Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1995, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1995, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 29 Kristbjörg Kjeld. Kirsuberjagarðurinn Mjög góö aðsókn hefur verið að Kirsuberj argarðinum, sem leik- húsið Frú Emilía sýnir að Selja- vegi 2. Nánast hefur verið upp- selt á allar sýningar en nú fer þeim fækkandi, uppselt er á sýn- inguna í kvöld en næstu sýningar eru á morgun og laugardag. Kirsuberjagarðurinn er síðasta og líklega mikilvægasta leikrit Antons Tsjekhovs. Þetta er gam- anleikur sem nálgast jafnvel fars- ann á köflum. Okkur birtist fynd- Leikhús ið fólk sem segir eitt og gerir ann- að, fólk sem reynir að róa sjálft sig með því að tala við náungann um veikindi sín, um gamla daga og fjarlæg lönd og þráast við að opna augu sín fyrir sannleikan- um. Kristbjörg Kjeld leikur aðal- hlutverk leikritsins, frú Ranevskaju. Margir aðrir leikar- ar taka þátt í verkinu og má þar nefna Eddu Heiörún Backman, Þröst Guðbjartsson, Ingvar E. Sigurðsson, Jónu Guðrúnu Jóns- dóttur, Eggert Þorleifsson, Helgu Brögu Jónsdóttur og Árna Tryggvason. Leikstjóri er Guðjón Pedersen, Hafliði Arngrímsson er dramaturg og leikmynd er eft- ir Gretar Reynisson. Stærstu risaeðlurnar virðast hafa vegið nálægt 100 tonnum. Risaeðlur í mörg- um stæröum Árið 1824 var fyrstu fomeðl- unni lýst á vísindalegan hátt. Var hún nefnd Megalosaurus buck- landi. Verkamenn höfðu fundiö leifar þessarar tvífættu kjötætu í flögubergsnámu í Oxfordhéraði á Englandi árið 1818. Var leifum þessum komið fyrir á háskóla- bókasafninu í Oxford. Heitið dinosaurus var hins vegar ekki gefið þessum risum fornaldar fyrr en 1841. Blessuð veröldin Þyngd risaeðlanna Stærstu risaeðlur sem vitað er um virðast hafa vegið frá 50 upp í 100 tonn, en ekki þarf það að vera nein vísbending um hugsan- leg þyngdarmörk landhryggdýra. Fræðilegir útreikningar benda til þess að þessar risaeðlur hafi nálgast hámarkslíkamsþyngd landdýra, það er 120 lestir. Ef lík- amsþungi hefði farið fram yfir það hefðu fætur þurft aö vera svo efnismiklir til að bera þennan þunga að eðlan hefði ekki getað hreyft sig úr stað. Stærsta risaeðlan Stærstu landhryggdýr allra tíma voru armeðlumar (Brachio- sauridae) sem lifðu í Afríku og Norður-Ameríku og kjöguðu um lönd fyrir 150 milljónum ára. Áður var áætlað að þyngd þeirra væri 180 tonn en slíkt þykir í dag útilokað. Nú er ætlaö að Brachio- sauridae hafi vegið 40 til 80 tonn en einstaka dýr verið þyngri. Vegir færir en hálka og snjór víða Vegir em víðast hvar færir á land- inu en hálka er nánast alls staðar og snjór á mörgum vegum. Á leiðinni Reykjavík - Akureyri er skafrenn- ingur á leiðunum um Langadal, Vatnsskarð, Öxnadalsheiði og Færðávegum Öxnadal. Verið er að moka Stein- grímsfjarðarheiði og er búist viö að hún opnist á hádegi. Á leiðinni Akur- eyri - Egilsstaðir - Vopnafjörður er skafrenningur í Víkurskarði og snjór á vegum á Fljótsheiði, í Köldukinn og Tjörn - Laugar. Á Vestfjörðum er víöa snjór á vegum og ófært á Dynj- andisheiði og Hrafnseyrarheiði. ® © • O 13 Astandvega® , v