Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1995, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1995, Side 20
28 MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 1995 -fyrir unga sem aldna VERTU VEL VIRKUR í VETUR OG BJÓDDU ÖLLU BIRGINN. HJÁ OKKUR FÆRÐU FÍNT FORM OG FLOTTAR LÍNUR FYRIR FÁEINAR KRÓNUR. p FULLKOMIN LÍKAMSRÆKT — JUDO — JIU-JITSU — SJÁLFSVÖRN — LJÓSABEKKIR — SAUNA — TAEKWONDO ÞJÁLFARI: MICHAEL J0RGENSEN, 4. DAN — ÞREKTÍMAR í HÁDEGINU — FITUBRENNSLA I HÁDEGINU — EINKAÞJÁLFUN FYRIR HÁDEGÍ L- RÁÐGJÖF UM MATARÆÐI ÞJÁLFARI: ALDA NORÐFJÖRÐ HEILSURÆKTARBOMBA ..og svo á eftir - Ljós og Sauna láttu sjá þigsemfyrst Júdó GYM E I N H O L T I 6 S : 6 2 7 2 9 5 Horfðu til framtíðar Hvað endast litmyndimar þínar lengi? Það fer eftir því hvaða ljósmyndapappír er notaður. Myndir á lélegan pappír geta glatað gæðum á örfáum árum. Samkvæmt rannsóknum óháðra vísindamanna m.a. við Tækniháskólann í Rochester í Bandaríkjunum og upplýsingum í bókinni „The Permanence and Care of Color Photographs" eftir Henry Wilhelm, þá endist FUJICOLOR ljósmyndapappír, FJÓRUM SINNUM LENGUR, en sá næstbesti. » Myndir á FUJICOLOR ljósmyndapappír halda fullum litgæðum með réttri geymslu íyfirlOO ár. Tryggðu raunveruleg gæði og endingu myndanna þinna og láttu framkalla myndimar þínar hjá þessum framköllunarstofum, sem nota aðeins FUJICOLOR hágæða ljósmyndapappír: Reykjavík: Mosfellsbær: Borgames: Sauðárkrókur: Siglufjörður: Egilsstaðir: Höfn í Homafirði: Vestmannaeyjar: Selfoss: Garðabær: Ljósmyndavörur hf„ Skipholti 31 Úlfarsfell, Hagamel 67 Express litmyndir, Suðurlandsbraut 2 Regnbogaframköllun, Síðumúla 34 Bókabúðin Ásfell, Háholti 14 Framköllunarþjónustan, Borgarbraut 11 Ljósmyndaþjónusta Stefáns Pedersen, Aðalgötu Nýja Bíó, Áðalgötu 30 Myndsrniðjan, Dynskógum 4 Ljósmyndastofa Jóhönnu, Hafnarbraut 25 Fótó ljósmyndaþjónustan, Bárustíg 8 Ljósmyndastofa Suðurlands, Austurvegi 44 Hraðframköllun Garðabæjar, Garðatorgi 1 EDl FUJICOLOR Langbestu myndgœðin nœstu 100 ár. X Y Y Y Y Y Y X X Y Y X X Y Y Y Y X Y X Y X Y Y X Y Y X T Meiming dv Edda Björgvinsdóttir og Magnús Ólafsson voru meðal þekktra leikara sem brugðu sér í ýmis gervi í áramótaskaupi Sjónvarpsins. Hvað með húmorinn? Að venju settist þjóðin við sjónvarpið þegar leið að Áramótaskaupi RÚV, sem að þessu sinni var undir stjórn Guðnýjar Halldórsdóttur, og beið eftir því að geta hlegið innilega með þeim sem teknir yröu til léttrar meðferðar í þættinum. Það er nefnilega galdurinn viö að semja og setja fram skemmtiefni af þessari tegund að matreiöa glensið þannig að það sé fyndið fyrir alla og að „fórnarlömbin“, hver svo sem þau eru, geti hlegið með þjóð sinni. En að þessu sinni var fátt um fína drætti i sjálfu handritinu sem var frekar gleðisnautt og grínið allt að því rætið stundum. Sum atriðin voru allsendis ófyndin, eins og til dæmis lokalagið sem var nærri því pínlegt á að horfa. Gæjarnir sem þar var spaugaö með eru einfaldlega miklu hlægilegri sjálfir. Ekkert var til sparað við úrvinnsluna, sem var oft skemmtileg fyrir augað og fagmannlega af hendi leyst. Innskotin með kerlingunum tveim- ur voru ágætur rammi sem myndaði tengingu milli atriða. Þjóðvegahátíð- in mikla fékk sinn skerf og þar var hægt að koma að skotum á pólitík- usa, fréttamenn og fyrirfólk. Skemmtanabransinn og auglýsingamennska fengu sitt og líka ráðherrarnir (sumir), enda er þetta hluti af þeirra til- veru og lítið varið í það að komast ekki á blað í skaupinu! Framtíðarhöfundar Skaupsins mega hins vegar gjarna íhuga að safna í sarpinn skrýtnum og skondnum uppákomum, sem nóg er af á heilu ári, og gera þeim skil um næstu áramót en gefa dömubindaauglýsingum frí. Með vængjum eöa ekki, þetta er bara orðið gott. Þegar upp var staðið voru það frábærir fórðunarmeistarar og eitur- snjallir leikarar sem stóðu með pálmann í höndunum. Gísli Rúnar Jóns- son fór á kostum og bætti tómahljóöið í handritinu með því að bregða sér í í haminn af þjóðkunnum íslendingum, Helga Braga Jónsdóttir var líka bráðfyndin. Frammistaða þeirra og annarra góðra leikara var ljósi punkt- urinn í Skaupinu. En það var þetta með húmorinn. Hann lenti að þessu sinni mestallur í áramótaþætti Imbakassans á Stöð 2. Þátturinn var samfelldur og bráð- fyndinn á köflum og frammistaða þeirra félaga, Arnar Árnasonar, Pálma Gestssonar, Sigurðar Sigurjónssonar og Þórhalls Sigurðssonar (Ladda) í hlutverkum Spilabræðra og annarra góðkunningja Imbakassans var lunkulega skemmtileg. Þjóðkunnar persónur lögðu þeim lið og í heild var þetta hin besta skemmtun, létt og laus við skot úr launsátri. Imbakassinn kom þannig þægilega á óvart og reyndist þegar upp var staðið mun betri áramótaskemmtun en Skaupið. LÁTTU EKKI OF MIKINN HRAÐA VALDA ÞÉR SKAÐA! Leiklist Auður Eydal Á NÆSTA SÖLUSTAÐ aaAR AA EÐA í ÁSKRIFT í SÍMA V|{ b/uU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.