Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1995, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 Ámi Sigfússon. Skaupinu var stýrtaf kommum ...Skaupinu var náttúrlega stýrt af leikstjóra sem er yfirlýst- ur alþýðubandalagsmaöur í Mos- fellsbæ og hefur það sem yfirlýst markmið að koma íhaldinu frá. Það segir sína sögu og er umhugs- unarefni...“ segir Ámi Sigfús- son í Alþýöublaðinu. Tók ákvörðun of snemma „Eftir á aö hyggja, þegar skipið er komið öruggt í höfn, má kannski segja að ég hafi tekið ákvörðun of snemma um að yfir- gefa það. Þegar ákvörðunin var tekin fannst mér mikilvægt fyrir fólkið að komast frá borði. Mér fannst útilokað á þeirri stundu að skipinu yrði bjargað," segir Filip Bruins skipstjóri í DV. Ummæli Sáttafúsir eins og Sameinuðu þjóðirnar „Við erum svona eins og Samein- uðu þjóðirnar, við erum tilbúnir aö leita sátta ef með þarf,“ segir Hrafnkell A. Jónsson, formaður Verkalýðsfélagsins Árvakurs, í DV. Tíska að hrækja „Hér í skólanum virðast ganga ýmis „tískufyrirbæri" meðal nemenda og skulu þau helst nefnd: Mjög algengt er að nem- endur hræki á ailt og alla. Þaö er ekki óalgengt að hráki leki nið- ur veggi, sé á stigahandriðum, á gólfum, í vöskum og bókstaflega út um allan skóla... “ segir Guð- mundur Oddsson, skólastjóri Þingholtsskóla. Fátækt fólk á rétt á sínum börnum „... Hjá þeim eru ekki áfengis- eða eiturlyfjavandamál. Það ætti að vera yfirvöldum ihugunarefni að það er bundið í lög að fátækt eigi alls ekki að ráð því að börn séu tekin af fólki.:. “ segir Pétur Gunnlaugsson, formaður Fjöl- skylduvemdar. Gestalt-nám- skeið kynnt í kvöid verður haldinn kynn- ingarfundur þar sem kynnt verð- ur væntanlegt gestalt-námskeið sem haldið verður 7.-8. janúar að Sogavegi 108 og er kynningar- fundurinn á sama stað. Það er Daniei Á. Daníelsson sem heldur námskeiðið. Fundir Breytingaskeið kvenna Á vegum Sálfræðistöðvarinnar verða haldnir fyrirlestrar um breytingaskeið kvenna annað kvöld, fimmtudaginn 5. janúar, kl. 20 á Hótel Loftleiðum. Fyrir- iestramir eru einkum ætlaðir konum á aldrinum 40-50 ára. Varpað verður ijósi á hvernig þetta lífsskeið markar timamót í ævi flestra kvenna. Snjó- og slydduél víða um land I dag verður breytileg átt, gola eöa kaldi og snjó- eða slydduél víða um Veðrið í dag land. í nótt verður hvöss austanátt á landinu og slydda eða rigning suð- austanlands og á Austfjörðum en úrkomulítið annars staöar. Hiti breytist lítið. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustankaldi og él fram eftir degi. Vaxandi norðaustanátt og skýjaö í kvöld. Allhvasst og dálítil él í nótt. Hiti verður nálægt frostmarki. Veðrið kl. 6 í morgun Sólarlag í Reykjavík: 15.50 Sólarupprás á morgun: 11.14 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri snjóél -2 Akurnes slydduél 3 Bergstaðir snjókoma -3 Bolungarvík snjóél -3 Kefla víkurflugvöllur þoka 0 Kirkjubæjarklaustur alskýjaö 1 Raufarhöfn alskýjað -1 Reykjavík úrk. í grennd 1 Stórhöfði rigningog súld 2 Bergen skýjað 2 Helsinki snjókoma -3 Kaupmannahöfn heiðskírt -4 Stokkhólmur heiðskírt -6 Þórshöfn rigning 3 Amsterdam þokumóöa -2 Berlín léttskýjað -5 Feneyjar heiðskírt 2 Frankfurt heiðskírt -6 Glasgow alskýjaö 4 Hamborg hrímþoka -5 London skýjað 2 LosAngeles skýjað 12 Lúxemborg léttskýjaö -6 Mallorca léttskýjað -1 Montreal léttskýjað -4 New York alskýjað 1 Nice léttskýjað 1 Orlando alskýjaö 14 Kolbeinn Bjamason flautuleikari: Sá frumflutning á verkinu fyrir tuttugu árum Flautukonsertinn eftir ' Atla Heimi Sveinsson, sem ég ieik ein- leik í, tel ég eitt merkilegasta tón- verk eftir íslenskt tónskáld og hlaut Atli Heimir tóniistarverð- laun Norðurlandaráðs fyrir verkið. Þegar verkið var flutt fyrst fyrir tuttugu árum varö nánast spreng- ing. Eg var á þessum tónleikum, þá ungur drengur, og haföí þessi konsert mikil áhrif á mig en þetta Maðuj dagsins er í fyrsta sinn sem ég flytkonsert- inn," segir Kolbeinn Bjarnason flautuieikari en hann leikur ásamt Sinfóníuhijómsveit íslands kon- sertinn á tónieikum annaö kvöld. „Ég er eiginlega búinn aö bíða eftir að fá tækifæri til að leika konsert- inn frá því ég heyrði hann fyrst en ég mun síðan flytja hann aftur á tónlistarhátíö í Gautaborg í maí.