o ePso0 v _ [3 13 [3 ö B 13 EJ gj “ ■ m m O'j 12 o m u m J3J* B B m / m j 13 - W (3 Hálka og snjór ® Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir GjSS”"*" m Þ“"«ær' ® Fært fjallabílum Myndarlegi drengurinn á mynd- inni fæddist á Fæöingardeild Landspítalans 21. desember kl. 18.30. Hann reyndist vera 3.200 grömm að þyngd og 49 sentímetra langur. Foreldrar hans eru Rut Ingólfsdóttir og Þorgeir Jón Sig- urðsson og er hann fyrsta barn þeirra. Lifsglaðar konur í Belle Epoque. Fjórar systur og liöhlaupi Belle Epoque, sem Háskólabíó sýnir um þessar mundir, hlaut óskarsverðlaun sem besta er- lenda kvikmyndin í vor. Belle Epoque gerist á Spáni árið 1931. Hinn ungi Fernando hefur gerst liðhlaupi úr hernum. Á flóttanum hafa tveir lögreglumenn hendur í hári hans en rifrildi milh þeirra um hvort sleppa eigi unga mann- inum verður til þess að annar skýtur hinn og fremur síðan sjálfsmorð. Fernando leitar skjóls í nærUggjandi þorpi hjá málaran- um og húmoristanum Manolo sem tekur hinn unga liðhlaupa Kvikmyndahúsin upp á sína arma. Þegar dætur Manolo eru væntanlegar í heim- sókn frá Madrid óskar hann eftir því við Fernando að hann yfir- gæfi svæðið enda eru dæturnar fjórar hver annarri fallegri og Manolo veit hvað gerast muni ef Femando dvelur undir sama þaki og þær... Belle Epoque þykir búa yfir gáska Cervantes og svörtum hú- mor Luis Bunuel en leikstjórinn Fernando Trueba er einn fremsti leikstjóri Spánar í dag. Nýjar myndir Háskólabíó: Þrír litir: Rauður Laugarásbíó: Skógarlíf Saga-bíó: Junior Bíóhöllin: Konungur ljónanna Stjörnubíó: Aðeins þú Bíóborgin: Viðtal við vampíruna Regnboginn: Stjörnuhlið Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 2. 04. janúar 1995 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 68,560 68.760 69,250 Pund 107,000 107,320 107,010 Kan. dollar 48,780 48.970 49,380 , Dönsk kr. 11,1870 11,2310 11,2020 Norsk kr. 10,0680 10,1080 10,0620 Sænsk kr. 9,1980 9,2350 9,2310 Fi. mark 14,4210 14,4790 14,4950 Fra. franki 12,7380 12,7890 12,7220 Belg. franki 2,1356 2,1442 2,1384 Sviss. franki 51,9900 52,2000 52.0400 Holl. gyllini 39,1800 39,3400 39,2400 Þýsktmark 43.9100 44,0500 43,9000 It. líra 0,04214 0.04236 0,04220 Aust. sch. 6,2350 6,2660 6,2470 Port. escudo 0.4277 0,4299 0,4278 Spá. peseti 0,5179 0,5205 0,5196 Jap. yen 0,67760 0,67970 0,68960 Irsktpund 105,630 106,160 105.780 SDR 99.44000 99,94000 100,39000 ECU 83,5700 • 83,9000 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan T~ T~ r~ r~ r- Jdi i\ l!i /5 k 1 lá> J V" iV /4 1 JT Lárétt: 1 einfaldur, 5 óróleg, 8 alltaf, 9 stautar, 10 ílát, 12 róta, 14 gruni, 15 ein- * kenni, 17 verri, 19 viðvíkjandi, 20 flýtir, 21 heiður. Lóðrétt: 1 ágætast, 2 farfi, 3 fljótið, 4 manns, 5 hélt, 6 eining, 7 ferð, 11 nuddi, 13 grein, 14 mynni, 16 léleg, 18 klaki. Lausn ó síðustu krossgátu. Lárétt: 1 huglaus, 8 örlátri, 9 stó, 10 gögn, 12 tæpast, 15 utar, 17 krá, 19 gumar, 21 úr, 22 friðaöi. Lóðrétt: 1 höstug, 2 urt, 3 glóp, 4 lágar, , 5 at, 6 urg, 7 sinn, 11 öskra, 13 ætur, 14 trúð, 16 ami, 18 ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.