Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1995, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1995, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995 Neytendur Aðalvertíðin að hefjasthjá líkamsræktarstöðvunum: Munar allt að 40% á 3ja mánaða kortum - minni verðmunur á mánaðarkortum, eða 28% „Það er alveg ótrúlegur fjöldi fólks sem þyrpist alltaf inn á líkamsrækt- arstöðvarnar eftir jól og áramót. Það er eins og áramótaheitið sé það sama hjá öllum," sagði einn viðmælandi blaðsins í samtali við blaðamann í gær. Hann bætti því þó við að fæstir entust út mánuðinn þrátt fyrir fógur fyrirheit. Nú er aðalvertíð líkams- ræktarstöðvanna að hefjast enda flestir orðnir þreyttir á kyrrsetu og áti yftr hátíðarnar þó þær hafi verið með stysta móti i ár. Af því tilefni, og í tilefni heilsuviku DV, fór neytendasíðan á stúfana og geröi verðkönnun hjá líkamsræktar- stöðvunum í gær, annars vegar á mánaðarkortum og hins vegar á þriggja mánaða kortum. Athugað var verð hjá Líkamsræktinni Kjör- garði, Hress í Hafnarfirði, Sóknar- salnum í Skipholti, Aerobic Sport, Dansstúdíói Sóleyjar, Jassballett- skóla Báru, Gym 80, Júdó Gym, Mætti, Stúdíó Agústu og Hrafns og hjá World Class. Við fengum ekki uppgefið verð á þriggja mánaða kort- um hjá World Class á þeirri forsendu 14000 kr. 12000 10000 * 8.800 8000 6000 4000 2000 3ja mánaða kort ** 10.600 9.990 10.950 * / 11.400 1L400 : * eingöngu tækjasalur *** hægt aö fara í tæki þegar ** eingöngu þolfimi/leikfimi ekki er tími í tækjasal nv 3500 3000 *** Mánaðarkort * .* ** ** 4.1 ** 4.500 4.500 4.500 4.290 4.300 2500 2000 1500 100i 500 0 H o! -8 4000 3.900 5000 kr. 4500 ± Ný lög um fjöleignarhús og húsaleigu: Sérfræðingar svara spumingum lesenda Ný lög tim fjöleignarhús og húsa- leigu tóku gildi um áramótin. Þar sem lögin koma víða við og snerta allmarga hefur neytendasíða DV, í samvinnu við Húseigendafélagið, ákveðið að bjóða lesendum blaðsins að hringja eða póstsenda inn fyrir- spumir í þessu sambandi og fá svör við þeim birt í blaðinu á föstudögum. Það eru þau Sigurður Helgi Guð- jónsson, hæstaréttarlögmaöur og höfundur laganna, og Guðrún Agnes Þorsteinsdóttir lögfræðingur sem svara spurningunum en fólk er beðið að hringja þær inn á símsvara í síma 99 1500 og velja 2 fyrir neytendur. Mikilvægt er að spumingamar séu stuttar og hnitmiðaöar og haflð í huga að símtalið kostar 39,90 kr. á mínútuna. Einnig má senda okkur bréf á heimilisfangið: Spurt og svar- að, Neytendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Notið nú endilega tækifærið! CQUPM.El Það er aldrei meira að gera á líkamsræktarstöðvunum en rétt eftir jól og áramót. Einn viðmælandi blaðsins taldi engu líkara en að áramótaheitið væri það sama hjá öllum. DV-mynd ÞÖK að ekki væri tekið tillit til mismun- andi aöstöðu og þjónustu í verðkönn- uninni. Við birtum því einungis verð á mánaðarkortum hjá þeim. Aðstaðan er misjöfn Hafa ber í huga að aðstaðan er mjög misjöfn á milli staða, svo og tækjabúnaður og þjónusta. Það er engin leið að leggja mat á slíkt í verð- könnun sem þessari þó það hafi að öllum líkindum áhrif á kortaverðið. Þetta verða neytendur að hafa til hliðsjónar þegar horft er á verðin. Flestir staðanna sem haft var sam- band við bjóða bæði upp á leik- fimi/þolfimi og tækjasal en þeir sem einungis bjóða annaðhvort eru merktir þannig sérstaklega í grafinu hér á síðunni. Hagstætt að kaupa 3 mánuði Allt að 28% verðmunur getur verið á hæsta og lægsta verði á mánaðar- kortum en Kjörgarður bauö upp á ódýrasta kortið á 3.900 kr. en World Class og Stúdíó Ágústu og Hrafns voru með þau dýrustu á 4.990 kr. Töluvert meiri verðmunur er á þriggja mánaða kortum, eða 40%. Það ódýrasta var í Kjörgarði á 8.800 kr. en það dýrasta í Stúdíói Ágústu og Hrafns á 12.300 kr. Allir passa staðirnir upp á að þriggja mánaða kortin séu mun hag- stæðari kaup en mánaðarkortin, þ.e. ef þú kaupir þrjá mánuði í einu er hver mánuður