“ Kolbeinn sagði að verkið hefði verið samið með Robert Aitken í huga en Manuela Wiesler hefði Kolbeinn Bjarnason. meðai annarra flutt það. „Verkið er ekki það erfiðasta sem maður lendir í en það sem gerir það erfitt er að það þarf að spila á þrjár flaut- ur til skiptis, piccolo-flautu, venju- lega flautu og flautu að eigin vali. Ég hef valið Shakuhachi-flautu sem er ævafornt japanskt hljóðfæri. Ég lærði á þessa flautu í eitt ár úti í Bandarikjunum og hrifhing mín var svo mikii aö ég séldi hér um bil allar flautumar minar fyrir þessa einu og það getur jafnvel enn þá staðið til. Annars er ég nánast byrjandi á þessa flautu en strangt til tekið má maður ekki spila á þessa flautu opinberlega fyrr en eftir sjö ára nám.“ Kolbeinn er einn af stofendum Caput-hópsins sem vakið hefur veröskuldaða athygli og er nýkom- inn úr ferðalagi um Evrópu: „Við fórum í þriggja vikna ferð til allra landa á Norðurlöndum og Ítalíu og enduðum í Róm. Ferð þessi tókst mjög vel og fram undan er meiri spilamennska með Caput-hópnum, meðal arrnars á Myrkum músík- dögum. Áður en til þess kemur mun ég leika á Akureyri í Kaffi- kantötunni eftir Bach. Kolbeinn er kvæntur Guðrúnu Óskarsdóttur semballeikara og eiga þau eina dóttur. Kolbeinn á einn son fyrir. Kolbeinn sagði áhugamál sin fyrir utan tónlistina vera bókmenntir og skák: „Ég er einnig farinn aö synda mikið í Sundhöll Reykjavíkur eftir að ég flutti 1 sömu götu.“ Myndgátan ,,yb£SS/ RErrvfí. \ER EKKÍ Æ.riAÐUR /UE/MUK!. " 4J> T L'J IIII Refsivöndur EYÞ°R.-*- Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. ísland - Sví- þjóð á Norður- landamótinu Landsliðið í handboita stendur í ströngu um þessar mundir en það tekur þátt í Noröurlandamót- inu sem fram fer í Svíþjóö þessa íþróttir dagana. Liöið hefur leikið tvo leiki. Þriðji leikurinn er í dag og nú er röðin komín að Svíum en stutt er síðan sænska landsiiðið fór illa með það íslenska hér heima og verður því róðurinn erfiður. Bæði er að Svíar eru tví- mælalaust með eitt sterkasta lið heimsins í dag og svo leika þeir á heimavelli. Leikurinn hefst kl. 18.45. Það eru fleirí landslið ísiend- inga á erlendri grundu. Knatt- spyrnulandshðiö 16 ára og yngri er á drengjamóti í ísrael og leikur í dag við Möltu. Skák Helgi Áss Grétarsson er með fullt hús vinninga að loknum fimm umferðum á alþjóðlegu skákmóti i Gausdal í Noregi, sem nú stendur yfir. Þátttakendur eru tíu og tefla níu umferðir. Djurhuus, Noregi, er í 2. sæti með 4 v., Gausel, Noregi, er í 3. sæti með 3,5 v. í þessari stöðu úr 4. umferð hafði Helgi Áss hvítt og átti leik gegn danska alþjóða- meistaranum Bjarke Kristensen: 8 7 6 5 4 3 2 1 25. f7 + ! Kxf7 26. Hfl+ Kg8 27. Hxf8 + t Hxf8 28. Dxc5 He8? 29. Rd5! Og svartur gafst upp. Jón L. Árnason IV 1 Á A A i * A SS& I A A S ABCDEFGH Bridge Hér er varnarþraut fyrir austur og þeir sem vilja spreyta sig á henni skoði fyrst aðeins hendur norðurs og austurs. Suður hefur sagnir á einum spaða, norður segir eitt grand og suður stekkur þá í fjóra spaða sem enda sagnir. Vestur spilar út tígultvisti, þriðja eða fimmta hæsta spili, sagnhafl setur litið spil og þú setur kóng- inn en sagnhafi drottninguna. Þú tekur nú við: * G » 9754 ♦ G9642 + K62 ♦ 72 V KG63 ♦ Á1075 + 943 * 864 V ÁD108 ♦ K3 + D1087 ♦ ÁKD10953 ¥ 2 ♦ D8 + ÁG5 Það fyrsta sem austri dettur í hug er að ráðast á laufið og þá lítur út fyrir að rétta leiðin sé sú að spila lauftiunni. Það er nauðsynlegt að fara þannig í litinn ef sagnhafi á ÁGx eða KGx í litnum, því þannig getur austur gert laufníuna í blindum áhrifslausa. En spiliö er ekki alveg svo einfalt. Sagnhafi á liklega 7 spaða fyrir stökki sínu og ef gert er ráð fyrir að liturinn sé þéttur þarf sagnhafi ekki nema 3 slagi til viðbótar til að standa spilið. Að athuguðu máli sést að sagnhafi á að öllum líkindum einn tígul til viðbót; ar (tigultvisturinn sennilega 5ta hæsta spil) og hefur þá sennilega hent drottn- ingunni til að geta svínað tiunni. Ef suður á laufásinn til viðbótar má alls ekki spila laufi því sagnhafi drepur á ás, tekur spað- ana og svínar tigultíunni. Til að koma í veg fyrir það verður austur að spila tígh aftur áður en sagnhafi getur tekið tromp- in af vörninni og klippa þannig á sam- ganginn við blindan. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.