Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1995, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995
Viðskipti
Ysa á fiskm.
Kg Þri Mi Fi Fö Má
Þingvísit. hlutabr.
Þ r i M i F i F ö
Avöxtun húsbr.
Fi-94/2 Þri M i F i F
Dollarinn
Þri Mi Fi Fö Þr
Kauph. í New York
Hækkunáhús-
bréfavöxtum
Ýsa á fiskmörkuðum hækkaði
upp í 186 krónur kílóið að meðal-
tali daginn fyrir gamlársdag. Á
nýju ári byijaöi meðalverðið í 130
krónum.
Þingvísitala hlutabréfa endaði í
1025 stigum á síðasta ári, hækk-
aöi um 1,6% milli jóla og nýárs.
Ávöxtun húsbréfa í flokki
1994/2 hækkaði í síðustu viku.
Vextirnir voru komnir í 5,83%
daginn fyrir gamlársdag.
Á síðustu dögum ársins 1994
lækkaði sölugengi dollars um
1,2%, fór niður í 68,39 krónur.
Þegar viðskipti hófust í bönkum
á nýju ári í gærmorgun var sölu-
gengið komið í 68,65 krónur.
Hlutabréfaverð í Wall Street
þokaðist niður á við um áramót-
in. Þegar viðskiptum lauk á
mánudag stóð Dow Jones í 3834
stigum.
333 milljóna hlutabréfaviðskipti milli jóla og nýárs:
Hlutabréfasjóður
VÍB vinsælastur
Viðskipti með hlutabréf á Verð-
bréfaþingi íslands voru skráð fyrir
333 milljónir króna milli jóla og ný-
árs, þar af fyrir tæpar 150 milljónir
daginn fyrir gamlársdag. Skattaaf-
slátturinn laðaði að ijárfesta og sem
fyrr voru hlutabréfasjóðirnir vinsæl-
astir.
Um þriöjungur allra hlutabréfavið-
skipta síðustu viku ársins var með
bréf Hlutabréfasjóðs VÍB, eða fyrir
107 mfiljónir. Á meðfylgjandi grafi
má sjá 10 vinsælustu hlutabréfin í
síðustu viku sem voru með um 80%
allra viðskipta í vikunni. Hlutabréfa-
verð hækkaði á ný í síðustu viku
þegar þingvísitalan fór í 1025 stig.
Alls námu hlutabréfaviðskiptin í
nýliðnum desembermánuði um 640
milljónum króna og tæpum 2 millj-
örðum á öllu árinu 1994. Það er um
60% aukning frá 1993 þegar hlutabréf
fyrir 1.250 milljónir skiptu um eig-
endur það árið. Miðað við þingvísi-
tölu hlutabréfa í ársbyrjun 1994 hef-
ur hlutabréfaverð hækkað að meðal-
tali um fióröung.
Ef frá eru taldir hlutabréfasjóðirnir
10 vinsælustu hlutabréfin
— 27. til 30. des. 1994 —
Þorm. rammi f~18,9
Olíufélagiö f~18,9
ÚA i!2,8
Olís I 112.9
Ske'jungur CZT|16,4 .
Auölind I 20,1
Eimskip
Alm. hlutabrsj.
íslandsbanki____________
Hiutabrsj. víb .:........-------107,6
DV
voru mestu viðskipti á Verðbréfa-
þingi með hlutabréf íslandsbanka á
síðasta ári, eða fyrir 189 milljónir.
Næst koma bréf Islenskra sjávaraf-
urða fyrir 182 milljónir, Eimskips-
bréf fyrir 175 milljónir, íslenska út-
varpsfélagið (Stöð 2) með 161 milljón
og Þormóður rammi með 151 milljón.
Nokkru á eftir koma bréf Olíufélags-
ins, Granda, Flugleiða, Olís, Skelj-
ungs og Hampiðjunnar.
Viðskipta-
jöf ur árs-
ins 1994
Sighvatur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar
hf. í Vestmannaeyjum, var nýlega
útnefndur maður ársins 1994 í at-
vinnulífinu á íslandi. Að útnefning-
unni stóðu Frjáls verslun og Stöð 2.
í vali sínu á Sighvati lagði dómnefnd-
in til grundvallar „framúrskarandi
árangur í að rétta við rekstur
Vinnslustöðvarinnar, forystuhæfi-
leika, áræðni, útsjónarsemi og góða
stjómun sem aukið hefur trú fiár-
festa á fyrirtækinu".
Sighvatur tekur við vióurkenningarskjali úr hendi Erlends Einarssonar dóm-
nefndarmanns og lengst til hægri er Magnús Hreggviðsson, formaður dóm-
nefndar. DV-mynd GS
Spá hækkandi álverði
Viðskipti meö ál á heimsmarkaði
voru með rólegra móti um áramótin.
Daginn fyrir gamlársdag var stað-
greiðsluverð áls á markaði í London
1952 dollarar tonnið. Þegar viðskipti
hófust að nýju í gærmorgun var stað-
greiðsluverðið 1954 dollarar.
