Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1995, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1995, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÖNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÓSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur; auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð i lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Fyrir neðan beltisstað Fátt ef nokkurt efni í sjónvarpi er vinsælla en ára- mótaskaupið. Sá skemmtiþáttur hefur unnið sér fastan sess á gamlárskvöld og má fullyrða að langflestir lands- manna setjist fyrir framan sjónvarpstækin til að fylgjast með og njóta þeirrar skemmtunar sem upp á er boðið. Ástæðan er auðvitað sú að áramótaskaupin hafa alla- jafna verið vel heppnuð. Áramótaskaupið er að því leyti sérstæður og óviðjafn- anlegur sjónvarpsþáttur að þar er dregin upp skopleg hhð þeirra atburða sem sett hafa svip á þjóðlífið á liðnu ári og þekkt fólk birtist í spéspegli. Er það oftast græsku- laust gaman enda hafa fórnarlömbin jafnan getað hlegið með öðrum og meir en aðrir að þeirri skrumskæhngu sem dregin er upp af þeim sjálfum. Stundum er jafnvel sagt að það sé akkur í því fyrir stjórnmálamenn að komast á blað og verða sögupersónur í gríninu og það sé til marks um að þeir hafi verið áber- andi og aðsópsmikhr í störfum sínum, en það eru jú ær og kýr hvers stjómmálamanns að komast í sviðsljósið. Áramótaskaupið á gamlárskvöld var í engu frábrugðið fyrri þáttum að þar var margt stórvel gert og skensið beinskeytt og hlægilegt. En þar voru líka mistök gerð og þau verst að þar var skotið yfir markið eða öhu held- ur slegið fyrir neðan beltisstað. Nafnkunnir stjórnmála- menn voru ekki aðeins dregnir þar sundur og saman í háði og spotti með ósmekklegum hætti heldur klykkt út með því að láta menntamálaráðherra segja að hann væri apaköttur! Þá ályktun verður að draga að persónu- legar eða póhtískar skoðanir textahöfunda hafi ráðið því að stöðugt var höggvið í sama knérunn. Þessi vinnubrögð eru ámæhsverð. Skiljanlega er erfitt að ritskoða slíka skemmtiþætti og höfundar verða að fá að njóta frelsis við að semja efnið. En því frelsi fylgir ábyrgð, enda hljóta ahir að gera sér grein fyrir því að áramótaskaupið er þáttur ahra landsmanna og á ekki að vera ihyrmislegur eða illkvittinn. Hann á ekki að vera vettvangur fyrir óuppgerðar sakir milh ráðamanna ann- ars vegar og þáttagerðarmanna hins vegar. Það er ekki fyndið þegar menn eru kahaðir apakettir. Stjórnmálamenn verða að þola ýmsar skráveifur enda bjóða þeir upp á það. Um leið og stjórnmálamenn eru skotspónn skaups og spaugs eiga þeir ekki að verða fyr- ir aðkasti og ómerkilegum umsögnum sem ekkert eiga skylt við skemmtun eða fyndni. Áhorfendur eru næmir fyrir því hvar munurinn er á milh athlægis og aðhlát- urs, og því miður féh áramótaskaupið á því prófmu. Þeir stjómmálamenn eða einstakhngar, sem verða fyrir barðinu á rætnum texta, verða ekki minni menn fyrir vikið heldur þeir sem bera ábyrgð á textanum. Höfundar handritsins hafa vísað ahri gagnrýni á bug. Það eiga þeir ekki að gera. Apakattarbrandarinn var langt fyrir neðan velsæmismörk. Ekki er ætlunin að gera mikið veður út af þessum mistökum. Ihtt er þó ljóst að svo vinsælt sem áramóta- skaupið er, og svo umtalað sem það er meðal almenn- ings, er óhjákvæmhegt að láta þá skoðun koma heiðar- lega og tæpitungulaust fram að það er ódrengilegt og óviðeigandi með öhu að nota slíka þætti th árása og at- yrða gagnvart fólki sem hefur vahst th ábyrgðarstarfa í þjóðlífmu. Sérstaklega þegar það er gert undir þeim for- merkjum að hér eigi fyrst og fremst að ráða saklaust glens og gaman. Vonandi verða þessi mistök víti th varn- aðar og annars ágætum höfundum áramótaskaupsins th iðrunar. EhertB. Schram „Breyting á lánskjörum getur falið i sér að vöxtum og/eða lántima sé breytt... “ segir Finnur m.a. í greininni. Ráðgjafar- og endur- reisnarstöð heimilanna Það er þjóðhagslega hagkvæmt að sem flestir geti eignast þak yíir höfuðið og eftirsóknarvert út frá hagsmunum einstaklinga og íjöl- skyldna vegna þess öryggis sem það veitir. Við eðlilegar aðstæður treystir eigið húsnæði fjárhagslegt sjálfstæði manna og eykur ábyrgð- artilfmningu gagnvart verðmæt- um. Atvinnuleysið, stórhækkaðir skattar, auknar álögur í formi þjónustugjalda, lækkun barna- og vaxtabóta og vaxandi kjaraskerð- ing ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hefur grafið und- an fjárhagslegu