Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1995, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 Afmæli Gunnar Þórðarson Gunnar Þóröarson tónlistarmaöur, Ægisgötu 10, Reykjavík, er fimm- tugurídag. Starfsferill Gunnar fæddist á Hólmavík og ólst þar upp fyrstu átta árin, síðan eitt ár í Smálöndunum og loks í Keflavík. Hann flutti til Reykjavík- ur 1968 og hefur átt þar heima síöan. Gunnar er þekktasti popptónlist- armaður landsins. Hann spilaði með hljómsveitinni Hljómum 1962-69, með Trúbroti 1969-73, með Ríó tríó- inu á hljómleikum og inn á hljóm- plötur, með Ðe lónlí blúbojs 1976 og með Sléttuúlfunum og Lummunum. Gunnar hefur gert þrjár sólóplöt- ur, lék inn á fjölda hljómplatna með framangreindum hljómsveitum, var einn helsti flytjandi og útsetjari hinna vinsælu Vísnaplatna og hljómplötunnar íslensk alþýðulög og hefur leikið inn á, útsett fyrir og/eða stjórnað upptökum á hinum ýmsu hljómplötum sem nú munu vera töluvert á annað hundrað tals- ins. Gunnar hefur samið á fjórða hundrað lög sem hafa verið hljóðrit- uð. Hann samdi tónlistina fyrir söngleikina Á köldum klaka og Örfá sæti laus sem sýndir voru hjá LR, fyrir leikritið Fjölskyldan sem sýnt var hjá LR, samdi tónlist og lék með Trúbrot í leikritinu Faust í Þjóðleik- húsinu, samdi tónlistina í kvik- myndina Óðal feðranna og sjón- varpsmyndirnar Blóðrautt sólarlag, Vandarhögg, Lilja, Djákninn og Steinbarn auk þess sem hann hefur samið tónlist fyrir ógrynni sjón- varps- og útvarpsauglýsinga og fjölda kynningarstefa fyrir sjón- varps- og útvarpsstöðvar. Gunnar útsetti fyrir og stjórnaði tónlistaruppsetningu á flestum tón- hstardagskrám sem fluttar voru í Brodway og á Hótel íslandi auk þess sem ein slík tónlistardagskrá var helguð Gunnari og tónlist hans. Hann tók saman, útsetti og stjórnaði klukkutíma dagskrá um sögu dæg- urtónlistar á íslandi í fimmtíu ár í tilefni af lýöveldisafmælinu sl. sum- ar. Gunnar var fyrsti popptónlistar- maðurinn sem hlaut listamanna- laun og hann var útnefndur Lista- maður Keflavíkurbæjar árið 1992. Fjölskylda Kona Gunnars er Toby Sigrún Herman, f. 19.2.1949, fjölskyldu- og námsráðgjafi. Hún er dóttir Irving Herman, verslunarstjóra í Keflavík sem lést 1972, og Ásthildar Frið- mundsdóttur verslunarkonu. Synir Gunnars og Tobyar eru Karl Brooke Herman Gunnarsson, f. 5.9. 1981, og Zakarías Herman Gunnars- son, f. 3.7.1988. Dætur Gunnars frá fyrrv. hjóna- bandi eru Hulda Berglind, f. 4.6. 1967, starfsmaður Blindrafélagsins, búsett í Reykjavík, og Katrín Perla, f. 17.10.1972, verslunarmaðurí Reykjavík. Dóttir Gunnars utan hjónabands er Borghildur Gunnarsdóttir, f. 26.8. 1967, verslunarkona í Reykjavík. Systkini Gunnars: Bára, f. 26.10. 1943, húsmóðir i Keflavík; Guðbjörg, f. 1.4.1946, skrifstofumaður hjáToll- stjóraembættinu, búsett í Reykja- vík; Sævar, f. 15.3.1947, d. 1985, starfsmaður við Keflavíkurflugvöll; Valtýr, f. 14.4.1950, þjónn í Reykja- vík; Guðbirna Kristín, f. 19.2.1958, húsmóðir í Keflavík; Þórdís, f. 28.11. 