Sérfræðingar spá því að 3ja mán-
aða álverð fari í 2000 dollara tonnið
á næstunni sem þýðir að stað-
greiðsluverðið verður í kringum 1970
dollara. Hefur álverð þá ekki verið
hærra síðan í byrjun nóvember sl.
Engin skipasala
Enginn íslenskur togari seldi afla
sinn í Þýskalandi í síðustu viku, sam-
kvæmt upplýsingum frá Aflamiðlun,
en nokkrir togarar eiga söludaga í
þessari viku. Von er á góðu verði í
ársbyrjun þar sem Evrópubúar eru
sólgnir í fiskmeti eftir jólasteikina. í
gámasölu í Englandi seldust 188 tonn
fyrir rúmar 28 milljónir króna.
Yfirlit yfir hlutabréfaviðskipti síð-
ustu viku ársins 1994 má lesa á síð-
unni hér að ofan.
DV;
Fjármagnsvið-
skipfti frjáls
IJm áramótin tók gildi ný reglu-
gerð um fiármagnsviðskipti milii
landa sem var síðasti áfangi í af-
námi gjaldeyrishafta á ísiandi
Nú eru skammtímahreyfmgar
fiármagns orðnar frjálsar en áður
voru þær háðar fiárhæðartak-
mörkunum. Dæmi um þetta eru
kaup á erlendum skammtíma-
verðbréfum og innlegg á banka-
reikninga erlendis.
Um áramótin féll jafnframt úr
gildi skilaskylda erlends gjald-
eyris. Það þýðir að þeir sem eígn-
ast erlendan gjaldeyri geta ráð-
stafað honum að vild. Með nýrri
reglugerð eru ekki lengur hömlur
á kaupum innlendra aðila á er-
lendum verðbréfum eða kaupum
erlendra aðila á innlendum verð-
bréfum, svo framarlega sem þau
kaup gangi ekki gegn ákvæðum
laga um fiárfestingar útlendinga
1 íslensku atvinnulifi. Þótt gjald-
eyrisviðskipti hafi að fullu verið
gefin frjáls um áramótin verður
áfram í gildi upplýsingaskylda til
Seðlabankans vegna hagskýrslu-
gerðar. Þanmg verður áfram ætl-
ast til að á afgreiðslubgiðni vegna
gjaldeyrisviðskipta sé tilefni við-
skiptanna tfigreint.
1994metárí
útflutnmgiSH
Allt stefnir í að nýliðið ár verði
metári í útflutningi hjá Sölumiö-
stöð hraðfrystihúsanna, SH.
Fyrstu þrjá ársfiórðungana nam
útflutningurinn rúmum 100 þús-
und tonnum að verðmæti um 20,7
milljarðar króna. Miðað viö sama
tima árið 1993 er þetta magn-
aukning um 46% og verðmæta-
aukning um 40%, samkvæmt því
sem fram kemur í fréttabréfi SH.
Langmesta aukningin varð í
Japan hjá söluskrifstofu SH í
Tokyo. Þar jókst magnið um 92°/»,
fór úr 19 þúsund tonnum fyrstu
9 mánuðina 1993 í rúm 37 þúsund
tonn sama tima á síðasta ári.
Verðmætið jókst um 103%, var
6,1 milljarður til Asíulandanna
fyrstu 9 tnánuðina. Aukning var
hjá öUum öðrum söluskrifstofum
SH erlendis, þ.e. í Bandaríkjun-
um, Bretlandi, Þýskalandi og
Frakklandi.
19 rammasamn-
ingar í gangi
Ríkiskaup tóku í notkun á síð-
asta ári nýtt innkaupakerfi með
gerð svokallaðra rammasamn-
inga. Um þessar mundir eru 19
tegundir rammasamninga í
gangi. Samkvæmt fréttatilkynn-
ingu frá Ríkiskaupum er stefnt
að verulegri fiölgun ramma-
samninga og að þeir verði um 40
talsins í árslok 1995.
Tfi að tryggja sér aögang að inn-
kaupakerfi þessu gerast opinber-
ar stofnanir áskrifendur að
rammasamningunum. Samning-
arnir eru gerðir í framhaldi af
útboöi á vegum Ríkiskaupa og
ítarlegum samanburði á því sem
markaðurinn hefur að bjóða. Út
frá þeirri vinnu eru valdir þeir
seljendur sem best buðu, með til-
liti til verðs og gæöa. Áskrifendur
eiga síðan val á milii þessara
völdu seljenda. Sérstakur mark-
aðsstjóri rammasamninga hefur
verið ráöinn Tryggvi Þór Ágústs-
son viðskiptafræðingur.
Intertecstofnað
íChile
Markaðs- og sölufyrirtækið Int-
ertec hefur veriö stofnað í Chile
af íslenskum aðilum. Stofnendur
eru Hampiðjan, Sæplast, verk-
fræðistofan Meka og ráðgjafar-
fyrirtækið Icecon. Intertec mun
einnig sjá um sölu á vörum Mar-
els í Chile og Perú.