sjálfstæði einstakl- inganna. Gallar húsbréfakerfisins Nú er svo komið vegna efnahags- og atvinnustefnu ríkisstjórnarinn- ar að miklir greiðsluerfiðleikar blasa við mörgum heimilum. Fátt hefur farið eins illa með fjárhag heimilanna og húsbréfakerfið en gallar þess birtast í styttri láns- tíma, hærri vöxtum og þar af leið- andi aukinni greiðslubyrði. Á flokksþingi framsóknarmanna í lok nóvember var samþykkt að breyta Húsnæðisstofnun í ráögjaf- ar- og endurreisnarstöö heimil- anna. Hlutverk hennar verði að sjá um félagslega húsnæðislánakerfið og grípa til björgunaraðgerða til að aðstoða fólk við aö greiða úr skuldavandamálum heimilanna. Vandamálum sem þegar eru orðin svo mikil að heimilin ráða ekki viö þau. Því er óumflýjanlegt að grípa til greiðsluaðlögunar, lengingar lána, félagslegrar aðstoðar og veit- ingar greiðsluerfiðleikalána. Viðtækrar samstöðu þörf Til aö ná sem víðtækastri sam- stöðu um þau markmið sem stofn- uninni verði falið að takast á viö verði henni stjórnað af fulltrúum KjaUarinn Finnur Ingólfsson alþingismaður Framsóknar flokksins i Reykjavik ríkisvalds, banka og sparisjóða, líf- eyrissjóða, verkalýðshreyfmgar, vinnuveitenda, sveitarfélaga og neytendasamtaka. Skuldir heimil- anna eru ekki bara í Húsnæðis- stofnun. Þær eru einnig í bönkum, hjá lífeyrissjóðum og hjá sveitarfé- lögum. Til þess að leita eftir heildstæðri lausn á greiösluerfiðleikum heimil- anna er nauðsynlegt að draga alla áðurnefnda aðila til samstarfs um lausn. Því er þessum aðilum falið að stjórna stofnuninni. Nauðasamningar - greiðsluaðlögun Starfsemi stöðvarinnar verði fjármögnuð af lífeyrissjóðum, bönkum, ríkinu og sveitarfélögun- um. í einhverjum tilfellum getur reynst nauðsynlegt að fara með einhverja einstaklinga í gegnum nauðasamninga líkt og mörg fyrir- tæki hafa þurft að fara í gegnum. í flestum tilfellum ætti greiðsluað- lögun aö duga. Markmiðið með greiðsluaðlögun verði að skuldari fái lánskjörum breytt þannig að greiöslubyrði verði léttari. Breyting á lánskjörum getur falið í sér að vöxtum og/eða lántíma sé breytt, skuld sé fryst um tíma á meðan fólk leitar lausnar á tíma- bundnum erfiðleikum eins og vegna atvinnuleysis, veikinda og fleiru. Greiösluaðlögun komi aö- eins til greina hafi hún í fór með sér ávinning fyrir skuldara, lánar- drottna og samfélagið í heild. Ávinningur fyrir skuldara verð- ur að vera sá að þeir geti staðiö í skilum með skuldina. Ávinningur fyrir lánardrottnana yrði því um leið að líkur á endurgreiðslu munu aukast. Ávinningur samfélagsins yrði því sá að færri þyrftu að leita á náðir félagsmálastofnana. Finnur Ingólfsson „Vandamálum sem þegar eru orðin svo mikil að heimilin ráða ekki við þau. Því er óumflýjanlegt að grípa til greiðsluaðlögunar, lengingar lána, fé- lagslegrar aðstoðar og veitingar greiðsluerfiðleikalána.“ Skodanir annarra Ærumeiðandi sjónvarpsffrétt „Rétt fyrir jól birtist í fréttum Ríkissjónvarpsins umfjöllun um dagpeningagreiðslur og ferðakostnað maka ráöherra... Við skulum vona aö allt hið talaða mál fréttarinnar hcifi verið kórrétt, enda textinn byggður á svari forsætisráðherra á Alþingi. En myndmál fréttarinnar var bæði villandi og ærumeið- andi... Vinna svona þeir fréttamenn, sem eru að krefjast siðbótar í íslenskum stjórnmálum og eru þetta meöulin sem þeir beita? Ef svo er þá kunna blaða- og fréttamenn ekki mannasiði; þá er hér ekki um að ræða siðbót, heldur siðleysi." Atli Heimir Sveinsson tónskáld í Mbl. 3. jan. ESB ffyrir staffni „Ég er sannfærður um að ísland sæki um Evrópu- sambandsaðfid á einhverjum tímapunkti. Mín per- sónulega skoðun er raunar sú, að hvernig sem næsta ríkisstjórn veröi skipuð þá muni hún sækja um að- Od að Evrópusambandinu... Með aðild að samband- inu yrði fjárfesting á íslandi áhugaverðari kostur en nú, en íslensk viðskiptalöggjöf, skattalöggjöf og stjórn efnahagsmála fylgdi með tryggari hætti þró- uninni í helstu viðskiptalöndum okkar.“ Vilhjálmur Egilsson alþm. í Alþbl. 3. jan. Maður hugsar ýmislegt „Ég læt aðra dæma um hvernig ég var tekinn fyr- ir, en þegar gengið er aö fjölskyldu manns hugsar maður ýmislegt... Annars snerust áramótin okkar ekki um skaup Guðnýjar HaOdórsdóttur kommún- ista úr Mosfellsbæ, sem haföi lýst því yfir að hennar æðsta takmark væri að fella íhaldið. Ég hef á tilfinn- ingunni að hún vinni að því áfram eftir að hafa séð þetta skaup hennar.“ Árni Sigfússon framkvstj. í Tímanum 3. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.