð um fullveldið
ísland er gott land og gjöfuit. Ef
við höfum vit á að stjórna okkur
sjálf og með hagsmuni heildarinn-
ar fyrir augum þá eigum við að
geta starfrækt hér menningarþjóð-
félag þar sem jöfnuður og félagslegt
öryggi ríkir.
Ég legg sérstaka áherslu á að
þótt við eigum að efla samskipti viö
aðrar þjóðir verðum við að standa
dyggan vörð um sjálfstæöi þjóðar-
innar og yfirráðarétti yfir auölind-
um megum við ekki glata. Þess
vegna eru mér mjög andstæðar
hugmyndir um að innlima ísland í
Evrópusambandið. -
Megi árið 1995 færa okkur far-
sæld og hamingju.
Páll Pétursson
„Auðæfi hafa á nokkrum árum safnast
á fáar hendur og þjóðarauðurinn
streymir til fárra á meðan þeir fátæku
verða sífellt fátækari. Þessu verður að
breyta. Það verður að skipta um ríkis-
stjórn og stjórnarstefnu.“
„.. .yfirráðarétti yfir auðlindum megum við ekki glata“.
Óvæntur dómur?
I frétt á baksíðu DV fyrir
skömmu var íjallað um „óvæntan
dóm vegna ákæru í vopnamáli í
Héraðsdómi Reykjavíkur". í frétt-
inni segir m.a. að dómurinn „hafni
að stoð sé í lögum fyrir því að heim-
ilt væri að gera upptæka hnífa með
lengra blaði en 12 sentímetra. Dóm-
urinn taldi að reglugerð í þessum
efnunt, sem lögregla og önnur yfir-
völd hafa fram að þessu unnið sam-
kvæmt, hafi ekki lagastoð. Dómur-
inn sakfelldi manninn hins vegar
af ákæru um að hafa átt 27 butt-
erfly- og fjaðrahnífa, en heimilt
væri að banna þá með reglugerð-
inni.“
Óskyldir hlutir
Hér er í raun um óskylda hluti
að ræða; annars vegar verkfæri,
sem lagt hefur verið hald á sem
vopn, og hins vegar vopn, sem ótví-
rætt er bannað aö flytja inn, fram-
leiða og eiga hér á landi skv. 34. gr.
reglugerðar um skotvopn og skot-
færi. Það sem dómarinn er að segja
er það að í þessu tilviki hafi ekki
verið lagastoð til að gera upptæk
verkfæri, sem lögreglan hafði lagt
hald á, þ.e. hnifana, enda þótt þeir
hafi lengra hnífsblað en 12 cm, en
þar með væri ekki sagt að lögreglan
hefði ekki haft heimild til að leggja
hald á þau, eins og hún gerði.
í lögum um skotvopn, sprengiefni
og skotelda segir í 3. gr. að dóms-
málaráðherra geti ákveðið að
Kjal]aiinn
Ómar Smári
Ármannsson
aðstoðaryfirlögregluþjónn
ákvæði laganna taki að einhverju
leyti til annarra vopna en venju-
legra skotvopna, s.s. hnúajárna,
örvaboga, högg-, stungu- eða egg-
vopna. í 34. gr. reglugerðarinnar
er fjallað um þá hluti, sém gera
má upptæka til ríkissjóðs, en þar
er ekkert minnst á fyrrgreinda
hluti. Lögin eru frá 1977, en gild-
andi reglugerð er frá 1988. Að öðru
leyti, segir í lögunum, „skal fara
um eingarupptöku skv. ákvæðum
almennra hegningarlaga".
í dómi Sakadóms Reykjavíkur í
svokölluðu Stóragerðismáli var t.d.
gerð krafa í ákæru um upptöku á
9 hnífum, sem fundust hjá sakborn-
ingum. Dómarinn segir hins vegar
enga heimild að finna í lögum til
þess aö gera upptæka hnífa eöa
önnur tæki eða vopn enda hafi ekki
verið sýnt fram á að hnífar þessir
hafi verið ætlaðir til notkunar í
glæpsamlegu skyni eöa aö réttarör-
yggisins vegna sé nauðsynlegt að
gera þá upptæka. „Eins og á stend-
ur um þá að öðru leyti þykja ekki
vera lagaskilyrði til að gera þá upp-
tæka,“ segir í dómsniðurstöðu.
Dómur þessi var kveðinn upp 12.
des. 1990. Það er því varla hægt aö
segja að dómur Héraðsdóms nú
hafi verið óvæntur.
Það sem kannski er fréttnæmast
af þessu öllu er aö ekki skuli vera
búið að samræma lögin reglugerð-
inni í öll þessi ár.