töluvert ódýrari en ef þú kaupir þrjú stök mánaðarkort. Sparnaðurinn er þó mismikill, mest- ur hjá Mætti, eða 3.300 krónur, en minnstur hjá JSB, eða 1.500 krónur. Algengur afsláttur var á bilinu 2-3.000 krónur. Það borgar sig vissulega ekki aö byrja á því að kaupa 3ja mánaða kort þegar fólk er að byrja í líkams- rækt og jafnvel á nýjum stað. Ef þér líkar ekki staöurinn, eða þú endist ekki út mánuðinn, er „sparnaöur- inn“ ekki lengur fyrir hendi. Tillaga að heilsumatseðli: Hollt og bragðgott Það er vel hægt að útbúa girni- legan ’matseðil sem jafnframt er hollur og án mikillar fitu. Hér birt- um við uppskriftir að forrétti, aðal- rétti og eftirrétti fyrir fjóra sem hafa að geyma fáar hitaeiningar. Njótið vel! Bakaðir sveppir 500 g sveppir 1 laukur, fínt saxaður 'A knippi steinselja (1-2 msk. þurrkuð) 1 tsk. smjör 1 tsk. tarragon 1-2 msk. vatn 1 ms.k sítrónusafi 75 g rifinn ostur (11%) Steikið sveppina heila í smjörinu ásamt lauknum þar til vökvinn hefur soðið niður. Blandið stein- seljunni saman við og setjið í ofn- fast fat. Dreypið vatni og sítrónu- safa yfir og stráið tarragoni og osti á. Bakiö í 8-10 min. við 250° eða þar til osturinn hefur tekið lit. (Einn skammtur 100 he.) Lambalærissneiðar í potti 4 lærissneiðar 5 gulrætur 2 rófur 800 g hvítkál 2 tsk. þurrkaður kjötkraftur (boullion) krydd (t.d. pipar og paprika) Setjið kjötið í pott og kryddið. Hreinsið grænmetið og skerið í bita. Setjiö grænmetið í pottinn, ofan á kjötið, og stráið kjötkrafti yfir. Setjið þétt lok á pottinn og setjið á hæsta straum í nokkrar mín. Lækkið síðan strauminn og látið malla í 45 mín. Soðið er notað sem sósa, ójafnað. Borið fram með soðnum kartöflum. (Einn skammt- ur 258 he.) Jógúrtábætir 2 dósir jógúrt án ávaxta 2 eggjarauður 2 msk. gervisykur 1 epli 2 kiwi 100 g jarðarber (frosin eða ný) Þeytið eggjarauöur og sykur vel saman og bætið jógúrtinni út í. Skerið eplið í bita og kiwi í tvennt. Skiptið ávöxtunum í skálar og hell- ið jógúrtblöndunni yfir. Geymt í ísskáp þar til borið er fram. (Einn skammtur 162 he.) Kakomalt og heift súkkuiaði frá Trompvörum. Heitt og kalt kakó Heitt og kalt kakó er aUtaf jafn vinsælt á meðal yngri kynslóðar- innar og jafnvel einnig þeirrar eldri. Fyrirtækiö Trompvörur hf. hefur hafið sölu á nýrri gerð af kakömalti og heitu súkkulaði undir nafninu ískvikk. Kakó- maltið er ætlað í kalda mjólk en heita súkkulaðinu er blandað í heitt vatn. Duftið er í 600 og 700 gramma umbúðum sem henta vel til geymslu. Þetta er ágætis viðbót við kakóflóruna og fellur sjálfsagt í kramið hjá mörgum. Laushakkað New Yorkers ung- nautakjöt. Sláturfélag Suðurlands er þessa dagana að kynna framleiðslu og sölu á sérræktuðu ungnautakjöti i neytendapakkningum sem markaðssett er undir merkinu „New Yorkers“. í fréttatilkynningu segir að þetta sé bylting í sölu á fersku ungnautakjöti og þar eru jafn: framt raktar þær kröfur sem bændum er gert að uppfylla til að framleiða slíkt kjöt en mjög strangar kröfur eru gerðar til aðbúnaðar og eldis ungneytanna. Ný vinnslu- og pökkunaraðferð er sögð tryggja ferskleika vör- unnar í ailt að tvöfalt lengri tíma en eldri pakkningamar. Þýsku fimm og hringprjónarnir úr bambus. Bambus- prjónar Garnbúðin Tinna hefur hafið sölu á þýskum hringprjónum úr bambus sem eigendur verslunar- innar fuUyrða að geri prjónakon- um með vöövabólgu kleift að hefja prjónaskap að nýju. Ptjón- arnir eru 70% léttari en stálprjón- arnir og því þreytast notendur minna. Einnig er yfirborð prjón- anna sleípara svo garnið rennur betur, þeir skrölta ekki og oddur þeirra er ávalari svo prjónarnir kljúfa síður þráöinn. Bambus er náttúrulegt efni sem leiðir ekki þegar þvi slær saman og fara bambusptjónarnir því að sögn eigendanna betur meö taugakerfið. Áðm- voru til fimm prjónar úr bambus sem hafa gefið góða raun. Bambushringprjónar númer 4 kosta 490 kr. en stál- prjónar 340 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.