Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1995, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995 9 Utlönd & > - Kalli prins hefur verið í Sviss að undanförnu þar sem hann hefur rennt sér á skíðum og kysst ungar meyjar í gríð og erg. Heimafyrir minnka vinsæld- ir hans og konungsfjölskyldunnar hins vegar stöðugt. Simamynd Reuter Gingrich rekur sagn- fræðing f ulltrúadeildar Newt Gingrich, forseti fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings, rak nýskip- aðan sagnfræðing deildarinnar í gærkvöldi eftir að hann komst að því að hún átti þátt í að stöðva opinbera fjármögnun á námsefni um helfor gyðinga þar sem sjónarmið nasista og Ku Klux Klan komu þar ekki fram. Gingrich skipaði hina 47 ára gömlu Christinu Jeffrey um miðjan des- ember en ekki var skýrt frá því fyrr en fyrir nokkrum dögum. Jeffrey er aðstoðarþrófessor í stjórnmálafræði við háskóla í Georgíu þar sem Gingrich kenndi eitt sinn sjálfur. Fréttir af þætti Jeffrey í atburðum þessum sem áttu sér stað arið 1986 fóru að kvisast út síðdegis í gær og ollu þegar í staö mikilli reiði innan ýmissa gyðingahópa og meðal þing- manna. Tony Blankley, talsmaður Gingrich, sagði að þingforsetinn heföi ekki náð í Christinu Jeffrey en hann hefði lagt inn skilaboð til henn- ar þar sem hún var beðin um að segja af sér. Hvorki Gingrich né starfsfólk hans vissi nokkuð um málið þar sem Christina Jeffrey bar fóðurnafn sitt, Price, enn á þessum tíma. Talsmaður Hvíta hússins sagði að Gingrich hefði gertréttíaðrekaJeffrey. Reuter Nr. Lelkur: Rööln 1. Millwall - Arsenal -X- 2. Birmingham - Liverpool -X- 3. Walsall - Leeds -X - 4. Southamptn - Southend 1 -- 5. Chelsea - Charlton 1 -- 6. Everton - Derby 1 - - 7. Grimsby- Norwich - -2 8. Wrexham - Ipswich 1 - - 9. Gillingham - Sheff. Wed - -2 10. Wycombe - West Ham - -2 11. Barnsley - Aston V. - -2 12. Swansea - Middlesbro -X- 13. Portsmouth - Bolton 1 - - Nr. Lelkur:_____________________Röðln Nr. Lelkur;_______________Röðln 1. Parma - Juventus --2 2. Roma - Bari 1 - - 3. Torino - Fiorentina 1 - - 4. Cagliari - Inter -X - 5. Milan - Napoli -X - 6. Foggia - Genoa 1 - - 7. Padova - Cremonese 1 - - 8. Brescia - Reggiana 1 - - 9. Fid.Andria - Lucchese 1 - - 10. Palermo - Atalanta 1 -- 11. Perugia - Vicenza -X - 12. Chievo - Ancona --2 13. Ascoli - Venezia -X - Aætluð heildarvinningsupphæð: 90 mllljónlr 10 réttir HBHK7F7Í1 kr. Allar vinningsupphæðir eru áætlaðar Aætluð heildarvinningsupphæð: 12 mllljónlr OI'M kr. kr. kr. 9.800 13 réttir 12 réttir 11 réttir 10 réttirg^m kr. Allar vinningsupphæðir eru áætlaðar Raunlr Bretaprins þyngjast enn: Þjóðin hafnar Kalla - aðeins 16% vilja hann sem kóng Ný skoðanakönnun breska dag- blaðsins Today sýnir að aðeins 16% Breta geta hugsað sér Karl Breta- prins sem næsta kóng. 84% telja hann hafa skaðað ímynd konungs- fjölskyldunnar með því að hafa við- urkennt framhjáhald með Camillu Parker-Bowles. Meirihlutinn for- dæmir framferði Karls. Þetta eru slá- andi niðurstöður fyrir prinsinn því hann reyndi ákaft seinni hluta árs í fyrra að bæta ímynd sína eftir skiln- aðinn við Díönu og allt fjölmiðlafárið sem því fylgdi. í fyrra voru liðin 25 ár síöan hann tók viö titlinum Prins- inn af Wales. Dagblaðið The Guardian birti einn- ig skoðanakönnun um konungsfjöl- skylduna í gær. Þar kemur fram að vinsældir fjölskyldunnar minnka enn. Meirihluti þegna Elísabetar drottningar telur konungsdæmið dauðadæmt og það muni iíða undir lok áður en langt er liöið á næstu öld. 32% töldu að konungsfjölskyld- an yrði enn við lýði eftir 50 ár en 49% töldu svo ekki vera. Sambærilegar tölur úr könnun sem gerð var fyrir tveimur árum sýndu 42% og 34%. í könnun Guardian kemur einnig fram að flestir Bretar vilja minnka kostnaðinn við fjölskylduna um að minnsta kosti helming. Fólk vill fækka höllunum og einnig starfsliði. 53% aðspurðra vill skera niður árs- útgjöldin sem nú eru metin á fimm milljarða íslenskra króna. Meirihlut- inn telur nóg að reka tvær hallir í staö fimm. Menn vilja líka leigja út snekkjuna Britanniu og fækka starfsliöi um 375 manns en 750 manns eru á launaskrá núna. Niður- stöður skoðanakannanna þykja styðja mjög hugmyndir Verka- mannaflokksins um spariiað og minni umsvif konungsfjölskyldunn- ar. Reuter SKÓÚTSALA Skóverslun Þórðar Kirkjustræti 8 Sími 14181 ecco Laugavegi 41 sími 13570 FRÆÐANDI, SPENNANDI 0G SKEMMTILEGAR BÆKUR LESANVÍNN VERVUR PÁTTTAKANVI í FERVUMINVIANA J0NES UM HRÍFANV/ ÆVINTÝRAHEIM LANVAFRÆVINNAR 06 MANNKYNSSÖ6UNNAR Afbragðs bækur fyrir börn og unglinga á öllum aldri. Verð aðeins kr. 595 FRJÁLS u FJÖLMIÐLUN HF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.