Virða ber niðurstöður
í lögum um meðferð opinberra
mála segir að lögreglan megi leggja
hald á muni ef ætla megi að þeir
hafi sönnunargildi í opinberu máli,
ef þeirra hafi verið aflað á refsi-
verðan hátt eða ætla megi að þeir
kunni að verða gerðir upptækir.
Það er sem sé eitt að lögregla leggi
hald á hluti og annað að þeir verði
að lokum gerðir upptækir með
dómi. Lögreglan leggur hald á
muni, m.a. hnífa, m.a. á þessari
forsendu.
Hvenær sú staða kemur upp er
háð ákveðnu mati, en virða ber
niðurstöður dómstólanna enda
byggi þeir á þeim lagastoðum sem
fyrir hendi eru hverju sinni hvað
þá varðar. Ef þetta fer ekki saman
er ástæða fyrir hlutaðeigandi aðila
að setjast niður og koma í veg fyrir
að misræmi skapist í þessum mál-
um.
Ómar Smári Ármannsson
„Það er sem sé eitt að lögregla leggi
hald á hluti og annað að þeir verði að
lokum gerðir upptækir með dómi. Lög-
reglan leggur hald á muni, m.a. hnífa,
m.a. á þessari forsendu.“
<
Meðog
ámóti
Aldurstakmark á
atvinnubíistjóra
Enginspuming
„Það má
skjpta þessu
vandamáli
upp í tvo
flokka. Ann-
ars vegar er
það almenni
þátturinn
sem lýtur að
endurmenní-
un og öryggis-
fræðslu at- ,ramkvæmdaBtKiri.
vinnubílstjóra sem er mjög
ábótavant. Hins vegar er það
vandamáliö sem snýr að því að
mönnum fórlast með aldrinum.
Ef menn bera saman þær kröfur
sem gerðar eru til atvinnuflug-
manna og atvinnubílstjóra kem-
ur i ljós að flugmennirnir búa við
mjög stífar reglur, bæði hvað
varöar aldurshámark og reglu-
bundið eftirlit. Þeir þurfa að fara
í árlega læknisskoðun og reglu-
bundið eru þeir sendir til endur-
menntunar. Þá mega þeir ekki
fljúga sem atvinnuflugmenn eftir
ákveðinn aldur. Þessu er þveröf-
ugt farið með atvinnubílstjórana
sem mega aka fram 1 andlátið.
Þá eru engar kröfur gerðar til
þeirra varðandi endurmenntun
eða læknisskoðun. Þetta er mjög
undarlegt í því ljósi að slysatíöni
á vegum er miklu meiri en í lofti.
Bílstjórinn er alltaf einn á meðan
flugmenn í atvinnuflugi eru alltaf
tveir. Atvinnubilstjórar bera oft
ábyrgð á stórum hópum fólks, við
erum að tala um allt að 100
manns. Það fer ekki á milli mála
að menn sera eldast eru í flestum
tilvikum seinni aö bregðast viö
og árvekni þeirra minnkar. Þaö
er þvi engin spuming aö þaö ber
að setja aldurstakmark á at-
vinnubílstjóra."
Hæfnispróf
Þórir Qaróarsson
„Þaö var í
tíö Steingríms
Sigfússonar
sem sam-
gönguráð-
herra aö þaö
var samþykkt
á þingi sem ég
kaUa ólög.
Margir þeirra
sem í dag eru
komnir um
Bjamí Pálmarsson
leigubHreiöarstjóri.
eða yfir sjötugt eru mjög færir
um að aka bílum. Þeir hafa m.a.
verið notaðir í ráðherrakeyrslur
og við opinberar heimsóknir, sem
eru erfiðari varðandi hraðaakst-
ur en annar akstur. Haildór
Blöndal er mjög vel Uðinn land-
búnaðarráöherra í dag. Hann
stendur fyrir því að bera fram
áframhaldandi bann á menn sem
eru yfir sjötugt. Það vantar í þetta
frumvarp hans að það gangi það
sama yfir bændur því það er Uka
ábyrgðarhluti að sjá um búfénað.
Ég er ekki á því að bílstjóri sem
er í góöu ástandi heUsufarslega
sé ekki álitinn fær um að aka bU
i Reykjavik eða annars staöar og
þá eigi annað við um bónda á
sama aldri. Ég er að vonast tU
þess að alþingismenn sjái sóma
sinn í því að virða atvinnufreisi
á íslandi og taki tram fyrir hend-
urnar á bUsfjórafélaginu Frama
sem kom þessu upphaflega í gegn.
Það virðist aUt eiga aö byggjast
hér á hindrxmum opinberra aðUa
sem ættu ekki að þurfa að vera
með þessi afskipti af atvinnu-
rekstri. Það á að hafa þetta eins
og í Þýskalandi þar sem atvinnu-
bíistjórar fara einu sinn á ári eft-
ir 68 ára aldur í hæfiúspróf, bæði
hvaðvarðarheUsuogakstur. -rt