1961, nemi í barnasálfræði í Banda- ríkjunum. Foreldrar Gunnars eru Þórður Bjömsson, f. 8.11.1922, sjómaður og síðan bílstjóri í Keflavík, og k.h., Guðrún Guðbjömsdóttir, f. 11.10. 1922, húsmóðir. Ætt Þórður er sonur Björns, verslun- armanns á Hólmavík, Björnssonar, b. í Hlíð í Kollafirði, Jónssonar. Móðir Björns Björnssonar var Kristín Ketilsdóttir, b. á Hamri, Oddssonar, og Oddnýjar Jónsdótt- ur, systur Jóns, langafa Finnboga, fóður Vigdísar forseta. Móðir Þórð- ar var Guðbjörg Níelsdóttir frá Goðdal. Guðrún er dóttir Guöbjöms, b. í Bjarnarnesi, bróður Jórunnar, ömmu Sigrúnar Elíasdóttur, fyrrv. formanns Alþýöusambands Vestur- lands. Bróðir Guðbjörns var Bjarni, afi Sigríðar Ellu óperusöngkonu, Hallgríms, læknis á Seltjarnarnesi, Gunnar Þórðarson. og Bjama P. sveitarstjóra Magnús- barna. Guðbjörn var sonur Bjarna, b. á Klúku í Bjarnarfirði, Þorbergs- sonar, bróður Lilju, ömmu Guð- mundar Jónssonar, fyrrv. borgar- fuhtrúa, formanns Iðju og Lands- sambands iðnverkafólks. Móðir Guðrúnar var Katrín Kristín Guð- mundsdóttir, frá Skarði í Bjarnar- firði. Gunnar og Toby taka á móti gest- um á Hótel Islandi laugardaginn 7.1. kl. 20.00-22.00. með afmælið m • r 90 ára Jónas Aðalsteinsson, Fjólugötu 13, Akureyri. 85 ára Ingunn Gunnlaugsdóttir, Hjallaseh 55, Reykjavík. 80 ára Birgitta Stefánsdóttir, Gröf, Broddaneshreppi. 75 ára Jóhanna Þórðardóttir, Bjarkargötu 6, Vesturbyggð. 70 ára Sigurður Jónsson, Álftamýri32, Reykjavik. Jón Arngrímsson, Kirkjustræti 2, Reykjavik. 60 ára Kristján Einarsson, ÞómfelU 12, Reykjavík. Einar Jónsson, Blikahólum 2, Reykjavík. Matthías B. Einarsson, Heiðarholti 30 G, Keflavik. Gyða Ásdis Sigfúsdóttir, Látraströnd 28, Seltjarnamesi. Hafsteinn Guðm undsson, Læknishúsi, Reykhólahreppi. EinarErlendsson, Kambsvegi 18, Reykjavík. 50 ára IngólfurH. Eyfells, Selbraut80, Seltjamarnesi. Páll Birgir Jónsson, StífluseU 9, Reykjavik. Eiríkur Hansen, Jöklatúni2, Sauðárkróki. Eggert Þór Steinþórsson bygg- ingastjóri, FífuseU 22, Reykjavík. Eiginkona hans er Hannesína Rut Guðbjarnadóttir húsmóðir. Hanntekurá móti gestum, í Skólabæ, Suöur- götu 26, Reykja- vík, laugardag- inn7.1.nk.kl. 17-19. Unnur Hjartardóttir, Vesturbergi 107, Reykjavík. Melkorka Sveinbjömsdóttir, Breiðvangi 26, Hafharfirði. Haraldur Daníelsson, Furugrund 1, Akranesi. Jette Svava Jakobsdóttir, Vesturbergi 140, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Elías Áma- son. Þeim þjónum væri það mikil ánægjaefvinir, vinnufélagarog vandamennvildu gleðjaþau með nærveru sinni á afmæUsdaginn kl. 18-20 íHaU- arseUíMjódd.sai templara,aö Þarabaltka3. Halldór Svansson, Bergstaðastræti 28 B, Reykjavfk. Smári Steingrímsson, Æsustööum, Eyjafjarðarsveit. Sigurður K. Friðriksson, Stuðlabergi 2, Hafnarfirði. 