Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1995, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 Fréttir n HM í handknattleik: Stöðugt fylgst með miðasölu Gylfi Kristjánsson, DV, Akuxeyri: „Ég hef ekki annað um þetta mál aö segja en það að við erum með stöð- ugt eftirlit með miðasölunni eins og öðrum þáttum við undirbúning keppninnar. HaUdór lagði fram allar ábyrgðir og tryggingar sem þurfti og við höfum ekki séð neina ástæðu til að grípa inn í hans störf,“ segir Há- kon Gunnarsson, framkvæmdastjóri heimsmeistarakeppninnar í hand- knattleik sem fram fer hér á landi í vor. Miklar sögusagnir eru í gangi varð- andi aðgöngumiðasöluna en Halldór Jóhannsson á Akureyri hefur einka- leyfi á sölu miðanna samkvæmt samningi við HM-nefndina. Sögu- sagnirnar segja m.a. að Halldór hafi ekki getað lagt fram þær tryggingar og ábyrgðir sem hann hafi þurft gagnvart HM-nefndinni en Hákon bar það til baka. Þá hafa önnur um- svif Halldórs verið dregin inn í um- ræðuna en hann rekur m.a. teikni- stofu á Akureyri og ferðaskrifstofu. Aðgöngumiðasalan á HM hefur gengið mun erfiðlegar en reiknað hafði verið með fyrirfram. Lengi vel var lítið hægt að aðhafast þar sem m.a. lá ekki fyrir í hvernig íþrótta- húsi úrslitaleikirnir yrðu leiknir en eftir aö það skýrðist hefur m.a. kom- ið upp það vandamál að aðilar í ferðaþjónustu hafa tryggt sér gisti- rými á höfuðborgarsvæðinu án þess að hafa aðgöngumiða á leiki í keppn- inni en eftir standa miðasalar sem hafa bara aðgöngumiða upp á að bjóða en enga gistingu. Þórir Einarsson tók i gær formlega við embætti rikissáttasemjara af Guðlaugi Þorvaldssyni sem gegnt hefur starfinu i hálfan annan áratug. Þórir er fyrrverandi prófessor í viðskiptafræði við Háskóla íslands en það er Guðlaugur raunar eínnig. DV-myndGVA Akureyri: Engar framkvæmdir við sundlaugina Gylfi Kiistjánsson, DV, Akureyri: Framkvæmdum við sundlaug Ak- ureyrar, sem hófust sl. vor og halda átti áfram á nýbyrjuöu ári, hefur verið slegið á frest og er það vegna minnkandi framkvæmdafjár bæjar- ins. Fyrsta áfanga af fjórum við laug- ina er lokið. Byggðir voru nýir „heit- ir pottar“, settar upp vatnsrenni- brautir og sólbaðsaðstaða bætt mjög, auk ýmiss annars. í sumar var áætl- að að ráðast í næsta áfanga og verja til hans um 50 milljónum króna. Aformað var að í þeim áfanga yrðu endurbætur á aðkomu að sundlaug- arhúsinu og búningsaðstöðu. Hönn- unarvinnu vegna þessa áfanga er ekki lokið en þeirri vinnu verður haldið áfram þótt verklegum fram- kvæmdum verði frestað um eitt ár. Útgerðarfélag Akureyringa: Af laaukning frá árinu á undan Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: Afli togara Útgerðarfélags Akur- eyringa fyrstu 11 mánuði síðasta árs var 20.556 tonn á móti 19.288 tonnum á sama tíma árið 1993 og er þetta tæplega 7% aukning. Aflaverðmæti togara ÚA á þessum tíma á síðasta ári nam 1.747 milljónum króna. Þrátt fyrir aflaaukningu frá árinu 1993 minnkaði þorskaflinn um tæp- legá 30%, var 6.603 tonn fyrstu 11 mánuði ársins 1993 en 4.724 tonn á sama tíma á síðasta ári og þar af veiddust 1.575 tonn í Smugunni. Veruleg aflaaukning er hins vegar á grálúðu og karfa og ekki síst á ýsu en ýsuaflinn jókst úr 971 tonni fyrstu 11 mánuði ársins 1993 í 3.032 tonn á sama tíma á síðasta ári. Frystitogarinn Svalbakur, sem ÚA eignaðist snemma á síðasta ári, var aflahæsta skip félagsins á þessu tímabili með 3.222 tonn. Frystiskipið Sléttbakur var skammt undan með 3.006 tonn og Sléttbakur var með mesta aflaverðmæti af togurum ÚA fyrstu 11 mánuði síðasta árs. Starfsmenntastyrkir félagsmálaráðuneytisins Félagsmálaráðuneytið auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki vegna starfsmenntunar í atvinnulífinu, sbr. lög nr. 19/1992. Styrkir eru veittir til aðila sem standa fyrir starfsmenntun í atvinnulífinu. Miðað er við að styrkir séu veittir vegna viðfangsefna á árinu 1995. Umsóknir berist Vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneyt- isins á sérstökum eyðublöðum sem þar fást og skal þeim skilað þangað eigi síðar en 15. febrúar 1995. Félagsmálaráðuneytið, 2. janúar 1995 <jinAatímar • tírtofetímar , ó/wíj/M'iAij/mi/Hja/'fwia/' f//m/ifim ixi/na 68 97 97 / ySM IÐJAN iiiTHUH'mn IOHANN ORN ÓLAFSSON DANSKENNARI imiiiA Námskeióin eru að hefiasf Skipt er í flokka eftir aldri og getu. Karate eykur styrk, eflir sjálfstraust, bætir einbeitingu og agar andann sem og líkamann. Brautarholti 22 • Sími 14003 ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■^^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.