40 ára Pekka Tupio Pyykönen, Bræöraborgarstig 43, Reykjavik. Pétur Már Pétursson, Leirubakka 30, Reykjavik. Magnús Guðbergsson, Gerðavegi 7, Garði, Gerðahreppi, Birna Guðrún Flygenring, Stuðlabergi 6, Hafharfiröi. Sigurþór Stefánsson, Brekkustíg 3 A, Reykjavík. Kristrún Stefánsdóttir, LönguhUð 15, Reykjavík. Kristin Guðrún Jóhannsdóttir, Stórateigi 38, MosfeUsbæ. Anna Björg Aradóttir, Silfurteigi3, Reykjavik. Ingi Þór Ásmundsson, Huldubraut2, Kópavogi. Jón Eggert Ríkharð Amgrímsson Jón Eggert Ríkharð Arngrimsson. mag. Þá átti Jón níu hálfsystkini, sam- feðra, sem nú eru látin, utan Lína, ekkja í Reykjavík, og Hannes, garö- yrkjufræðingur í Reykjavík. Foreldrar Jóns voru Arngrímur Friðrik Bjarnason, f. 1886, d. 1964, prentari, ritstjóri, kaupmaður, bóndi og útgerðarmaður í Bolungar- vík, aö Mýrum í Dýrafirði og á ísafiröi, og Ásta Eggertsdóttir Fjeldsted, f. 1900, d. 1986, húsmóðir. / Á NÆSTA SÖLUSTAÐ Pgrt A^AA EÐA I ÁSKRIFT í SÍMA 000 L\ UU Jón Eggert Ríkharð Arngrímsson, Kirkjustræti 2, Reykjavík, er sjötug- urídag. Starfsferill Jón fæddist í Bolungarvík og ólst þar upp og við Dýrafjörð, á ísafirði og á Ákureyri. Hann lauk barna- skólanámi á ísafirði og var þar einn vetur í gagnfræðaskóla, lauk gagn- fræðaprófi frá MA, stúdentsprófi frá MH og hefur stundað nám i stjórn- málafræði við HÍ. Jón var aöstoðarmaður við fiski- deild atvinnudeildar HÍ1944-50, var kaupmaður viö Laugabúðina og Langholthf. 1950-53, forstöðumaður Central Accounting Office 1953-64, skrifstofustjóri Navy Exchange 280-0301964-69, forstjóri Sel hf. í Reykjavík og í Keflavík 1970-75, framkvæmdastjóri Klæðningar hf. í Reykjavík 1976-81, starfsmaður Trésmíðaverkstæðis Reykjavíkur- borgar 1981-84, starfsmaður Skrúö- garða Reykjavíkur 1984-86 og for- stjóri Atlandic Trading Inc. í Lon- don 1986-89. Fjölskylda Eiginkona Jóns var Esther Ósk Jónsdóttir, f. 24.6.1926, húsmóðir. Hún er dóttir Jóns Sigurjónssonar Bláfeld frá Haga í Staðarsveit, bónda í Ási í Melasveit og verkstjóra hjá Eimskip, og Helgu Káradóttur af Sauraætt í Helgafellssveit. Jón og Esther Ósk slitu samvistum. Dóttir Jóns og Estherar Óskar er Ásta Edda Jónsdóttir, f. 11.12.1946, húsmóðir og deildarfulltrúi við lagadeild HI, var gift dr. Þór Rögn- valdssyni og er dóttir þeirra Helga Þórsdóttir, nemi í París, en maður Ástu Eddu er Hinrik Greipsson, við- skiptafræðingur og fulltrúi hjá Fisk- veiðasjóði, en börn þeirra eru Jón Óskar, nemi í fiskifræðideild HÍ á Akureyri, Guðfinna, stúdent frá VÍ, Bjarki Már, nemi við MR, og Hinrik Örn nemi. Systkini Jóns: Guðmundur, f. 1924, nú látinn, rannsóknarlögreglumaö- ur; Helga, f. 1926, nú látin, húsmóð- ir; Hrefna, f. 1927, húsmóðir í Reykjavík; Kristján, f. 1928; Pálmi, f. 1929, skrúðgarðameistari; Sigurð- ur, f. 1931, prestur í Malmö, Jósafat, f. 1933, búsettur í Dublin á írlandi; Guðríður Erna, f. 1935, húsmóöir og iðnskólakennari; Ástríöur, f. 1936, húsmóðir; Arngrímur, f. 1938, cand i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.